Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 23 Eftir sprenginguna Brezkur hermaður virðir fyrir sér eyðilagða jeppabifreið í aðalstöðvum Breta í Beirút í Líbanon. Bfllinn eyðilagðist gersamlega, er sprengja lenti á byggingu, þar sem bfllinn var geymdur. Olíuskip brotnaði í tvennt við Kanada ('handler, Kanada, 8. desember. AP. OLÍUFLUTNINGASKIP frá Perú, sem rak stjórnlaust fyrir veðri og Gullránið mikla: vindum undan strönd Chandler í Quebec-ríki í Kanada, strandaði í nótt og brotnaði í tvennt. Talið er að 500 tonn af hráolíu hafi dreifst um ströndina. Allri áhöfn skipsins, 35 manns, var bjargað af þyrluflugmönnum, en versta veður var á þessum slóð- um þegar skipið rak á land. Töluverð spjöll eru talin fyrir- sjáanleg af völdum olíunnar. Talsmenn náttúruverndarsam- taka töldu þó, að ástæða væri að ætla að hreinsa mætti stóran hluta oliunnar af ströndinni án þess hún ylli umtaisverðu tjóni á náttúru og lífríki. Þá fóru um 1000 tunnur af olíu í St. Lawrence-flóa þegar öryggis- loki brast hjá stóru tankskipi, Irvuing Eskimo. Tókst að stöðva lekann nokkrum klukkustundum síðar og koma í veg fyrir frekara olíutap. Olíuflutningaskipin voru ekki þau einu sem lentu í hrakningum í óveðrinu undan strönd landsins. Vitað er um ítalskt kornflutn- ingaskip sem strandaði, en komst á flot á ný af eigin rammleik þeg- ar flæddi að. Litlar skemmdir urðu á skipinu. Hjarta- og lungnaþeganum heilsast vel Lundúnum, 8. desember. AP. HINN rúmlega þrítugi Lars Ljung- berg er nú á batavegi og talið Ifklegt að hann nái fullum bata. í fyrradag var skipt um hjarta og lungu i hon- um, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Þetta var fyrsta aðgerð sinnar tegundar í Bretlandi. Ljungberg dró andann í gær án aðstoðar tækninnar og var nokkuð hress eftir atvikum. Hann var reyndar ekki farinn að borða eða innbyrða nauðsynlega vökva og því mjög máttfarinn. Læknar hans voru þó ánægðir með fram- farir hans, svo og kona hans sem fékk að líta inn til hans í gær. Þau eiga þrjú lítil börn, hið yngsta 5 mánaða gamalt. Veður víða um heim Akureyri +2 skýjaó Amsterdam 4 heióskírt Aþena 13 skýjaó Bangkok 30 heióskfrt Barcelona 9 þoka Berlín 3 skýjaó BrUssel 6 skýjaó Buenos Aires 29 heiðskfrt Chicago +4 skýjaó Dublin 12 skýjað Frankfurt 4 skýjaó Genf 5 heiðskírt Helsingfors +1 skýjaó Hong Kong 22 heióskfrt Jerúsalem 16 heióskfrt Kaupmannahöfn 2 heióskfrt Kairó 22 skýjaó Las Palmas 21 léttskýjaó Lissabon 10 heiöskfrt London 11 rigning Loe Angeles 25 skýjaó Madrid 7 heiðskírt Malaga 15 heiöskfrt Mallorca 15 léttskýjaó Mexikóborg 22 heiöskfrt Miami 24 skýjaó Montreal +12 snjókoma Moskva 2 skýjaö Nýja Dell 25 heiðskírt New York 5 skýjað Osló 2 skýjaó Parfs 6 skýjaó Peking 10 heióskfrt Perth 23 heióskfrt Reykjavík 2 skýjað Rio de Janeiro 32 skýjaó Róm 12 heiðskfrt San Fransisco 16 rigning Stokkhólmur 2 skýjaó Sydney 21 heiðskfrt Tel Aviv 21 skýjaó Tókýó 14 heióskfrt Vancouver +15 skýjaö Þrír gómaðir til viðbótar BRGSKA LÖGREGLAN Scotland Yard ákærði í gær þrjá menn til viðbótar fyrir að vera viðriðnir gullránið mikla á dögunum þar sem þremur tonnum af gulli, demöntum og ferðatékkum var stolið. Ekkert hefur til ránsfengsins spurst sfðan, en fjórir menn hafa nú verið sakaðir um aðild. Mennirnir fjórir, 32—40 ára gamlir Lundúnabúar, voru yfir- heyrðir ásamt fimm öðrum, þar á meðal eiginkonum tveggja hinna grunuðu. Var þeim sleppt eftir yfir- heyrslur. Lögreglan hefur ekki til- kynnt með hvaða hætti mennirnir fjórir eru viðriðnir málið, en einn þeirra, sá fyrsti sem var handtek- inn, var öryggisvörður hjá fyrir- tækinu sem rænt var. Að öðru leyti er lítið vitað um ránið og alls ekki hvar gullið er niður komið. Með hverjum deginum sem líður, óttast menn enn meir, að gullið hafi þegar verið brætt niður og því jafnvel smyglað úr landi. Fann upp bóluefni gegn lömunar- veiki en er nú sjálfur lamaður ALBERT B. Sabin, sá er fann upp bóluefnió gegn lömunarveiki á sfnum tíma, er nú lamaóur frá mitti og niður. Alger lömun hans fylgdi í kjölfar 10 daga tímabils, þar sem hann leið slíkar andlegar jafnt sem líkamlegar kvalir, að hann óskaði þess að vera látinn fremur en lífs. Sabin, sem nú er 77 ára að aldri, virtist nokkuð hress er blaðamaður International Her- ald Tribune heimsótti hann til þess að forvitnast um líðanina. Skýrði hann frá því, að lömunin hefði átt sér sex mánaða langan aðdraganda. Hann hefði náð sér að nokkru leyti aftur, en ætti enn langt í land með fyrri heilsu. Þessi heimskunni vísindamað- ur dvelst nú á ríkissjúkrahúsinu í Maryland og er í umsjá fær- ustu sérfræðinga. Hann getur að nýju notað báðar hendur og haft stjórn á efri hluta líkamans, en neðri hlutinn er enn algerlega lamaður. „Hver veit nema ég geti gengið á ný,“ sagði hann við blaðamanninn. Að eigin sögn fékk hann skyndilegt máttleysi í fæturna í maí síðastliðnum, þar sem hann var að ganga niður tröppur við Georgetown-háskólann í Wash- ington og datt í þeim miðjum. Talið var áhættusamt að skera hann upp og notaðist hann því við stífkraga er hann tók sér ferð á hendur til Brasilíu til að fylgjast með rannsóknum á nýju bólefni hans við mislingum. En líðan hans fór dagversn- andi og svo fór að lokum, að ekki varð umflúið að leggja hann inn á sjúkrahús í miðjum júnímán- uði. Þar var gerð ítarleg rann- sókn á meini hans og kom þá í ljós, að hann þjáðist af sjúk- dómi, sem hefur verið þekktur í Japan í 20 ár, en er t.d. afar sjaldgæfur hjá Kákasusbúum. Albert B. Sabin I Veiki þessi leiðir til þrýstings í beinagrindinni, sem m.a. þrýstir smám saman á mænuna með þeim afleiðingum að menn lam- ast. Eftir skurðaðgerð, sem virt- ist hafa heppnast, var Sabin út- skrifaður af sjúkrahúsinu um miðjan ágúst. Þá, alveg fyrir- varalaust, lamaðist neðri hluti líkamans gersamlega. Lömunin færðist síðan í efri hluta líkam- ans og sagðist Sabin hafa getað fylgst með því hvernig hún breiddist um hann. „A því augnabliki óskaði ég þess að vera allur," sagði Sabin. Hann var lagður aftur inn á sjúkrahús og það var aðeins snarræði vaktstúlku á sjúkra- húsinu, sem kom í veg fyrir dauða hans 9 dögum síðar. önd- unarfæri Sabin lömuðust þá og dauðinn virtist bíða á næsta leiti. Vaktstúlkan tók eftir því, að ekki var allt með felldu og kallaði á hjálp. Sabin var vakinn til lífs á ný og er nú smám sam- an á batavegi. PSUIÍK! AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 27. des. Bakkafoss 6. jan. City of Hartlepool 17. jan. Bakkafoss 27. jan. NEWYORK City of Hartlepool 26. des. Bakkafoss 5. jan. City of Hartlepool 16. jan. Bakkafoss 26. jan. HALIFAX City of Hartlepool 30. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGH AM Álafoss 11. des. Eyrarfoss 18. des. Álafoss 8. jan. FELIXSTOWE Álafoss 12. des. Eyrarfoss 19. des. Eyrarfoss 2. jan. Álafoss 9. jan. ANTVERPEN Álafoss 13. des. Eyrarfoss 20. des. Eyrarfoss 3. jan. Álafoss 10. jan. ROTTERDAM Álafoss 14. des. Eyrarfoss 21. des. Eyrarfoss 4. jan. Alafoss 11. jan. HAMBORG Álafoss 15. des. Eyrarfoss 22. des. Eyrarfoss 5. jan. Álafoss 12. jan. WESTON POINT Helgey 12. desi Helgey 26. des. LISSABON Grundarfoss 12. des. Skeiösfoss 23. jan. LEIXOES Grundarfoss 13. des. Skeiösfoss 23. jan. BILBAO Grundarfoss 14. des. Skeiösfoss 20. jan. NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 9. des. Mánafoss 16. des. Dettifoss 23. des. KRISTIANSAND Dettifoss 12. des. Mánafoss 19. des. Dettifoss 27. des. Mánafoss 2. jan. MOSS Dettifoss 9. des. Mánafoss 20. des. Dettifoss 23. des. Mánafoss 3. jan. HORSENS Dettifoss 14. des. Dettifoss 28. des. GAUTABORG Dettifoss 14. des. Mánafoss 21. des. Dettifoss 28. des. Mánafoss 4. jan. KAUPMANNAHOFN Dettifoss 15. des. Mánafoss 22. des. Dettifoss 29. des. Mánafoss 5. jan. HELSINGJABORG Dettifoss 16. des. Mánafoss 23. des. Dettifoss 30. des. Mánafoss 6. jan. HELSINKI írafoss 27. des. GDYNIA irafoss 29. des. ÞÓRSHÓFN l Mánafoss 17. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.