Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 6
86 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Ut í óvissuna í austurveg eftir Þorbjörn Guðmundsson Á síðastliðnu hausti var ég spurður, hvað ég segði um að fara til Taiwan. Þarlendir aðilar hefðu í hyggju að bjóða þangað norrænum blaðamönnum, einum frá hverju landi. Auðvitað hafði ég löngun til að heimsækja þetta fjarlæga og forvitnilega land — og var fljótur til svars. Þá var mér sagt að verslunarfulltrúi Taiwan í Kaup- mannahöfn hefði þar milligöngu og formlegt boð kæmi frá honum. Svo leið og beið án þess að nokkuð gerðist, og ég nánast búinn að afskrifa ferðina, þegar telex- skeyti barst frá Taiwan-fulltrúanum í Kaupmannahöfn. Er boðið þar staðfest og frá því skýrt að ég fengi sendan farseðil frá Taipei, höfuðborg Taiwans, og nánari upp- lýsingar. Enn leið tíminn og í annað sinn hafði ég sætt mig við að sitja heima. Var þá hringt frá skrifstofu verslunarfulltrúans í Kaupmannahöfn og spurst fyrir um, hvort ég hefði fengið senda nauðsynlega pappíra og hvenær ég færi. Virtist sá sem hringdi undrandi, er ég sagði honum að ég hefði ekkert heyrt frá Taipei og ekkert fengið þaðan sent. Telexið í Taipei unnar við afgreiðsluborðið og full- trúans góða meira en bætti það upp. „Góða ferð,“ hljómaði í eyr- um mér. Svo vel var gert við farþega í SAS-vélinni í mat og drykk að óþarfi var að stíga upp í hana með magafylli. SAS-mennirnir stóðu sig einnig vel hvað flugtíma snerti. Lent var á Bangkok- flugvelli klukkan 7.40, eða vel á undan áætlun. Það versta við svona langt flug er tímamismun- urinn. Til dæmis eins og núna, að koma til áfangastaðar að morgni nýs dags á svipuðum tíma og mað- ur hefði að öllu jöfnu verið að ganga til náða heima hjá sér. Thai Airways tekur ekki þá áhættu „Þú kemst ekki á þessu vega- bréfi til Taipei,“ sagði dökkeygð hnáta við afgreiðsluborðið á flug- vellinum í Bangkok, þegar hún hafði athugað pappíra mína. „Þú ert ekki með vegbréfsáritun." Sag- an frá Kaupmannahöfn ætlaði að fara að endurtaka sig. Ég sagði stúlkunni að þetta myndi allt ganga vel, ég væri í boði opinberra aðila. Hverra? Það vissi ég ekki nákvæmlega, en sýndi henni telexið frá verslunar- fulltrúanum í Kaupmannahöfn. „Nei, því miður, þetta nægir ekki.“ Þá spurði ég, hvort hún hefði ekki doðrantinn góða, þennan, sem hafði bjargað mér í Höfn. Merki- legt nokk kannaðist hún strax við hann, og nú vísaði ég henni á smá- letursklausuna aftast í kaflanum um Taiwan. Hún sagðist vel vita hvað þar stæði, en nei, því miður, Thai Airways tæki ekki þá áhættu að flytja mig. Ég sagðist þá fara þetta á eigin ábyrgð, það gerðist ekkert annað i55Í3Q5i35ntt3! Farseðill hjá Finnair! Tveimur dögum síðar kom svo aftur telex-skeyti frá Kaup- mannahöfn þar sem mér er tjáð að ég eigi að vitja farseðils til skrif- stofu Finnair í Reykjavík og vera mættur í Taipei eigi síðar en 8. október, því að kl. 9 morguninn eftir yrði áríðandi fundur, sem ég þyrfti að mæta á. Þá var þess og óskað að ég tilkynnti 1 ákveðið telex-númer í Taipei með hvaða flugi ég væri væntanlegur. Nú hefur Finnair enga skrif- stofu í Reykjavík og sveif ég enn í lausu lofti, en hafði samt samband við Flugleiðir. Og viti menn, þang- að hafði borist pöntun á farseðli mér til handa: Reykjavík — Taipei — Reykjavík. Fór ég þegar á stúf- ana og eftir nokkrar bollalegg- ingar lá ferðaáætlunin fyrir. Flog- ið skyldi með Flugleiðum til Kaupmannahafnar, þaðan með SAS-vél til Bangkok í Thailandi og síðan með Thai Airways til Tai- pei með viðkomu í Hong Kong. Að vísu mátti ekkert út af bera með SAS-flugið, því vélin átti að koma til Bangkok kl. 8 að morgni (8. okt.), en Thai-vélin að leggja upp kl. 9. Við urðum bara að vona að frændur vorir Skandinavar stæðu Grand Hotel í Taipei. Það var auövelt að láta sér líða vel á þessum stað. fyrir sínu og seinkun yrði ekki á flugi. Sendi ég nú umbeðnar upplýs- ingar til telex-ins í Taipei og ennfremur skeyti til Taiwan- skrifstofunnar í Kaupmannahöfn með ósk um að hitta verslunar- fulltrúann að máli, þar eð ég hafði fimm tíma til ráðstöfunar í Köb- en. Samdægurs kom telex-skeyti frá honum þar sem hann harmaði að fundum okkar gæti ekki borið saman, hann væri á förum til Finnlands og yrði í Helsinki ein- mitt þennan dag. Þangað kemst enginn án vegabréfsáritunar í Kaupmannahöfn ákvað ég sem betur fór að „tékka inn“ tímanlega á Kastrup-flugvelli og fá mér snarl í fríhöfninni. „Þú ætlar til Taiwan," sagði stúlkan við afgreiðsluborðið, þeg- ar hún hafði grandskoðað farseðil- inn og blaðað í vegabréfinu. Ég játaði því. „En þú ert ekki með neina vegabréfsáritun. Þangað kemst enginn án hennar." „En mér er boðið af þarlendum aðilum, og enginn hefur minnst á vegabréfsáritun," maldaði ég í móinn. Spurði hún þá, hvort ég hefði eitthvert meðmælabréf þaðan að austan. Dró ég þá upp telex-ið frá verslunarfulltrúanum í Kaup- mannahöfn, en stúlkan sagði að það gagnaði ekkert. Ég sagði henni að ég kæmist þó alltjent til Bangkok og svo yrði bara að ráð- ast með framhaldið. Hún kvað það rétt vera, ég kæmist til Bangkok, en SAS teldi skyldu sína að leið- beina farþegum eftir föngum og reyna að sjá til þess að þeir önuðu ekki út í neina vitleysu. Með smáleturs- klausu að vopni Þegar ég svo þráaðist við að fara að ráðleggingum hennar og hætta við ferðina, kallaði hún á fulltrúa sér til halds og trausts. Sá dró fram mikinn doðrant og sýndi mér svart á hvítu hvar stóð að enginn kæmist til Taiwan án vegabréfsáritunar. Sennilega hef ég ekki getað leynt vonbrigðum mínum og fulltrúanum runnið til rifja vesöld mín, því nú sagði hann mynduglega að hann myndi at- huga málið nánar. Ég skyldi bíða, hann ætlaði upp á skrifstofu og ræða við fullmektuga þar. Tíminn leið og ískyggilega farið að nálgast brottfarartíma SAS- vélarinnar til Bangkok, þegar minn maður birtist aftur og nú með sigurbros á vör. Hann rétti mér doðrantinn, sem hann hafði áður flett upp í, og benti á smálet- ursklausu aftast í kaflanum um Taiwan. Þar stóð að sá möguleiki væri fyrir hendi að íbúar ríkja, sem ekki hefðu stjórnmálasam- band við Lýðveldið Kína, þ.e. Tai- wan, gætu fengið vegabréfsáritun á flugvellinum í Taipei. Islend- ingar hlytu að flokkast bar undir. Þá sagðist hann, svona til frek- ara öryggis, hafa hringt í íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn og spurst fyrir um hvort það sam- þykkti að þessum mörlanda yrði hleypt út í óvissuna í austurveg — með þessa smáletursklausu eina að vopni. Sáu landar mínir í sendi- ráðinu því ekkert til fyrirstöðu, og í huganum sendi ég þeim þakklæti fyrir traustið. Það var því miður enginn tími fyrir svo mikið sem einn bjór í fríhöfninni, en blítt bros stúlk- Aðkeyrslan að hótelinu. en mér yrði snúið við á flugvellin- um í Taipei og sendur til baka með næstu flugvél. Nú brosti þessi elska með aumkunarsvip. „Þú heldur það, já. Málið er bara ekki svona einfalt. Hvað heldurðu að margir hafi sagt það sama og þú og orðið síðan að borga stórar fjárhæðir í sekt fyrir að koma án vegabréfsáritunar inn í landið? Ég viðurkenni að það hefur gengið, en við þekkjum alltof mörg dæmi um hið gagnstæða." Hvað var þá til ráða? Jú, ég yrði að fara inn í borgina í skrifstofu verslunarfulltrúa Taiwans þar og fá vegabréfsáritun. Næsta flug til Taipei var kl. 12 á hádegi með China Airlines, sem er flugfélag í eigu Taiwan-búa. Ég sagði stúlkunni að ég yrði þá að freista þess að fá far með því. Nú brosti hún aftur að fáfræði minni. Ferð inn í miðborgina tæki minnst 40 mínútur aðra leið, og auk þess væri vegabréfsáritun ekki veitt samdægurs, í fyrsta lagi eftir sól- arhringsbið. Tösku-kirkjugarður Skyndilega minntist ég þess, að ég hafði látið bóka töskuna mína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.