Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 skiptu með sér verkum við að þýða Gamla testamentið og sóttist nokkuð áleiðis, áður en Gissur féll frá. Þær þýðingar notaði Guðbrandur í biblíuútgáfu sinni, auk Nýja testamentisins eins og Oddur gekk frá því. Guðbrandur biskup Þorláksson stóð á herðum annarra og fylgdi fram stefnu, sem aðrir höfðu markað. Það minnkar ekki hlut hans. Skörungar og tímamótamenn gera drauma annarra að sínum og láta þá rætast. Sú er gæfa þeirra. Það var ham- ingja íslands á örlagaríkum tímamótum sögunnar, að kirkjan átti menn, sem voru einráðir í því, að hin nýja öld gagngerra breytinga á tíðahaldi, öld prentaðs máls á bókum og nýrrar uppfræðslu almennings, skyldi skila móðurmálinu óskemmdu til komandi kynslóða. Ef það er satt, að is- lensk tunga og bókmenning hafi varðveitt sérleik þjóðarinnar og skilað henni óskaddri fram tír aldanna kafi og kröm, þá er það öðru framar þessum mönnum að þakka. Það er sem betur fer furðulega fjarstæð fullyrðing, að sfðasti íslendingur- inn hafi verið hálshöggvinn 1550. Jón bisk- up Arason er minnisstæður allt um það. Vafalaust hefði hann unnið þjóðinni til nytja með því prentverki, sem hann útveg- aði til landsins, ef tímarnir hefðu verið eðlilegir. Guðbrandur hefur rennt þakk- arhuga til hans, þegar hann skoðaði prent- tækin á Breiðabólstað, sem biðu þar úr sér Guðbrandur biskup Þorláksson (1542—1627). reyndust honum vel fyrr og síðar. Þar er einkum að nefna Pál Madsen, seinna Sjá- landsbiskup. Hann var hinn mesti stuðn- ingsmaður Guðbrands og jafnan vinveitt- ur íslendingum. Það var Guðbrandur, sem útvegaði íslenskum stúdentum námsstyrk við háskóla Kaupmannahafnar, Garðs- styrkinn, sem síðan hélst um aldir (til 1918) og var ómetanleg sérfríðindi íslensk- um námsmönnum til handa. Þegar Guðbrandur kom heim frá námi, varð hann skólarektor í Skálholti. Hann gerði sér smíðahús á staðnum, þar sem hann dundaði sér við listsmíði í tómstund- um, en hann var manna hagastur á tré og málm. Eftir 3 ár í Skálholti og skamman prestsskap á Breiðabólstað i Vesturhópi, jafnhliða rektorsstörfum á Hólum, var hann skipaður biskup. Það var konungur, sem ákvað það einhliða eftir tillögu há- skólamanna í Kaupmannahöfn. íslending- um kom hann ekki til hugar sem biskups- efni þá, þeir kusu séra Sigurð Jónsson á Grenjaðarstöðum í annað sinn. Guðbrand- ur kom ekki til greina fyrir æsku sakir, hann var aðeins 29 ára. En konungur réði og gekk ekki i annan tima gegn óskum íslendinga af farsælla viti. gengin við legstað Illuga prests, þess er gaf Hólastað til biskupsseturs. Guðbrandur tók i Visnabók sina kvæði eftir biskup Jón. Honum var ljóst, að báðir voru þjónar sömu kirkju og sömu þjóðar, þrátt fyrir allt, sem í milli bar. Guðbrandur tók mörg önnur kaþólsk helgikvæði í Vísnabók, „hvar ef vér megum sjá og merkja og Guði þakka, að i þeim blinda páfadómi hafa margir haft góða og sanna kynning á al- máttugum Guði“, sagði hann. Nútíma- menn ættu ekki síður en hann að sjá sam- hengiö í sögu kirkjunnar. Hún fékk nýjan búning, annað málfar og nýjan skilning á kjarnaatriðum á 16. öld, ekki aðra sál. Fáein konungsorð á dönsku framan við Nýja testamenti Odds eru athyglisverð. Þar segir Kristján konungur 3.: „Othe Norske hefur sagt oss, að hann hafi útlagt Hið Nýja testamenti á íslands tungu, uppá það almúginn þar i þeim sama stað, sem vill lesa og þekkja hina heilögu Skrift, megi hana sjálfur skilja." Oddur stýrir penna konungs. Og leyfir honum að nefna sig Odd norska. Það auk- nefni hafði hann hlotið vegna langdvalar i Noregi í uppvexti og sakir sins norska fað- ernis, hann var sonur Gottskálks biskups Nikulássonar á Hólum. En sem Islending- ur kemur hann á konungsfund með þýð- ingu sína og talar þar máli íslensks al- múga og þjóðernis. Og orðfærið á þýðingu hans er safarik islenska. „Stíll hans (er) svo svipmikill og mergjaður og mál hans svo auðugt, að enn er unun að lesa guð- spjöllin i þeim búningi" (Sigurður Nordal). í Noregi var enginn svo norskur, að hann gengi fyrir konung sömu erinda og Guðbrandsbiblía Oddur. Norskur almúgi tók þegjandi við danskri biblíu. Og glataði þeirri tungu, sem hann átti þá enn saman með íslend- ingum og hefði getað átt til þessa dags, ef kirkjuforusta siðbótartimans þar í landi hefði dugað þjóð sinni eins vel og hin fs- lenska gerði. Gudbrandur Það beið Guðbrands biskups að koma Biblíunni allri út á íslensku. Því stórvirki sinu fylgdi hann eftir með öðrum útgáfum, sem eru líka meðal hinna meiri viðburða í íslenskri kirkju- og menningarsögu. Sálmabók hans (1589) markaði stór tíma- mót, Messusöngsbókin (1594) var með merkari verkum sinnar tegundar í samtið- inni allri og stórum merkilegra en önnur islensk á sama sviði um aldir. Vísnabókin (1612) er einstæð bók í sinni röð, ekkert sambærilegt ljóðasafn til alþyðunota hef- ur síðan komið út á íslandi. Otalinn er sá sægur annarra bóka og ritlinga, sem Guð- brandur gaf út. Guðbrandur var afrendur maður að gáf- um og þreki. Hann gat sér ungur lærdóms- orð við háskólann í Kaupmannahöfn. Þar las hann ekki aðeins guðfræði af kappi, heldur lagði sig líka eftir málfræði, stærðfræði og stjörnufræði, enda reiknaði hann út hnattstöðu íslands betur en áður hafði verið gert og gerði uppdrátt af ís- landi furðu góðan. í Kaupmannahöfn ávann hann sér traust og vináttu mikilhæfra manna, sem Þegar Guðbrandur hafði tekið við stóls- forráðum varð fljótt ljóst, að þar var skör- ungur mikill á ferð, einbeittur og ham- hleypa til allra verka. Hann var ofurhugi og næsta óvæginn og orðskár, þegar hann átti mál að sækja eða verja gegn voldug- um. Hann sóaði gáfum og kröftum í mála- stapp, sem hefði orðið hverjum auknum meðalmanni ærin þrekraun og ævistarf. En hann lét sig ekki muna um slfka auka- getu í önnum sínum öðrum, þar sem hann sló sannarlega ekki slöku við. Þótt virðast megi, að ágirnd hafi verið undirrótin að málaferlum hans, má ekki gleyma því, að hann þóttist i réttlætis nafni þurfa að hnekkja ranglátum dómum og lögleysum og veita afa sínum uppreisn æru. Og veg- lyndur var hann við smælingja, vægur við landsseta stólsins, höfðingi í garð náms- manna og presta. Hann afhenti 6 stóls- jarðir fátækum prestum til leigulausrar ábúðar og rýrði með því tekjur sínar ekki lítið. Guðbrandur var konungssinni og konunghollur svo að mörgum hefur þótt til lýta. En konungseinveldi var hin pólitíska framfarahugsjón samtímans, sem stefndi til fullnaðarsigurs. Guðbrandur var mót- aður af þeirri hugmyndafræði. Hann fann ekki, að það rækist á hagsmuni lands síns. Og þjóðhollur var hann. Þegar hann mælir með Oddi Einarssyni til biskupskjörs í Skálholtsbiskupsdæmi, segir hann m.a., að sá sem „það æðsta embætti hefur“ þurfi að vera svo vel lærður, að það sé „til sæmdar og heiðurs .ogsvo hjá útlenskum þjóð- um“, hann þarf að hafa „mennt og lærdóm Guðs orð að kenna og svo mörgum lastskrif- um svar að gefa, sem út eru gengnar um vort föðurland eður ganga kunna“. Guðbrandur þoldi ekki rógskrif útlendra manna um land og þjóð. Hann vildi kynna menningu Islendinga erlendis og studdi frænda sinn, Arngrím prest Jónsson, til þess að gefa út merkar bækur á latínu í því skyni. Guðbrandur lét til sín taka um verslun- armál landsins. Hann útvegaði stólnum verslunarleyfi, keypti skip með öðrum til millilandasiglinga, en það skip fórst í fyrstu ferð og þar með fór það fyrirtæki um koll. Rækt móðurmálsins Þjóðhollusta stýrði öðrum þræði gerðum Guðbrands í útgáfumálum, en afköst hans á þvi sviði einu nægja til þess að skipa honum í hóp mestu afreksmanna allra tíma og er þá ekki miðað við ísland eitt. Vitaskuld var stefnumark hans fyrst og fremst að útbreiða Guðs orð til sáluhjálp- ar. En jafnframt vildi hann, eins og hann kemst að orði, vinna „móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar, sem i sjálfu sér er bæði Ijóst og fagurt og ekki þarf í þessu efni úr öðrum tungumálum orð til láns að taka eða brákað mál né bögur þiggja“. Sjálfur hafði hann mikið vald á tungunni. Hygg ég að ummæli sr. Jóns Halldórsson- ar í Hítardal standist vel. Hann líkir Guð- brandi við Martein Lúther hvað stilsmáta snertir og segir: „Svo hafði og herra Guð- brandur öðlast þá gáfu af Guði framar öðrum landsmönnum vorum að vera orð- hittinn og gagnorður, skýr og skorinyrtur í hans útleggingum, bókum og skrifi með þekkjanlegri, þó fordildarlausri, orðsnilli." Ekki var það hagnaðar vegna sem Guð- brandur gaf út bækur. Menn voru óvanir bókum og það átti langt i land að íslend- ingum lærðist að kaupa bækur til jóla- gjafa. Guðbrandur varð fyrir vonbrigðum af viðbrögðum og stórtjóni. Hann fór held- ur ekki varhluta af aðfinnslum og nuddi. Það var nartað i Sálmabókina hans og annað, sem hann gerði best. Hann segir um slíkt, að Islendingum sé löngum tam- ast að „öfunda og í verra máta virða ann- arra erfiði en gera ekkert sjálfir". Þó að stundum gæti þreytu í skrifum hans og hann hafi við orð að gefa prent- verkið frá sér og láta aðra ólúnari „taka við dansi", gefst hann ekki upp. „Ég fer,“ segir hann, „sem málshátturinn hljóðar: Þangað er klárinn fúsastur sem hann er kvaldastur, ég keppi við að hafa ómak en fæ ekki nema öfund og óþökk ... og skal ekki þetta óþakklæti mig beygja meðan lifi.“ Hann er sjötugur þegar hann ræðst í að gefa út Vísnabókina miklu, þó að hann verði að játa í formála hennar, að „bækl- ingar“ hans liggi á Hólum og fúni niður, „nema það sem ég gef i burt“. En formál- anum lýkur hann með þessum orðum: „Sé almáttugum Guði lof og þakkargjörð fyrir allar sínar gáfur andlegar og líkamlegar." Undir það má þjóðin hans taka, þegar hún minnist hans á biblíuári. Það eru varla ýkjur, sem sagt hefur ver- ið um Guðbrand biskup, að hann hafi verið margra manna maki. Biskupsstjórn hans í þrengri merkingu, búrekstur hans á Hól- um og á útibúum stólsins, yfirstjórn skól- ans á biskupssetrinu, afskipti hans af al- mennum landsmálum, langvinnar og harð- ar stórdeilur og málarekstur, ritstörfin og bókaútgáfan — umsvif hans og atorka á hverju einu þessara sviða mega teljast meira en sæmileg kraftaraun einum manni. En bókagerðina ber þó yfir allt hitt og þar gnæfir Biblían stórum hæst. Séra Matthías mun fara nærri um það, hvað Guðbrandur mátti hugsa síðast á bana- sæng sinni, þegar hann horfði yfir líf sitt. Matthías leggur honum þessi orð í munn: Eitt stórverk gafstu mér, Guð, af náð, að gjöra með kröftunum ungu: Nú geymir að eilífu ísaláð þitt orð á lifandi tungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.