Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 101 einhver handrit öðrum fremur, sem þú hefur haft not af? „Ég hef haft not af fjölmörgum handritum, en ef ég ætti að nefna einhver sérstök, þá get ég til dæm- is minnst á dagbækur Nielsar Jónssonar á Gjögri, sem ritaði dagbækur frá 1893 til 1933, og eru þær í 48 bindum. Hann var bráð- vel gefinn karl, og ýmislegt þar að finna mjög gagnlegt, og efnis- kannaði Helga þessar bækur. Þá er ekki síður vert að geta um dagbækur Finnboga Bernódusson- ar í Bolungarvík. Hann hóf ritun þeirra 1914 og skráði allt til dauðadags eða í 65 ár, enda eru þær samtals 58 bindi, þar af 20 í fol. eða samtals um 16.400 blaðsíð- Fiskbyrgi á Gufuskálum á Snæ- fellsnesi, sem Lúðvík hefur Jeitt get- ur að, að séu frá 15. öld. Á 15. öld voru fjórtán verbúðir á Gufuskálum, auk þurrabúða. Myndina tók Jó- hann Rafnsson. (115) Ein af rayndum Guðmundar P. Ólafssonar: Efstu þörungar í fjöru. Til vinstri er klapparþang, dvergaþang til hægri. ur! Ég bað Finnboga að lána mér hluta bókanna til að lesa yfir en hann kvaðst ekki lána þær út úr húsi. Vildi ég hins vegar koma og lesa væri ég velkominn, og var ég hjá honum í hálfan mánuð f sept- ember 1967.“ — Og var það þess virði að eyða tíma í? „Já, það er ekki að orðlengja það, að í þessum bókum er geysi- legur fróðleikur, sem orðið hefur mér ómetanlegur við vinnslu verksins. Finnbogi stundaði alla ævi sjó, og kynntist mönnum víðs vegar að af landinu. Hann var sérlega fróðleiksfús, og skrifaði niður hjá sér allt það sem hann hafði ekki heyrt áður. Or fjölmörgum öðrum handrit- um hef ég svo að sjálfsögðu einnig haft fróðleik minn, ekki sízt úr bréfabókum biskupa og skjala- söfnum amtmanna." Mátti ekki seinna vera — Telur þú að nú í dag mætti byrja á verki af þessu tagi og ná sama eða litlu verri árangri? „Nei, satt að segja væri það nánast tilgangslaust að byrja á þessu núna. Mestur hluti heim- ildamanna minna er nú látinn, og margir þeirra létust skömmu eftir að ég hafði hitt þá.“ — Hvaða tímabil áttu við ná- kvæmlega, þegar þú talar um ára- bátatímabilið? „Með því á ég við tímabilið frá landnámi og fram á þessa öld, þar til vélbátar tóku við. Ég geng út frá því að hér hafi fyrstu fiskibát- arnir verið eftirbátarnir sem landnámsmenn höfðu aftan í knörrum sínum, en þeir voru not- aðir sem björgunarbátar og hafa ekki verið á neinn hátt frábrugðn- ir öðrum árabátum." — Er margt í þessari saman- tekt þinni, sem hefur komið þér sjálfum mjög á óvart? „Vissulega er ýmislegt sem komið hefur á óvart í þessu starfi. Ég hef til dæmis lagt sérstaka áherslu á að halda til haga orðum sem tengjast þessum þætti þjóð- hátta okkar, og ljóst er að sjó- mannamálið er ákaflega orð- margt. Ég get til dæmis nefnt, að heiti á heilli flyðru, eins og hún kemur upp úr sjónum, eru milli 70 og 80 og er þó vafalaust ekki um kollheimtur að ræða.“ Kynntist sjálfur árabátaútgerð — Áttir þú þess kost að kynn- ast árabátaróðrum af eigin raun? „Já, ég átti þvi láni að fagna að geta af eigin raun kynnst þessum vinnubrögðum, því veturinn 1923 til 1924 var ég hjá Bjarna Árna- syni föðurbfoður mínum í Ein- arsbúð á Brimilsvöllum, og þá var útvegur þar ennþá alveg í hinu gamla fari. Ég hafði náin kynni af Bjarna og nam margt af honum, og þarna sá ég mörg vinnubrögð er hér munu hafa tíðkast allt frá landnámsöld. Ég fór einnig f flyðrulegur í Breiðafirði með Magnúsi Stein- þórssyni, stjúpa mínum. Flyðru- Brandur í Elliðaey hafði gaukað að Magnúsi ungum nokkrum flyðrumiðum, leynimiðum, sem ég fékk síðan vitneskju um.“ Elstu og umfangs- mestu sjóminjar á Norðurlöndum? — Miklu hefur verið bjargað af upplýsingum um árabátatímabil- ið, en hefur mikið glatast að ei- lífu? „Því verður sjálfsagt aldrei unnt að svara, en auðvitað hefur margt glatast, þó sterkar líkur bendi til þess að miklu hafi verið forðað frá gleymsku. Ég tel einnig að okkur hafi tekist að gera mynd- ir af flestum þeim áhöldum og hlutum er máli skipta.“ — Og margt af því sem þú hef- ur rannsakað er mjög gamalt? „Já, margt er gamalt, annað yngra. Eitt hið merkasta, er ég hef rekist á á ferðum mínum um land- ið, eru forn fiskbyrgi við Gufu- skála á Snæfellsnesi. Heimildir eru fyrir því frá árinu 1465 að þá hafi hálfur annar tugur báta verið gerður út frá Gufuskálum, og ég tel sennilegt að þessi byrgi séu allt frá þeim tíma, eða jafnvel eldri, og sé svo gætu þetta verið elstu og umfangsmestu sjóminjar á Norð- urlöndum. Forn eru byrgin að minnsta kosti, svo mikið er víst.“ — Enginn getur víst ætlast til þess að þú takir saman annað eins verk um aðra þætti íslenskra þjóð- hátta, til dæmis úr landbúnaði. En eru einhverjir aðrir að vinna að slíku? „Já, ég býst við að árangur þess starfs sem þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnins vinnur að, muni síð- ar meir birtast á bókum. Þar er unnið merkilegt starf, með því vafalaust miklu bjargað frá glöt- un. Svo má heldur ekki gleyma hinu merka þjóðháttariti Jónasar frá Hrafnagili, sem tekur til mik- ils hluta þjóðhátta úr landbúnaði og sveitastörfum. Hitt er svo annað mál, að sjálf- sagt er aldrei of mikið gert af söfnun af þessu tagi. Mikið starf er enn óunnið, og þá þarf ekki síð- ur að huga að því sem okkur er nær í tíma en því sem gamalt er, annað getur lent í glatkistunni áð- ur en varir." Anders Hansen Ungir menn Fyrirsögnin á þessum linum hefði eins getað verið „ólæti“ eða eitthvað í þá veruna. Svo sterkt og hranalega er farið að málverkinu á sýningu þeirra ungu, sem nú stendur í Nor- ræna húsinu. Þar er nú ekki verið að tvínóna við hlutina; myndstærðir í rosaflokki og látið heldur betur vaða á súðum, hvað tækni og vinnubrögð varðar. Þarna eru nýbakaðir ex- pressionistar á ferð, og flestir þeirra hafa verið sýnandi verk sín að und- anförnu hér og þar. Þessum ungu mönnum liggur auðsjáanlega mikið á, og þeir eru ráðnir í að missa ekki af strætó, ef svo mætti nefna það. Málverkið, sem þeir allir aðhyllast, er efst á baugi hér og þar eins og er, en ekki vil ég spá, hve lengi þessi hátíð stendur. Ágætur listfræðingur erlendur sagði á dögunum, að það þyrfti nýja listastefnu á sex mánaða fresti til að spila í takt við samtíð- ina, ekki skal það rengt, en tískan hefur ætíð verið söm við sig, og hún er jafn miklum breytingum háð og veðráttan á okkar landi. Það skal því höndla fljótt og ákveðið til að missa ekki af strætó. En svo eru þau sannindi, það gerir stundum lítið til, þótt maður missi af strætó, því það kemur alltaf annar vagn, og lffið gengur sinn gang. Það eru sjö listamenn, sem eiga verk á þessari sýningu. Þeir eru allir á sömu línu, og höndla allir sama sannleik. Samt eru þeir að eðlisfari og upplagi nokkuð ólíkir, og kemur það allglöggt fram, þegar verk þeirra eru skoðuð. Á seinasta ári voru á ferð í sama húsi nokkrir listamenn, sem aðhylltust sömu speki og þeir, sem nú sýna. Ef mað- ur ber þessar sýningar saman, þá held ég, að segja megi, að sú, er nú stendur, hafi vinninginn. Þrátt fyrir allt er meira málverk í þessum verk- um en var á hinni fyrri, og vissulega finnst mér það góðs viti. Þeir, er nú sýna eru: Valgarður Gunnarsson, Tumi Magnússon, Kristinn G. Harð- arson, Kjartan Ólason, Helgi Þ. Friðjónsson, Daði Guðbjörnsson og Árni Ingólfsson. Við skulum ekki tíunda þessi verk að sinni, með því er engum greiði gerður. Allt eru þetta ungir menn í mótun, og hver veit nema þeir eigi eftir að gera garðinn frægan. Eitt er víst, þá vantar ekki áræðið, og mikil er fyrirferð á framleiðslu þeirra. Sem sagt, þetta er allt gott og bless- að, og nú er bara stóra spurningin: Missa þeir af strætó? Við megum vel minnast þess, að það kemur allt- af annar vagn, og hann er áreiðan- lega ekki langt undan. Valtýr Pétursson Sjning Skúla Ólafssonar Ungur maður úr Eyjum heldur sína fyrstu sýningu uppi á landi, eins og þeir taka til orða í Vest- mannaeyjum. Skúli Ólafsson hefur haldið tvær einkasýningar í Gallerí Landlyst heima í Eyjum, einnig hef- ur hann tekið þátt í samsýningum, og ef ég fer rétt með, hefur hann sýnt grafík þar. En Skúli er útskrif- aður í grafík frá Handíða- og myndlistaskólanum og mun hafa stundað nám þar í fimm ár sam- fleytt. Á þeirri sýningu, er hann hefur efnt til í Gallery Lækjartorgi, eru 56 myndir, flestar þeirra eru krítar- teikningar í litum og vatnslita- myndir. Þetta eru ekki stórbrotin verk, en þau eru lagleg og snyrtilega unnin. Það er auðséð af þessum verkum, að sterkasta hlið Skúla er sjálf teikningin, en oft vill það verða þannig hjá honum, að liturinn verð- ur svolítið sætur og nær því ekki alltaf fyllingu í myndverkinu. Ég held, að hér segi þjálfun Skúla sem grafíker til sín, og hver veit nema hann ætti að einbeita sér meir á sjálfa teikninguna á næstu árum. Teikning Skúla er mjúk og hefur skemmtilega línu. Það er leikandi hugmyndaflug í sumum þessara verka og þau skiptast nokkurn veg- inn í tvær heildir: Fígúratífa mynd- list og abstrakt. Það liggur í augum uppi, að Skúli Ólafsson á sér sterkari taugar til þess fígúratífa, en abstraktin verður að léttari leik, þar sem sjálft formið er látið bíða tjón af litagleði, sem er lista- manninum eðlileg. Þetta eru ljóð- ræn verk í eðli sínu og kemur það betur fram í þeim myndum, er hann vinnur í abstrakt stíl. Nú fyrir páska hefur verið mikil sýningargleði, og maður hefur vart við að skoða hitt og þetta. Sumir sýna á mörgum stöðum í senn, og það hlýtur að vakna sú spurning, hver sé tilgangurinn með þessu öllu saman. Ekki verður því svarað hér, en varla líður sú vika nú orðið, að ekki komi fram fjöldi nýrra lista- manna með sýningar. Allt þetta sýningaflóð hlýtur að gera það að verkum, að fólk fái meir en nægju sína af myndlist. Á Islandi er áreiðanlega meira málað af mál- verkum en f nokkru öðru landi, sé miðað við mannfjölda, og það gerum við ætíð. Það var fróðlegt að sjá þessa sýn- ingu Skúla Ólafssonar í Gallery Lækjartorgi. Eins og áður segir, er hér um að ræða fyrstu sýningu ungs listamanns í höfuðborginni. Hann á það fullkomlega skilið, að honum sé veitt athygli, og hafi hann þakkir fyrir framtakið. En auðvitað getur svo farið um þessa sýningu, að hún hverfi í því flóði, sem nú virðist vera í hámarki í henni Reykjavík. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.