Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Millilentu á Keflavíkurflugvelli Votfum, 16. aÓTember. ® ÞRJÁR bandarískar flugvélar af gerðinni A-10 sem eru litlar sprengjuflugvélar hafa verið á Keflavíkur- flugvelli í nokkra daga. Flugvélarnar sem eru óvenjulegar í útliti miðað við það sem algengast er hérlendis, voru á ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Evrópu ásamt eldsneytisflugvél, en lentu í vandræðum með áfyllingu. Þess vegna var millilent á Keflavíkurflugelli, og héldu vélarnar héðan að viðgerð lokinni. Að sögn Friðþórs Eydal blaðafulltrúa hjá Varnarliðinu er mjög sjaldgæft að vélar af þessari gerð komi til landsins. g.G. Félag íslenskra bókaútgefendæ Vilja að söluskattur verði felldur niður af bókum FÉLAG bókaútgefenda efndi til blaðamannafundar sl. miðvikudag, þar sem kynntar voru velflestar bækur sem koma út nú fyrir jól. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem bókaútgefendur efna sameiginlega til slíkrar kynningar. Félagið hyggst beita sér fyrir ýmsum nýjungum og mun þessi kynning vera ein af þeim. Á þessum fundi kom fram að bókaútgefendur, prentsmiðjueig- endur, bóksalar og rithöfundar hafa að undanförnu hist og rætt ýmis vandamál varðandi bókina. Ljóst er að bókaútgáfa hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu vegna samdráttar og hafa þessir aðilar margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þeir ætla nú að sameinast um að efla íslenska bókaútgáfu. Nú er t.d. unnið að þvi að fá söluskatt felldan niður af bókum. Ef svo verður mun verð á meðal- bók lækka um 150—200 krónur. Þetta er talið geta haft verulega jákvæð áhrif á sölu bóka. Einnig hefur verið rætt um breyttar aðferðir við sölu bóka. Komið hefur fram sú hugmynd að bjóða bækur á tilboðsverði o.þ.h. Bókaútgefendur telja að í mörgum bókabúðum sé alls ekki lögð áhersla á að selja bækur nema rétt fyrir jól. Eftir það er þeim ekki stillt út, heldur er snúið að sölu á allt öðrum hlutum, t.d. leikföngum. Bókaútgefendur telja að þessu þurfi að breyta, og leggja áherslu á bóksölu á öllum ártstím- um. En það hefur gengið mjög illa hingað til. Bækur hafa alla tið nær ein- göngu verið keyptar til jólagjafa og þá hefur þótt vel við hæfi að W 4r , . :r !ái» * "* íí ||J % \ Æ’ Hörður Askelsson organ- isti leikur í Kristskirkju HÖRÐUR ÁSKELSSON organisti hafa þær innbundnar. Nú er verið að gera tilraunir með útgáfu á skáldsðgum, íslenskum og þýddum o.fl í pappírskiljuformi. Mikið selst af erlendum pappírskiljum og vona bókaútgefendur að svo verði einnig um íslenskar bækur af þessu tagi. Þessar bækur eru mun ódýrari. Gert er ráð fyrir að innbundnar bækur kosti á bilinu 6—800 krónur, en sömu bækur í pappírskiljuformi kosta 3—400 krónur. Það verð er svipað og á erlendum pappírskiljum og eru bókaútgefendur vongóðir um að þessi nýjung verði til þess að fólk kaupi bækur allt árið um kring. Bæði fyrir sjálft sig og til gjafa. Bókaútgefendur hafa samið við Kaupþing hf. um að það gefi út lista yfir söluhæstu bækur. Þessi listi mun birtast vikulega. Hug- myndin er að halda þessu áfram allt árið. leikur á þriðju tónleikum Musica Nova á þessu starfsári sem haldnir verða í Kristskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, og hefjast kl. 20.30. Á tónleikunum mun Hörður flytja verk eftir fjögur tónskáld þess- arar aldar, Frakkana Jean Langlais, Oliver Messiaen og Jean Alain svo og ungverska tónskáldið György Lig- etL Hörður lauk B-prófi í orgelleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1976 og 1981 lauk hann A-prófi í kirkjutónlist frá tón- listarháskólanum „Staatliche Hochschule fur Musisk Rheinland Dusseldorf" með hæstu einkunn. Stundaði hann eftir það fram- haldsnám í orgelleik undir hand- leiðslu Almut Rössler. Þá starfaði hann einn vetur sem kantor við Neanderkikjuna í Dusseldorf og vorið 1982 var hann ráðinn organ- isti við Hallgrímskirkju í Reykja- vík. Blaðamaður hafði tal af Herði og innti hann eftir þvi hver væri ástæða þess að hann léki nær ein- vörðungu verk eftir frönsk tón- skáld á þessum tónleikum. „Ástæða þess er einfaldlega sú að i Frakklandi hefur orgeltónlist staðið mjög framarlega og mörg af þekktustu tónskaldum Frakka hafa einmitt verið organistar," sagði Hörður. „Þeir Messiaen og Ligeti eru i hópi þekktustu núlif- andi tónskálda og teljast orgel- verk Messiaen til mestu stórvirkja Hörður Áskelsson orgelbókmenntanna. Eftir hann mun ég leika þrjá þætti úr verkinu „Les corps glorieux" en eftir Ligeti verkið „Volumina”, sem vakti mikla athygli þegar að það kom fram árið 1962. Alain var af mörgum talinn eitt efnilegasta tónskáld sinnar kyn- slóðar í Frakklandi, en hann féll í síðari heimsstyrjöldinni aðeins 29 ára að aldri. Eftir hann mun ég leika verkið „Suite“ en fyrir það fékk hann fyrstu verðlaun i tónsmíðasamkeppni. Langlais, sem er blindur, er mjög þekktur organisti í Frakklandi en eftir hann leik ég þrjú styttri verk.“ Tónleikarnir verð sem fyrr segir annað kvöld í Kristskirkju og hefjast klukkan 20.30. Reykjanesbraut í Njarðvíkiim: 32 umferðar- óhöpp á árinu Vnonm Ifi nóvpmhpr Voffum 16. uÓTember. ÞAÐ SEM af er árinu hafa alls 32 umferðaróhöpp orðið á Reykjanes- braut frá gatnamótum í Innri- Njarðvík að bæjarmörkum við Keflavík, þar af hafa 22 árekstrar orðið við gatnamótin. Af 22 árekstrum við gatnamót hafa ellefu orðið við gatnamótin Reykj anesbraut/Borgarvegur, Pulitzer hótelid í Amsterdam f MOvögubók sinni „iEvintýratoga Amsterdam,“ mgir Jónas Krist/Ans- •on, ritstjóri, meóal annars: Þriója vildarhótelió okkar er Pulitzer. þar sem vió höfum notló eins fegursta hótetherbergis, sem vlö höfum séö. Allt hóteliö er innróttaö af fróbærri smekk- visi í nútímastíl innan í sautján samliggj- andi húsum. Þau eru ftest frá fyrri hluta Lyfta er í hótelinu, en eigi aö siöur þurfa 17. aldar og sum frá því um 1600, fró menn sífellt aó ganga upp og niöur tima Guóbrands biskups Þorlákssonar. smátröppur, því aö gólfin ( húsunum Flest hinna 200 herbergja hótelsins sautján standast engan veginn ó. Þetta snúa aö Prinsengracht, en í rauninni eru skemmtilegir gangar fyrir þó, sem nær hótelió meira eöa minna yfir heila ekki eru fatlaöir. húsablokk milli þess sikis og Keizer- gracht. Þar aö aftanveröu er gengiö til hótelbars og veitingastofunnar Goeds- bloem, sem er þekkt fyrlr hina nýju, frönsku matargeröarlist. Aö utanveröu bendir fótt til, aö hér sé hótel hiö innra. Anddyriö er lítiö og yfir- lætislaust og starfsliöiö er þægilegt og afslappaó Á jaröhaaöinni eru miklir rangalar inn húsagarölnn aö hótelpart- Herbergi nr. 419 var óvenjulega smekklegt, meö öllum nútímaþægind- um undir berum bitum hinnar öldnu buröargríndar. I sumum öörum her- bergjum eru bitar meira áberandi, svo og berir múrsteinsveggir. Herbergiö náöi yfir heila húsbreidd út aö Prlns- engracht og var fullt af sólskini. Hinir björtu og samstasöu lltlr herberg- isins og bunaöar þess mögnuöu sumar- stemmninguna. Stólar og annar búnaó- ur var hinn þægilegasti og vandaóasti. Sama var aö segja um baóherbergió. Allt var hreint og nýtt sem ónotaö væri, indæl hótelvin í Amsterdam. Yfirleitt mælum viö meö slíkum her- bergjum, sem snúa út aö síkjum. En á Pulitzer var víöa fallegt útsyni úr bak- herbergjum niöur í friösælan hótelgarö- ínn meö indælu kastaníutré, svo aó hin- ir óheppnu veröa líka heppnir. Frá Pulitzer eru aöeins 300 metrar aó Húsi önnu Frank og annaö eins aö tiskuhverfinu Jordaan. Birt m«0 ieyfi Fjttlv, útgifunnar. Helgarferðir (3 nætur) kr. 12.484. Vikuferöir (7 nætur) kr. 15.006. InnifaliA í veröi: Flug til ag Irá Amtterdam, gisting f 2j« manna her- bergi með morgunmet. Flugfélag meö ferskan blæ. ARNARFLUG Lágmúla 7 — Sími 84477. sem eru hættulegustu gatnamót á Suðurnesjum. Á síðastliðnu ári urðu alls 10 árekstrar á sömu gatnamótum, slys á fólki i tveimur tilfellum. Af öðrum stöðum í Njarðvíkum með mikinn fjölda umferðaróhappa eru gatnamótin við verslunina Samkaup, við gatnamót Reykjanesvegar og Hjallavegar og gatnamót Reykja- nesbrautar/Hafnavegar. Á tímabilinu frá 1. janúar til 1. september urðu 59 skráð umferð- aróhöpp ( Njarðvíkum, sem er sami fjöldi og á sama tíma ári en slys urðu engin í ár, en alls 8 í fyrra. _____________ E.G. Útboð opnuð í verslun- armiðstöð Hagkaups: Byggingar- iðjan með lægsta tilboð ÍITROÐ, sem Hagkaup hf. óskaði eftir f gerð forsteyptra, forspenntra eininga fyrir verslunarhús í Kringlu- mýrinni í Reykjavfk voru opnuð í gær og var Byggingariðjan hf. með lægsta tilboð, rúmar 41,3 milljónir króna án söluskatts. Os hf. átti n«sU tilboð, 53,7 milljónir kréna. Onnur tilboð voru hærri og þar á meðal frá umboðsmönnum er- lendra fyrirtækja. Eitt tilboð var ekki með samanlagðri heildartölu, en heimilt var að bjóða í hluta verksins. Helstu magntölur í verkinu voru bitar í verslunarhús, samtals um 2.300 metrar eða utn 250 stykki, holplötur í verslunar- hús, samtals um 20 þúsund fer- metrar eða um 2.200 stykki, bitar í bílageymslu, samtals um 1.570 metrar eða um 200 stykki og rifja- plötur í bílageymslu, samtals um 13.700 fermetrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.