Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 3 Áætlun um 1.000 störf við loðdýrarækt eftir 5 ár — Stofnkostnaður 4,3 milljarðar kr. — Gjaldeyristekjur 1,6 milljarðar á ári SAMBAND íslenskra loðdýraræktenda (SÍL) hefur gert áætlun um uppbyggingu loðdýraræktarinnar hér á landi, þannig að eftir 5 ár verði hér 1.000 ársverk í loðdýrarækt. Til þess þarf að að tífalda loðdýrastofninn og leggja í 4,3 milljarða kr. fjárfestingu en gjaldeyristekjur yrðu 1,6 millj- arðar tæpir á ári. Til þess að gera mögulega þá búháttabreytingu sem þessu yrði samfara gerir SÍL ráð fyrir því að útvega þurfi stofn- lán að fjárhæð 2,1 milljarður, auk þess sem hið opinbera leggi fram 490 milljónir kr. á þessu 5 ára tímabili, en það samsvarar þeirri upphæð sem talin er þurfa til greiðslu útflutnings- bóta í ár en loðdýrarækt- aráætlunin mun eyða útflutn- ingsbótaþörfinni ef fram- kvæmd verður. Gert er ráð fyrir að til komi framlag ríkis- ins til að byggja upp leiðbein- inga- og fræðslustarf í loðdýra- ræktinni, alls kr. 75 milljónir kr. og að eigin framlög loðdýra- bænda við uppbygginguna á þessu 5 ára tímabili verði 1.625 milljónir kr. í áætlun SÍL, sem unnin er af forystumönnum loðdýrarækt- enda í samráði við tvo ráðu- nauta Búnaðarfélagsins, er gert ráð fyrir að auk 1.000 ársverka á loðdýrabúunum sjálfum, sem samsvarar 600 fjölskyldubýl- um, komi til 50 störf við fóður- framleiðslu og leiðbeininga- störf auk annarra margfeld- isáhrifa. Stofnkostnaður á búunum fyrir refi og minka sem samsvara þurfa 125 þús- und refalæðum alls, er áætl- aður 3,7 milljarðar og er gert ráð fyrir að það verði fjár- magnað með framlögum að fjárhæð 325 millj., stofnlánum 1.875 millj. og eigin framlögum bænda, 1.550 milljónum. Áætl- að er að 400 skinnaverkunar- stöðvar kosti samtals 150 millj- ónir sem bændur fjármagni með eigin fé og stofnlánum til helminga. Ellefu fóðurstöðvar sem nauðsynlegt er talið að byggja er áætlað að kosti 330 milljónir kr., og verði þær fjár- magnaðar með stofnlánum og framlögum ríkisins til helm- inga. Jón Ragnar Björnsson, fram- kvæmdastjóri SIL, sagði í sam- tali við Mbl. að fyllilega raunh- æft væri að hrinda þessari áætlun í framkvæmd en til þess þyrftu allir aðilar að vera sam- taka strax frá upphafi. Taldi hann að bændur væru tilbúnir til að breyta til með þessum hætti, einkum vegna þeirra miklu erfiðleika sem steðjuðu að hinum hefðbundnu búgrein- um. Sagðist hann verða var við mikinn áhuga hjá þeim fyrir loðdýraræktinni einmitt um þessar mundir. Unnið við skinnaverkun. íbúðarbyggingar í Reykjavík 1984: Mest byggt af fimm her- bergja íbúðum RÚMLEGA helmingur þess íbúð- arhúsnæðis, sem lokið var byggingu á í Reykjavík í árinu 1984 var ein- býlis-, tvíbýlis eða raðhús. Pessar upplýsingar koma m.a. fram í yfir- liti eftir byggingarfulltrúann í Reykjavík. Er þar um að ræða rúm- lega 25 þúsund fermetra, en alls var lokið við að byggja rúmlega 48 þúsund fermetra íbúðarhúsnæðis f Reykjavík. íbúðarhúsnæði í fjolbýl- ishúsum, sem lokið var við á árinu, er rúmlega 9 þúsund fermetrar. Flestar íbúðir sem lokið var byggingu á voru 5 herbergja og eldhús. samtals 193, því næst 2 herbergja og eldhús, 85, og íbúðir með 6 herbergjum og eldhúsi voru samtals 83. Ein íbúð í yfir- liti þessu var 9 herbergi og eldhús og var þar um að ræða íbúðarhús úr timbri. Af þjónustuhúsnæði og félagsheimilum var lokið við að byggja samtals 3.495 fermetra, verslunar- og skrifstofuhúsnæði var samtals rúmlega 16 þúsund fermetrar, iðnaðar- og verk- smiðjuhús eru tæplega 11 þúsund fermetrar og bílskúrar, geymslur og fleira tæplega 25 þúsund fer- metrar Meðalstærð nýbyggðra íbúða á árinu 1984 er um það bil 511 rúmmetrar eða 42 rúmmetrum stærri en 1983. í smiðum um ára- mót voru alls 1413 íbúðir þar al 775 fokheldar eða meira. Á árinu hefur verið hafin bygging á 807 nýjum íbúðum. Lokið var við 145 færri íbúðír árið 1984 en 1983 Á árinu 1984 samþykkti bygginga- nefnd 80 áður gerðar íbúðir. ir ■o tL— Þjónusta; anhússarMtekt á staðnum Við íslendingar eyðum miklum hluta ævinnar innandyn - skiptir því máli hvernig híbýli okkar eru innréttuð og h svo að plássið nýtist sem best. Innanhússarkitekt okkar hjálpar viðskiptavmuAíKF skipu- leggja plássið með það fyrir augum að öllum líðfvel innandyra. Það er sérsvið okkar að innrétta á smekklegan hátt þar sem hver lófastór blettur nýtist að fullu. Komdu til okkar með óskir þínar. Við teiknum fyrir þig, smíðum utan um hugmyndir þínar og gerum tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.