Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 111 Síðasta setningin í tilvitnuninni hefur kannski ekki þótt vega þyngra en aðrar í þessu viðtali, en þegar litið er til baka og um leið fram á veg er óhætt að segja, að þetta sé einmitt inntakið í ferli Mezzoforte. Strákarnir hafa hald- ið sínu striki allan þennan tíma og ekki látið berast af leið þótt straumar pönks, nýbylgju, þunga- rokks og tölvupopps hafi leikið um strendur landsins á undanförnum árum. Hér að framan var þess getið, að Mezzoforte hefði orðið utangátta að talsverðu leyti í umfjöllun fjöl- miðla, en plötur þeirra hafa þó ætíð fengið sinn skerf úr pennum gagnrýnenda og oftast hafa dóm- arnir verið jákvæðir, a.m.k. séð frá sjónarhóli leikmannsins. En hvað skyldu strákarnir í Mezzo- forte sjálfir segja um umfjallanir blaðanna um plötur þeirra. Engir dómar „Við höfum aldrei fengið neina dóma,“ sagði Eyþór Gunnarsson, er undirritaður ræddi við hljóm- sveitina í október síðastliðnum. „Það hefur verið sagt: Já, já þetta er ágætt hjá ykkur strákar mínir, en engir dómar hafa komið. Kannski hefur verið sagt, að hljóðfæraleikur sé hnökralaus eða eitthvað í þá veru.“ „Annars er engin ástæða til þess að vera að bölsótast út í plötudóma," sagði Kristinn Svav- arsson, saxófónleikari sveitarinn- ar. „Það, sem mestu máli skiptir er að maður sé sjálfur ánægður með það, sem maður hefur verið að gera. Það er hins vegar alltaf leiðinlegt þegar maður veit að ver- ið er að fjalla um tónlistina af kunnáttuleysi." Mezzoforte er orðin býsna göm- ul hljómsveit á íslenskan mæli- kvarða. Hún varð fimm ára skömmu fyrir jólin og gaf um svipað leyti út sína fjórðu hljómplötu. Þótt hljómsveitin sé orðin gömul á okkar mælikvarða er ekki hægt að segja það sama um meðlimina og gildir þá einu hvaða mælikvarða menn styðjast við. Tæpast hefur þá félaga og þá sennilega Steinar Berg ísleifsson, forstjóra Steina hf., ekki heldur órað fyrir því við undirritun síðari samningsins á milli þessara aðila, að fjórða platan yrði einmitt sú, sem bryti ísinn. Upphaflega gerði Mezzoforte samning við Steina hf. um gerð einnar plötu, en í kjölfar- ið fylgdi þriggja platna samning- ur. Ef hægt er að þakka einhverjuro einum manni velgengni Mezzo- forte á erlendri grund, og þá sér í lagi í Bretlandi, er það fyrst og fremst Steinar Berg sjálfur. Hann hefur sjálfur sagt, að hann hafi alla tíð verið sannfærður um að Mezzoforte ætti framtíðina fyrir sér erlendis. Hann hlýtur því að hafa haft ótakmarkaðan sannfær- ingarkraft á sama tíma og fyrstu plötur hljómsveitarinnar seldust í um 2000 eintökum hér á landi. Fólki veitist kannski erfitt að trúa því, en síðasta plata Mezzoforte var sú fyrsta sem seldist í yfir 3000 eintökum hérlendis. Það verður enginn ríkur á slíkri sölu, hvorki tónlistarmennirnir né út- gefandinn. Enginn frægur á einni nóttu Sennilega gerir hinn almenni lesandi sér ekki fyllilega grein fyrir því hversu mikil vinna liggur að baki þeirri velgengni.sem Mezzoforte er nú aðnjótandi. Frægðin kemur ekki bara sisona á einni nóttu, heldur þarf að vinna markvisst og sleitulaust að settu marki í langan tíma ef árangur á að verða einhver. Jónatan Garð- arsson hjá Steinum hf. rakti í sem stystu máli söguna frá því er farið var að kynna tónlist Mezzoforte á erlendri grund. Sú kynning hófst fyrst formlega fyrir tæpum þrem- ur árum. Snjóboltinn rúllaði af stað niður hlíðina með útkomu annarrar plötu Mezzoforte fyrir jólin 1980. Sú bar nafnið í hakanum. Áður til var það skoðun Steinars Berg og nánustu samstarfsmanna hans, að ekki sakaði að geyma útgáfu plötunnar Þvílíkt og annað eins alfarið og einbeita sér þá enn frek- ar að útgáfu væntanlegrar fjórðu breiðskífu flokksins og skyldi ekk- ert til sparað að hún yrði sem allra vönduðust. Sú plata, sem síðar hlaut nafnið Surprise, Surprise á enskum markaði var tekin upp í Lundún- um í ágúst og gefin út í nóvember. Um svipað leyti voru kynningar- plötur sendar vítt og dreift um klúbba og diskótek og voru þar lögin góðu, Garden Party og Funk Suite No. 1. Á Midem nú í janúar var breiðskífan kynnt og síðan gefin út 12 tommu tveggja laga plata með áðurnefndum tveimur lögum vegna hvatningar frá diskótekur- um víðs vegar um Bretland. Þeir reyndust svo sannarlega hafa eitthvað til síns máls eins og áþreifanlega hefur sannast. Viðbrögðin á Midem-ráðstefn- unni voru allt önnur og jákvæðari en áður höfðu verið. Greinilegt var að plötufyrirtæki voru nú reiðubú- in að taka áhættuna og gefa plötu Mezzoforte út í heimalandi sínu og hafa samningar tekist í fjölmörg- um löndum og aðeins á eftir að reka smiðshöggið á samninga við enn fleiri lönd til viðbótar. Tólf tommu platan með Garden Party og Funk Suite No. 1 þótti ganga svo vel, að eftirspurn eftir 7 tommu, venjulegri 45 snúninga plötu, var orðin umtalsverð. Hún var því gefin út og árangurinn hefur ekki látið á sér standa eins og fram hefur komið hér að fram- an. Áður en nýjasta platan var kynnt var f hakanum afturkölluð. Með fyrstu 2000 seldu eintökunum af Surprise, Surprise fylgdi hins vegar bílrúðulímmiði svo og seðill þar sem fólki var gefinn kostur á að kaupa stuttermabol með nafni Mezzoforte á svo og plötuna f hak- anum. Hefur þetta fyrirkomulag reynst vel og töluvert selst af plöt- unni með þessum hætti. Ómæld vinna að baki Þeim ber saman um það í einu og öllu, Steinari Berg og Jónatan Garðarsyni, að að baki öllu þessu liggi ómæld vinna. Ekki hafi verið slakað á einn einasta dag frá því hjólin tóku fyrst að snúast og á undanförnum vikum hafi álagið, aukist um allan helming. Ekki má gleyma því, að allan þennan tíma hafa strákarnir í Mezzoforte verið sér fyllilega með- vitaðir um hvað var að gerast og hverju mætti e.t.v. eiga von á, þ.e. að frægðin kynni að leynast á baki við næsta hól. Til þess að vekja á sér athygli þyrfti látlausa vinnu og þar hafa fimmmenningarnir hvergi dregið af sér. Alian þennan tíma hafa þeir verið að þróast og þroskast sem tónlistarmenn. Hljómsveitin hef- ur styrkst sem heild og vináttu- böndin þá um leið. Vafalítið spilar það líka inn í, að allir eru strák- arnir orðnir fjölskyldumenn þótt ungir séu að árum og halda sig því fremur við jörðina en þeir sem enn eru lausir og liðugir og hafa til- hneigingu til að láta leiðast út af brautinni mjóu og hálu, frama- brautinni. Hvert svo sem framhaldið kann að verða er víst að unnið hefur verið mikið brautryðjendastarf í þágu íslenskrar dægurtónlistar. Auðvitað vonast allir til þess, að strákarnir í Mezzoforte eigi eftir að ná enn frekari vinsældum og þá ekki síður vestanhafs en austan. Kannski verður vendipunkturinn á ferli hljómsveitarinnar á morg- un, kannski í næstu viku. Hvað sem verður er víst, að ísland hefur fengið á sig annan blæ á meðal tónlistarunnenda fyrir tilstilli fimmmenninganna í Mezzoforte. Ummæli breska poppblaðsins NME segja kannski allt, sem segja þarf: „Keep your ice (eyes) on the north pole.“ Orðaleikur sem gæti útlagst á íslensku: „Hafið auga með norðurpólnum.“ Ritað að kvöldi þess 14. apríl 1983. — SSv. Einbeitnin skín af andliti Friðriks. Jóhann lítillátur að sjá á bassanum. Eyþór í fremur óvenjulegi aöstöðu. Leikur hér á áslátt- arhljóðfæri, en hefur gefið hljómborðunum frí um stund. Hljómsveitin Sturlungar, sem um tíma starfaði samhliða Mezzoforte. Lengst til vinstri er Björn Thorarensen, sem var meðlimur hljómsveitarinnar þar til í fyrra, þá Eyþór og Gunnlaugur. í neðri röð eru þeir Guðmundur Torfason, sem þá söng, en hætti síðan og sneri sér alfarið að knattspyrnunni hjá Fram, Friðrik og Jóhann. hafði tónlistin verið kynnt lítil- lega, en undirtektir verið fremur hógværar. Boltinn fór hægt af snjóboltar hefja feril sinn þannig. Plata þessi var kynnt á hinni ár- legu Midem-ráðstefnu plötufram- leiðenda í Cannes í janúar 1981 og fengust þá strax jákvæð viðbrögð frá mörgum aðilum. Flestir voru þó sammála um að markaðurinn fyrir þessa tegund tónlistar væri þröngur í heimalandi viðkomandi, en fyllsta ástæða væri til að veita hljómsveitinni athygli. Hér væru á ferðinni ungir og bráðefnilegir menn. Platan í hakanum var síðan gef- in út í Englandi um haustið sama ár á merki Steina hf. í Englandi. Bar hún þar nafnið Mezzoforte og seldist í einum 5—6000 eintökum, sem þykir mjög viðunandi þegar tillit er tekið til þess að fjölda- margar plötur ná alls engri sölu við fyrstu kynningu. Strax þarna um haustið hófst samstarf við Pinnacle-dreifingarfyrirtækið og þau tengsl hafa styrkst með mán- uði hverjum og eru nú stór þáttur í velgengni Mezzoforte í Englandi. Ákveðið var að láta dreifa plöt- unni í gegnum þetta fyrirtæki, lít- ið þá en sjálfstætt, fremur en að leita á náðir einhverra af risunum, t.d. CBS, með dreifingu. Þá var um leið ákveðið að reyna að koma ís- lenskri tónlist á framfæri með nýju móti. Gefa hana út á eigin merki og vinna sjálfir að fram- gangi hennar með öllum þeim erf- iðleikum er því fylgja, fremur en að leita eftir útgefanda, sem svo kannski sýndi plötunni ekki nægi- legan áhuga þegar til kæmi. Með þessari plötu tókst að vekja talsverða athygli á tónlist Mezzo- forte. Á næstu Midem-ráðstefnu i Cannes, árið eftir, í janúar i fyrra, voru svo til allir sem könnuðust við nafnið og höfðu heyrt einhver laga hljómsveitarinnar. Viðbrögð- in voru svipuð áfram þegar kynnt voru lög af nýjustu plötu Mezzo- forte, þá, Þvílíkt og annað eins. Menn voru þeirrar skoðunar að um töluverðar framfarir hefði verið að ræða frá plötunni í hak- anum, en viðbrögðin að flestu leyti á sama veg og fyrr. Bandaríkin brugöust Upp úr þessari ráðstefnu var gerður samningur við bandaríska fyrirtækið Inner City, sem var þá þekkt og virt fyrirtæki á sviði jass- og fusion-tónlistar. Ákveðið var að gefa Þvílíkt og annað eins út í Bandaríkjunum í apríl í fyrra, en áður en af því varð hafði Inner City lagt upp laupana. Kreppan varð þvi fyrirtæki um megn eins og reyndar mörgum öðrum og þar með fauk Ameríkudraumurinn, að sinni a.m.k. Ur því svona fór um sjóferð þá var ætlunin að gefa plötuna út í Englandi. Ákveðið var svo síðar að bíða með útkomu hennar og gefa þess í stað út tveggja laga plötu með lögunum Dreamland og Shooting Star (Draumalandið og Stjörnuhrap). Það sýndi sig vera snjall leikur því plata þessi náði fljótlega fótfestu í klúbbum og diskótekum. Úr því svo vel tókst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.