Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Stefán Einars- son — Minning Fæddur 13. febrúar 1912. Dáinn 16. september 1984. Kynni okkar Stefáns Einarsson- ar hófust þegar ég byrjaði vél- virkjanám í Landssmiðjunni haustið 1953. Ef frá er talinn námstími minn í iðnskóla og vélskóla áttum við samleið á vél- virkjadeild smiðjunnar fram á ár- ið 1965. Þar tókst með okkur vin- átta sem hélst æ síðan þótt fundir strjáluðust í seinni tíð. Stefán ólst að nokkru leyti upp í sveit; dvaldist frá því hann var sex ára og fram til átján ára aldurs hjá Elínborgu föðursystur sinni á Arnarstöðum í Hraungerðis- hreppi. Úr sveitinni kom hann beint í járnsmíðanámið og skildi því vel hvílík viðbrigði það voru fyrir ungan sveitapilt eins og mig að taka upp stimpilklukku-lífsstil og vinnusiði á stóru verkstæði. Svo mikið er víst að ég leitaði mik- ið til Stefáns á fyrstu námsárun- um. — Ég held að veganestið úr sveitinni hafi alla tíð sett mark á afstöðu Stefáns til vinnunnar. Hann leit ekki á verklaunin sem eina afrakstur starfsins; ánægjan sem það veitti og samneyti við vinnufélagana og þá sem unnið var fyrir hverju sinni, voru þættir sem ekki skiptu minna máli. Ég held að Stefán hafi verið fremur hlédrægur að eðlisfari. En strax og ísinn var brotinn við fyrstu kynni birtust þeir þættir sem settu sterkastan svip á mann- inn: greindin, hlýjan og kímnigáf- an. Þessir eiginleikar verkuðu eins og segull á okkur vinnufélagana. í kaffitímum myndaðist gjarnan hópur við vinnuborð Stefáns til að ræða rnálin og bar margt á góma eins og gengur á vinnustöðum. Þeir sem voru á öndverðum meiði i pólitíkinni reyndu auðvitað að finna snögga bletti hver á öðrum. Það var eins og lítið biti á Stefáni í þessu yfirleitt græskulausa gamni. Hann lofaði viðmælandan- um að hita sig vel upp en hlustaði grannt, stundum með svolitlum vorkunnarglampa í augum. Svo hófst „gagnsóknin". Þar fór mest fyrir stuttum athugasemdum sem eins og læddust fram af vörum þess sem upphaflega átti að kveða í kútinn. Oft voru þær kryddaðar með nauða hversdagslegum dæmisög- um úr daglega lífinu. Það var ekki laust við að manni kæmu stundum i hug þau tilsvör sem Hasek lagði góða <látanum Svejk í munn. — Það þurfti sjaldnast að spyrja að leikslokum. Stefán var lærður plötu- og ket- ilsmiður. Málmsuða og þá ekki síst logsuða var hans sérgrein. „Við biðjum hann Stefán að taka þetta," var oft viðkvæði verk- stjórans þegar menn komu með illa brotna eða slitna hluti til við- gerðar. Það var nánast sama hver málmblandan var, öllu kom Stef- án saman. Hann vissi upp á hár hvernig málmurinn hagaði sér, bráðinn sem óbráðinn. Við lærl- ingarnir nutum margir hverjir til- sagnar hans í málmsuðu og lærð- um heilmikið á því einu að horfa á handbrögðin gegnum suðugler- augu eða rafsuðuhjálm. Við nýsmíðar var Stefán laginn og útsjónarsamur. Maður hafði stundum á tilfinningunni að hann tæki teikningar ekki alltaf svo há- tíðlega heldur útfærði hlutina dá- lítið eftir eigin höfði; sjálfsagt yf- irleitt til bóta. Sem dæmi um kímnigáfu Stefáns var það eitt sinn að viðskiptavinur hafði orð á því við hann að sér fyndist verkinu miða hægt áfram. „Veistu ekki að samkvæmt hagfræðinni verður hluturinn því verðmætari sem meiri vinna er í hann lögð,“ var svar smiðsins. Þegar minnst er verkmannsins Stefáns Einarssonar er rétt að hafa i huga að á fertugsaldri fékk hann berklaveiki sem skerti starfsorku hans varanlega. Vegna afleiðinga þessa sjúkdóms var hann tvisvar frá vinnu (1952 og 1957) og lá í fyrra skiptið um það bil eitt ár á spítala. Þrátt fyrir bilað bak og kvalir, sem hlutu að fylgja öðru hvoru, heyrðu menn Stefán aldrei kvarta. Eina vís- bendingin um að hann hefði ekki fullt þrek var þegar hann bað okkur vinnufélagana um aðstoð við að snúa eða lyfta þungum hlut- um. Sem einlægur félagshyggjumað- ur og verkalýðssinni hafði Stefán áhuga á allri þjóðmálaumræðu, enda vel heima á þeim vettvangi. Stéttarfélagið var í hans augum hyrningarsteinn í baráttu verka- manna fyrir bættum kjörum og auknum réttindum. Sérstaklega var honum umhugað um að stétt- arfélögin létu sig varða úrbætur varðandi skipulag og rekstur fyrirtækjanna, en eftirlétu ekki atvinnurekendum einum þau mál. Þótt Stefán væri í hópi þeirra járnsmiða sem mest ræktu félag sitt, kaus hann fremur að styðja trausta menn til forystu en taka sjálfur á sig mikil félagsmála- störf. Aðrir sem betur þekkja til munu eflaust gera skil rækt Stef- áns við stéttarfélag sitt, Félag járniðnaðarmanna. Stéttvísi og tryggð við málstað verkafólks var Stefáni raunar í blóð borin. Faðir hans, Einar Bjarnason, járnsmiður, var einn af brautryðjendunum við stofnun Sveinafélags járniðnaðarmanna (eins og félagið hét í fyrstu) árið 1920. Þá átti Einar einnig frum- kvæði að stofnun Landssmiðjunn- ar árið 1930, ásamt Jónasi frá Hriflu eins og fram kemur í ítar- legu viðtali sem birtist við Stefán í Þjóðviljanum 24. maí 1970. Enn má geta þess að Einar var í hópi stofnenda Sósíalistaflokksins árið 1938. Ef hafður er í huga þáttur Ein- ars Bjarnasonar í stofnun Lands- smiðjunnar þarf engan að undra þótt Stefán bæri hag þessa fyrir- tækis sérstaklega fyrir brjósti. Hann var ævinlega i fylkingar- brjósti meðal starfsmanna sem stóðu gegn aðför skammsýnna stjórnmála- og embættismanna að þessu fyrirtæki ríkisins á ýmsum tímum. Þeirri sögu verða ekki gerð skil í minningargrein. Á hinn bóg- inn er brýnt að í iðnsögu framtíð- arinnar verði skilmerkilega rakið hvernig fyrrnefnd öfl hafa unnið að þvi að koma einu virtasta og öflugasta málmiðnaðarfyrirtæki landsins fyrir kattarnef. Stefán átti frá upphafi sæti í Samstarfs- nefnd Landssmiðjunnar sem sett var á laggirnar á árinu 1972 að tilstuðlan iðnaðarráðuneytisins. Það var ekki fyrr en á efri árum að Stefán fékk tækifæri til að svipast svolítið um utan land- steinanna. Ég minnist þess hve mikil gleði skein af andliti þessa fróðleiksfúsa manns þegar ég hitti hann nýkominn úr ferð til Suður- Ameríku. Þangað fóru þau hjónin á árinu 1978 og nutu þar aðstoðar og leiðsagnar Benedikts sonar síns. í júlímánuði sl. áttu þau þess kost að dvelja öðru sinni með fjöl- skyldu sonar síns á erlendri grund og nú í Belgíu. Fundum okkar bar ekki saman eftir þá ferð. Með margar góðar og skemmti- legar minningar í huga kveð ég Stefán Éinarsson og votta Hildi, börnunum og aðstandendum öll- um samúð mína. Gunnar Guttormsson Hrefna Péturs- dóttir - Minning Fædd 28. nóvember 1919 Dáin 14. október 1984 Skammt er bilið milli lífs og dauða. Enginn veit hver kallaður verður næst, en stundum kemur eitt andlát óvæntara en annað. Líkja má mannsævinni við kertis- loga, andvaralaus sitjum við í yln- um, ornum okkur og horfum í log- ann, en gleymum því í dagsins önn að lítil vindhviða getur slökkt hið skærasta ljós á einu augabragði. Þannig geta okkar kærustu og nánustu horfið okkur fyrirvara- laust, þar fáum við ekki gripið inn í. Hrefna Pétursdóttir fæddist 28. nóvember 1919 á Sigríðarstöðum í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Láretta Stefáns- dóttir og Pétur Jónsson er þar bjuggu. Þeim varð þriggja barna auðið, dætranna Hrefnu og Jón- ínu, sem búsett er í Svíþjóð, og sonarins Þorbjarnar, sem dó sex- tán ára gamall. Heimilisföðurins naut ekki lengi við á Sigríðarstöð- um, hann dó frá börnum sínum ungum og ekkjan megnaði ekki að halda við búinu. Hrefna var flutt í fóstur að næsta bæ, Ásbjarnar- nesi, aðeins fjögurra ára gömul. Þar ólst hún upp hjá einstöku úr- valsfólki, þeim Éggerti Jakobssyni og Margréti, systur hans, en þau ólu upp þrjú börn önnur, sem Hrefna tengdist sterkum böndum: Rannveigu Guðmundsdóttur, Hauk Ólafsson og Jóhannes Jóns- son. Hrefna stundaði á unglingsár- um alla algenga sveitavinnu, það kom fljótt í ljós, að hún var forkur bæði til náms og starfs. Að loknu barnaprófi í Vesturhópi gekk hún í Ingimarsskóla í Reykjavík og dvaldist þá hjá móður sinni á vetr- um. Síðan fór hún í Kvennaskól- ann á Blönduósi, lauk þaðan prófi og stóð sig alls staðar með prýði. Hún starfaði um nokkurt skeið í Reykjavík, vann þar m.a. á sauma- stofu og einnig sem verkstjóri hjá Efnagerð KRON, en í sumarleyf- um dvaldist hún oftast i Nesi og hjálpaði til við bústörfin þar. Sumarlangt var hún ráðskona á Hótelinu á Blönduósi, en síðan var hún beðin að taka að sér ráðs- konustarf á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga og þar starfaði hún samfellt í hartnær 25 ár. Fóstru sína, Margréti í Nesi, tók hún þangað til sín, en hún lést snemma á þessu ári. Hrefna var tvígift. Fyrri maður hennar var Jón Ólafsson frá Reyn- isvatni í Kjós, en þau skildu eftir skammar samvistir. Þau eignuð- ust eina dóttur, Margréti Eddu, kennara, ólst hún að nokkru leyti upp í Nesi en er nú búsett 1 Noregi. Édda og maður hennar, Halvard Fjellheim, eiga tvö börn, Anders Jón tíu ára, og Steinunni Hrefnu sex ára. Mjög kært var með Hrefnu og barnabörnunum og for- sjónin hagaði því svo til, að Edda dvaldist hér á landi með manni sínum og börnum þetta síðasta ár Hrefnu, svo að fundir þeirra urðu tíðari en annars hefði verið. Sá tími var dýrmætur og nú ómetan- legur. Síðari maður Hrefnu var bróðir okkar, Tryggvi Karlsson, kennari, frá Stóru-Borg í Víðidal. Þau Hrefna eignuðust einn son, Guð- mund, hann er nú átján ára og stundar nám við Fjölbrautaskól- ann á Sauðárkróki. Ætlun þeirra Hrefnu og Tryggva var að fylgja syni sínum eftir, er hann hygði á Minning: Leifur Helgason Skarðshömrum frekari nám og flytjast suður á höfuðborgarsvæðið. Sú för verður ekki sem fyrirhugað var, stórt skarð er komið í hópinn. Missirinn er mikill og sár, en megi minn- ingin um mikilhæfan maka og hjartahlýja móður verða þeim feðgum stykur á því skeiði sem nú fer i hönd. Hrefna var óvenjulega glæsileg kona. Hjá henni fór saman reisn og alþýðleiki sem best varð á kos- ið. Skapgerð hennar var sterk og skýrt mótuð. Hún bjó yfir þeirri hógværð og lipurleika að alla lað- aði að. Ávallt geislaði hún af lífs- orku og krafti, en rósemi var henni líka í blóð borin. Hún var glaðvær og létt í skapi og við minnumst margra stunda þegar við spauguðum og hlógum saman eins og ærslafullir krakkar. En hún var líka föst fyrir og ákveðin ef á reyndi, þótt ekki vildi hún ráðskast með annarra hag. Hún hafði sterka samúð með lítilmagn- anum og oft rétti hún fram hjálp- ar- og líknarhönd ýmsum þeim sem hún hafði kynnst í starfi sinu á sjúkrahúsinu og öðrum þeim sem áttu um sárt að binda eða voru vanmegnugir fyrir einhverra hluta sakir. Hún hafði ekki hátt um þessi tómstundastörf sín, þau voru henni of sjálfsögð til að fara að ræða þau við vini og vanda- menn, enda var henni tamara að láta verkin tala. En kannski var hún stödd í Reykjavík og mátti ekki stansa of lengi þar sem hún var stödd það sinnið, aðspurð var hún þá gjarnan að skreppa eitt- hvert með glaðning, e.t.v. til gam- allar konu að norðan, e.t.v. til barns á Kópavogshæli, eða reka önnur viðlíka erindi. Siðfræði Hrefnu var einföld og sönn: gerðu öðrum gott, hagnýttu þér ekki bágindi annarra eða veikleika í þágu eiginhagssjónarmiða, lifðu lifu þínu þannig að það geti verið öðrum til fyrirmyndar og þínir nánustu þurfi ekki að bera kinn- roða fyrir þig heldur geti lært af dæmi þínu. Þannig var Hrefna, hún kaus ekki ávallt auðveldustu leiðina, heldur þá sem hún taldi leið vel- farnaðar. Við biðjum henni bless- unar og erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri manneskju og notið samvista við hana um skeið. Megi sá sem öllu ræður styrkja eftirlifandi maka, börn og aðra ástvini. Guðrún og Ólöf Hulda Faeddur 2. júlí 1909 Dáinn 20. september 1984 Leifur Helgason var kvaddur hinstu kveðju þann 29. september sl. Mig langar að minnast hans hér með örfáum orðum, langt mál um sjálfan sig hefði hann ekki kært sig um. Leifur var næstyngstur 16 systkina, sonur hjónanna Helgu Bjarnadóttur og Helga Árnasonar á Hreimsstöðum í Norðurárdal. Ungur fór hann í fóstur til Einars á Skarðshömrum, móðurbróður síns, og Oddnýjar, konu hans. Þar ólst hann upp og átti heimili sitt alla tíð síðan. Skarðshamrar eru næsti bær við æskuheimili mitt. Leifur var einn þeirra sem sönnuðu máls- háttinn „Hollur granni er gulli betri". Hann var sami aufúsugest- urinn hvort heldur hann kom til þess að rétta fram vinnufúsa hjálparhönd eða til að lífga upp á tilveruna með spjalli. Stundum var tekið í spil, þá var mikið fjör, spaugað og hlegið dátt. Kannski kynntist ég Leifi best er við unnum saman í skógrækt- inni á Hreðavatni. Það voru dýrð- ardagar sem ljóma í endurminn- ingunni um mín góðu æskuár. Þetta voru litlir en samstilltir vinnuhópar. Leifur var elstur að árum, en ekki síður ungur i anda en við „krakkarnir". Unnið var af kappi við að planta furutítlum út um holt og móa. Smáhlé voru þó tekin öðru hvoru. Leifur átti það til að „detta", og þá var auðvitað fótunum kippt undan okkur hin- um. Gaman höfðum við Leifur af að rifja upp ýmislegt frá þessum tima siðar. Leifur var traustur, góðviljaður og hógvær drengskaparmaður. Hann kom sér vel og eignaðist vini hvar sem hann kom. En llfið var stundum erfitt. Heilsan ekki sterk. Oft þurfti hann að fara á sjúkrahús til aðgerða. Siðustu ár- in voru þó erfiðust allra og hann var áreiðanlega hvíldinni feginn, þegar kallið kom. Það er því ekki með harm í huga heldur eftirsjá eftir góðum vini sem ég festi þessi orð á blað, því ég veit að: „Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig biða sælli funda.“ Ég er þakklát fyrir að hafa not- ið tryggðar og vináttu Leifs á Skarðshömrum í öll þessi ár og þar tala ég einnig fyrir munn systra minna og foreldra. Ofanritaðar ljóðlínur eftir Jón- as Hallgrimsson hafa verið mér hugstæðar síðan ég frétti að Leif- ur væri allur. Og ég vil ljúka þess- um orðum með lokahendingum sama erindis: „Flýt þér, vinur, i fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim.“ Árna, Jóhannesi og systkinum Leifs sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Áslaug Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.