Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 33 MorgunbUAiA/ Kristján Orn Eliasson Guðbjörg Þórisdóttir ásamt hópi barna að hlýða á efni „Jólasnældu" sem er önnur tveggja hljóðsnælda, sem Sögustokkur gefur út nú fyrir jóiin. Sögustokkur: Geftir út tvær hljóðsnæld- ur með efni fyrir börn Sögustokkur hefur sent frá sér tvær hljóðsnældur með þjóðlegu efni ætluðu börnum. Á Sögusnældu eru Búkolla, En hvað það var skrýtið, Leggur og skel, Bokki sat í brunni, Stúlkan í turninum, Fljúga hvítu fiðrildin, Sitt á hvoru hné ég hef, Gilitrutt, Karlssonur, Lftill, Trítill og fuglarnir og Einn og tveir. Björg Árnadóttir og Guðbjörg Þórisdóttir lesa sögurnar. Kolbeinn Bjarnason leikur á flautu tilbrigði við Fljúga hvítu fiðrildin og tóna úr íslenskum þjóðlögum. Á Jólasnældu er margvíslegt efni tengt jólum. Þar er m.a. jóla- guðspjallið, Litla stúlkan með eldspýturnar, Jólasveinakvæði, Jólakötturinn, Um siði og þjóðtrú á jólum, Vinnumaðurinn og sæfólkið, Grýluþula og Jólaljósið. „Sögustokkur vill gefa börnum kost á vönduðu og skemmtilegu efni sem glæðir ímyndunarafl og örvar málþroska þeirra. Börn sem hefja lestrainám hafa ekki alltaf nægilegt vald á málinu til þess að geta lært að lesa tákn þess. Sögu- stokkur álitur að ef börn kunna að hlusta á flóknar sögur eigi þau auðveldara með að læra að lesa. Kennarar, fóstrur og foreldrar og aðrir þeir sem vilja bjóða börn- um vandað íslenskt efni ættu að geta notfært sér snældurnar bæði heima, í skólum og á dagvistar- heimilum," segir í frétt frá Sögu- stokki, sem Morgunblaðinu hefur borist. „Inga“ Skáldsaga eft- ir Birgittu Halldórsdóttur „Inga“ heitir ný skáldsaga eftir Birgittu H. Halldórsdóttur, sem út er komin hjá Skjaldborg á Akureyri. Þetta er fyrsta bók höfundar. í kynningu frá forlaginu segir, að bókin sé opinská lífsreynslusaga ungrar stúlku, spennandi og skemmtileg. Birgitta Halldórsdóttir íslenzku- kennsla í Álaborg ÁUborg, frá Ásbirni Blöndal. AÐ TILHLUTAN Álaborgardeildar SINE hefur íslenskukennslu fyrir börn verið komið á fót. Kennslan fer fram í einum af barnaskólum borgarinnar og er börnum, sem fædd eru á tímabilinu 1969—1978, gefinn kostur á að nýta sér kennsluna. í ár eru ellefu börn skráð í námið. Allan kostnað viö kennsluna greiðir bæjarfélagið, en hér er um að ræða fjóra kennslutíma í viku hverri. í starfið var ráðin María Gísladóttir, en hún hefur nýlokið BA-prófi í bókmenntum og heim- speki frá Háskóla Islands. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 10. desember verða til viötals Jóna Gróa Siguröardóttir og Kol- beinn H. Pálsson. Músíktilraunir ’83 Lokakvöld á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 19.30 stundvíslega. Eftirtaldar hljómsveitir koma fram: ÞARMAGUST ARNIR HLJÓMSVEIT NR. 2 FRÁ SÍÐASTA KVÖLD HLJÓMSVEIT NR. 1 FRÁ SÍÐASTA KVÖLDI 3/4 DÚKKULÍSURNAR HVERS VEGNA BYLUR BAND NÚTÍMANS HEIÐURSGESTIR KVÖLDSINS EGÓ Atkv. áhorfenda gilda til helminga á móti dómnefnd SATT og TÓNABÆJAR. í í Aldurstakmark ’70 og eldri. Verö aðgöngumiða 80 kr. StetmtórS Þorstetnrv Ævor Y.ja' OG xrr S ferðaþætór 20 •//afe b*-"* // ■ jj& GoJ. . »\ : Sunneva -JL . ’te' $.j . !*<; rý~ . I S F FWÐBÍKPÁIXPN^ON , ) t— tók Svartá OG SUÐURÍ ^ÍkPáÍjóSsonhefur ahofunda, I Fnðnk PaU d f„rða{rásagnir etur j,0r- Einar steinsson, dóttir, Guðmund ^ jónsscm. EE» undur Einarsson °uguv Þ.lð. laU9dó°tXr Gunnar Helgason^G Guðmunds- d°ISn Margrét Jónsdóttir. Oddny rsson, S; óSfur Handórss^Orna,^^^ Stemdór Steindórsso ^ ^ Kjartansson. SterÍSSa fiölbxeyttles^^^^ VANDIÐ AUÐ_ ÞAÐ gerdm við c bókaútgáfan borgartuni s. 18860 - 222:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.