Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 30 Ferðaskrifstofan Farandi: Ferð til S-Afríku Tízkuverzlunin Goldie Ný tízkuverzlun: — Ljósmynd: Fnðþjófur Goldie á Laugavegi Hinn 4. nóvember var opnuð ný verzlun að Laugavegi 67, tízkuverzl- unin Goldie. Þar er á boðstólum tízkuklæðn- aður bæði fyrir karla og konur. Eigendur eru fyrrverandi eigend- ur tízkuverzlunarinnar Blondie, Sverrir Agnarsson og Sigríður Hermanns. Framkvæmdastjóri er Valþór Ólason. Verzlunarstjóri er Emilía Dröfn Jónsdóttir. Ennfremur mun verzlunin inn- an skamms hafa á boðstólum snyrtivörur svo og skófatnað á dömur og herra. Innréttingar í verzlunina hefur Arnþór Margeirsson hannað. Þann 30. desember nk. efnir Ferðaskrifstofan Far- andi til þriggja vikna ferðar til Suður-Afríku. Flogið verður til London og samdægurs til Jóhannesarborg- ar, þar sem dvalið verður næstu tvo daga. Þaðan verður haldið landveg allt til Höfðaborgar, en á leiðinni verður stansað mismun- andi lengi í Londolozi, Kríiger Park, Eastern Transvaal, Hlu- hluwe og Durban, stærstu hafn- arborg álfunnar. Þar verður dvalist á strandhóteli í fjóra daga áður en lagt veður á hinn rómaða Garðaveg (The Garden Route). Á þeirri leið verður stansað í Umtata, East London, Port Elizabeth, Plettenberg, Outs- hoorn og loks sjálfri Höfðaborg, þar sem dvalist verður í fjóra daga og lengur ef óskað er. Hér er um einstakt en þó ró- legt ferðalag að ræða, þar sem fólki gefst kostur á innsýn í allt í senn; kynjaheima þeirra þjóða- brota sem landið byggja, dýralíf sem vart á sinn líka og fjölskrúð- ugt gróðurfar. Landið sjálft er eitt hið marg- breytilegasta og fegursta í heimi. Þessi árstími hentar íbúum norð- urálfu vel. Veður er kyrrt og hit- inn ekki of mikill, síst út við ströndina, þar sem jafnan leikur þægilegur svali af hafi. (Fréttatilkynning frá Farandi) Kirkjukór Bústaðasóknar. Ljósm. Mbl. Jón S. Kirkjukór Bústaðasóknar: Tónleikar að Flúðum nk. sunnudagskvöld KIRKJUKÓR Bústaðasókn- ar heldur tónleika að Flúðum á sunnudag. Kórinn syngur undir stjórn orgelleikarans, Guðna Þ. Guðmundssonar, en einnig verður með í förum sóknarpresturinn, séra Ólaf- ur Skúlason, og heldur hann ræðu á tónleikunum. Á efnisskránni eru jólalög frá ýmsum löndum og jólaoratoria eftir Saint Sáens, sem kirkjukór- inn frumflutti hér á landi á tón- leikum í fyrra. Einsöngvarar með kórnum eru Ingveldur Hjaltested, Ingibjörg Marteinsdóttir, Unnur Jensdóttir, Kolbrún frá Heygum, Fréttabréf úr Staðarsveit: Meiri kjarnfóðurgjöf í vetur en undanfarin ár Villtum refum hefur fjölgað með ólíkindum síðustu ár Mlíðarholti, Staðarsveit, 15. nóvember. SVO sem kunnugt er var veður- far í júlí- og ágústmánuði sl. með eindæmum votviðrasamt hér um slóðir. Heyskapur gekk því bæði seint og illa. Er hey- fengur yfirleitt með allra lak- asta móti, bæði að magni og gæðum, nema helst hjá þeim er verka mikið í vothey, en það gekk raunar líka víða illa vegna rigninganna. Með höfuðdegi breyttist veðurfar til hins betra, og var september og fyrri hluti október góðviðrasamur tími. Dilkar reyndust hér yfirleitt með lakasta móti í haust. Þó má fullyrða að vigt þeirra hefði orð- ið verulega lakari, ef ekki hefði notið góðrar haustveðráttu, því fullvíst er að þeir bættu verulega við þunga sinn í september. Ekki er hægt að segja að bændur hér fækki verulega á fóðrum vegna heyskorts þó að nokkuð sé um það. Bú eru hér yfirleitt lítil, og mega bændur því illa við að minnka þau ef við- unandi afrakstur á að nást. Reikna má með því að eitthvað verði meira um kjarnfóður og graskögglagjöf nú í vetur en ver- ið hefur undanfarin ár. Kýr voru teknar með fyrra móti á gjöf í haust vegna lítillar beitar á túnum þar sem þau voru yfirleitt seint slegin, og óvíða var um nokkra sprettu á græn- fóðri að ræða. Svo virðist sem verulega hafi dregið úr grænfóð- urrækt frá því sem var fyrir nokkrum árum. Sauðfé var hér yfirleitt tekið til hýsingar um veturnætur vegna mikilla hrakviðra og snjólaga er þá gerðu. Þennan snjó hefir nú að mestu tekið upp á láglendi í þíðviðri síðustu daga. Svo bar við í haust að sá er þetta ritar fann lamb frá sér drepið af tófu, er hann var að smala fé sínu til hýsingar. Fór ekki á milli mála að um ref var að ræða þar sem rekja mátti slóð hans í snjónum og mátti greini- lega merkja allar aðfarir háns af þeim sökum. Er nokkuð langt síðan refir hafa skaðað hér fé að hausti til, svo vitað sé. Virðist villtum refum hafa fjölgað hér með ólíkindum á allra síðustu árum, þrátt fyrir það að mikið hafi verið unnið að grenja- vinnslu hér undanfarin vor. T.d. unnu þeir Bjarni Vigfússon og Leifur Ágústsson um 60 full- orðna refi og yrðlinga á sl. sumri. Þeir annast í sameiningu grenjavinnslu í þrem sveitum. Hafa þeir sagt mér, að óvenju- margir yrðlingar hafi verið á hverju greni í vor, hvað sem svo hefir valdið þeirri miklu frjó- semi. Menn voru farnir að hafa orð á því að íslenska refnum væri hætta búin af algjörri útrým- ingu ef að honum yrði sótt sem verið hefir, með þeim fullkomnu skotvopnum sem nú er völ á. Ekki virðist sá ótti hafa við rök að styðjast. Frá fornu fari mun hafa verið róið til fiskjar héðan úr Stað- arsveit. Helstu lendingarstaðir voru við Krossá, Traðir og í Fúluvík, svo í Búðaós (Hraun- hafnarós), sem er besti lend- ingarstaðurinn. Þaðan var veru- leg trillubátaútgerð allt fram undir 1940, en eftir það féll hún að mestu niður. Nú hefir þessi þáttur verið tekinn upp að nýju með því að nokkrir ungir menn í sveitinni hafa eignast þrjá vél- báta, og hafa þeir nokkuð stund- að handfæraveiðar á þeim und- anfarin vor með öðrum störfum. Aflann hafa þeir lagt upp á Arn- arstapa eða hann fluttur þangað landleiðina, en þar er starfrækt saltfiskverkun. Allt hefir þetta að vísu verið í smáum stíl enn sem komið er, enda aðstaða til róðra ekki góð, þar sem hafnaraðstaða var ekki til staðar. Varð að draga bátana á land að lokinni sjóferð. Því var það að þessir aðilar hófust handa á sl. vori um að byggja viðlegubryggju fyrir bátana í Búðaós. Nutu þeir til þess fjár- hagsaðstoðar frá sveitarfélag- inu. Þetta er á sama stað og áður var bryggja hlaðin úr hraun- grjóti, en nú hrunin og löngu ónothæf. Var byrjað á að dýpka rennu framan við bryggjustæðið og til þess verks notuð stór vélskófla og jarðýta. Þetta var nokkuð erf- itt verk þar sem hraunklappir eru þarna fram í ósinn, en með sprengingum tókst að fá þarna viðunandi dýpi. Síðan var reist þarna rammlega byggð staura- bryggja og fyllt á bakvið með hraungrjóti. Þarna er nú rúm- lega 20 m langur viðlegukantur fyrir bátana, þar sem þeim er engin hætta búin yfir sumartím- ann. Að vísu verður að sæta sjávarföllum um ósinn framan við bryggjuna vegna grynninga sem þar eru. Á Búðum er rekið sumarhótel. Það mun hafa verið um miðjan fimmta áratuginn að Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík hóf þann rekstur í gamla íbúðarhúsinu, sem að hluta er byggt árið 1836 og þá kallað Sandholtshús. Nokkru síðar tók Lóa Kristjánsdóttir við rekstri hótelsins af Snæfellinga- félaginu og rak það í allmörg ár. Eftir að hún hætti, komu ýmsir við sögu um rekstur þess, en fá ár hver, uns svo fór að rekstur þess féll alveg niður um nokkur ár. Fyrir tveimur árum keyptu núverandi eigendur Hótel Búðir. Eru þeir flestir héðan úr Stað- arsveit. Reksturinn hefur gengið eftir atvikum vel, en að sjálf- sögðu hafði hið slæma tíðarfar sl. sumar áhrif í þá átt að draga úr ferðamannastraum hér á Vesturlandi. Á Búðum er mikil náttúrufegurð og staðurinn því ákjósanlegur dvalarstaður fyrir ferðafólk. Þ.B. Reynir Guðsteinsson, Einar Örn Einarsson og Una Ellefsen. Auk framangreindra verka flyt- ur kórinn lög eftir Sigurð Ag- ústsson í Birtingaholti þar á með- al lag hans við Lýs milda ljós og Barnasálm, og hafa þau ekki verið flutt opinberlega fyrr. Tónleikarn- ir hefjast kl. 9 sunnudagskvöld. „Þar sem vonin grær“ Skáldsaga eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur BÓKARFORLAG Odds Björns- sonar á Akureyri gefur nú út nýjustu skáldsögu Ingibjargar Sigurðardóttur, „Þar sem vonin grær“. Eftir Ingibjörgu liggja um 20 skáldsögur, sem notið hafa mikilla vinsælda, enda fjallar hún um sí- gild viðfangsefni, gleðina og sorg- ina, í gamalkunnu umhverfi ís- lenskra lesenda. í þessari nýju skáldsögu er það Logi Snær, efnismaðurinn ungi, sem bitur æskureynsla og siðar eiturlyfin virðast ætla að leggja í rúst. f sveitinni er hann særður dýpst, en þar á líka upptök sín hamingjulind þessa hrjáða borg- arbarns. Mannkostir fara ekki í súginn, því hann ratar að lokum veginn eina. Logi Snær gerist forystumaður þeirra sem snúa af glötunarbraut, því eins og hjúkrunarkonan Marín segir: „Kraftaverkin gerast enn á okkar dögum ... “ . „Þar sem von- in grær“ er 197 bls., prentuð og bundin í Prentverki Odds Björns- sonar. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! °r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.