Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Peninga- markaðurinn GENGISSKRÁNING NR. 232 — 8. DESEMBER 1983 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi 1 Dollar 28,400 28,480 28,320 1 St.pund 40,804 40,919 41,326 1 Kan. dollar 22,829 22,893 22,849 1 I)önsk kr. 2,8637 2,8718 2,8968 1 Norsk kr. 3,7091 3,7196 3,7643 1 Sænsk kr. 3,5436 3,5536 3,5505 1 Fi. mark 4,8697 4,8834 4,8929 1 Fr. franki 3,4215 3,4311 3,4386 1 Belg. franki 0,5126 0,5141 0,5152 1 Sv. franki 12,9900 13,0266 12,9992 1 Holl. gyllini 9,2768 9,3029 9,3336 1 V þ. mark 10,3890 10,4183 10,4589 1 (tlíra 0,01715 0,01719 0,01728 1 Austurr. sch. 1,4749 1,4791 1,4854 1 Port escudo 0,2180 0,2187 0,2195 1 Sp. peseti 0,1806 0,1811 0,1821 1 Jap. yen 0,12159 0,12193 0,12062 1 írskt pund 32,333 32,424 32,511 SDR. (Sérst. dráttarr.) 07/12 29,6645 29,7481 1 Belg. franki 0,5055 0,5069 V Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. nóvember 1983 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur.................27,0% 2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1*.30,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán.1)... 32,0% 4. Verölryggöir 3 mán. reikningar..0,0% 5. Verötryggðir 6 mán. reikningar. 1,0% 6. Ávisana-og hlaupareikningar.... 15,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæöur í dollurum.......... 7,0% b. innstæöur í sterlingspundum. 7,0% c. innstæöur í v-þýzkúm mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færöir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Veröbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir..... (22,5%) 28,0% 2. Hlaupareikningar ..... (23,0%) 28,0% 3. Afuröalán, endurseljanleg (23,5%) 27,0% 4. Skuldabréf ........... (28,5%) 33,0% 5. Visitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0% b. Lánstími minnst 2% ár 2,5% c. Lánstími minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán...........4,0% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóóur starfsmanna rfkisins: Lánsupphæö er nú 260 þusund ný- krónur og er lániö vísitölubundið meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er litilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lffeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aölld aö sjóönum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi- legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aðild bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir nóvember 1983 er 821 stig og fyrir desember 1983 836 stig, er þá miöaö við vísitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavisitala fyrir október—des- ember er 149 stig og er þá miöaö viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf i fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! Jll DT0 imX>T a i Haukur Morthens kemur í heimsókn og tekur væntanlega lagið fyrir áhorf- endur. Sjónvarp kl. 21.00 GLÆÐUR Haukur Morthens kemur í heimsókn Haukur Morthens, söngvari, verður að þessu sinni gestur Hrafns Pálsson- ar í þætti hans, „Glæðum“. Haukur rifjar upp tónlistarferil sinn og tekur væntanlega lagið fyrir áhorfendur. Þátturinn hefst klukkan 21. Rás 2 kl. 23.15 Næturútvarp f kvöld klukkan 23.15 hefst NÆTURÍJTVARP hjá rás 2. Það verða þeir Ólafur Þórðarson og Þorgeir Ástvaldsson, sem sjá um næturútvarpið þessa helgi, en í framtíðinni verður það Ólafur sem sér einn um þessa nýjung hjá rás 2. ólafur sagði að eftir veður- fréttir hjá rás 1, eða um klukkan 1 eftir miðnætti héldi útvarp frá rás 2 áfram um dreifikerfi rásar 1. Næturútvarpið heyrist á FM-bylgjulengdunum, fyrir rás 1 og rás 2 og einnig á langbylgj- unni, sem útvarpað er á frá rás 1. Þannig skiptir ekki máli hvort menn hafa útvarpstæki sín stillt á rás 1 eða 2, er þeir hlýða á næturútvarpið. „Ég hef verið með næturút- varp hjá rás 1,“ sagði Ólafur. „Það var í tvo tíma í einu, en nú eru þetta orðnir fjórir tímar, sem maður situr við hljóðnem- ann. í fyrsta næturútvarpinu ætla ég m.a. að rifja upp lög frá árinu 1964, nú og svo er aldrei að vita nema maður gerist síma- glaður... Ég hef ekki getað undirbúið þennan þátt nema að litlu leyti, við sjáum til hvernig þetta fer. Ég hef samt hug á að fá ýmsa þjóðkunna músíkanta í heim- sókn í þáttinn, sem myndu þá jafnvel taka lagið. Ég hef áhuga á að fá píanó inn í stúdió, því það gefur svo mikla möguleika. Þetta næturútvarp verður fyrst og fremst dúndurmúsík og ofsafjör. Já, svo legg ég mikið upp úr því að hafa gott samband við hlustendur, svo þeir geti ver- ið þátttakendur með manni,“ sagði Ólafur Þórðarson að lok- um. Sjónvarp kl. 23.05 Leiðin — tyrknesk bíómynd „Leiöin“ nefnist bíómynd kvölds- ins, sem kemur frá Tyrklandi. Hún var gerð árið 1981 og var m.a. valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes, í Frakklandi á síðasta ári. Jón Gunnarsson þýðandi mynd- arinnar, sagði að söguþráðurinn væri í raun einfaldur, þó vissulega væri myndin athyglisverð og vönduð. Um efni myndarinnar sagði Jón: „Það má segja að mynd- in veki hjá manni spurningu um það hvort, lífið utan fangelsismúr- anna, sé síður fangelsislíf, en inn- an þeirra. Fyrst og fremst er fylgst með þremur föngum, sem koma heim til sín í vikuleyfi frá fangelsinu. Kona eins þeirra hefur svikið hann í tryggðum. Annars fangans bíður tengdafjölskylda sem snúist hefur gegn honum og um þann þriðja er það helst að segja að hann kemur á stað þar sem óeirðir hafa brotist út. Bróðir hans er drepinn og samkvæmt tyrknesk- um sið, tekur hann að sér mág- konu sína og kvænist henni. Hann verður því að sjá af konunni sem hann ætlaði upphaflega að gift- ast.“ Að lokum sagði Jón Gunnarsson að myndin gerðist öll á nokkrum dögum, það er í fríi fanganna þriggja. Hann sagði ennfremur að sum atriði í myndinni væru ekki við hæfi barna. Myndin fjallar um þrjá fanga, sem fara í vikuleyfi frá fangelsinu. Utan fangelsismúranna bíður þeirra Iff, sem óvíst er hvort er eftirsóknar- verðara en lífið innan múranna. Útvarp RevkjavíK FÖSTUDKGUR 9. desember. MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Kndurt. þátt- ur Krlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð- urfregnir. Morgunorð: — Soffía Kygló Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Trítlað við tjömina“ eftir Kúnu Gísladóttur. Höfundur les (4). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minn- ast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Dægradvöl. Þáttur um frí- stundir og tómstundastörf í um- sjá Anders Hansen. 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍDDEGID 14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýj- um bókum. Kynnir Dóra Ingva- dóttir. 14.30 Miðdegistónleikar. Hallé- hljómsveitin leikur „Brigg Fair“, enska rapsódíu eftir Frederic K. Delius; Vernon Handley stj. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Kiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Adolf Scherbaum, Rudolf Hau- bold og Barokk-hljómsveitin í Hamborg leika Konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi; Adolf Scherbaum stj./ Wolfgang Schneiderhan og Hátíðarhljóm- sveitin í Luzern leika Fiðlu- konsert í d-moll eftir Giuseppe Tartini; Rudolf Baumgartner stj./ ARthur Grumiaux og Lam- oureux-hljómsveitin leika Fiðlu- konsert nr. 3 í h-moll með Cam- ille Saint-Saens; Jean Fournet stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tilkynningar. FÖSTUDAGUR 9. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Glæður Um dægurtónlist síðustu ára- tuga 4. Haukur Morthens Haukur Morthens rifjar upp söngferil sinn og syngur nokkur vinsælustu lög sín frá liðnum árum. Umsjónarmaður Hrafn Pálsson. Stjórn upptöku: Andrés Indriða- son. 22.00 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. V ______________________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. KVÖLDIÐ 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Vísnaspjöll. Skúli Ben spjall- ar um lausavísur og fer með fer- skeytlur. b. „Sigga fer út í heim“, smá- saga eftir Ingibjörgu Þorgeirs- dóttur. Guðrún Björg Krlings- dóttir les. Síðari hluti. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Kantata IV — mansöngur eftir Jonas Tómasson. Háskóla- Umsjónarmenn: Bragi Ágústs- son og Helgi K. Helgason. 23.05 Leiðin (Yol) Tyrknesk bíómynd frá 1981. Handrit samdi Yilmaz Guney en leikstjóri er Serif Goren. Aðalhlutverk: Tarik Akan, Serif Sezer, Halil KrgUn og Meral Orhonsoy. Myndin er um þrjá fanga sem fá viku leyfi til að vitja heimila sinna. Þeir búast vonglaðir til ferðar en atvikin haga því svo að dvölin utan fangelsismúr- anna reynist þeim lítt bærilegri en innan þeirra. „Leiðin“ var vaiin besta kvikmyndin á Cannes-hátíðinni 1982. Þýðandi Jón Gunnarsson. 01.00 Dagskrárlok kórinn syngur. Michael Shelton leikur á fiðlu, Óskar Ingólfsson á klarinettu, Nora Kornblueh á selló og Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó. Stjórnandi: Hjálmar H. Ragnarsson. 21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akureyrar. Umsjón: Óðinn Jónsson (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Dassþáttur. IJmsjónarmað- ur: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.15 Kvöldgestir — þáttur Jónas- ar Jónassonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni — Ólafur Þórðarson. 03.00 Dagskrárlok. MT KLUKKAN 10 Morgunútvarp KLUKKAN 14 „Pósthólfið“ í umsjá Valdísar Gunnarsdóttur og Hróbjartar Jónatanssonar. KLUKKAN 16 „Helgin framundan,,. Jóhanna Harðardóttir situr við hljóðnem- ann. Næturútvarp frá Rás 2 hefst með veðurfregnum kl. 1.00. SKJÁNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.