Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 t Kæri föðurbróöir minn, ÁRNI SIGURÐSSON frá Vindási, Hvolhreppi, Samtúni 30, Reykjavík, lést aðfaranótt 26. nóvember í Borgarspítalanum. Bálför hans hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Fyrir hönd bræðra hans og annarra aöstandenda, Sigurður H. Gíslason. t Eiginmaöur minn, BALDVIN TRAUSTI STEFÁNSSON, Múla, Seyöisfiröi, andaöist í Landspítalanum þann 6. desember. Fyrir hönd barna og barnabarna, Margrét ívarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, VILHJÁLMUR JÓHANNESSON, Fellsmúla 16, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans aö kvöldi 7. desember. Fyrir hönd aöstandenda, Lilja Jónsdóttir, Hjördís Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Vilhjálmsson, Lilja Vilhjálmsdóttir, Magnea Vilhjálmsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÁSTRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, Brautarhóli, Höfnum, andaöist í Landspítalanum 7. desember. Vilhjálmur Magnússon, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, GUDFINNUR MAGNÚSSON, Austurbrún 39, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. desember kl. 16.30. Jóna Bárðardóttir, Ólöf Guöfinnsdóttir, Brynja Guöfinnsdóttir, Magnús Guöfinnsson Báröur Guöfinnsson, Rut Guöfinnsdóttir, Sverrir Guöfinnsson, Rakel Guófinnsdóttir, Kristín Erla Jóhannsdóttir. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGURFLJÓÐAR SÖRENSDÓTTUR, Stóru-Tjörnum. Vandamenn. t Einlægar þakkir fyrir samúö og vinsemd viö andlát og útför JÓHANNS S. HANNESSONAR. Fyrir hönd vandamanna, Winston Hannesson. Lokað vegna jaröarfarar GUÐFINNS MAGNÚSSONAR bókhaldara veröa skrifstofur okkar lokaöar frá há- degi í dag, föstudaginn 9. desember. ÚTVEGSÞJÓNUSTAN SF. Akranesi — Reykjavík. Margrét Jóns- dóttir — Minning Fædd 18. október 1908 Dáin 1. desember 1983 Hún amma okkar, Margrét Jónsdóttir, er dáin. Þetta voru óvæntar fréttir og ótrúlegar. Hún fæddist í Reykjavík þann 18. október 1908. Foreldrar hennar voru Jón Nikulásson frá Hamri í Flóa, en hann var sjómaður, og Hugborg Helga Ólafsdóttir fædd á Núpi undir Eyjafjöllum, en þar voru foreldrar hennar í hús- mennsku. Amma ólst upp hjá for- eldrum sínum í hópi sjö systkina en tíu ár að aldri missti hún föður sinn úr spönsku veikinni. Hún giftist úr heimahúsum þann 17. maí 1930 eftirlifandi eiginmanni sínum, Páli Gíslasyni frá Vatns- eyri á Patreksfirði, Sigurðssonar snikkara og konu hans, Kristjönu Sigríðar Pálsdóttur, Stefánssonar smiðs á Þinghellum. Hjúskap sinn hófu þau að Brá- vallagötu 8. Afi vann fyrstu árin alla almenna verkamannavinnu sem til féll, en síðar eignaðist hann sinn eigin vörubíl og keyrði hann um áratugi hjá vörubílastöð- inni Þrótti, eða þar til hann hætti 67 ára. Þau byrjuðu að byggja með tvær hendur tómar eins og svo margir á þeim árum, og fluttu inn í Skipasund 25 í mars 1947. Eignuðust þau fimm börn, tvær dætur og þrjá syni. Þau eru: Kristjana Sigríður, fædd 7. mars 1931, gift í Reykjavík Jóhanni Valdimar Guðmundssyni, strætis- vagnabílstjóra, og eiga þau sex börn. Guðjóna, fædd 28. júlí 1932, giftist Þóri E. Magnússyni, flug- umferðarstjóra (þau skildu), og eiga þau tvær dætur. Guðjóna átti son fyrir er hún giftist, og var það gömlu hjónunum mikið áfall er hann lést af slysförum árið 1977 ásamt unnustu sinni. Steingrímur Kári, fæddur 19. október 1936, húsasmíðameistari, nú afgreiðslumaður í timburversl- un, búsettur í Garðabæ, kvæntur Ólöfu Ingimundardóttur úr Reykjavík og eiga þau fjögur börn. Stefán, fyrrverandi leigubíl- stjóri, nú starfsmaður hjá Rauða krossinum, búsettur í Skipasund- inu, kvæntur Málfríði Ágústu Þorvaldsdóttur úr Reykjavík og eiga þau tvö börn. Páll Reynir, einnig starfsmaður Rauða krossins, og búsettur í Skipasundinu en þeir tveir yngstu synirnir hafa í raun aldrei farið frá þeim því þeir hafa aldrei flutt úr húsinu. Páll bjó lengst heima systkinanna, enda yngstur. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Björns- dóttur úr Reykjavík og eiga þau tvær ungar dætur. Upphaflega var húsið þeirra ömmu og afa ein hæð og kjallari, en fyrir alllöngu byggðu þau ofan á það aðra hæð og hafa búið þar síðan, en yngri synirnir á neðri hæðunum. Ekki er að efa, að litlu sonar- dæturnar í kjallaranum hafi veitt henni marga ánægjustundina. Frá því við munum eftir okkur hefur aðfangadagskvöld alltaf haft svolítið sérstaka þýðingu. Síðla það kvöld mættu allir í Skipasundið, þ.e.a.s. börn, tengda- börn, barnabörn og barnabarna- börn ásamt Beggu systur ömmu og eiginmanni hennar. Þar var svo- lítil stund þar sem allir voru samankomnir í einu og hittust sumir alls ekki þess á milli. Alltaf hefur okku fundist amma vera eins, frá því við munum eftir okkur og þar til við töldumst upp- komin. Eitt og annað stendur þó misjafnlega skýrt eftir í minning- unni, eins og t.d. ást hennar á dýr- um. Oft var það að við karlmenn- irnir í fjölskyldunni fengum lán- aðan bílskúrinn til að gera við og dytta að ýmsu, en stundum teygð- ist þó úr verkinu vegna þess að amma hélt alltaf að við hlytum að vera svangir og kallaði fljótt á þá í mat og kaffi, en gjarnan var þá tekin skák við afa á eftir. Marga ferðina fór hún með afa og Palla á Þingvöll til að veiða eða þau fóru á berjamó, og oft fengum við að fljóta með ásamt Nonna frænda. Fyrir þremur árum héldu börn- in þeirra upp á gullbrúðkaup gömlu hjónanna, og var það mikil veisla. Síðastliðið sumar var hald- ið annað hóf í tilefni af áttræðis- afmæli afa og tvíburabróður hans. Fædd 4. apríl 1899 Dáin 26. nóvember 1983 í dag er til moldar borin frá Fossvogskirkju móðursystir mín, Þórleif Eiríksdóttir frá Dagsbrún í Neskaupstað. Þóra, eins og við kölluðum hana alltaf, var fædd að Krossanesi við Reyðarfjörð, dóttir hjónanna Aldísar Stefánsdóttur og Eiríks Þorleifssonar, er þar bjuggu. Hún ólst upp í foreldra- húsum ásamt stórum systkinahópi og vandist þar öllum störfum úti og inni. Árið 1914 fluttust þau Eiríkur og Aldís búferlum til Norðfjarðar ásamt foreldrum mínum og sett- ust að í húsinu Dagsbrún, sem þá stóð yst húsa í kauptúninu. Þar hófu þau búskap og útgerð ásamt börnum sínum, og var Dagsbrún- arheimilið ætíð mikið athafna- heimili, þar sem alíir lögðu hönd á plóginn. Arið 1933 giftist Þóra eftirlif- andi eiginmanni sínum, Sigurði Sigfinnssyni, sem lengst starfaði við verslun Sigfúsar Sveinssonar og síðar hjá Kaupfélaginu Fram á Norðfirði. Heimili þeirra Þóru og Sigurðar var rómað fyrir smekk- vísi og snyrtimennsku utan húss sem innan, enda voru þau einkar samhent í að fegra það og prýða. Þóra var mikil hannyrðakona og naut þess einnig, að eiginmanni hennar var margt til lista lagt, og bættu þau þannig hvort annað Þar voru samankomnir allir af- komendur beggja, og voru amma og afi mjög hress við það tæki- færi, eins og alltaf. Fyrir nokkru fór afi að kenna lasleika og reyndi þá á ömmu en hún var honum mikil stoð og reyndist sterk, þrátt fyrir sín eig- in veikindi, sem hún kenndi öðru hvoru um allmörg ár. Hún var afskaplega elsk að börnum, og það er víst að börnin okkar ungu munu aldrei gleyma langömmu sinni, eða ömmu í Skipó eins og við kölluðum hana alltaf. Við erum þakklát fyrir sam- fylgdina, og biðjum algóðan guð að styrkja afa í sorg hans. Guðrún Jóhannsdóttir, Helgi Vilberg Jóhannsson. upp. Gestrisni og hjartahlýja öll- um til handa ríkti á heimili þeirra og átti ég þar alltaf athvarf sem barn og eins eftir að ég komst á fullorðinsár. Börnum mínum var Þóra eins og besta amma og voru þau þar alltaf velkomin. Fyrir þetta allt vil ég færa hjartans þakkir mínar og fjölskyldu minn- ar. Þóra og Sigurður eignuðust einn son, Eirík. Er hann komst á full- orðinsár, fluttust þau til Hafnar- fjarðar og bjuggu þar að Strand- götu 83. Þar reistu þau sér vistlegt heimili og nutu við það aðstoðar sonar síns, sem reyndist þeim hið besta í hvívetna. Eiríkur kvæntist ágætri konu, Guðnýju Valtýsdótt- ur, og eignuðust þau tvö mann- vænleg börn, Þór 18 ára, nemandi í menntaskóla, og Valgerði 12 ára. Árið 1975 urðu þau Þóra og Sig- urður fyrir þeirri þungu sorg að missa einkason sinn langt fyrir aldur fram. Var það þeim mikill missir, sem þau tóku þó með æðruleysi. En þau áttu þó eftir tengdadótturina, sem ætíð hefur reynst þeim eins og besta dóttir og auðsýnt þeim ástríki og umhyggju ásamt börnunum, sem hafa verið sólargeislarnir í lífi ömmu sinnar og afa. Sigurður dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég sendi Sigurði, Guðnýju og börnunum innilegustu samúð- arkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Þórleif Eiríks- dóttir frá Dagsbrún Jónína S. Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.