Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Frú Munsif f Hefur heimsótt á annað hundrað þjóðlönd Á undanförnum árum hafa ýmsir trú- flokkar náð að skjóta rótum á íslandi og eignast fylgjendur og á það bæði við um kristna og ekki kristna. Mjög hefur einkennt starf þessara trúarhópa hér á landi að þeir hafa fengið útlenda gesti í heimsókn til stuðnings við boðunina. Einn þessara trúflokka er Bahai. Sam- kvæmt þeirra eigin upplýsingum er uppruni þeirra þessi: Trúin á rætur sín- ar að rekja til greinar af íslam sem nefnist „tólfungar“ og er sú grein ríkistrú í íran. Arið 1844 tók maður að nafni Sayyid Ali Muhamed að prédika í moskum borgarinnar. Hann kallaði sig Bab og gaf í skyn að hann væri spámaður og boðberi meiri spámanns. Bab var líflátinn 1850. Eftirmaður Babs, Bahaúlla, var sá sem tók kenn- ingar Babs og vann úr þeim. Bahai-hreyfingin hérlendis fékk á dögunum erlendan gest, víðkunna konu sem gerði hér dálítinn stans og hafði blaða- maður tal af henni stundarkorn á meðan á dvölinni stóð. Frú Munsiff sem er indversk að uppruna hefur verið búsett síð- astliðin 35 ár i London. Eins og áður getur var hún hér á vegum Bahai-manna þar sem hún hélt m.a. fyrirlestra í sumarbúðum þeirra á ísafirði. Það má segja að Munsiff hafi víða komið við á heimili mitt. Eg lít á heiminn sem heimili mitt, en ekki eitt- hvað eitt land. Við erum öll bræður og systur hvar sem við erum á hnettinum. Við Bahai- fólk álítum að Guð sé einn og hinn sami í öllum trúarbrögð- um. Það vill oft vera hending ein hvaða trúarbrögðum fólk tilheyrir. Ef einhver er fæddur þar sem Búddatrú er ríkjandi verður sú manneskja eflaust þeirrar trúar og sama er að segja um önnur trúarbrögð þar á meðal kristnina. Við viðurkennum alla spámennina, en höldum að Ba- haúlla sé boðberi Guðs fyrir okkar tíma og hinir spámenn- irnir hafi tilheyrt sínum tíma. Það getur enginn gert að því hvar hann er fæddur og það land sem viðkomandi mann- eskja fæðist í er ekkert betra en það næsta. Á ferðum mínum kenni ég m.a. Bahai-fólki að biðja og rækta hugann. Það er ekkert nýtt sem ég kenni og ég Munsiff hefur ferðast til meira en 130 landa. lífsleiðinni og hefur hún m.a. ferðast til yfir 130 landa víðs- vegar í heiminum. Strax sem táningur fór Muns- iff að vinna að mannúðarmálum þar sem hún þá vann að því að bæta vinnu og aðbúnað fólksins í Ahmedebad sem er á Indlandi. Þetta var byrjunin en upp frá þessu hefur hún gefið líf sitt í ýmiskonar góðgerðarstarfsemi. Meðal annars hefur frú Munsiff hlotið viðurkenningu frá Rauða krossinum eða „American Nat- ional Red Cross Award" fyrir störf í þágu mannúðarmála. Auk þessa hefur hún starfað í margskonar samtökum og nefndum sem beita sér fyrir hverskyns umbótum í þágu mannsins. „Ég hef ferðast til 132 landa og á mikið eftir. Ég vil reyna að sjá alla hamingjusama og vil vinna að því, ekki aðeins í orði heldur reyna að sýna það í verki. Það er takmark mitt og hefur verið síðan ég var barn að vinna að einingu og friði í heim- inum. Það er svo spennandi að ferðast til allra þessara landa. Fyrir mér eru löndin ekki ókunn og framandi, heldur Ein af byggingum Bahá’i-manna íNýju-Ðelhíi Indlandi sem er eins og lótusblóm í laginu. geri það ókeypis. Nú einnig flyt ég fyrirlestra um hlutverk kon- unnar i nútíma þjóðfélagi, hlut- verk ungdómsins, stöðu kon- unnar í Iran, ferðalög mín o.s.frv." Hvernig líkar þér við ísland? „Island er alveg sérstakt land. Fólkið er hlýlegt og mér finnst það afar skemmtilegt að hér ávarpa allir fólk með sínum skírnarnöfnum. Það gerir allt einkar vinalegt. Landið er mjög fallegt og ekki spillir það að for- setinn ykkar er kvenmaður. Ég vildi að ég hefði fengið tækifæri til að hitta hana, en það verður kannski næst þegar ég kem til landsins. Ég á eftir að ferðast svo lengi sem ég lifi og Bahai-trúin fyrir- finnst í 336 löndum svo það er enn nóg framundan hjá mér. Ætli ég nái því nokkurntímann að komast til allra þessara landa. Ég verð líklega dáin áður en það verður að veruleika. Eins og ég sagði áðan þá hefur mig frá fimmtán ára aldri langað að verða mannkyninu að liði og spámaður okkar segir að æðsta tilbeiðslan sé að þjóna mann- kyninu. Og ég hef svo mikla ánægju af þessari vinnu minni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.