Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 1F Hvaða bækur ættum við að 1 r lesa fyrir jólabókaflóðið? texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Cathy C. Spellman: So Many Part- ings Útg. Fontana/Collins Þetta mun vera fyrsta bók Spellmans, nær að vera um sex hundruð blaðsíður og hefst á ír- landi 1882. Stúlkan Mary Dalton er af fátæku fólki komin, en með henni og óðalsbóndasyninum Michael Hartington takast ástir. Foreldrum hans þykir það heldur en ekki verra, en Michael gengst við ást sinni og þeim ávexti drengnum Tom, sem af verður. En þegar Michael deyr eru mæðginin meira og minna hrakin á brott og Mary fer til Ameríku, þar sem hún á erfiða tíð unz hún kemst í kynni við vænan mann og giftist honum og hleður niður nýjum börnum. Tom, sonurinn, á heldur erfiða ævi og ekki tekur betra við, þegar hann langar að hitta móður sína í Nýja heiminum, hún þorir öldung- is ekki að gangast við þessum lausaleiksdreng sínum, sem hún hefur aldrei dirfst að segja manni sínum frá. Tom Dalton verður smám saman aðalpersóna bókar- innar og frá því hann kemur til Ameríku er hann staðráðinn í að koma undir sig fótunum. Auðvitað verður hann að kynnast ýmsum hörmungum og vondri reynslu, valdagræðgi náungans og svik- semi. Samt var Tom Dalton maður til að skapa sér draum úr því sem ónýtt virtist og snúa vonbrigðum í gleði. Þetta er vönduð bók og allt- of löng. En þrátt fyrir það eru plúsarnir fleiri en mínusarnir — svona sem afþreying að minnsta kosti. Grete Roulund: De smá söstre Útg. Rhodos Grete Roulund er býsna þekktur spennusagnahöfundur. Samt finnst mér þessi De smá söstre ekki vera lík neinni af þeim fyrri bókum hennar sem ég hef lesið. Bókin hefst við endastöð farþega- vagnsins í útjaðri eyðimerkurinn- ar. Hér býr dularfull vera og Bandaríkjamaður sem er af tilvilj- un á ferð — eða kannski er það ekki tilviljun — kemst á slóð hans og þykir atferli verunnar ákaflega kyndugt. í hvert skipti sem þessi kynjavera hefur eytt því sem und- ir höndum var, hverfur veran aft- ur inn í eyðimörkina og snýr aftur með gullna höggmynd af ketti. Gullkötturinn er seldur fyrir offjár og svo lifir hann á því sem inn kemur um tíma og hverfur þá aftur. Bandaríski aðkomumaður- inn áttar sig á, og varla vonum seinna, að úti í eyðimörkinni hljóti að vera falinn fjársjóður gullkatt- anna og hann reynir að koma höndum yfir fjársjóðinn. Þeir eru nokkrir sem verða höfðinu styttri á leið hans um eyðimörkina og hann veit heldur ekki, að hann verður að halda i heiðri ákveðnar en mjög strangar reglur til að komast heill á húfi þangað sem kettirnir eru fólgnir. það eru Litlu systurnar sem gæta kattanna og það er ekki fyrr en um seinan að aðkomumaðurinn uppgötvar að þær eru blóðsugur. Eins og ég sagði er þessi bók ákaflega ólík öðrum þeim sem ég hef lesið eftir Grete Roulund. Hún er skrítnari og flóknari, óhugnar- legri og langtum skemmtilegri en allar hinar. Michael Skovmand: Den Sidste Tur- ist í Europa Útg. Modtryk Þessi bók vekur forvitni vegna undirtitils hennar sem er „Evr- ópuþingskrimmi". Það er hægt að búa til sögusvið alls staðar sé ímyndunaraflið á sínum stað. Og er ekki hægt að segja annað en það sé í þessu fína lagi hjá Micha- el Skovmand. Anders Winther er duglegur og trúr embættismaður hjá Evrópu- ráðinu. En líf hans breytist heldur MICHAEL SKOVMAND EUROPA en EF krhml RHODESIAto ZIMBABWE MiIesHudson betur þegar hann kemur höndum yfir skjal, sem sýnir að það eru ill öfl að verki undir sléttu og felldu yfirborðinu. Þrátt fyrir ofsóknir, valdbeit- ingu og morð tekst „öryggisþjón- ustunni“ ekki að þagga niður í Winther. Sambandið við blaða- mann sem gengur undir nafninu Lasse er líftryggingin og lífæðin. En Anders Winther hefur orðið að horfa upp á svo spillta atburðarás að hann, sem áður var borgara- legur, hlutlaus og heldur litlaus, teflir á tæpasta vaðið og hann ger- ir sér þó grein fyrir að frami hans og hvað þá heldur fjölskylda munu sennilega verða að súpa seyðið af „ærleika" hans. Með skjölin í tösku sinni reynir hann að koma upp um samsærið og hikar ekki við að vaða inn í ljónagryfjuna sjálfa. Michael Skovman er fæddur 1946. Hann hefur árum saman gegnt starfi hjá Evrópuþinginu en hefur nú flutt aftur heim til Dan- merkur og kennir við Árósaskóla. Þetta er hans fyrsta bók að því er segir í tilkynningu frá forlaginu „en vonandi ekki hin síðasta“. Það er svo smekksatriði hvort maður tekur undir það. Miles Hudson: Triumph or Tragedy, Rhodesia to Zimbabwe Útg. Hamish Hamilton Kannski er dálítið fráleitt að taka bók eins og þessa með í svona dálk, hér er ekki á ferð afþrey- ingarbók, heldur sagnfræði. Svo má auðvitað líka velta fyrir sér, hversu almennan áhuga menn hafa hér á landi á Rhódesíu, sem nú heitir Zimbabwe. Fréttir birt- ust frá Ródesíu dag hvern um ára- bil. Menn greindi á í afstöðu til stjórnarinnar sem sat við völd: var þar einræði hvíta mannsins og voru fótum troðin réttindi svert- ingja í landinu? Líklega geta fiest- ir verið sammála um að potturinn var brotinn víða. En það má líka velta fyrir sér hvernig framvinda mála hefur verið síðustu árin og menn greinir án efa á um það eins og flest í sambandi við stjórnun þessa lands. Miles Hudson er fyrst og fremst að skrifa þessa bók til upplýsingar og fræðslu og kemur margt á óvart í bókinni, meðal annars lýs- ing hans á íbúum landsins hvort sem svartir eða hvítur eru. Saga Ródesíu er rakin langt aftur og hvernig sem á málið er litið finnst mér mikill fengur að því að lesa þessa bók vegna þess sem þar er sagt. Kannski má á stöku stað deila um hvernig það er sagt. En áhugi íslendinga á öðrum þjóðum þótt fjarlægar séu er óskiptur. Afríka hefur kannski orðið útund- an. Auk þess sem það er erfitt að setja sig inn í hugsunarhátt og til- tektir í svo mikilli fjarlægð. En skaðar ekki að reyna. Hjarta í snjó Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sænska skáldið Lars Lundkvist sækir margt til Sama. Að ein- kunnarorðum nýjustu ljóðabókar sinnar: SNÖ, útg. Norstedts 1983, hefur hann valið áminningu eftir Johan Turi: „Dýrin, trén, steinarnir og aðrir dauðir hlutir hafa glatað hæfileik- anum til að tala, en ekki heyrn og skynsemi, og þess vegna eigum við að fara vel með dýrin og líta á alla hluti sem væru þeir lifandi, heyrðu og skildu.” Varla verður annað sagt en Lars Lundkvist sé þessu trúr í ljóðum sínum. Fyrsta bók hans, Offer- trumma, kom út 1950. Úrval fyrstu sjö bókanna birtist í Saxen i snön (1976). Með Koöga (1977) og Hár (1980) vann hann mjög á og engum blandaðist nú hugur um að hann er með athyglisverðari skáldum í Svíþjóð. Lars Lundkvist hefur að því leyti nokkra sérstöðu í sænskum nútímaskáldskap að ljóð hans fjalla fiest um landsbyggðina, ekki síst Vesturbotn, en þaðan er hann ættaður. Hve náttúran og dagleg störf eru ríkur þáttur ljóðanna minnir á Samana, sem hann hreifst svo snemma af, en hefur þó fjarlægst með árunum. I gömlu ljóði sem nefnist 1943 og tekur mið af samtímaatburðum standa þessi eftirtektarverðu orð: Verdum við ad tala um stríð og byltingar? Ek vil tala um mitt eigið hjarta. Lars Lundkvist Þótt Lars Lundkvist sé síst af öllu skáld í fílabeinsturni eru hin- ar mannlegu tilfinningar það sem hann yrkir um. Það slær til dæmis heitt hjarta í Snö. Ljóðin í Snö (bókin er 209 bls.) eru fjölbreytt að efnisvali. Mörg þeirra eru um fugla eða réttara sagt fugla og menn því að mann- legir eiginleikar eru áberandi hjá fuglunum. Kannski er það þess vegna sem við skjótum þá og elsk- um þá eins og skáldið segir. I hjörtum okkar búa vængjuð gleði- tíðindi fuglanna og líka spurnir af dauðanum. Um samhengi náttúrunnar þar sem allt er hluti sköpunarinnar yrkir Lars Lundkvist. Sá sem hrækir á jörðina hrækir á sjálfan sig. Allt er heilagt og tilkomumik- ið. En það sem ber af öðru er ást- in. Um hana yrkir Lars Lundkvist mikið. Mörg ljóðanna eru í senn ferða- og ástarljóð. Það er mikil hreyfing í þessum ljóðum, órói. Á ferðum sínum rifjar skáldið upp liðinn tíma, skýtur inn myndum úr bernsku sinni, hugleiðir framtíð- ina. Vissulega er uggur í þessum þönkum. Meðal þess sem Lars Lundkvist óttast eru hvers kyns vímuefni sem æskufólk notar í því skyni að flýja gráma hversdags- ins. Líklega mætti segja að ljóð Lars Lundkvists væru dæmigerð fyrir það hve hann á auðvelt með að benda okkur á fegurð daglegs lífs, hið óvænta sem er allt í kring um okkur. Hann getur verið fyndinn og hæðinn: Ég er umvafinn ást og hlýju./ Hundarnir elska mig og skordýrin —/ maríuhæna beit mig áðan/ frelsið gerði hana ruglaða. Hann biður Guð um að leyfa sér sem lengst að fylgjast með undr- um lífsins og hjálpa sér við að gera greinarmun á lærum kvenna og nýföllnum snjó. Það er einkennandi fyrir skáld- skap Lars Lundkvists í heild hve upptekinn hann er af Biblíunni, vitnar oft til hennar. Annars minna ljóð hans oft á dagbækur. Það er eins og skáldið leitist við að gefa sem nákvæm- asta skýrslu um líf sitt. En þessi skýrslugerð er aldrei þurr upp- talning, litlausar endurtekningar. Þegar minnst varir fá orðin nýja merkingu, fá lesandann til að hrökkva við. Það er ekki síst í minningarljóðunum um nýlátna konu skáldsins sem þessi ljóð öðl- ast dýpt, oft í opinskáum og ein- lægum myndum úr sambúð þeirra hjóna. Pólitískur flótti með skakkan pól Kvíkmyndír Árni Þórarinsson Bíóhöllin: Ævintýralegur flótti — Night ( Tossing. Bandarísk. Árgerð 1981. Handrit: John McGreevey. Leikstjóri: Delbert Mann. Aðalhlutverk: John Hurt, Jane A(- exander, Beau Bridges. Það er í sjálfu sér virðingar- verð framkvæmd hjá Walt Disney-félaginu að gera þessa bíómynd um flótta tveggja fjöl- skyldna úr ófrelsinu í Austur- Þýskalandi yfir í frelsið í Vest- ur-Þýskalandi. Þetta er sann- sögulegt ævintýri og sitthvað spennandi í sjálfri framkvæmd flóttans í heimagerðum loftbelg. En skrásetning þessara stað- reynda á filmu verður því miður daufleg og þurr. Ævintýralegur flótti er ein- hvern veginn öll fyrirsjáanleg; ekkert kemur nógu mikið á óvart. Eftir heldur klaufalega kynningu á aðalpersónum, fjöl- skyldum þeirra John Hurts og Beau Bridges, sviplitlum en geð- þekkum hversdagshetjum, rekur myndin sig áfram vélrænt til endaloka sem frá upphafi liggja á borðinu. Hér er allt á sínum stað: hinn erfiði undirbúningur, smá persónuágreiningur, smá áföll, fyrsta fióttatilraun, önnur John Hurt hefði átt að flýja hlut- verk sitt í Ævintýralegum flótta. fióttatilraun, hurð skellur nærri hælum þegar vonda ríkislögregl- an kemst á sporið, og lukka og gleði þegar lent er handan múrs- ins. Einstök atriði eru að visu ágætlega hugsuð, einsog áhyggj- ur eiginkonunnar af því að heim- ilið sé ekki nógu hreint fyrir húsleit ríkislögreglunnar eftir flóttann og beri henni ekki nægi- lega gott vitni sem húsmóður. En persónurnar eru allt of rýrar til að ágætir leikarar hafi úr ein- hverju að moða. Þetta er göf- ugmannlegt allt saman, en Ævintýralegur flótti er bara ævintýralega flöt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.