Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 49 Oldfield iðinn við kolann Hljóm- plótur Siguröur Sverrisson Mike Oldfield Discovery And The Lake Virgin/Steinar hf. Loks þegar Mike Oldfield öðl- aðist heimsfrægðina á ný með plötunni Five Miles Out, sem kom út 1982, virðist sem hann hafi verið orðinn illa þyrstur í hana eftir langt hlé, sem varð eftir að Tubular Bells sló í gegn 1973. Oldfield heldur nefnilega enn fast í þá uppskrift, sem færði Five Miles Out heims- frægð. Gott og vel, menn á borð við Oldfield komast upp með ým- islegt í Ijósi snilli sinnar og vissulega er Discovery And The Lake traust plata. Crises, sem kom út í fyrra, byggir alveg á sömu uppskrift og Five Miles Out og nú Discovery And The Lake. Þróunin hefur hins vegar verið sú á þessum plötum, að söngur hefur orðið æ meira áberandi. Ekki aðeins syngur Maggie Reilly á þessari plötu sem og hinum tveimur síð- ustu heldur mætir Barry Palmer til leiks og gerir það gott. Nú þegar Oldfield beitir sömu formúlunni rétt eina ferðina verður manni á að spyrja hvort ekki hafi verið hægt að koma með eitthvað öðruvísi. Konan mín taldi það hins vegar ósanngjarnt að krefjast þess sí- fellt að hljómlistarmenn kæmu stöðugt fram með nýjungar. Hún hefur nokkuð til síns máls en einhvern veginn er það nú svo, að maður gerir meiri kröfur til Oldfield en kappa á borð við Rod Stewart, Status Quo, Fleetwood Mac og nú síðast jafnvel Bruce Springsteen, sem komast upp með að senda frá sér staðlað efni. Sú hilla, sem Oldfield hefur nú komið sér fyrir á, ætlar að reyn- ast honum vel. Sjálfur hefur Oldfield komið sér niður á frem- ur afmarkað form tónsmíða. Öll lögin fimm á fyrri hlið Discovery And The Lake falla t.d. mjög auðveldlega undir þennan ramma. Til glöggvunar má geta þess að lög á borð við Moonlight Shadow og Family Man, jafnvel Five Miles Out, eru öll innan hans líka. Með Maggie Reilly sér vð hönd er enda hægt að gera ýmislegt. Hún syngur yndislega. Palmer skilar sínu vel og Simon Phillips trommar þétt og ákveð- ið. Sjálfur leikur Oldfield á önn- ur hljóðfæri. Það er erfitt að tína út einstök lög af þessari síðustu plötu Oldfield. Tvö þeirra, To France og Tricks Of The Light, hafa þegar náð nokkrum vinsældum. Nokkur önnur standa þeim á sporði — þetta er aðeins spurn- ing um smekk hvers og eins. Sjálfur hafði ég afar gaman af þessari plötu, sem og Crises í fyrra og Five Miles Out árið þar á undan. Gömlu lummurnar — 3: Reagan og hinir ræningjarnir Árni Þórarinsson Gamlar bíómyndir sem fáanlegar eru á myndböndum hérlendis voru til meðferðar í síðasta dálki fyrir verkfall. Ég sagði þar frá tveggja mynda spólunum frá Kingston Video. í nokkrum dálkum til viðbót- ar ætla ég að benda á fleiri gamlar lummur sem menn geta skoðað í stofunni heima ef þeir vilja. Bandaríska kvikmyndin The Killers telst að vísu ekki fjörgöm- ul; hún er tuttugu ára, gerð 1964. En hún er á vissan hátt söguleg mynd. Ef menn vilja sjá forseta Bandaríkjanna löðrunga fallega konu, ræna póstbíl dulbúinn sem lögreglumaður og myrða með köldu blóði, þá eiga menn einmitt kost á því í The Killers. Þetta mun vera síðasta myndih sem Ronald Reagan, núverandi forseti Banda- ríkjanna, lék í áður eri hann sneri sér alveg að stjórnmálum. Og satt að segja leikur hann hættulegan undirheimastórlax með meiri ele- gans en hann stýrir Bandaríkjun- um. The Killers er hnýsileg fyrir fleiri sakir en forsetann. Hún er byggð á sögu eftir Ernest Hem- ingway og var upphaflega gerð fyrir sjónvarp, en hafnaði i bíóun- um vegna ruddafenginna ofbeldis- atriða. Það kemur ekki á óvart því leikstjórinn er Don Siegel, sem þekktur er fyrir hörkulegar og Forseti Bandaríkjanna sýnir ágætan leik sem undirheimastórlax í The Killers. snarpar hasarmyndir en hefur reyndar gert fjölda góðra mynda af öðru tagi. Strax á fyrstu sek- úndum The Killers kemur hand- bragð hins góða leikstjóra í ljós: Nærmynd af harðneskjulegu and- liti með sólgleraugu. í gleraugun- um speglast annað harðneskjulegt andlit sem einnig er með sólgler- augu. Myndavélin eltir þessa tvo menn ganga upp að húsi sem merkt er „blindraheimili". Úti á blettinum fyrir framan húsið eru litlir strákar í bófahasar og drepa hver annan í plati. Með beitingu myndavélar og tónlistar er sterk- lega gefið til kynna að mennirnir með sólgleraugun séu ekki að fara heim til sin á blindraheimilið og þeir séu ekki á leið í venjulega heimsókn. Þarna er alvöru bófa- hasar í uppsiglingu. Mennirnir tveir eiga það erindi á blindra- heimilið að skjóta niður einn af kennurum þess fyrir framan dauð augu vistfólksins. Þetta er sterk byrjun á þriller. Þótt sama skerpa einkenni að vísu ekki öll atriði The Killers og flýt.isvinnubrögð sjónvarpsmynda verði stundum áberandi, er mynd- in afþreying vel yfir meðallagi. Lee Marvin og Clu Gulager leika leigumorðingjana tvo. Fórnar- lamb þeirra er John Cassavetes. Hann er fýrrum kappaksturs- hetja. Þeir Marvin og Gulager ákveða að forvitnast um fortíð hans; komast að því hvers vegna þeir voru ráðnir til að myrða hann. í bakleiftrum (flashbacks) er sagt frá því hvernig Cassavetes kemst í tæri við „femme fatale", Angie Dickinson, sem leiðir hann á refilstigu. Hann tekur þátt í að ræna milljón dollurum með henni og ástmanni hennar, glæpafor- ingjanum sem forseti Bandaríkj- anna leikur. Sainstarfið einkenn- ist af svikum á svik ofan og í seinni hluta myndarinnar er lýst leit leigumorðingjanna tveggja að ránsfengnum. Mannlegt eðli fær ekki háa einkunn i The Killers. Sem þriller stenst myndin hins vegar prófið með sóma. Stjörnugjöf: The Killers A * 'h Miðaðu við IBMPC Skjár án auka- endurkasts. Létt og auðvelt lyklaborð. mimmm,- m_________Æ.«uT... £.........O Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Ef þú ert að hugleiða kaup á tölvu, hagaðu þér þá eins og þeir sem reynsluna hafa. Flestir tölvuframleiðendur og nær allir framleiðendur hugbún- aðar miða við IBM PC.tölvuna, sem tók beint strik á toppinn Hér- lendis eíns og hvarvetna í belttiin- um. Betri meðmæli eru vandfund- in. IBM PC er ekkert frekar tölva fyrir byrjendur þó að hún henti þeim mjög vel. Þú þarft heldur ekki eingöngu að ætla henni byrj- unar-hlutverk. Verkefnasvið IBM PC er afar yíðfeðmt hvort sem hún er sjálfstæð eða í tengslum við aðrar tölvur. Við að kynnast kostum IBM PC kemstu fljótt að raun um hve dýr- mæt hún er. Pantaðu kynningu á JBM PC strax hj£ næsta söluum- boði. Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavik, simi 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38. Reykjavík, sími 687220 __' ^ &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.