Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 „Valdarán“ - Ærurán! eftir Magnús Guð- mundsson fréttamann Svo oft má cndurtaka ósannindi aó þau fari að ríkja sem sannleikur í hugum þeirra sem ekki vita betur. í Reykjavíkurbrén Morgunblaðsins, sunnudaginn 4. nóvember er vitnað í fréttapistil í Ríkisútvarpinu frá í síð- ustu viku um fréttaflutning minn af verkfalli opinberra starfsmanna til Norðurlandanna. Grein þessi er ágætlega skrifuð, en hún byggir því miður á ósannindum og rangfærsl- um, sem ég get ekki látið ósvarað. Sennilega er hér ekki við að sak- ast höfund Reykjavíkurbréfs, heldur fréttastjóra útvarpsins, sem lætur óátalið að fréttaritari hans í Kaupmannahöfn reynir að upphefja sig í starfi með því að kasta rýrð á starfsbræður sína með rangfærslum og beinum ósannindum. Um ástæður þessa get ég ekki fjölyrt, þar sem ég veit ekki hverjar þær eru. í Reykjavíkurbréfi segir: „Frá því var skýrt í fréttatíma útvarps- ins nú í vikunni að héðan hafi ver- ið sendar fréttir í upphafi verk- falls opinberra starfsmanna um að við borð lægi að valdarán hefði verið framið á Islandi og fyrir dyrum stæði að kennarar í Reykjavík legðu undir sig ríkis- útvarpið. Sá sem sendi þessar fréttir héðan var Magnús Guð- mundsson blaðamaður og frétta- ritari hjá dönsku fréttastofunni Ritzau ... “ Þetta er einfaldlega haugalygi. Grein sú sem fréttarit- ari útvarpsins vitnar í og ég skrif- aði í upphafi verkfalls fjallaði alls ekki um valdarán né innrás kenn- ara i útvarpið. Greinin fjallaði um hið undarlega ástand sem skapast hafði í þjóðfélaginu við að allir fjölmiðlar landsins voru óvirkir. Sagði ég m.a. að nútímaþjóðfélag hafi breyst úr upplýstu fjölmiðla- þjóðfélagi í kjaftasöguþjóðfélag, þar sem hinar undarlegustu kjaftasögur komust á kreik. Ég skrifaði einnig að ein und- arleg kjaftasaga hafi komist á kreik um að jafnvel valdarán væri fyrirhugað í höfuðborginni, en hún hafi dáið jafnskjótt út og hún fæddist, þar sem allir gerðu sér grein fyrir því að ekkert afl væri í landinu sem gæti framkvæmt slíkt valdarán eins og þekkist í út- löndum. Ég bjó ekki til þessa kjaftasögu um valdarán, sem ég heyrði nokkrum sinnum miðviku- daginn 3. október. Ég sagði ein- ungis frá henni sem hluta af þeim fáránleika sem ríkti hér á landi þessa daga. 1 greininni segi ég einnig frá mótmælafundi kennara fyrir framan fjármálaráðuneytið og að í framhaldi af þeim mót- mælum hafi sennilega sprottið upp kjaftasagan um að kennarar hyggðust leggja undir sig út- varpshúsið til að útvarpa sjón- armiðum sínum. Þessa kjaftasögu heyrði ég oft þennan miðvikudag og það var meira að segja hringt í mig utan að landi þar sem menn höfðu einnig heyrt þessa vitleysu og ég spurður hvort þetta væri sannleikur. í lok greinarinnar bendi ég á að kjaftasögur þessar séu ekki teknar alvarlega og til að mynda hafi yfirvöld engan við- búnað sem benti til að þetta ætti við nein rök að styðjast. í þær fjórar vikur sem verkfall- ið stóð skrifaði ég margar greinar á dag um gang mála. Megininntak greina minna um verkfallið var um efnahagsástandið í landinu, ástand samningamála yfirlýs- ingar stjórnmálamanna og aðila launadeilunnar. Yfirlýsingar ráðamanna um stjórnleysi og upp- lausn eru ekki mínar yfirlýsingar, en ég sagði frá þeim. I Reykjavík- urbréfi segir að enginn hafi kveðið jafn sterkt að orði og Magnús Guðmundsson og að frásagnir hans hafi verið ýktar í meira lagi. f fyrsta lagi vil ég benda á, að Magnús Guðmundsson sem frétta- maður kveður að engu leyti sterkt Magnús Guðmundsson að orði um þjóðfélagsmál á ís- landi. Hann greinir einungis frá því sem aðrir segja um ástandið og vitnar í yfirlýsingar þar að lút- andi. Þetta eru í meginatriðum starfsreglur þær sem Ritzau fréttastofan setur starfsmanni sínum hér á landi. í öðru lagi full- yrði ég að frásagnir mínar voru ekki ýktar. Þær voru hlutlausar gagnvart deiluaðilum, en það er ekki undarlegt að einhverjum sárni að sjá á prenti erlendis ein- hverja yfirlýsingu sem hann hefur út úr sér látið í hita leiks á fs- landi. Yfirlýsingarnar sem gengu á báða bóga voru ekki beinlínis skynsamlegar í öllum tilfellum. En þar er ekki við mig að sakast. Reykjavíkurbréf spyr einnig hvað fyrir mér vaki með þessum „óábyrgu æsingaskrifum". Fyrir mér vakir það eitt að vinna mitt starf eins vel og ég get. Ég hef ekki st.undað neina æsifrétta- mennsku frá fslandi, en ef erlend- um blöðum finnst eitthvað æsilegt eða spennandi sem ég skrifa, þá er það vegna þess að lsland er svo ókannaður vettvangur erlendis og það sem hér þykir eðlilegt og ófréttnæmt þykir þar oft á tíðum hið merkilegasta mál. Ég fullyrði einnig að ég geri mér fulla grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að vera eins konar andlit íslands í erlendum fjölmiðlum, en það þýðir ekki að ekki megi skýra frá því sem miður fer hér á landi. Æsingurinn og ábyrgðarleysið á íslandi verkfallsmánuðinn var ekki mín uppfinning, heldur skrif- aði ég eðlilegar greinar um óeðli- legt ástand án þess að taka af- stöðu til mála sjálfur. Komið að Kohl að svara til syndanna „Flick-skriðan“. Rainer Barzel, forseti vestur- þýska þingsins og næst háttsettasti maður þjóðarinnar, sagði af sér embætti fyrir hálfum mánuði eftir að hann hafði setið fyrir svörum rannsóknarnefndar v-þýska þings- ins í Bonn. Hann ætlaði að hreinsa mannorð sitt af rógburði, sem beyrst hafði um hann í sambandi við rausnarlegar peningagjafir Flick-fyrirtækisins í yfirheyrslun- um, en mistókst það. í staðinn þótti fullljóst að Flick-fyrirtækið notaði lögfræðingastofu Dr. Albert Pauls, vinar Barzels, sem millilíö til að borga fyrrverandi formanni kristilegra demókrata samtals 1,7 millj. v-þýskra marka á árunum 1973 til 1979. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, mun sitja fyrir svörum sömu nefndar í dag, mið- vikudag. Hann er vel kunnugur Eberhard von Brauchitsch, fv. forstjóra Flick-fyrirtækisins, og gömul bréf og bókhald benda til að von Brauchitsch hafi verið hafður með í ráðum um mál, sem Kohl og flokkur kristilegra demókrata hefðu einir átt að ráða fram úr og ekki blanda for- stjóra eins stærsta fyrirtækis landsins inn í. Vikuritið Spiegel hefur birt kafla úr skjölunum sem rannsóknarnefndin hefur undir höndum. Af þeim að dæma þarf Kohl að útskýra ýmislegt og nefndin hefur þegar sagt að hún þurfi lengri tíma en fjórar klukkustundir, eins og dagskrá hennar gerir ráð fyrir, til að spyrja Kohl um tengsl hans við Flick-fyrirtækið. 265.000 mörk og „rússneskt marmelaði“ Eigandi Flick-fyrirtækisins, Friedrich Karl Flick, sagði von Brauchitsch upp störfum hjá fyrirtækinu árið 1982. Það hafði þá undir handleiðslu von Brauchitsch gefið um 25 milljón- ir marka, beint eða óbeint, til v-þýsku stjórnmálaflokkanna. Helmut Kohl Kristilegu flokkarnir fengu langmest eða 15 milljónir marka. Frjálslyndi flokkurinn fékk 6,5 milljónir og Jafn- aðarmannaflokkurinn 4,3 millj- ónir. Nákvæmt bókhald gamla yfir- bókara fyrirtækisins yfir „Oop- inber útgjöld" bendir til að rúm hálf milljón marka hafi farið um hendur Kohls. Þar af borgaði von Brauchitsch honum sjálfur 265.000 mörk á árunum 1976 til 1980. Ekki er ljóst hvað varð um þessa peninga en vitað er að Walther Leisler Kiep, gjaldkeri kristilegra demókrata, var óánægður með gjafmilda stuðn- ingsmenn eins og Flick, sem gáfu ekki peninga beint í sjóð flokksins heldur létu einstaka stjórnmálamenn fá stórfúlgur. Kiep hafði til skamms tíma ekk- ert með sérstakan sjóð flokks- stjórnarinnar að gera og þá ku Kohl bara hafa getað hjálpað sér sjálfur um fé. Von Brauchitsch og Kohl eru „dús“. Kohl segir að vinátta þeirra sé sitt einkamál en rann- sóknarnefnd þingsins mun væntanlega nefna við hann smá- gjöf sem von Brauchitsch sendi frú Kohl. Hann merkti pakkann „rússnenskt marmelaði" en lét ljósrita merkismiðann og skrif- aði „V4 pund kavíar" á afritið og sendi það og reikninginn til Flick-fyrirtækisins. Hlýlegt bréf fylgdi pakkanum og meðal ann- ars beðið fyrir bestu kveðjur til Helmuts. Kohl ætlaði að bjóða til veislu Þeir félagar virðast hafa lagt á ráðin um ýmislegt. Bréf, sem von Brauchitsch skrifaði Flick, bendir til að þeir hafi meðal annars ætlað aö hjálpa skoðana- kannanafyrirtæki Elisabetar Noello-Neumann út úr fjár- hagskröggum og láta kristilega demókrata borga 50% af 800.000 marka skuld fyrirtækisins. Frú Noelle var lítt hrifin af þeirri hugmynd en von Brauchitch var viss um að enginn myndi frétta af eignarhluta flokksins í fyrir- tækinu. Kohl gat ekki fengið nægilegt fé hjá flokknum en von Brauchitsch skrifaði frú Noelle að Kohl myndi hafa samband við Dr. Herrhausen, stjórnarmeðlim í Deutschen Bank, innan tíðar. Meðal gamalla skjala, sem voru gerð upptæk hjá von Brauchitsch, er minnismiði sem bendir til að Flick-fyrirtækið hafi viljaö hafa áhrif á val fram- bjóðenda flokksins og von Brauchitsch hafi fjallað um ein- staka hugsanlega frambjóðend- ur við Kohl. Hann virðist einnig hafa upplýst Kohl um fjár- hagsstöðu ýmissa sjóða, sem stóðu höllum fæti, og Kohl fékk, að minnsta kosti að hluta til, að fylgjast með ákvörðunum sem forstjórinn tók í sambandi við skrifstofu fyrirtækisins í Bonn. Tveir menn voru þar í fullu starfi við að fylgjast með fram- vindu mála og til að hafa áhrif á skoðanamyndun stjórnmála- manna Flick-fyrirtækinu í vil. Flick fékk að fylgjast með vangaveltum Kohls um hugsan- leg stjórnarskipti og myndun nýrrar samsteypustjórnar í gegnum von Brauchitsch. Hann skrifaði yfirmanni sínum að Kohl vildi láta meðhöndla Rain- er Barzel „á viðeigandi hátt“ og hann hefði hug á að Barzel yrði formaður efnahagsmálanefndar þingsins. Kohl virðist einnig hafa gert sitt til að fá skattfrels- issamþykkt fyrir hönd Flick- fyrirtækisins undirritaða. Von Brauchitsch skrifaði Flick að Kohl ætlaði að sjá til þess að vinstri armur kristilegu flokk- anna myndi ekki gera „6b-málið“ (6b er liður í skattalögunum) neyðariegt eða neikvætt fyrir Flick-fyrirtækið. Hann ætlaði að „bjóða úrvali áhugasamra og hættulegra CDU/CSU þing- manna til þingveislu", skrifaði von Brauchitsch um Kohl. Fékk ekki fyrirgefn- ingu syndanna Flick-fyrirtækið seldi 30% af eignarhluta sínum i Daimler- Benz-fyrirtækinu árið 1975 fyrir rúman 1,9 milljarða marka. Lög- um samkvæmt hefði fyrirtækið átt að borga um 450 milljónir marka í tekjuskatta en Otto Graf Lambsdorff, fv. viðskipta- ráðherra, veitti fyrirtækinu und- anþágu frá skattinum árið 1981 samkvæmt lið 6b í skattalögun- um, eftir að Flick-fyrirtækið hafði um árabil ausið fé i stjórnmálamenn og flokka þeirra. Lambsdorff hefur verið leystur frá embætti og er ákærð- ur fyrir að hafa þegið mútur frá Flick. Málið kemur væntanlega fyrir dómstóla snemma á næsta ári. Aðrir háttsettir stjórnmála- njenn koma við sögu f Flick- skjölunum. Richard von Weiz- sácker, forseti landsins og fv. borgarstjóri Berlínar, er nefnd- ur. Franz Josef Strauss, forsæt- isráðherra í Bæjaralandi þáði háar fjárupphæðir frá Flick sjálfum og fékk dýrindis hest í sextugsafmælisgjöf og Hans- Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra og varakanslari, er kunnugur von Brauchitsch. Þeir ræddu skattamál Flick-fyrir- tækisins heima hjá von Brauch- itsch í ágúst 1980, samkvæmt minnisblöðum forstjórans, og hann hefur eftir Genscher að reynslan hafi sýnt „að tíminn milli kosninga og stjórnarmynd- unar sé best til þess fallinn „að bera sameiginleg lík út úr kjöll- urunum", hvað sem hann á við með því, eins og vikuritið Spiegel veltir fyrir sér. Kohl ætlaði að fá þingiö til að samþykkja uppgjöf saka fyrir þingmenn, sem blandast inn i Flick-hneykslismálið fyrr á þessu ári. Honum hefði tekist það ef fulltrúaráð Frjálslynda flokksins hefði ekki þvertekið fyrir stuðning þingflokksins við slíka tillögu. Rannsókninni var því haldið áfram og hún hefur leitt í ljós að Flick-fyrirtækið samþykkti að greiða Barzel óbein „laun“ árið 1973 svo að hann myndi hætta formennsku I flokki kristilegra demókrata og Helmut Kohl gæti tekið við. (Heimild: Der Spiegel.) ab.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.