Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 30
110 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Við höldum okkar striki Sagan að baki velgengni Mezzoforte lítillega rakin Sívaxandi vinsældir hljómsveitarinnar Mezzoforte á breskri grundu á undanförnum vikum og mánuðum hafa tæpast farið framhjá nokkrum þeim, sem lætur sig framgang íslenskrar dægurtónlistar einhverju skipta. Varla er of djúpt í árinni tekið þótt sagt sé, að fjöldinn allur af poppþyrst- um íslendingum hafi beðið með öndina í hálsinum hverja vikuna á fætur annarri í von um nýrri og þá um leið jákvæðari fregnir af gengi Mezzo- forte á bresku vinsældalistunum. Sigurður Sverrisson Þegar þessi grein er saman sett er aðeins taepur hálfur sólar- hringur þar til ljóst verður hvort Mezzoforte nær að komast inn á „topp-30“ í Bretlandi með tveggja laga plötu sína með lögunum Garden Party og Funk Suite No. 1. Auðvitað er spenningur í öllum þeim er með þessum málum fylgj- ast að staðaldri, ekki síst í strák- unum í Mezzoforte. Takist litlu plötunni þeirra með tveimur áðurnefndum lögum að lyfta sér upp um 10 sæti á vin- sældalistanum, sem birtur verður í fyrramálið, verður hljómsveitin að takast stutta ferð á hendur til Englands til þess að koma fram f hinum feikivinsæla þætti Top of The Pops, sem milljónir á milljón- ir ofan berja augum hverju sinni. Takist ekki að komast á „topp-30“ þessa vikuna er enginn kominn til með að segja, að það verði þá ekki bara í næstu viku. Ferð Mezzoforte upp bresku vinsældalistana á sér nokkra for- sögu. Tónlist sveitarinnar vakti fyrst athygli á hinum svonefndu sérhæfðu listum í Bretaveldi, en þar kom, að hún barst í auknum mæii til eyrna almennings og þá var ekki að sökum að spyrja. Upphaf ævintýris Ævintýrið hófst með því að tveggja laga plata renndi sér upp f 86. sætið. Hún stóð ekki lengi við á þeim slóðum. Viku síðar var hún komin í 61. sætið og enn viku síðar í 40. sætið. Spurningin er því nú hvort hún nær inn á „topp-30“ í næsta stökki. Breiðskífan Sur- prise, Surprise komst inn á við- komandi lista þá er litla platan var í 61. sætinu. Surprise, Sur- prise hoppaði þá upp um 76 sæti og staðnæmdist í 78. sæti listans. Viku síðar hafði hún lyft sér upp í 72. sætið og spurningin er nú að- eins hversu miklu hærra sú plata á eftir að komast. Hver svo sem þróunin verður á næstu vikum er fyllsta ástæða til þess að staldra ögn við þennan merka áfanga Mezzoforte. Mörg- um kann e.t.v. að koma sagan „úlf- ur, úlfur“ í hug þegar talað er um að íslenskar hljómsveitir hafi náð að „meika ’ða“ því svo oft hefur verið greint frá væntanlegum frama íslenskra popptónlistar- manna á erlendri grund á undan- förnum árum. Hér er ekki ætlunin að kasta neinni rýrð á það, sem hljómsveit- ir hafa verið að gera á þessum vettvangi til þessa. Flestir minn- ast vafalítið enn ævintýraljómans, sem umlék Change á þeim tíma er hljómsveitin hélt til Lundúna fyrir einum 7—8 árum og ætlaði að höndla frægð og frama á einu bretti. Þeir sömu minnast þess vafalítið jafn vel hver niðurstaðan varð. Strákarnir sneru heim á leið, reynslunni ríkari en án nokkurs frægðarljóma. Þannig hefur það lengstum ver- ið. Menn hafa anað af stað, hugs- unarlaust eða -lítið. Það er helst að hljómsveitin Þeyr hafi náð að vekja á sér athygli erlendis fyrir góða tónlist sina á undanförnum misserum, en árangur Mezzoforte nú er allur annar og meiri um- fangs. Meiriháttar afrek Svo aftur sé vikið að árangri Mezzoforte á bresku vinsælda- listanum verður ekki framhjá þeirri staðreynd horft, að 40. sætið er meiriháttar afrek og í kjölfarið af framansögðu er ekki úr vegi að fjalla ögn nánar um þennan „topp-40“-lista hjá Bretum. Segja má, að breski poppheim- urinn snúist að meira eða minna leyti um þennan lista. Hann bygg- ir á plötusölu frá mánudegi til föstudags í hverri viku og er opinberaður í BBC á þriðjudögum. Talið er að niðurtalning lista þessa sé eitthvert allra vinsælasta útvarpsefnið hjá BBC því áætlað er að eigi færri en hálf níunda milljón manna hlusti á hana hverju sinni. Afrek Mezzoforte er einnig at- hyglisvert fyrir þá sök, að geysi- legur fjöldi smáskífa kemur út í viku hverri og samkeppnin er geysilega hörð. Ekki er fjarri lagi að ætla, að vel á annað hundrað smáskífur komi út í Bretlandi í viku hverri! Af öllum þeim fjölda eru iðulega ekki nema 5—6, sem komast inn á „topp-40“. Sjaldgæft er að aðrir en Bretar eða Banda- ríkjamenn taki sér bólfestu þar og enn sjaldgæfara er að „instru- mental“-lög komist þar á blað. Sem dæmi um slíkt má nefna, að aðeins 5 lög af þeim stofni náðu þessum áfanga allt síðasta ár. Það sakar ekki að kanna hvaða fimm lög þetta voru, sem náðu þessum sjaldgæfa áfanga. Fyrstan ber að telja Mike Post með lagið Theme From Hill Street Blues, en það lag komst hæst i 25. sæti. Hljómsveitin Pig Bag komst alla leið upp í 3. sæti með lag sitt Papa’s Got Brand New Pig Bag og sami flokkur komst með lagið The Big Bean í 40. sæti. Incantation komst í 12. sæti með lag sitt Cach- arpaya og loks náði John Williams 17. sætinu með titillagið úr kvik- myndinni E.T. Tvö síðasttöldu lögin náðu toppsætum sínum núna í janúar á þessu ári, en teljast með lögum síðasta árs þar sem þau náðu fyrst inn á listann í desember. Garden Party með Mezzoforte er því í raun fyrsta „instrumental“-lagið, sem kemur inn á listann á þessu ári. Útundan í fjölmidlum Einhverra hluta vegna hefur það verið svo, að Mezzoforte hefur iðulega orðið útundan í umfjöllun blaða og annarra fjölmiðla. Poppskríbentar dagblaðanna hafa haft flokkinn útundan í umfjöllun sinni um innlenda dægurtónlist og þeir sem fjalla um aðra tónlist hafa ekki tekið hljómsveitina upp á sína arma. Hefur engu skipt þótt Mezzoforte hafi síst átt minna fylgi að fagna en aðrar hljóm- sveitir, umfjöllunin hefur lengst- um ekki verið í neinu samræmi við vinsældir. Endrum og sinnum hafa þó verið tekin við hljómsveit- ina, eða einstaka meðlimi hennar, viðtöl og við skulum aðeins kíkja í þau til fróðleiks. „Þessi hljómsveit stofnaði sig eiginlega sjálf. Við erum allir góð- ir vinir og höfum umgengist og spilað saman í heilt ár. Þetta þró- aðist allt af sjálfu sér. Það er rétt að taka það fram, að við erum eng- ir hljómsveitarstjórar (Eyþór og Friðrik). Hljómsveitin stjórnar sér sjáif.“ Þannig fórust Eyþóri Gunnars- syni orð í viðtali við þáttinn Fingrarím í Þjóðviljanum þann 4. mars 1979. Þetta er ekki brot úr viðtali við Mezzoforte heldur eins- konar hliðarhljómsveit á ferli Mezzoforte á tónleikum í Mennta- skólanum við Sund. Frá vinstri: Jó- hann Ásmundsson, bassaleikari, Friðriok Karlsson, gítarleikari, Gunnlaugur Briem, trommuleikari, Kristinn Svavarsson, saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson, hljómborðs- leikari og lengst til hægri grillir í Hjört Howser, sem lék með sveit- inni um tíma. Mezzoforte, Sturlunga. Aðeins sið- ar í spjallinu kemur einmitt vel fram afstaða manna á þessum tima til frægðar og frama i út- löndum. „Bandaríkjaför er hins vegar ekki fyrirhuguð strax. Við ætlum að leggja íslenska markaðinn und- ir okkur fyrst (Friðrik hlær hressilega og hinir taka undir).“ Auðvitað er þetta sagt i gríni, eins og reyndar er gefið í skyn innan sviga, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Grípum niður i annað viðtal. — Eruð þið farnir að hugsa til næstu plötu? „Nei, ekki er nú beint hægt að segja það. En ef þessi plata selst eitthvað og stendur undir sér þá reynum við náttúrulega að gefa út aðra. Og það bendir allt til þess að markaðurinn sé að stækka fyrir þessa tónlist. Það má segja, að við stefnum á sama markað og Jakob Magnússon. Hann hefur sýnt okkur mikinn áhuga og vill reyna að koma okkur á framfæri úti. Og það er auðvitað draumurinn að komast til Bandaríkjanna þar sem bræðslan (fusion — innsk. — SSv.) stendur í mestum blóma.“ — Þið stefnið þá að því að kom- ast til útlanda? „Já, enda enginn grundvöllur hér á landi til að lifa af þessu. Platan verður send út til kynn- ingar og við erum að pæla I þvi að fara eitthvað út fyrir landstein- ana næsta sumar, t.d. til Norður- landanna, með þetta og kannski söngband. Svona til að vikka sjón- deildarhringinn og selja kannski nokkur eintök í Ieiðinni. Það er ekki nóg að senda bara plötuna út, það þarf að fylgja henni eftir.“ Þessi viðtalsbútur er úr viðtali Páls Pálssonar á Helgarpóstinum við þá Eyþór Gunnarsson og Frið- rik Karlsson viku áður en fyrsta plata Mezzoforte, sem einfaldlega bar nafnið Messoforte, leit dagsins ljós. Draumurinn um útlöndin er farinn að taka á sig aðeins skýrari mynd og e.t.v. hafa strákamir alltaf vitað það innst inni og verið sannfærðir um að einhvern dag- inn kæmi að því, að þeir vektu at- hygli. Við skulum grípa niður í enn eitt viðtalið áður en við segjum skilið við þau í þessari samantekt. Kukkad með glæsibrag „Stúdíóið var mjög gott. Það heitir Nova Suite og það var upp- tökumaðurinn okkar, sem mælti með því. Það var mikils virði að komast í nýtt umhverfi. Tæknin var líka fullkomnari en völ er á hér og gert er við allar bilanir á stundinni. Allir samstarfsmenn voru mjög viðkunnanlegir, en þeir rukkuðu líka fyrir það með glæsi- brag. Þetta var nokkuð dýrt fyrir- tæki og lengi vel var ekki ljóst hvort við færum eða ekki. Það á líka enginn von á að nýja platan beri sig með sölu hér á landi. Henni er stefnt á stærri markað og hann virðist bara nokkuð góð- ur. Við erum ákaflega ánægðir með það, að markaðurinn hefur komið til okkar en við ekki til hans. Við höfum aldrei breytt neinu í okkar tónlist til þess að gera hana selj- anlegri. Ef fólk hefur gaman af að dansa eftir henni er ekki nema gott um það að segja, enda þótt það sé kannski skemmtilegra fyrir tónlistarmenn að spila fyrir fólk, sem hlustar. Okkar tónlist virðist geta gengið á diskótekum þarna úti eins og hún er og það er bara í himnalagi. Við höldum okkar striki.“ Þetta eru slitrur úr viðtali Sveinbjörns I. Baldvinssonar við Mezzoforte í Morgunblaðinu í október 1981. Hljómsveitin var þá tiltölulega nýlega komin frá Eng- landi eftir að hafa tekið upp þriðju plötu sina, þvílikt og annað eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.