Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 hverju lifir þetta fólk?“ — eftir Björn Steffensen Marga stund undanfarið hefi ég setið og notið útsýnisins frá ból- stað hinna öldruðu á Borgarspítal- anum. Hefur mér þá jafnan orðið starsýnt á bílaþvöguna makalausu í brekkunni norður úr Kópavogs- byggðinni. Þarna eru ævinlega þúsundir manna á ferð í bílum sínum og hraða sér eins og um lífið væri að tefla, enda minnir þetta á ekkert nema síkvika maura sem aldrei unna sér hvíld- ar. Og sem ég sit þarna og horfi á látlausa umferðina sækir jafnan á hugann sama áleitna spurningin: „Á hverju lifir allt þetta fólk?“ Og ég held áfram að bollaleggja um það sem við mér blasir: Ekki stendur þetta fólk í gegningum til að afla sér tekna og enn síður stundar það mjaltir, strokkar smjör og selur mjólk í bæinn. Sárafáir róa til fiskjar og enginn breiðir lengur fisk á stakkstæði. Allmargir dútla sjálfsagt við ein- hverja iðju, en langflestir standa í allskonar snatti og snúningum hverjir fyrir aðra. Nú er ekki leng- ur þörf á að svo að segja allir starfi að matvælaframleiðslu til framfleyta fábrotnu lífi, því það er ein af þverstæðum allsnægta- þjóðfélagsins að því fleiri sem horfið hafa frá eiginlegum fram- leiðslustörfum þeim mun meir hafa allir borið úr býtum. Þetta er hreint ekki eintóm gamansemi mín. Um aldamótin síðustu unnu 85 af hverjum 100 íslendingum að landbúnaði og fiskveiðum (68 að landbúnaði einum). Nú vinna að- eins 22 af hverjum 100 að þessari framleiðslu (8 að landbúnaði), 5 að veiðum og 9 að fiskvinnslu), og er þessi framleiðsla þó orðin marg- falt meiri og fjölbreyttari en áður var. Jafnframt hafa tekjur hvers íslendings að meðaltali sem næst nífaldast að raungildi á þessu tímabili. Ekki ósvipað þessu er því farið um aðrar þjóðir Vesturlanda þó í misjöfnum mæli sé og sumpart um aðra atvinnuvegi að ræða. Það er því áhugavert að bollaleggja dálítið meira um þessa hluti og reyna að grafast fyrir undirrót þessarar gífurlegu breytingar. Og hér kemur svo ofurlítill þáttur í mannkynssögu: Lengst af frá því alþjóðleg viðskipti hófust að marki var sú stefna ríkjandi að hver þjóð byggi sem mest að sínu, flytti þó sem mest út af eigin framleiðslu en sem minnst inn af framleiðslu annarra þjóða. Þó að nokkuð hafi þetta breyst eftir heimskreppuna á 4. áratugnum komst ekki skriður á málið fyrr en uppbygging hófst eftir stríðslok. Þá var m.a. stofnað til margskonar alþjóðasamtaka, samningar gerðir þjóða í milli og alþjóðastofnunum komið á fót, m.a. til að tryggja afnám hafta og stuðla að frelsi í viðskiptum. Kenningin um að ríkisstjórnir ættu að hrinda af stað kaupgetu hafði fyrst orðið að veruleika með valdatöku Hitlers en náði hámarki með Marshall-áætluninni nokkru eftir stríðslok. Styrjöldin átti svo þátt í stóraukinni vélvæðingu sem hvarvetna var tekin í notkun í at- vinnulífinu eftir að ófriðnum lauk, og ekki leið á löngu uns konur tóku fyrir alvöru að takast á hend- ur störf utan heimilis og jók það afköst meir en áður hafði gerst í jafn skjótri svipan. Jafnframt hafði ísland sérstöðu um mikla yf- irvinnu, sem nam 25% vinnunnar í heild þegar mest var, en ná- grannaþjóðirnar fluttu inn verka- fólk frá suðlægari löndum. Hér er í hnotskurn sögð saga efnahagsmála á Vesturlöndum síðustu hálfa öld, saga furðulegrar grósku efnahags, aukins við- skiptafrelsis og afnáms hafta, saga sem að vísu hófst ekki á ís- landi að verulegu gagni fyrr en árið 1959 er Viðreisnarstjórnin kom til valda. Þjóðartekjur á mann með hin- um ýmsu þjóðum gefur til kynna hvernig þessum málum er komið. Þjóðum Evrópu má skipta 1 þrjá hópa eftir legu landa þeirra og stjórnarfari. f fyrsta hópnum eru þjóðir Norður- og Vestur-Evrópu þar sem kapítalískt þjóðskipulag rfkir og þar sem þjóðartekjur á mann eru hæstar. Þar eru þessar tekjur eins og hér segir reiknað í bandaríkjadölum og eru tölurnar alls staðar miðaðar við árið 1977: 1. Sviss ............ $ 8.880 2. Svíþjóð ............ $ 8.870 3. Danmörk ............ $ 7.450 4. Noregur ............ $ 7.420 5. V-Þýskaland ........ $ 7.380 6. Belgía ............. $ 6.780 7. Frakkland .......... $ 6.550 8. Holland ............ $ C.200 9. ísland ............ $ 6.100 10. Finnland .......... $ 5.620 11. Austurríki ........ $ 5.330 12. Bretland .......... $ 4.020 Miðjarðarhafslöndin eru sér- stakur hópur, þar sem líka er kapítalískt þjóðskipulag en þjóð- Björn Steffensen „Til þess að vera sjálf- stæð þjóð til frambúðar verðum við jafnan að eiga einhver þau eftir- sótt verðmæti til að flytja út sem jafngilda því sem við hverju sinni flytjum inn, auk þess sem við verðum að geta borgað skuldir okkar, og til þessa dugar ekk- ert nema vönduð fram- leiðsla og framúrskar- andi hugvit.“ artekjur á mann mun lægri en norðurfrá: 1. Ítalía ............ $ 3.050 2. Spánn ............. $ 2.920 3. Grikkland ......... $ 2.590 4. Portúgal .......... $ 1.690 5. Tyrkland .......... $ 990 Loks eru svo kommúnísku ríkin í Austur-Evrópu: 1. A-Þýskaland ....... $ 4.220 2. Tékkóslóvakía ..... $ 3.840 3. Pólland ............ $ 2.860 4. Sovétríkin ......... $ 2.780 5. Búlgaría ........... $ 2.310 6. Ungverjaland ....... $ 2.280 7. Júgóslavía ......... $ 1.650 8. Rúmenía ............ $ 1.450 Til að látast vera óvilhallur sleppi ég að telja Albaníu með þessum síðasta hópi ríkja, enda geta Albanir þrátt fyrir hnatt- stöðu landsins varla talist til Evr- ópuþjóða vegna frámunalega van- þróaðs atvinnulífs sem síst mun hafa batnað undir kommúnisma. Albanir eru múhameðstrúar, einir Evrópubúa. í þessum yfirlitum um þjóðar- tekjur á mann vekur það fyrst at- hygli hvað tekjur Breta eru lágar miðað við aðrar þjóðir í þessum heimshluta, og við höfum kannski ekki enn gert okkur fyllilega grein fyrir orsökinni. Það ætti þó að liggja í augum uppi ef betur er að gáð. Það gerist ekki á hverjum degi að heimsveldi líður undir lok, meira að segja mesta veldi allra tíma. Furðulegra væri ef þetta léti ekki eftir sig nokkurn vitnisburð. En það er eins og fyrri daginn, við komum ekki auga á söguna fyrr en hún er löngu farin hjá og komin á bók. Varðandi Miðjarðarhafslöndin er það helst að segja að einkenni- lega mikill munur er á einka- framtakinu i suðri og norðri. Mig grunar að tölurnar gefi ekki alls- kostar rétta mynd og að hluti af muninum eigi rót sina að rekja til ólíkra þarfa vegna hnattstöðu og veðurfars sem orsakar að miklu ódýrara er að búa suðurfrá. Mikið og ódýrt jurtafæði, skjóllitill fatn- aður, óvandað húsnæði og engin upphitun húsa. Þetta eru einmitt þeir kostnaðarliðir sem tekjur norðurbúa fara i að verulegum hluta. Kaupgjaldið mótast svo væntanlega af þessu, auk þess sem lífsstíll Miðjarðarhafsbúa er i ýmsu annar en norðanmanna, m.a. varðandi vinnu. Kemur það líklega berlegast fram þar sem þessar þjóðir hafa sest að í löndum hand- an við höf, norðanmenn í Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu, Miðjarðarhafsfólk í Mið- og Suð- ur-Ameríku, hversu rótgróinn munur er á félags- og efnahagslifi þessara þjóðflokka. Umferð og slys — eftirJens Sumarliðason í Morgunblaðinu 14. febr. sl. getur að líta grein frá íbúasam- tökum Vesturbæjar varðandi hraðahindranir á Vesturgötu. í greininni segir m.a. að i ágúst 1983 hafi hámarkshraða verið breytt í Vesturbænum í 30 km á klst. samkvæmt ákvörðun borgar- yfirvalda. Svo sem menn eflaust muna urðu nokkrar umræður um þessa ákvörðun og sýndist sitt hverjum og hefur reyndar komið í ljós nú að þessi ákvörðun ein sér hefur ekki dugað til. Þá segir að gegnum-umferð á Framnesvegi og Vesturgötu sé töluverð og hún hröð. „Til eru mælingar sem sýna þetta,“ segir ennfremur. Síðar í greininni kemur fram að fundur um þessi mál hefur verið 7. febrúar sl. og þar lagðar fram ákveðnar tillögur til úrbóta, og síðar birt samþykkt borgarráðs frá 12. febr., sjö dögum síðar. Ekki skal dregið úr dugnaði og áhuga íbúasamtaka Vesturbæjar á umferðarmálum í þessum borg- arhluta, heldur þvert á móti, það er þakkarvert og lofsvert þegar íbúar borgarinnar sýna umferð- armálum áhuga. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt er ástæða til að staldra við og hugleiða eftirfarandi: Að frumkvæði framkvæmda- stjóra umferðarnefndar Reykja- Jens Sumarliðason „HvaÖ upphækkanir snertir er ekki í skýrsl- unni lögö aöaláhersla á þær götur í Vesturbæ sem borgarráö hefur gert með samþykkt sinni 12. febr. þrátt fyrir þær upplýsingar sem liggja fyrir um hraöa í umferðinni og slysa- tíðni.“ víkur var í janúar 1984 sett á fót starfsnefnd, sem athuga skyldi umferðaraðstæður við skóla I Reykjavík með tilliti til öryggis skólabarna og gera úrbótatillögur f þeim efnum. í þessari nefnd voru fulltrúar frá Menntamálaráðuneyti, fræðslustjóra Reykjavíkur, um- ferðardeild borgarinnar, embætti lögreglustjóra og fulltrúi foreldra- samtaka. Ekki skulu tíunduð störf þessar- ar nefndar en hún skilaði skýrslu sem m.a. var kynnt á frétta- mannafundi í byrjun febr. sl. Ef tekin eru sem dæmi úr þess- ari skýrslu tvö hverfi borgarinnar, Vesturbær og Breiðholt I (neðra Breiðholt) þá með tilliti til hrað- aksturs og slysatíðni, kemur eftir- farandi í ljós: Hraðamælingar km/klst.: Meöal hraöi Mesti hraöi Vesturbær: Hagamelur 47,5 65,0 Ægisíða 49,3 64,0 Breiðholt I: Álfabakki 52,3 72,0 Arnarbakki 60,1 94,0 (HraÓamælingar á Vesturgötu eru ekki í skýrel- unni.) Slys Um slys á gangandi börnum, yngri en 14 ára sem hafa orðið fyrir bifreiðum frá 1979 til 1983, fimm ár, segir í skýrslunni. Hraðahindran- ir á Vesturgötu Frá íbúasamtökum Vesturbæjar Bar svo við f borginni einn bjartan ágústdag 1983, að há- dygði ekki lagaboðið eitt sér. Nokkrar götur, öldugata, Ægis- gata, Bræðraborgarstígur, Fram- nesvegur og Vesturgata sem dæmi, eru götur þar sem töluverð gegnum-umferð á sér stað og hún Vesturbær: (Neéan Túngötu og niöur aö höfn.) 1 slys lítil meiðsli Túngata 1 slys lítil meiðsli 1 slys mikil meiðsli Breiðholt I: 2 slys lítil meiðsli 5 slys mikil meiðsli Af þessum slysum eru öll, utan eitt, á Álfabakka og Arnarbakka. Varðandi þau börn, sem eru í Vesturbæjarskóla, skal þess getið að þau sækja sund í Vesturbæjar- laug og íþróttir í Hagaskóla en í þessum skólahverfum sýnir skýrslan 6 slys mikil meiðsl á sl. 5 árum. Samtals verða í þeim hverfum sem að framan getur 16 slys og er rétt að vekja athygli á því að eitt af þessum 16 slysum er á Vestur- götu, ekkert á Stýrimannastíg né Bræðraborgarstíg, en á þessum götum hefur borgarráð samþykkt upphækkanir nú. (Sjá grein íbúas- amtaka Vesturbæjar). í fyrrgreindri skýrslu starfs- nefndar, sem unnið hefur og mót- að tillögur sínar í samvinnu við skólastjórnendur og foreldrasam- tök skólahverfa borgarinnar, er lagt til að upphækkanir, svokall- aðar „öldur" komi nokkuð víða í nágrenni skóla og er að mati flestra mjög til bóta varðandi hraðahindranir o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.