Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Leikhús einkaframtaksins og áhrif þess á leiklistarlíf á íslandi „Það er vissulega rétt, að með stofnun leikhússins hefur einkaframtakið haldið innreið sína í íslenskt leikhúslíf og við teljum það vera af hinu góða. Við teljum að það sé grundvöllur fyrir því að reka menningarstarfsemi sem byggist á einkaframtaki og án ríkisforsjár að öllu leyti. Við viljum ekki reka þetta á opinberum styrkjum, frekar deyjum við,“ var haft eftir þeim Páli Baldvini Baldvinssyni og Sigurjóni Sighvatssyni í Morgunblaðinu fyrir skömmu, en þeir Páll Baldvin og Sigurjón eru aðstandendur nýstofnaðs leikhúss, Hins leikhússins, sem um þessar mundir stendur fyrir sýningum á söngleiknum Litlu hryllingsbúðinni í Gamla bíói. Einkaframtak í leikhúsrekstri? Er það mögulegt? kynni einhver að spyrja. Og ef það er mögulegt, er það æskilegt? Gefur það leikurum aukin atvinnutækifæri, eykur það leikhúsáhuga almennings, skapar það meiri breidd, hefur það áhrif á gæðin eða breytir það yfirhöfuð nokkru um leiklistarlífið í landinu? Sjálfir segja forráðamenn Hins leikhússins að þeir ætli sér að reyna að stækka þann hóp sem sækir leikhús og það verði ekki gert nema með því að „að tala við fólk á því máli sem það skilur". Leikhúsin eru að vissu leyti angi af skemmtanabransanum segja þeir, og sem slík í mikilli samkeppni um frítíma fólks. „Við reynum að haga vinnubrögðum okkar í samræmi við þessa staðreynd," segja þeir. Hvaða þýðingu hefur þetta nýja leikhús einkaframtaksins fyrir leikhúslífið í landinu? Morgunblaðið leitaði álits leikhússmanna á þessari spurningu og öðrum tengdum og fara hugleiðingar þeirra hér á eftir: Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri Útvarpsins: Vinsældir verka engin trygging fyrir listrænum verðleikum Það er vitaskuld ekkert lögmál að Ieiksýning, sem nýtur það mik- illa vinsælda að hún skilar kostn- aðarmönnum sínum hagnaði, þurfi að vera vafasöm frá listrænu sjónarmiði. Á hinn bóginn veita vinsældir nákvæmlega enga tryggiöKU fyrir listrænum verð- leikum og mætti bæði færa fyrir því rök og nefna söguleg dæmi, sem ekki er rými til að gera hér. Það hefur sem sé löngum verið svo, að sú listframleiðsla hefur gleymst fyrst, sem naut mestrar lýðhylli á sínum tíma, á meðan verk, sem fengu takmarkaða við- urkenningu í upphafi stóðust tím- ans tönn og urðu varanlegur þátt- ur menningararfleiðarinnar. Á þetta verður tæpast of rík áhersla lögð nú,. þegar öflugur áróður er rekinn fyrir því að list og menning eigi að standa undir sér og helst að bera sig eins og hvert annað gróðafyrirtæki. Það þarf meira en lítinn skynsemis- skort (sé ekki beinlínis um hreina listfjandsemi að ræða, sem mér finnst stórum líklegra) til að halda því fram að tæplega 250 þúsund manna þjóð geti haldið uppi menningarlífi, sem standist einhvern samanburð við það sem gert er meðal stærri þjóða, án þess að til komi almennur stuðningur í formi opinberra styrkja. Má í þessu sambandi benda á stöðu ís- lenskrar kvikmyndagerðar, sem ég held að engum ábyrgum aðila detti í hug að geti endalaust lifað á bankalánum og persónulegum slætti. Vil ég þá alís ekki gera lítið úr því, sem sumir einkaaðilar hafa lagt af mörkum til íslenskra kvikmynda, en einn gallinn við þá frjármögnunarleið er sá að hún er of óviss og tryggir því ekki þá órofa varðveislu og viðhald sem er listinni nauðsynleg. Bregðist hins vegar opinberir aðilar, sem ég tel þá hafa gert gagnvart frjálsri leikstarfsemi hér, er full ástæða til að fagna því að einkaaðilar bæti fyrir þá van- rækslu. Ég skal þó ekki leyna því að ég óttast að slíkir aðilar kunni að vilja að fá peningana sína aft- ur, jafnvel með vöxtum, og sníði þar með þeirri sköpun sem þeir styrkja óeðlilega þröngan stakk. Ég er persónulega þeirrar skoð- unar að aukin fjölbreytni og sam- keppni á menningarsviðinu eigi að vera af hinu góða sé skynsamlega að staðið. Mér finnst íslensk leik- list hafa á liðnum árum liðið fyrir það andlega slen, sem stofnanir geta alið af sér, og ég hef einnig af því áhyggjur að of lítil atvinna sé í boði hjá leikhúsunum fyrir þá ungu leikara, sem nú eru að koma fram á sjónarsviðið. Ég veit hins vegar að þar leynast kraftar sem geta átt eftir að bera ágætan ávöxt fái þeir að þroskast og séu vel virkjaðir. Mér finnst það tím- anna tákn að fram komi ný leik- hús og samtök, sem ekki sækja allt til ríkisins, og vona aðeins aö þau fái að lifa við skilyrði sem geri þeim kleift að setja markið hátt og verða í alvöru fær um að keppa við stofnanirnar. Ég sé enga ástæðu til að ætla að þau verði hættuleg menningu okkar, en hins vegar vona ég að engum nema ofsatrúarmönnum detti í hug að þau geti leyst opinbera aðila und- an þeirri skyldu að veita fé til menningar og lista. Stofnanir eins og þjóðleikhús, háskóli, sinfóníu- hljómsveit og ríkisútvarp eru nauðsynlegar þjóðlegri sjálfsvirð- ingu okkar og þeir sem vilja slátra þeim í nafni sálarlausrar hug- myndafræði hafa ekki bent á neina aðra raunhæfa kosti. Hans Kristján Árna- son framkvæmdastjóri Alþýðuleikhússins: Allt framtak jákvætt Ég vil byrja á að óska aðstand- endum Hins leikhússins hjartan- lega til hamingju með framtakið. Að baki svona fyrirtæki er mikill stórhúgur og ómæld vinna. Ég tel að fjölbreytni í okkar menningarlífi sé kærkomin og nauðsynleg og því gleðst ég heils- hugar yfir öllu því sem kryddar frítíma okkar íslendinga — sér- staklega í skammdeginu. Fjöl- breytni á þessu sviði kaliar á sam- keppni sem er af hinu góða að mínu viti. Það vill oft gleymast að allt framtak er jákvætt fyrir list- ina og styður þar hvert verk ann- að. Og þeim mun fleiri sem tæki- færin eru fyrir íslenska listamenn því betri verður árangurinn, ef að líkum lætur. Spurt er hvort leikhús geti borið sig án opinbers fjárstuðnings? En spyrja má þá á móti: Hvers konar ieikhús er átt við?. Það er sjálfsagt hægt að reka (söng) leikhús með hagnaði ef ekki er tekin of mikil áhætta og ávallt valin verk sem líkleg eru til að draga sem flesta á sýningarnar. Ég er hræddur um að leikhús sem rekið er á þeim nótunum þróist fyrr en síðar út í hefðbundinn skemmtanaiðnað. Og þá erum við ekki að tala um leikhús í venju- legum skilningi þess orðs. Það er t.d. afar mikilvægt að fjárhagsleg- ar aðstæður séu fyrir hendi í leikhúsi til að gera tilraunir með verk sem reikna má með að njóti e.t.v. ekki almennra vinsælda og skili þar af leiðandi ekki nægum tekjum til að standa undir kostn- aði við uppfærsluna. Af slíkum verkefnum er samt ávallt óbeinn hagur. Hvernig á t.d. að vera unnt að hlúa að íslenskri leikritun nema því aðeins að unnt sé að sviðsetja verkin? Það tekur leik- ritahöfund oft langan tíma að ná árangri og slíkur árangur næst varla án þess að einhverjir séu til- búnir að greiða niður framtakið í leiksmiðjunni. Að mínu viti er hlutverk leik- húss, eins og annarra listgreina, m.a. að kynna okkur ólíka menn- ingarheima og fá okkur til að skoða okkur sjálf og þjóðfélagið í nýju ljósi. Schopenhauer segir ein- hvers staðar: „Áð fara ekki í leik- hús er eins og að hafa engan spegil í baðherberginu." Leikhúsið á að forða okkur frá einstefnu og þröngsýni. Til þess þarf kjark og víðsýni þeirra sem að leikhúsinu standa — því oft eru slíkir könn- unarleiðangrar fjárhagslega vafa- samir. Það getur því verið afar varasamt að meta árangur leik- húsa á grundvelli ársreikninga þeirra. Ef leikhús getur ekki reitt sig á ákveðinn fjárhagsstuðning frá hinu opinbera — eða öðrum utan- aðkomandi aðilum — þá segir það sig sjálft að ekki verður ráðist í tvísýn verkefni. En tilraunastarf- semi á þessu sviði er jafn nauðsynleg og t.d. tilraunir og rannsóknir í atvinnulífinu. AUs staðar þar sem ég þekki til eru leikhús rekin með fjárstuðn- ingi frá opinberum aðilum og/eða einstaklingum og fyrirtækjum. Leikhús sem slíkt borgar sig ekki ef menn beita einungis hefð- bundnum arðsemis mælikvarða við mat á rekstrargrundvelli þess. Ég er ekki þar með að segja að ekki verði að taka tillit til tekna af starfsemi leikhússins og gæta hagsýni í rekstrinum eins og tök eru á innan þessa ramma. Hjá því verður ekki komist. Leikhús verð- ur að taka mið af því þjóðfélagi sem það starfar í og leitast við að rata meðalveginn milli tekjuöflun- ar og listræns metnaðar. Þetta tvennt getur á stundum farið sam- an og þá er vel — en oftar en ekki verða menn að fórna öðru á kostn- að hins. Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri: Fjölmörg sjálfstæð leik- hús hafa starf- að hér áður Óttast Þjóðleikhúsið samkeppni við leikhús sem rekið er með því hugarfari að það standi undir sér, eins og forráðamenn Hins leikhúss- ins ætla að reka sitt leikhús? Þjóðleikhúsið fagnar allri sam- keppni og hefur eftir mætti stutt við þau leikhús sem hér á landi starfa. Öll leikhús eru rekin með því hugarfari að þau standi undir sér eins og frekast er möglegt. Er hægt að reka leikhús sem full- nægir ítrustu menningarkröfum án styrkja af einhverju tagi? Það tel ég ekki vera, frekar en hægt sé að reka menntaskóla með hagnaði. Þó stendur Þjóðleikhúsið sig mjög vel, þegar haft er í huga að styrkur til þess nemur um 60% af fjárþörf þess á ári, á sama tíma og sambærileg leikhús í Evrópu eru með styrki sem eru um 85-95% af fjárþörf. Forráðamenn Hins leikhússins segja að leikhúsin séu í gífurlegri samkeppni um frítíma fólks og séu að því leyti angi af skemmtana- bransanum. Ertu sammála þessu? Það má vel vera að þeir hafi rétt fyrir sér, en þá verður ekki annað sagt en leikhúsin á ísiandi standi sig frábærlega vel í þessari sam- keppni, því það er staðreynd að á Islandi seljast um 400.000 leik- húsmiðar árlega, sem svarar til þess að leikhúsaðsóknin sé um 170%. f öðrum Evrópulöndum er hún á bilinu 5—10%. Enda getur ekkert ríkisleikhús í veröldinni státað af því að nær helmingur þjóðarinnar sæki það á ári hverju. Er leikhús einkaframtaksins rétta leiðin, að þínu mati, til að gefa ung- um leikurum tækifæri til að spreyta sig, tækifæri sem þeir fá ekki hjá atvinnuleikhúsunum? Vissulega er þetta ein Ieið til að gefa ungum leikurum tækifæri, en þetta er engin ný leið. Flosi Ólafsson stofnaði „Nýtt leikhús" árið 1959 og sýndi söngleikinn „Rjúkandi ráð“ fyrir fullu húsi heilan vetur. Brynja Benedikts- dóttir setti „Hárið" upp í Glaumbæ 1971 sem sömuleiðis gekk fyrir fullu húsi heilan vetur og lengur. Fjölmörg sjálfstæð leikhús hafa starfað hér síðustu áratugi, nægir að nefna nokkur s.s. Grímu, Litla leikfélagið, Leiksmiðjuna, Alþýðuleikhúsið, Revíuleikhúsið, og nú síðast Stúd- entaleikhúsið, Kvennaleikhúsið og Hitt leikhúsið. að ógleymdu Egg- leikhúsinu. Flest tækifæri fá þó ungir leik- arar í atvinnuleikhúsunum, sem dæmi má nefna að nú eru starf- andi um 25 ungir leikarar við Þjóðleikhúsið. Hver er staðan í íslensku leikhús- lífi í dag? Eins og af orðum mínum má ráða álít ég hana vera mjög góða. Við eigum mjög góðum lista- mönnum á að skipa á öllum svið- um leiklistar, bæði ungum og gömlum. Sterk staða leiklistarinn- ar mótast þó ekki hvað síst af hin- um mikla áhuga fólksins á leiklist, enda eru nær allar sýningar Þjóð- leikhússins sneisafullar um þessar mundir. Helgi Skúlason leikari: Eg fagna nýjum leikhúsum Ég fagna nýjum leikhúsum og ekki síst þessari gríðarlegu starf- semi víða um bæinn á síðustu ár- um. Nú er leikið á Kjarvalsstöð- um, í Félagsstofnun stúdenta, Nýlistasafninu og nú síðast í Gamla bíói svo eitthvað sé nefnt. Og fólkið streymir að. Ég sé ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.