Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 11 Úr fórum vesturfara Bókmenntir Erlendur Jónsson Að vcstan. I.—V. Árni Bjarnarson sá um útg. Akureyri, 1983. Fyrir fjörutíu árum hóf Árni Bjarnarson á Akureyri að safna saraan til útgáfu þjóðlegum fróð- leik sem Vestur-íslendingar höfðu tekið saman og gefið út. Lágu þau fræði á víð og dreif í ritum sem gefin höfðu verið út í Vesturheimi, fáum tiltæk. Þetta skyldi ekki verða neitt smáræðis ritsafn, sext- án bindi. Fjórum tókst Árna að koma út nokkuð fljótlega. En þá varð hlé á útgáfunni af orsökum sem hann réð ekki við. Þar til nú að Skjaldborg hleypur undir bagga, endurprentar þau fjögur sem út voru komin, bætir einu við strax og hyggst síðan halda áfram útgáfunni þar til lokið er. 1 endurprentuðu bindunum eru: þjóðsögur og sagnir ýmsar, Sagna- þættir Sigmundar M. Long og Minningaþættir Guðmundar í Húsey. Þjóðsögur þær, sem Vestur-ís- lendingar hafa safnað og skráð, eru í fáu frábrugðnar því sem skráð var um svipað leyti hér heima. Draugasögur sýnast hafa verið einkar vinsælar upp úr aida- mótunum síðustu, bæði hér og þar. Og meir en svo að þjóðtrúin fylgdi landanum vestur um haf, einnig þar bættist við safnið. Saga segir frá reimleikum í Winnipeg og fer ekki á milli mála að dularfullu fyrirbærin hafa hagað sér þar að íslenskum hætti. Minningaþættir Guðmundar í Húsey eru nokkuð sundurlausir en prýðilega skráðir og bera með sér að Guðmundur hefur verið maður greindur og minnugur. Hann fæddist í Jökulsárhlíð eystra, og bjó til fullorðinsára á Austur- landi. Þaðan eru líka söguþættir hans. Sumir segja frá kunnum mönnum. Skemmtilegar eru t.d. frásagnir hans af Páli ólafssyni. Páll var lengi í röð heldri bænda þar eystra. En Guðmundur getur ekki aðeins höfðingja heldur vel- flestra bænda í sveit sinni. Einnig lýsir hann jafnöldrum sínum og segir jafnframt hvað úr þeim varð í lífinu. Mannlýsingar Guðmundar eru fáorðar en skýrar. Hann hefur að eðlisfari verið afbragðs rithöf- undur. Aldurhniginn var hann orðinn þegar hann skráði þætti sína. Og þá fór honum sem öðrum á ævikvöldinu: »Nú rifjast upp fyrir mér orð og atburðir, sem mér hafa ekki runnið til hugar um margra ára skeið; það er engu lík- ara en að opnast hafi í heila mín- um geymslurúm, sem lokuð hafa verið lengi, en um leið lokist þau, sem eiga að varðveita viðburði líð- andi stundar.^ I fimmta bindinu, sem nú kemur fyrir almennings sjónir í fyrsta sinn, eru sex minningaþættir vest- urfara. Árni Bjarnarson segir um höfundana: »Minningar sínar skrá þeir „er degi tekur að halla“ og einhver stund gefst til ritstarfa. Rekja þeir fyrst bernsku- og æskuárin heima á íslandi, lýsa Árni Bjarnarson. fábreyttum störfum til sveita og sjávar, vinum og kunningjum og þeirri örlagaríku stund þegar vesturför kemur til sögunnar. Þá er sjálft ferðalagið til fyrirheitna landsins, sem oftast tók mánuð eða meir með öilum þeim miklu erfiðleikum sem verða á hinni löngu leið, og siðast en ekki síst landnámi í nýjum heimi.« Eins og ráða má af ofanskráðu voru menn jafnan búnir að dvelj- ast lengi vestanhafs þegar þeir hófu að rita endurminningar sín- ar. Þeir höfðu aðlagast lífinu vestra að svo miklu leyti sem full- tíða menn festa rætur í nýjum heimkynnum. Þó lífið hefði ekki leikið við þá hér á Fróni var margs að minnast að heiman. Og hvað er náttúrlegra en að horfa með sökn- Dýrmætur farmur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ÍSLENSKIR SAGNAÞÆTTIR. II. bindi. Safnað hefur Gunnar S. Þorleifsson. Kápa og teikningar cinnig eftir hann. Bókaútgáfan Hildur 1983. Þjóðlegur fróðleikur er íslend- ingum í blóð borinn. Menn vilja ólmir vita eitthvað um hið liðna, ekki síst gefi það vísbendingar um uppruna þeirra sjálfra. Gunnar S. Þorleifsson bókaút- gefandi sendir nú frá sér annað bindi íslenskra sagnaþátta. -Að öllum líkindum verður þetta stórt safn hjá Gunnari því af miklu er að taka. Að þessu sinni er Gunnar mjög fundvís á eftirtektarverða og vel ritaða þætti. Ég nefni sem dæmi Miðhúsaránið í Vestmanna- eyjum eftir Jóhann Gunnar ólafs- son, Hákarlaveiðar á Ströndum eftir Jóhann Hjaltason, Hvíta- bjarnaveiðar í Þingeyjarsýslum eftir Jóhannes Friðlaugsson, Ind- landsfar strandar á íslandi hlaðið gulli og gimsteinum eftir Árna Óla og Sölvi Helgason eftir Ing- unni Jónsdóttur. Allir þessir þættir og margir fleiri eru læsilegir og veita okkur innsýn í liðinn tíma, hugsunarhátt og samfélag. Þeir fara ágætlega saman. Galli er þó að flesta þeirra er að finna í öðrum bókum. Gunn- ar S. Þorleifsson hefur gert nýja bók úr efni gamalla bóka ef svo má komast að orði. Þetta kemur kannski ekki að sök með tilliti til nýrra lesenda, en þeir sem eru á höttum eftir þjóðlegum fróðleik munu rekast hér á gamla kunn- ingja. Þessar aðfinnslur vega vitan- lega ekki þungt. Mestu skiptir að íslenskir sagnaþættir séu vönduð og góð heimild í anda hins þjóð- lega fróðleiks. Að því leyti er ann- að bindið fremra fyrsta bindinu. Meðal þess sem menn munu lesa með athygli í íslenskum sagna- þáttum er frásögn Árna Óla af strandi Het Wapen van Amster- dam, og dýrmætasta farmi sem til landsins hefur komið. Árni Óla færir rök að því að margur hafi orðið fingralangur fyrir austan þegar slíkur hvalreki barst á land: „Þær sagnir ganga og, að hús- mæður eystra hafi um þetta leyti skipt um sængurföt i rúmum sín- Gunnar S. Þorleifsson um, og hafi heimilisfólk sofið við silkirefla og rúmklæði úr silki lengi á eftir." Frágangur er allur hinn snyrti- legasti á íslenskum sagnaþáttum og fylgja laglegar teikningar og skreytingar útgefandans. En ég vænti þess að í lok sagnaþáttanna sé heimilda getið og upplýst hvar þættirnir birtust upphaflega. Það er hógvær krafa um sjálfsögð fræðimannsleg vinnubrögð. uði til uppvaxtarára og æsku- stöðva? Vitanlega var vesturförin og landnámið stærsti viðburðurinn í lífi hvers vesturfara. Hins er líka skylt að geta að i þáttum þessum er ýmsan fróðleik að finna um menn. og málefni hér heima sem varla tjóir að leita annars staðar. Þeir, sem hurfu vestur um haf, fylgdust margir grannt með því sem gerðist hér heima þó þeir ættu ekki afturkvæmt sjálfir. Þeir skrifuðust á við vini og kunningja hér heima. Og lengi voru einstakl- ingar og fjölskyldur að flytjast vestur og færðu þá með sér nýj- ustu fréttir að heiman. Þegar árin færðust yfir tóku vesturfarar óbeint að bera sig saman við jafn- aldrana heima og þá um leið að vega og meta kosti og galla þess hlutskiptis sem þeir höfðu kosið sér, en ýmsir höfðu þeir á sínum tíma horfið vestur um haf vegna þess að menntunarmöguleikar voru hér alls engir. Árni Bjarnar- son getur þess í inngangi að vest- urfararnir hafi ekki alltént losnað undan fátækt og basli, þótt þeir freistuðu gæfunnar í nýju landi. Þeirra biðu ærnir erfiðleikar. En eitt virðist hafa verið sameigin- legt flestum eða öllum sem komnir voru til vits og ára, þegar þeir fluttust til Vesturheims: Þeir héldu áfram að vera Islendingar í sinni og skinni. Þjóðlegu fræðin fylgdu þeim eins og gerst má marka af þáttum þessum. Og ástríðan að skrifa það sem á hug- ann leitaði. Vonandi auðnast Árni Bjarnar- syni að halda verki þessu áfram og leiða það til lykta í fyllingu-tím- Útigangsbörn Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson ÍITIGANGSBÖRN Höfundur: Dagmar Galin Myndir: Kurt Schmischke Þýöing: Salome Kristinsdóttir Prentverk: Prentsmiðja Björns Jónssonar Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg Þetta er bók eins og bækur ger- ast beztar, vekja lesandann til umhugsunar um þá niðurlægingu mannkyns sem víða blasir við, og líka um mátt kærleikans. í Bog- ota, Kolumbíu, hefst sagan. Ferða- langar eru að festa á filmu glans- hlið lands og þjóðar. í skugganum ráfa lítil börn um í leit að æti. Foreldralaus, heimilislaus, van- hirt og í lörfum fara þau um í hópum milli svefnbælis og rusla- hauga borgarinnar. Þetta er ekki sýnt af leiðsögufólki, en við fylgj- um konu, Emiliu, inní þennan viðbjóð, fylgjumst með hvernig henni tekst að bjarga 3 börnum, tveim systrum og dreng, frá þessu hörmunganna lífi. Þau eru af indí- ánum komin, og Emilia býður þeim í hús sitt, sem reyndar er fullt fyrir af börnum, sem líkt hafði verið ástatt um. Húsmóðirin og þerna hennar, Eualia, reyna eftir föngum að seðja hungur barnanna með súpuseyði. En það er meira fyrir þau gert. Emilia kemst í samband við góðhjartað fólk, sem tekur börnin í fóstur. Við fylgjum systrunum Pilar og Blöncu og félaga þeirra Antonio til Frakklands, kynnumst því, hvernig kærleikurinn breytir þeim úr tortryggnum dýrum í elskuleg börn. Þetta er ekki skáldskapur, heldur sönn saga, sönn saga af akri hræsnisfulls heims, sem flaggar pappírslögum um jafnan rétt allra barna til menntunar, þroska, öryggis. Höfundur gerir efninu frábær skil, og þýðingin hefir tekizt mjög vel. Málið fallegt og lipurt. Vart telst það til lélegrar vinnu á próförk þó púði gerist púpa (84), nei, hér er allsstaðar vel að verki staðið. Þessi bók á ekki síður er- indi við fullorðna en unglinga. Hafi útgáfan innilega þökk fyrir frábæra bók. Allt í lagi“-bækurnar 99 Bókmenntír Siguröur Haukur Guöjónsson „Allt í lagi“-bækur Arnar og Örlygs. Höfundur: Jane Carruth Myndir: Tony Hutchings Þýðing: Andrés Indriðason Setning: Svansprent hf. Prentað á Ítalíu Útgefandi: Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur. Þetta eru bráðfallegar bækur, myndskreytingarnar hreint meist- araverk. Texti hverrar síðu stutt- ur, hnitmiðaður, og á ljósan og auðveldan hátt er sagt frá þvf sem bókinni er ætlað að tjá. Allt eru þetta myndir sem stautfær börn þekkja úr sínu lífi eða félaga sinna. Nussbaum, Swallow og Scofield í góðri stund. mér fannst Swallow ná sér veru- lega á strik í sóló, fyrir utan „Confirmation". Nussbaum lék oft einleik þetta kvöld og komst prýðilega frá þvi. Tónleikunum lauk á rokki og eftir mikið klapp fylgdi eitt stykki glerhart bop. Þetta voru aflmiklir og skemmtilegir tónleikar. Desíbelin voru ekkert spöruð, né heldur bassatromman. Mörgum kunn- uglegum föstum liðum úr rokkinu brá fyrir, en tónlistarlega er tríó Scofields ansi mörgum fetum framar en hin fremur einhæfa rokktónlist, sem þó er ágæt þar sem hún á við. Mér skilst að nokkurt tap hafi verið á þessu tónleikahaldi og er það leitt. Ástæðurnar eru án efa ýmsar, en ein er sú, að nú er hart í ári hjá launafólki og önnur sú, að hinar nýrri og ferskari stjörn- ur í jassinum eiga ekki upp á pallborðið hjá þeirri kynslóð jazzáhugafólks sem hefur mest auraráð (miðinn kostaði 460 krónur). Ég vona innilega að tap- ið hafi ekki verið mikið og að við getum átt von á því í framtíðinni að sjá og heyra fleiri jazzleikara af yngri kynslóðinni, þótt segja megi um þá eldri að vissulega sé betra seint en aldrei og þar fari nú hver að verða síðastur, sam- anber „hina átta stóru". NYIR VINIR Kanínustrákurinn Stubbi flyst með foreldrum sínum á nýjan stað. Þeta hryggir hann, því hann ann því er hann þekkir, óttast hið ókunna. En þar reynast líka vinir og heillandi ævintýr í varpa. TANNLÆKNIRINN ER GÓÐUR íkornastrákur fær tannpínu, því að hann var mikið fyrir sætindi og hirti ekki um að bursta tennurnar. Hann hræðist tannlækninn og tækin hans, en kemst að því, að slíkt er með öllu ástæðulaust. HEILLAGLERAUGUN Músadrengur er byrjaður i skóla. Hann sér ekki réttvel, og reynir að dylja það. Glöggur kenn- ari gerir sér samt grein fyrir |)essu, og móðir Anga fer með hann til augnlæknis. Én Angi vill ekki nota gleraugun. í skemmti- garði kemst hann þó að því, að betur eru þau komin á nefi en í vasa. Á SPÍTALA Broddgaltarstelpan missir brúðuvagn sinn út á götu, eltir hann og þau verða fyrir bíl. Vagn- inn molast, Ögn litla skellur í göt- una og er flutt á spítala. Sem bet- ur fer reynast meiðsli hennar minni en áhorfist, og allt fer vel að lokum í þessari bók, eins og í „Allt í lagi“-bókunum öllum. Þýðing Andrésar mjög góð. Próförk villulaus. Bráðfallegar bækur, sem for- eldrar ungra barna ættu að veita athygli. Hafi útgáfan þökk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.