Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 „Þorsteinn Gauti vakti mikla athygli á norrænu móti ungra einleikara“ Rætt vid Jón Nordal um tónlistarmót sem haldið var í Osló í október Dagana 13.—20. október var haldið í Osló tónlist- armót ungra norrænna ein- leikara, en það hefur verið haldið annað hvert ár síðan árið 1980. Tónlistarmótið er skipulagt af norrænu ráði tónlistarháskóla, og hefur það markmið að kynna unga efnilega einleikara og söngvara. Á fyrsta tónlistarmótinu, sem haldið var i Kaupmannahöfn, tóku þátt tveir íslenskir einleik- arar, þeir Manuela Wiesler, flautuleikari, og Einar Jóhann- esson, klarinettuleikari, íslenski þátttakandinn á mótinu í Stokkhólmi 1982 var Sigríður Vilhjálmsdóttir, óbóleikari, en hún starfar núna í Þýskalandi. Sérstök nefnd sem skipuð er í hverju landi fyrir sig gerir til- lögur um þátttakendur á mótinu, en úr þeim hópi velur síðan end- anlega samnorræn dómnefnd þáttakendur. Þorgerður Ing- ólfsdóttir var formaður nefndar- innar sem starfaði fyrir tónlist- armótiö nú af íslands hálfu, en auk hennar voru í nefndinni Halldór Haraldsson, píánóleik- ari, og Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld. Jón Nordal, skólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík, er nú formaður norrænaráðs tónlist- arháskóla, en Tónlistarskólinn hefur verið aðili að ráðinu um langt skeið. Jón er nýkominn frá tónlistarmótinu í Osló, og hitti blm. hann að máli og spurði nán- ar um tilhögun þessa tónlistar- móts. „Það hefur mjög mikla þýð- ingu fyrir okkur að taka þátt í þessu samstarfi. Markmiðið er að kynna úrvalið af ungum tón- listarmönnum frá Norðurlönd- unum fimm. Hjálpa þessu unga fólki að koma undir sig fótunum og kynna fyrir áhrifafólki á tón- listarsviðinu. Árið eftir að tónlistarmótið er haldið er reynt sem allra mest að skipuleggja tónleika fyrir þátttakendurnar um öll Norður- lönd, og til þess eru veittir sér- stakir styrkir. Það verður að líta á þetta sem tilraun enn sem komið er, en stefnt er að þvi að halda næsta tónlistarmót í Hels- inki og síðan í Reykjavík 1988. Þá hefur það verið haldið á öll- um Norðurlöndunum og verður þá væntanlega metinn árangur af þessu starfi. Mótið er kostað að mestu af NOMUS og einnig ýmsum einkafyrirtækjum." íslenski þátttakandinn i ár var Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari, hann stundar nú nám f Róm hjá prof. Guido Ag- osti. En hann lauk einleikara- prófi úr Tónlistarskólanum i Reykjavík 1979, og hélt síðan áfram námi í Juilliard-tónlistar- skólanum í New York. „Þorsteinn stóð sig mjög vel og var okkur til mikils sóma,“ sagði Jón. „Hver einleikari kom fram á þremur tónleikum og er óhætt að segja að Þorsteinn hafi unnið stöðugt á með hverjum tónleikum, en það er einmitt svo Jón Nordal skólastjóri Tónlist- arskólans í Reykjavík. mikils virði fyrir þetta unga listafólk að koma svona oft fram, og spila fyrir svo kröfu- hart fólk eins og sækir þetta tónlistarmót. Það voru 4 hljómsveitartónleikar á mótinu og spilaði Þorsteinn með norsku útvarps-hljómsveitinni á siðustu tónleikunum, en þá spilaði hann píanókonsert nr. 2 eftir Prokofj- ev. Þessi konsert er tæknilega mjög erfiður, en þar sýndi Þor- steinn mikla getu, og vakti hann mikla athygli fyrir flutninginn sem var mjög glæsilegur. Það sem vakti athygli mina á þessu móti voru listamennirnir frá Finnlandi, en þeir voru jafn- framt fjölmennastir, en af 13 þátttakendum voru 5 Finnar. 1 þeim býr óhemjumikill frum- kraftur og þeir eru mjög músík- alskir. Sá sem mér fannst einna bestur var ungur finnskur bassasöngvari, Petteri Salomaa, sem er rúmlega tvítugur en með honum spilaði 17 ára píanóleik- ari, Olli Mustonen, hann var líka alveg frábær. Menn eru sammála um að Þorstemn Gauti Sigurðsson píanó- leikarí. gæði þessara tónlistarmóta hafa farið vaxandi frá því það var fyrst haldið í Kaupmannahöfn, þátttakendur nú voru tiltölulega yngri en áður hefur verið, en það er alls staðar áberandi hvað tónlistarfólk nær valdi á tækni mun yngra en áður. Þjálfunin er almennt mun markvissari og samkeppnin er alveg gífurleg. Allir tónleikarnir voru teknir upp fyrir sjónvarp og verða sýndir á Norðurlöndum, ég vona að íslenska sjónvarpið sjái sér fært að sýna hluta af þeim, að minnsta kosti tónleika Þorsteins Gauta.“ — Hvernig er Island í stakk búið til að halda svona tónlist- armót? „Ég er mjög fylgjandi þvi að við reynum að halda tónlistar- mótið hér eftir 4 ár, og aðilar í ráðinu frá hinum Norðurlöndun- um eru mjög spenntir fyrir því að það verði gert. Ég er viss um að slfkt mót myndi vekja mikla athygli hér og verða vel sótt af almenningi og verka örvandi á tónlistarlffið í heild.“ matar-og kamstell Lotus frá Rosenthal o Suomi Suomi postulínið frá Rosenthal á sér fáa líka. enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er það postulín, sem listamenn Rosen- thal telja einna fullkomnast. Suomi er gljáð í handavinnu. Vélar skila ekki nægilega fínlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valinn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum listamönnum. Komið og skoðið Suomi i Ros- enthalverzluninni. Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör í sama stíl. Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzl- uninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín. o ° , Rosenthal vörur. Gullfallegar — gulltryggðar. Sr- f \ Romanze mf m Romanze — dýrindisstelbfrá Ros- enthal Fágað form. Því sem næst gegnsætt postulín. Rómanze er árangur margra ára þróunar í efn- isblöndun og framleiðsluaðferð- urri. Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist að hanna svokallað meistaraverk: Romanze — dýr- indisstell frá Rosenthal. studio-linie A.EINARSSON & FUNK HF Laugavegi 85 SÍMI 18400 Forsióa Rafeindarinnar. Rafeindin komin út RAFEINDIN, sérrit um hljómtæki, töfvur og myndbandstæki, er komið ÚL Þetta er 4. tbl. 2. árgangs. í Raf- eindinni eru að þessu sinni m.a. greinar um tónjafnara, tíðnisvör- un hljómtækja, tölvuleiki og nýju myndbandstækin VHS Hi-Fi vi- deo, sem einnig eru hágæða hljómtæki. Fastir liðir eru að venju: Nýtt á markaðnum, hljómplötuumfjöll- un, þar sem bent er á hljómgæða plötur, tækninýjungar og tækja- smíði, en þar gefst mönnum kost- ur á að smíða sér FM stereo-út- varp með litlum tilkostnaði, en þeim mun meiri ánægju. Rafeind er 48 siður og fæst bæði í áskrift og í flestum bókaverslun- um og söluturnum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Steinþór Þóroddsson. Útgefandi er útgáfufélagið Rafeind hf. §§ 11 HB NÝJA LÍNAN FRA0RI0N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.