Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 53 að hægt að merkja að þetta taki nokkuð frá stofnanaleikhúsunum, samanber auglýsingar sem dynja í útvarpi og blöðum um „uppselt, uppselt" á sýningar þeirra marga daga fram í tímann. Að sjálfsögðu hefur öll þessi aukning á leikstarfseminni gefið ungu fólki mörg og spennandi tækifæri. Ég óska þess sannarlega að þessi þróun haldi áfram og þá er líklega bjartara útlit fyrir unga leikara en nokkurn tíma hefur verið. Ég get ekki séð hvernig Hitt leikhúsið ætti að breyta stefnu leikhúsanna í Reykjavík. 1 Þjóð- leikhúsinu gengur nú söngleikur- inn Gæjar og píur fyrir fullu húsi og von er á söngleiknum Chicago í vor, eins og auglýst var strax í haust. Og ég veit ekki betur en Leikfélag Reykjavíkur hafi ein- mitt haft hug á því að setja upp Litlu hryllingsbúðina, en Hitt leikhúsið hafi naumlega orðið á undan að tryggja sér sýningar- réttinn. Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistar- skóla íslands: Skemmtun og leiklist eru engar andstæður ÞAÐ þarf kjark og áræði til að stofna nýtt leikhús. Hitt leikhúsið er því fagnaðarefni og óskandi að það eigi langt líf í vændum. Hér hafa á undanförnum árum verið færðir upp margir söngleik- ir, en helsta nýjungin í rekstri Hins leikhússins er sú að það hef- ur tryggt sér fjármagn frá einka- aðilum, sem gert hefur því kleift að koma upp nýrri sýningu í góðu leikhúsi, en Ferðaleikhúsið var áð- ur eina leikhúsið rekið af einkaað- ilum. Það er gleðilegt að nýir kraftar skuli með þessum hætti vera komnir til liðs við leiklistina í landinu, en það er með þá, eins og opinbera aðila, að höfuðmáli skiptir að engar kvaðir fylgi, þ.e. að listrænt frelsi leikhússins sé í engu skert. En það er löngu sann- reynt að rekstrarformið eitt tryggir ekki listrænan árangur, hvort sem um er að ræða ríkis- stofnun, frjálsan leikhóp eða einkaleikhús. Það eru aðeins tveir leikarar frá Leiklistarskólanum í þessari sýn- ingu og því enn ekki hægt að gera sér grein fyrir hve mikil vinna ungum atvinnuleikurum mun bjóðast hjá Hinu leikhúsinu. Sem betur fer hafa nær allir ungir leik- arar frá skólanum starfað sem leikarar þó að of fáir þeirra séu enn fastráðnir. Forráðamenn Hins leikhússins ætla að keppa við skemmtanaiðn- aðinn og fá nýja áhorfendur inn í leikhúsið. Er vonandi að það lán- ist. En skemmtun og leiklist eru engar andstæður. Gott leikhús á að vera skemmtilegt, í þeim skiln- ingi að áhorfandanum má ekki leiðast, en það getur ekki orðið hluti af þeim vitundariðnaði þar sem áhorfendur gleyma sér í gull- inni gerviveröld i stað þess að öðl- ast nýja reynslu og skemmta sér svo þeim veitist þannig auðveld- ara að njóta lífsins. Vilborg Halldórs- dóttir leikkona: Ekki bjartsýn á aö leikhús einka- framtaksins skapi stór at- vinnutækifæri Ég er svolítið tviklofin í afstöðu minni til leikhúss sem byggir á einkaframtaki. Öðrum þræði tel ég slíkt leikhús æskilegt og gott, það gæti aukið breiddina í leik- húslífinu og skapað atvinnutæki- færi, en jafnframt felur það í sér vissar hættur. Það gæti sett verk- efnavali nokkrar skorður, því það verður að teljast hæpið að þeir að- ilar sem fjárfesta í slíku séu til- búnir til að leggja fé í verk, til dæmis ádeiluverk, sem vinnur gegn hagsmunum þeirra. Eins má búast við að tilhneigingin verði i þá átt að færa upp verk sem fyrir- fram er vitað að komi til með að ganga. Aðalatriðið fyrir leikara er auð- vitað fyrst og fremst það að fá að leika. Og vonandi skapar Hitt leikhúsið aukin tækifæri. En ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið, og ég er ekki sérlega bjartsýn á að leikurum skapist þarna verulega stór vettvangur. Því mér sýnist á öllu að Hitt leikhúsið komi til með að leggja megináherslu á hreinan „show- business" eða skemmtiiðnað, sem veitir kannski frekar fólki úr öðr- um áttum tækifæri, til dæmis dönsurum og söngvurum, sem er auðvitað gott, og mér sem ungum leikara finnst það einmitt mjög gaman ef grundvöllur til sam- starfs við fólk úr öðrum listgrein- um myndast á þessum stað. En þó finnst mér að sömu reglur ættu að gilda um leikhús einka- framtaksins sem önnur leikhús, að atvinnuleikarar séu þar í meiri- hluta í helstu leikhlutverkunum. Eitt dettur mér í hug í þessu sambandi. Ef fjársterkir einkaað- ilar hafa hug á því að styrkja leiklistarlíf á íslandi, þá er einn möguleikinn sá að veita fé inn f Leiklistarskólann, til dæmis til sérstakra verkefna, eins og upp- færslu á söngleikjum. En nota bene, Leiklistarskólinn yrði að hafa full yfirráð yfir því hvernig þessu fé væri varið. Skólanum veitir svo sannarlega ekki af stuðningi, því um leið og þrengist að þjóðarbúinu bitnar niðurskurð- ur ríkisins hvað fyrst á listnámi. Stefán Baldursson leikhússtjóri Leikfé- lags Reykjavíkur: Vona að inn- fluttum „pakka-lausn- um“ verði ekki beitt til fram- búðar Tilkoma nýs leikhúss í höfuð- borginni hefur vakið athygli og óvenjumikla reyndar í fjölmiðlum enda kennski ekki skrítið á þess- um nýjungagjörnu tímum. Ber vissulega að fagna vaxandi um- fjöliun um leiklistarmál, ef fram- hald verður á. Og auðvitað hlýtur allt íslenskt leikhúsfólk að fagna tilkomu nýs leikhúss, sem vonandi verður til þess að auka fjölbreytni í leikhúslífi okkar fyrir nú utan að veita fleiri listamönnum atvinnu. Á ég þá ekki eingöngu við leikara, heldur einnig leikstjóra, leik- myndateiknara ofl. í þeirri von, að þeim innfluttu „pakka“lausnum, sem einkenna fyrstu sýningu hins nýja leikhúss, verði ekki beitt til frambúðar. Leikhúsið nýja hefur farið af stað með lúðraþyt og söng og reyndar fóru forráðamenn þess fullgeyst af stað varðandi stóryrt- ar yfirlýsingar um stefnu og markmið leikhússins á kostnað annarrar leiklistarstarfsemi. Þær yfirlýsingar mætti auðveldlega reka öfugar til föðurhúsanna í nafni sannleikans og með töl- fræðilegum staðreyndum en hér skal kurteisi ráða enda greinilega mesti hofmóðurinn runninn af forsvarsmönnum ef dæma má af skynsamlegri og hógværri ávarps- grein í leikskrá fyrsta verkefnis. Það virðist reyndar hafa vafist fyrir ýmsum, hvers konar leik- húsrekstur er hér á ferð og orð eins og „einkaframtak" skyndilega fengið ofurþunga í umfjöllun um þetta dugnaðardæmi. Það er nefnilega sem betur fer ekkert nýtt hér á okkar ágæta landi, að einkaframtakið ráði ferðinni í stofnun leikflokka og hópa. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897 og fram á síðustu ár hafa það verið áhugasamir ein- staklingar, einn eða fleiri, sem staðið hafa fyrir stofnun leikfé- laga og leikhúsa í krafti áhuga, áræðis, elju og ósérhlífni. Er það framlag í raun að því leyti að- dáunarverðra að öll sú vinna, sem aðstandendur hafa þar lagt af mörkum, var og er víða enn sjálf- boðavinna án tryggingar fyrir ver- aldlegri umbun fyrr en þá ef til vill seint og um síðir (dæmi: Leik- félag Reykjavíkur, Gríma Leik- smiðjan, Litla leikfélagið, Alþýðu- leikhúsið, EGG-Leikhúsið svo örfá séu nefnd.) Það sem hins vegar sætir tíð- indum í tilviki Hins leikhússins er, að gengist hafa nokkrir fjár- sterkir einstaklingar til þess að leggja fram stofnkostnað og leik- húsið að því leyti betur sett en ofangreind leikhús, að starfsfólki eru greidd laun frá upphafi og það reyndar mjög svo rífleg. Guð láti gott á vita, að einstaklingar úr röðum peningamanna skuli hafa tekið upp beinan fjárstuðning við leiklistina og vonandi að fleiri feti í fótspor þeirra, nóg er af leiklist- arfólki, sem slíkt þægi fegins hendi. öll íslensk atvinnuleikhús eru að sjálfsögðu rekin með halla, þar hefur nefnilega til þessa verið fylgt þeirri sjálfsögðu menning- arstefnu að leiksýningar skuli standa öllum til boða og miðaverð þurfi ekki að vera hindrun þeim, sem áhuga en takmörkuð efni hafa — samhliða því, að mann- réttindi listamanna hafa verið virt og atvinna þeirra viðurkennd launa verð. Þess vegna hafa opin- berir aðilar, ríki og bæjarfélög, séð sóma sinn í að styrkja bæði atvinnu- og áhugaleikstarf eftir föngum — að vísu ekki nema sem samsvarar broti af raunverulegum rekstrarkostnaði, ef undan er skil- ið Þjóðleikhúsið. (Sennilega mun Leikfélag Reykjavíkur standa næst i röðinni, en býr þó enn við þær erfiðu aðstæður að þurfa að afla um og yfir 50% rekstrar- kostnaðar með eigin aðgöngumiðasölu.) Eina hættan, ef fólk vill endi- lega sjá hættu í stofnun leikhúss á borð við Hitt leikhúsið, kann að vera sú, að ryki verði slegið í augu þeirra aðila, sem til þessa hafa styrkt leikhúsrekstur hérlendis og lætt inn þeirri skoðun, að leikhús þurfi ekki stuðning og styrki. í dæmi Hins leikhússins felst ein- ungis það, að stofnkostnaður er tryggður í upphafi af traustum fjáreignamönnum en leikhús- reksturinn að sjálfsögðu jafn dýr og endranær (þótt í umræddri sýningu sé reynt að mæta honum með háu miðaverði, kr. 500 í stað 250 t.d. hjá LR, og fámennri sýn- ingu). Jæja, spyrja menn okkur hin, sem fyrir erum í faginu, óttist þið ekki samkeppnina? Því er til að svara: öll samkeppni er örvandi og getur verið uppbyggileg fyrir alla aðila fari hún fram á heiðarlegan hátt. Og það er nú einu sinni skoð- un þess, sem þetta ritar, að skemmti fólk sér vel á leiksýn- ingu, langi það aftur og sem oftast í leikhús og því er fengur að auknu framboði. Hittleikhúsið ber því ekki að líta á sem samkeppnisað- ila heldur fremur samstarfsaðila þeirra sem fyrir eru. Fyrsta verk- efni leikhússins nýja hefur tekist vel og ég á þá ósk þessum okkar yngstu félögum til handa, að þeim auðnist víðsýni og fjölbreytni í verkefnavali og skemmtisýningar af því tagi, sem nú eru á ferðinni, reynist ekki eina tegund leiklistar, sem þar verður boðið uppá, en sú er vissulega helsta hættan, sem rekstrarformi þessu er samfara. Örtölvuríkið og rafeindagriilur Erlendar bækur Siglaugur Brynieifsson David Burnham: The Rise of the Computer State. Weidenfeld and Nicolson 1983. Jan Reinecke: Electronic lllusions. Penguin Books 1984. Einhver ábatasamasti iðnaður nú á dögum er rafeindaiðnaður- inn. Framleiðslan er í stöðugri þróun, og meira en það, hinar ævintýralegustu stökkbreytingar eiga sér stað og auglýsingarnar frá fyrirtækjunum lofa mannkyn- inu áhyggjulausri framtíð og endalausri velmegun, stórauknum tómstundum, sem menn geta þá eytt í tölvuleiki. Það hefur sjaldan farið fram slík auglýsingaherferð, og vísindamenn og þá einkum gervi-vísindamenn taka undir. Fyrsta reiknivélin var fundin upp af ágætum stærðfræðingi og jafn- framt einum merkasta guðfræð- ingi nýju aldar, Blaise Pascal, á 17. öld. Þessi vél hefur verið þróuð og nýtt einkum á þessari öld og síðan verður stökkbreyting með tölvunni og síðar örtölvunni. Upplýsingaöflun og geymsla upplýsinganna er margfalt auð- veldari og hagkvæmari en áður hefur þekkst, upplýsingastreymið gengur margfalt hraðar en áður og eftirlit með einstaklingum verður leikur einn. Því er þetta tæki sérstaklega hentugt þeim stjórnvöldum, sem þurfa að hafa náið eftirlit með þegnum sínum og þeim fyrirtækjum, sem þurfa á upplýsingum að halda í sambandi við markað, starfskrafta og dreif- ingu vöru. Burnham er rannsóknablaða- maður, hefur unnið við Newsweek og New York Times. í þessu riti fjallar hann um dæmi um nyt- semi tölvunnar við upplýsingaöfl- un og streymi og á hvern hátt hún er nýtt og verður nýtt af fram- kvæmdavaldinu og stjórnendum fyrirtækja i náinni framtíð. Tölvutækni og rafeindatækni munu gjörbreyta og hafa þegar gjörbreytt aðstöðu þeirra, sem eiga að annast eftirlit með ein- staklingum. Upplýsingum er safn- að ekki aðeins um vafasama borg- ara heldur einnig um löghlýðna borgara með það fyrir augum að geta náð staðgóðum hugmyndum um kröfur þeirra, veikleika, ef einhverjir eru og stórnmálaskoð- anir, sem sagt tækin eru einkar nytsamleg til þess starfs sem gengur undir nafninu persónu- njósnir. Höf. segir að margt varð- andi notkun tölva minni ónota- lega á lýsingar Orwells í 1984. Upplýsingastreymið er ákveðið af þeim, sem vilja koma vissum upp- lýsingum á framfæri, vinnuspar- andi tölvutækni er talin munu fækka starfskröftum i vissum greinum, en það hefur ekki borið á því þar sem sú tækni er á hæstu stigi, það þarf að gera forrit og mata tölvurnar og ekki síst að leiðrétta úrvinnsluna. Rafeinda- og tölvumengun er nú komin upp sem meiriháttar vandamál, sem er reynt að þegja í hel af fram- leiðendum og notendum. Slíkt getur haft hrikalegar afleiðingar og hefur þegar haft í sambandi við samgöngur. Glæpamenn geta aflað sér upplýsinga úr tölvu- bönkum og allir sjá til hvers það yrði notað. David Burnham er fremur svartsýnn á tðlvuöld og þá á þá aðila sem hafa mest not af tæk- inu, njósnir, eftirlit, stöðlun og skömmtun efnis og upplýsinga. Jan Reinecke rekur áhrif raf- eindatækninnar i ýmsum iðn- greinum og áhrif hennar á samfé- lagið. Eins og nú er ástatt ráða örfá fyrirtæki þróun rafeindaiðn- aðarins i heiminum og þau eru voldug og nota vald sitt til þess að auka það enn frekar. Undanfarna áratugi hefur sérfræðinga-trúin eflst mjög, trúin á brjóstvitið hef- ur rýrnað stórum, bráðlega upp- hefst dagur hinna sérhæfðu raf- eindatækja og tölva, þá verður ekki farið til sérfræðinga, heldur leitað ráða tölvunnar og þeir sem ráða hugbúnaðinum, mötuninni og dreifingu upplýsinga, ráða heiminum, það er álit þeirra, sem óttast að maðurinn verði ein- hverskonar „appendix" eða viðbót við rafeindabúnaðinn. En til allr- ar hamingju er ólíklegt að maður- inn verði þessum smá-skítlega tæknibúnaði auglýsingaglamrara og barnalegra tæknieinfeldninga að bráð. Reinecke telur að umræður og auglýsingar um þennan marg- brotna búnað hafi verið mótaðar af hagsmunaaðilum og séu bæði villandi og ýktar á mjög mörgum sviðum, þetta sé einhverskonar nútíma hjátrú á tæknina í hugum margra og í rauninni fremur ómerkilegt og varasamt fyrir- brigði, einkum varðandi auðveld- un þeirrar afmenningarherferðar sem nú er stunduð um heim allan. Báðar þessar bækur eru allrar athygli verðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.