Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBROAR 1985 47 Aldarminning: Ólafur Jónsson frá Elliðaey — eftir Árna Helgason Mér verður litið á vegginn þar sem dagatalið mitt hangir og það fer ekki á milli mála að það er 20. janúar í dag. Fæðingardagur vin- ar míns ólafs frá Elliðaey, sem var einn af allra bestu heimilis- vinum okkar hjóna um langan tíma, maður sem verður okkur og raunar öllum sem honum kynnt- ust ógleymanlegur maður og kom þar margt til. Um langt skeið var hann einn af svipmestu mönnum hér í Hólmin- um. Hvar sem hann fór var eftir honum tekið. í gleði var hann hrókur alls fagnaðar. Kunni svo vel að láta draga athygli að sér, án þess að ýta sér fram. Kunni að segja þannig frá að ekkert fór framhjá af því sem hann ætlaði að koma til skila. Á mannamótum var hann frjór og minnugur. Á fundum hélt hann þannig á máli sínu að allir vissu að honum var að treysta og hann sagði ekkert annað en það sem hann meinti, vissi sannast og réttast og sá málstaður sem átti ólaf að var ekki á horleggjunum. Sem ferða- og fylgdarmaður var hann traust- ur og svo skemmtilegur að það var enginn vandi að rökstyðja það sem sagt hefir verið að það sé fljótara gengið af tveimur. Margar sagnir og það úr ólíkleg- ustu stöðum á ég frá ferðalögum ólafs og þá ekki síst hver aufúsu- gestur hann var á þeim bæjum sem hann kom við á. Er synd að hafa ekki skrásett ýmislegt af þeim. Þá skal því ekki gleymt að ólafur var vel lesinn, hann las bækur þannig að þær festust í minni hans og ef mig iangaði að vita um eitthvað í forn- sögunum var miklu fljótlegra fyrir mig að fletta upp í ólafi eins og ég kallaði það en leita í bókum. Ég var ekki búinn að vera lengi í Hólminum þegar við fórum sam- an um landnám Björns austræna, Þórólfs Mostrarskeggs og Arnkels goða. Sá fróðleikur sem ég eignað- ist þá í ferð okkar geymist vel. Ég gleymi ekki þeirri stund er við vorum saman uppi á Helgafelli og litum í ýmsar áttir, þegar ólafur benti á hina ýmsu sögustaði og síðar er ég las Éyrbyggju varð hún mér auðveld eftir að hafa setið við fræðalindir ólafs. Við fórum margar ferðirnar saman og þær urðu okkur síðar skemmtiefni á fundum i félagi okkar, Sjálfstæð- isfélaginu, þegar kaffikvöld og annar fagnaður var, en ólafur var fyrsti formaður þess félags og I formennsku lengst allra sem þar komu nærri. ólafur taldi sér trú um að ég Ólafur Jónsson ara síns, sáttur við allt og alla. Vantaði fáa daga f 75 hérvistarár. ólafur fæddist á Garðsstöðum í Ögursveit. Foreldrar hans sem þar bjuggu þá voru Sigríður Jónsdótt- ir frá Eyri f ísafirði og Jón Ein- arsson. Þar ólst hann upp f glöð- um menningarhóp, og stutt á milli heimilis hans og höfuðbólsins ög- urs. Ólafur varð snemma alæta á allan fróðleik og sparaði ekki sporin ef hann vissi af góðri bók á næstu grösum. Bókakostur á heimili ðlafs var að hans sögn góður miðað við það sem þá gerð- ist. Hann lagði leið sfna suður á menntabraut. Komst í Flensborg- arskólann sem þá var f miklu áliti. Þaðan lauk hann námi 1903. Þá var hann formaður á vélbátum um hrfð, ötull þar sem annars staðar og kannski ekki alltaf kapp með forsjá eins og hann sagði mér, en gæfan fylgdi honum alltaf. ólafur komst eins og margir fleiri f kynni við berklaveikina og tók hún sinn tíma af æfi hans, en hana yfirsteig hann. Ólafur keypti árið 1915 Ell- iðaey á Breiðafirði og bjó þar í 15 ár og kenndi sig jafnan við hana. Þar stundaði hann búskap og refa- rækt og svo sjóinn eftir getu enda gjöful mið ekki langt frá. Hann flutti f land og upp f Hólm um 1930, en þá hafði kona hans fengið hefði kennt sér að yrkja, en hvað sem hæft er í því, þá er það rétt að eftir að við kynntumst lét ljóða- dísin hann ekki f friði. Ortum við þá mikið saman og ljóðuðum hver á annan sem svo var notað á árs- hátíðum og oftast við mikinn fögnuð. Er margt af því geymt og þykir mér gaman að fara yfir þessa daga nú þegar aðalstörfum mínum f þjóðfélaginu er lokið. Ólafur var framúrskarandi viljug- ur og á ég margt sem því er til staðfestu. Fyrsta ferðin okkar saman var til Reykjavíkur vorið 1942. Við fórum með áætlunarferðinni. Þá var ekki farið á 100 km hraða. Nei, ferðin tók lengri tíma en það. Við fórum kl. 9 að morgni og komu til höfuðborgarinnar rétt fyrir 7 um kvöldið. Það var ágætur hópur f þeirri ferð og tíminn notaður til að setja saman vfsur og skrifa það skásta upp, þó það gengi illa, því bíllinn fylgdi holóttum vegum og er erfitt að lesa úr því handriti. Andagiftin var í góðu lagi þar til f Borgarnes kom. Þar fengum við fína og sterka kjötsúpu og voru henni gerð góð skil. Þetta varð til þess að ólafur varð afhuga öllum skáldskap og var það gefið mál að andrfkið hafði drukknað í ketsúp- unni. Það var ekki fyrr en í Hval- firðinum fór að rofa fór til í hug- arheimi hans og komu góðir sprettir. En hvernig svo sem allt var þá fannst mér ferðin ekki standa neitt lengi. Og dvölin syðra varð okkur báðum skemmtileg og „heimsókn til höfðingja" eins og Ólafur orðaði það. Síðasta ferðin okkar saman var svo 1959. Ég var ásamt fjölskyldu að koma norðan frá tengdafólki mínu og á leið til Stykkishólms. Skógarstrandarleiðin hafði þá nýlega verið opnuð, þótt sukksöm væri, og var ákveðið að fara hana og Bröttubrekku. Við komum við í Gröf í Sökkólfsdal hjá Sesselju og Klemens, en Sesselja var systir Theódóru konu ólafs. Þar fengum við okkur hressingu og réttum úr okkur. Þar var þá ólafur staddur í sumardvöl stuttan tíma. Er ekki að orðlengja það. Þegar ólafur veit að við erum á heimleið greip hann sterk löngun að verða sam- ferða og vera hjá okkur um skeið. Tryggð hans við Hólminn blossaði upp og honum héldu engin bönd. Auðvitað var samfylgdin guðvel- komin. Haldið var af stað og þá fann ég að ólafur hafði ekki yfir því andlega fjöri að ráða sem var aðal hans alla tíð. Við máttum til, þegar í Hólminn kom, að fara einn hring um bæinn hægt og rólega og athuga breytingarnar, en ólafur var þá með heimili sitt á Grund í Reykjavík og hafði ekki séð Hólm- inn um tíma. Það var eins og áður gaman að hafa ólaf og þeir dagar sem hann dvaldi alltof skammir. Hann iifði fram yfir áramót. 7. janúar 1960 fór hann I bað fyrir kvöldmat eins og vani hans var. Settist síðan á legubekk og sofn- aði. Þannig fór hann á fund skap- Ilús og Theodóru í Stykkishólmi. Theodóra Daðadóttir svo slæma liðagigt að hún varð að nota hækjur og hjólastól æ síðan. ólafur lét snemma þjóðmál til sín taka. í hreppsnefnd Stykkis- hólms var hann og ýmsum nefnd- um. Um skeið var hann trúnaðar- maður verðlagsstjóra á Vestfjörð- um og Vesturlandi. Ólafur kvæntist 1920 Theódóru Daðadóttur, Daníelssonar og konu hans Maríu Andrésdóttur. Var ein af 15 börnum þeirra. Theódóra var tíguleg kona, skynsöm, dugnaðar- forkur að hverju sem hún gekk og listræn. Tæplega fertug varð hún fyrir þeirri raun að missa heils- una. Eg dáðist að því hversu Theó- dóra var sterk í veikindum sínum og þar gæti ég nefnt mörg dæmi, því þau hjón voru strax okkar hjónanna bestu heimilisvinir, voru mætt á öllum gleðistundum okkar svo sem við skírn allra barnanna. Það tryggðaband sem myndaðist milli okkar hélst alla tíð ósvikið. Á mannamót hafði Theódóra gaman af að koma og lagði þá oft mikið að sér og fannst mér stundum undrun hversu hún gat þá „lagt veikindin til hliðar". Hún hafði gaman af að spila og margt kvöld- ið spilaði ég við þau hjón. Það dreifði sársaukanum. Sem sagt, hún var hetja í hverri raun. Einni mynd gleymi ég ekki. Við hjálpuðum henni til að fara I verslunarferð niður á pláss. Hún bjó sig upp og upp tröppurnar komst hún. Naut þess að skoða varninginn og ræða við fólkið bæði fyrir innan borð og utan. Þetta var mikil og vegleg ferð. Við vorum sammála um það við ólaf- ur að hefði heilsa Theódóru ekki bilað myndi dvölin í Elliðaey hafa haft sérstakan ljóma. Vissulega settu þau hjón mikinn svip á Stykkishólm á sinni tíð. ólafur var góður gestur hverju heimili, glaðværð hans var smit- andi. Margar skemmtilegar sögur gengu af ólafi þegar ég kom hingað og i kynnum okkar bættust margar við. Þær lifa og minna mest á flýtinn, gleðina og sakleys- ið. Það var sannur og ósvikinn gróði að kynnast og verða sam- ferða jafn litríkum hjónum og Theódóru og ólafi. Ágúst Lárusson frá Kötluholti, nú búsettur í Hólminum, 82 ára, varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera starfsmaður hjá Olafi þegar hann var með bú í Elliðaey. Segir Ágúst að að öllum ólöstuðum sé ólafur allra besti húsbóndi sem hann hafi haft um dagana og hefir Ágúst átt þá marga. Vilji ólafs og lífsgleði hafi hreint og beint gert alla vinnu svo létta. ólafur lét málefni sjávarútvegs- ins mjög til sín taka. Hann var formaður fiskifélagsdeildar hér við Breiðafjörð og eins var hann fulltrúi á fyrsta Fiskiþingi sem háð var hér á landi, þar sem lín- urnar voru lagðar að hagnýtum aðferðum fiskveiða og vinnslu hér á landi. Mér dettur alltaf ólafur i hug þegar ég heyri rætt um sanna og góða íslendinga. Stykkishólmi 20. janúar 1985. Árni Helgason er tyrrrenndi pást- og símstjóri í Strkkishólmi. Minning: Lárus Guðmundsson rafvirkjameistari Fæddur 13. nóvember 1907 Dáinn 18. febrúar 1985 Mánudaginn 25.febrúar sl. fór fram í Fossvogskirkju útför Lár- usar Guðmundssonar, rafvirkja- meistara, Lundarbrekku 14, Kópa- vogi, en hann lést í Borgarspítal- anum 18. febrúar sl. Að ævilokum þess mæta manns, Lárusar a Akri, langar mig að minnast hans nokkrum orðum, þótt þau verði eigi nema stiklur einar úr langri og annasamri ævi hans. Lárus fæddist I Vestmannaeyj- um 13. nóvember 1907. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórðarson, sjómaður og útgerðarmaður frá Brekkum í Mýrdal, en hann flutt- ist ungur til Vestmannaeyja og byggði húsið Akur við Landagötu. Móðir Lárusar var Guðrún Hjálm- arsdóttir Eiríkssonar frá Efri- Rotum, Vestur-Eyjafjöllum. Hjálmar var hagur maður til orðs og handa og þekktur fyrir mynd- skurð sinn og aðra smíð. Börn þeirra hjóna Guðmundar og Guð- rúnar á Akri voru Lárus og Sigrið- ur er giftist Sigurði kaupmanni Jónssyni Sverrissonar, fisk- matsmanns. Sigríður lifir mann sinn. í ágúst 1924 tóku þau Guð- mundur og Guðrún i fóstur Guð- björgu Helgadóttur, bróðurdóttur Guðrúnar, þá viku gamla, er móðir hennar lést, en það sama ár í des- ember drukknaði Guðmundur ásamt átta mönnum er báti þeirra hlekktist á við Eiðið. Guðrún and- aðist fjórum árum síðar, í sept- ember 1928. Þau systkinin, Lárus og Sigríður, bjuggu áfram með Guðbjörgu litlu á æskuheimili sínu, Akri. Árið 1938 kvæntist Lárus Grétu Illugadóttur, er lifir mann sinn. Þau eignuðust einn son, Guðmund rafvirkja. Kona hans er Aðalheið- ur Auðunsdóttir, húsmæðrakenn- ari. Börn þeirra eru Gréta, Lárus og Jóhann. 1 full fimmtiu ár starfaði Lárus að raforkumálum í Vestmanna- eyjum, bæði sem sjálfstæður raf- virki og hjá rafveitu Vestmanna- eyja, en þangað réðst hann strax í upphafi starfsferils sins og var þar um áratuga skeið. Hann gerð- ist meðeigandi í fyrirtækinu Har- aldur Eiríksson hf., sem rak raf- tækjaverslun, tók að sér raflagnir o.fl. Félagið var leyst upp eftir að hús þess að Vegamótum og eignir eyðilögðust í gosinu og þá einnig Akur við Landagötu. Þau hjónin settust að í Kópavogi eftir gos, en Lárus fór þó aftur til Eyja til að leggja síðustu hönd á raflögn i nýja sjúkrahúsið eða lagfæra eitthvað er aflaga hafði farið. Ég kynntist Lárusi fyrir aldar- fjórðungi og eru mér enn í minni þeir sumardagar er hann sýndi mér heimabyggð sína og sagði mér sögur af hinu litrika mannlífi Eyj- anna, bæði liðnu og liöandi. Er mér það eftirminnilegt, er við ræddum um Vestmannaeyjar, þar sem ekkert gerist i smáum stil, að það var vandi hans að nota hið hógværara orðið er hann ræddi um menn og málefni og þvi stilli- legar tók hann til orða er tilefnið var stærra. Þetta gerði alla orð- ræðu hans eftirminnilegri. Lárus var gjörvilegur maður ásýndum eins og hann átti kyn til og búinn þeim mannkostum sem við íslend- ingar teljum besta og þvi verður mér nú á að hugsa, er leiðir skilja, að málum þjóðar okkar væri nú betur komið, ef fleiri væru sem Lárus á Akri. Guð blessi minningu hans. Páll Þ. Beck
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.