Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar mun hagvöxtur á þessu ári verða um 2%. Búist er hins vegar við að verðbólga verði 30%. Þjóðhagsstofnun: Hagvöxtur á árinu 1985 verður um 2% — verðbólga um 30 % HAGVÖXTUR sem mældur er sem breyting vergrar landsframleiðslu milli ára, verður um 2% á þessu ári, sem er einu prósentustigi minna en á síðasta ári. Hins vegar er vöxtur- inn heldur meiri en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá 1985 og birt var í Ágripi úr þjóðarbúskapnum í aprfl- mánuði síðastliðnum. Þjóðhags- stofnun hefur endurmetið þessa áætlun með hliðsjón af breyttum kjarasamningum og í Ijósi framvind- unnar á fyrri helmingi ársins. Verð- bólgan á árinu verður 30% sam- kvæmt niðurstöðu Þjóðhagsstofnun- ar, en áður var gert ráð fyrir 20% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Þjóðarframleiðslan og þjóðar- tekjur vaxa minna en landsfram- leiðsla vegna vaxandi vaxta- greiðslna af erlendum lánum og rýrnandi viðskiptakjara, eða um 1,5%. Mismunur landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu felst einkum í vaxtagreiðslum til útlanda en þær eru dregnar frá þjóðarfram- leiðslunni. í frétt frá Þjóðhagsstofnun seg- ir að vaxandi umsvif í þjóðarbú- skapnum á þessu ári stafi fyrst og fremst af aukinni einkaneyslu, en gert er ráð fyrir að hún aukist um 4%, en ekki 1% eins og ætlað var. Mikilvægasta forsenda aukinnar einkaneyslu er meiri kaupmáttur ráðstöfunartekna á árinu í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. í eldri spá var gert ráð fyrir að kaup- máttur þessa árs yrði lítt frá- brugðinn því sem var á síðasta ári, enda lagt til grundvallar að kjara- samningar héldust óbreyttir út árið. Samningarnir sem gerðir voru i júní og júlí fela hins vegar í sér tæplega 15% meiri hækkun kauptaxta en fyrri samningar. Líklegt er að kaupmáttur ráðstöf- unartekna verði 3—4% hærri, þegar launaskrið er tekið með í reikninginn, á þessu ári en i fyrra. Á móti aukinni einkaneyslu, kemur minni aukning fjárfest- inga, en reiknað var með í eldri spá. Fjárfestingar munu aukast um 'h í stað 2%. Útgjöld til neyslu og fjárfestinga eru talin munu aukast um rúmlega 2,5% á þessu ári, en ekki 1% eins og aprílspáin gerði ráð fyrir. Spá Þjóðhagsstofnunar byggist meðal annars á því að það takist að fiska að fullu upp i leyfilegan aflakvóta og raunar heldur meira. Gert er ráð fyrir að útflutnings- framleiðslan aukist um 2,5—3% á yfirstandandi ári, sem er hálfu stigi minna en í eldri spá. Allan mismuninn má reka til samdrátt- ar í álframleiðslu. Það virðist heldur ekki líklegt að útflutningur fari að marki fram úr þessari spá. I greinargerð Þjóðhagsstofnunar segir að aukin umsvif umfram það sem gert er ráð fyrir geti aðeins orðið fyrir tilstilli aukinnar þenslu innanlands, en því fylgir aukinn viðskiptahalli og erlendar lántökur og þar með þyngri vaxta- og skuldabyrði i framtíðinni. Búast er við að viðskiptakjör verði lítið eitt lakari en á siðasta ári eða Vt — 'k%. Áður hafði ver- ið áætlað að þau héldust óbreytt. Helsta ástæða þess að eldri spá hefur ekki staðist er lækkun á gengi dollara gagnvart öðrum myntum, en á móti kemur að verð á frystum sjávarafurðum á Bandaríkjamarkaði hefur hækkað um 2% frá áramótum. í greinar- gerð Þjóðhagsstofnunar segir að versnandi viðskiptakjör megi einkum rekja til lægra verðs á áli og kisiljárni. Eftir að dollarinn fór að lækka á alþjóðamarkaði hefur gengi ís- lensku krónunnar gagnvart doll- aranum verið haldið óbreyttu. Þetta hefur haft í för með sér að meðalgengið frá áramótum til ág- ústbyrjunar hefur lækkað um 8,5% miðað við landvog. Ekki er vafi á því að hækkandi gengi doll- ara frá miðju ári 1980 og fram á yfirstandandi ár, hefur verið veru- legur búhnykkur fyrir Islendinga, einfaldlega vegna þess að stór hluti útflutningsins er seldur i dollurum, en innflutningurinn að mestu keyptur fyrir aðra gjald- miðla. Að öðru óbreyttu er það því áhyggjuefni ef dollarinn lækkar mjög snögglega. Bent er á í skýrslu Þjóðhagsstofnunar að verð dollarans í íslenskum krón- um hefur næstum staðið í stað frá áramótum meðan framleiðslu- kostnaður hefur hækkað um 15%. Samtímis hefur verð þessara af- urða í dollurum aðeins hækkað um 2%. Meðalgengi íslensku krónunnar um mitt ár var 20% lægra en að meöaltali í fyrra og verð erlends gjaldeyris því almennt 25% hærra. Spár um efnahagsfram- vindu á þessu ári taka mið af því að meðalgengi krónunnar verði fremur stöðugt síðari helming ársins. Eins og áður segir er reiknað með að landsframleiðsla aukist um 2,5%. Landbúnaðarfram- leiðsla verður svipuð á þessu ári og í fyrra. í sjávarútvegi er reikn- að með 3—4% aukningu fram- leiðslunnar, en það er mun minna en á undangengnu ári. Þá er ljóst að ál- og kísilframleiösla dragast saman, en útflutningur annarra iðnaðarvara getur aukist um allt að 15%. En í byggingariðnaði ger- ir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að verði samdráttur. í kjölfar aukinnar eftirspurnar eftir neysluvörum má búast við 3—4% meiri umsvifum verslunar- innar og er svipaða sögu að segja um ýmsar greinar þjónustu, ann- arrar en opinberrar sem mun ekki vaxa um meira en 1% á föstu verðlagi. í samgöngugreinum er búist við 3—4% aukningu. Á fyrri helmingi ársins var skráð atvinnuleysi 1,2% af áætl- uðum vinnuafla og það sem af er árinu er skráð atvinnuleysi minna alla mánuðina en undanfarin tvö ár. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar er bent á að tölur um atvinnuleysi gefi engan veginn tæmandi mynd af eftirspurn eftir vinnuafli. í könnun sem stofnunin gerði í sam- vinnu við Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins og náði til á níunda hundrað fyrirtækja kom í ljós að ófyllt störf voru í lok mars um 3000. Reiknað er með að skráð atvinnuleysi verði um 1% af heildarmannafla. Framvinda ríkisfjármála fyrsta helming ársins var mun óhag- stæðari en á sama tíma í fyrra. Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu um 12 milljörðum króna, en útgjöld 13,8 milljörðum króna. Rekstrarhallinn var því um 1,8 milljarðar króna, eða um 15% af tekjum. Á sama tíma I fyrra var hallinn 2,4% af tekjum. Útgjöld ríkissjóðs á umræddu tímabili hafa aukist um 41% en tekjur um 26%. Síðustu áætlanir um afkomu ríkissjóðs á árinu 1985 benda til þess að hún verði lakari en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir, sem meðal annars má rekja til hækkunar launa og tengdra útgjalda. Þá bendir þróunin á fyrri árshelm- ingi til þess að halli ríkisfjármála valdi peningaþenslu á árinu um- fram það sem ætlað var. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að margt bendi til þess að þróun peningamála hafi færst nær jafnvægi á fyrri hluta þessa árs. Aukning útlána innlánsstofnana hefur dregist saman. Heildarinn- lán hafa aukist verulega umfram útlán eða um 19,5% og um 28% ef bætt er við áætluðum vöxtum. Þó nokkuð hafi miðað í átt til jafnvægis á peningamarkaði að undanförnu verður stjórn pen- ingamála ákaflega vandasöm á næstunni og skiptir framvinda rikisfjármála miklu máli. Að mati Þjóðhagsstofnunar mun framfærsluvisitalan hækka um 31% að meöaltali frá fyrra ári, en áður var gert ráð fyrir 28%. Skiptir þar mestu kjarasamningar í júní. Ef litið er á hækkun frá byrjun árs til loka, er gert ráð fyrir 30% hækkun í stað 20% áð- ur. í aprílspánni var reiknað með að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann yrði óbreyttur eða lítt breyttur frá 1984, en nú er talið að kaupmáttur aukist um nálega 4% á árinu. Meðalhækkun kauptaxta frá fyrra ári er hins vegar 31%. Þjóðhagsstofnun spáir 4% aukningu á einkaneyslu frá fyrra ári, en áfram er reiknað með að samneyslan í heild aukist um 1%. Búist er við að opinberar fram- kvæmdir dragist saman um 10%, en hins vegar munu fjárfestingar atvinnuveganna aukast um 11% eða því sem næst. Heildarútgjöld vegna neyslu og fjárfestinga eru talin munu aukast um 2,5—3% á yfirstandandi ári, en að meðtöld- um birgðabreytingum, en birgðir munu minnka, er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld aukist um tæplega 1%. Almennur vöruinnflutningur eykst um 3,5% á árinu, en reiknað er með að vöruinnflutningur í heild aukist um 5%, samanborið við 2,5% í fyrri spá. Fyrstu sex mánuði ársins var útflutningur í heild nálægt 10% meiri að magni en sömu mánuði í fyrra. Þjóðhagsstofnun telur að framleiðsla til útflutnings á þessu ári aukist um 2,5%, sem er nokkru minna en áður var reiknað með. Hins vegar er gert ráð fyrir að útflutningur aukist meira en spáð var í apríl, eða um 5,5% í stað 4,5%, vegna birgðaminnkunar. Allt virðist benda til að nokkur halli verði á vöruskiptum á þessu ári og er orsökin fyrst og fremst miklar vaxtagreiðslur af erlendum lánum. Stefnir í tæplega 6 millj- arða króna halla á vaxtajöfnuði. Að öllu samanlögðu verður við- skiptahallinn um 4,9 milljarðar króna á yfirstandandi ári eða 4,5% af landsframleiðslu. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að miklar og vaxandi erlend- ar skuldir séu einn helsti vandinn sem við er að glíma í íslenskum þjóðarbúskap. Hlutfall langra er- lendra lána af landsframleiðslu mun að öllum líkindum standa í stað. Afborganir af þeim verða líklega um 4,7 milljarðar króna á árinu og vaxtagreiðslur um 5,4 milljarðar króna. Breytingar verðlags, launa og gengis 1984—1985. Spá 1984 1985 % % 1. Framfærsluvísitala Meðalhækkun frá fyrra ári................. 29 31 Frá upphafi til loka árs.................. 22 30 2. Kauptaxtar Meðalhækkun frá fyrra ári................. 19 31 Frá upphafi til loka árs.................. 26 20 3. Ráðstöfunartekjur heimilanna á mann ...... 29 36 4. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann 0 4 5. Verð erlends gjaldeyris Meðalhækkun frá fyrra ári................. Mt'k 25'k Frá upphafi til loka árs.................. 26'/i lO'/z Þjóðhagsyrirtit 1983—1985’). Milljómr króna á Magnbrcytingar vcrðlagi hvcrs árs frá fyrra ári. % Bráðab. Spá Bráðab. Spá 1983 1984 1985 1983 1984 1985 1. Einkancysla 36 260 48 185 65 700 -8.3 3.0 4.0 2. Samneysla .11 536 14 132 18 7(10 5.5 0.0 1.0 3. Fjárfcsúng 14 127 18 130 23 700 -12.3 6.8 0.5 4. Ncysla og fjárfcsting. alls 61 923 80 447 108 100 -6.8 3.3 2.7 5. Birgdabrcytingar') . . - 1 (170 695 -475 -3.6 2.3 -1.3 b. Þjóðarútgjóld. alls 7. Útflutningur vöru og 60 853 81 142 107 625 -10.1 5.6 1.4 þjónustu 8. Innflutnmgur vöru og . 27 078 34 295 46 700 10.3 2.2 5.7 þjónustu . 25 275 33 871 45 800 -5.7 8.7 4.5 9. Vcrg landsframlciðsla 62 656 81 566 108 525 -5.0 3.1 1.9 10. Vaxtajöfnuðuro fl 11. Viðskiptajöfnuður -3 066 -4 554 -5 800 (7.-8+10.) -1 263 -4 130 -4 900 12. Vcrg þjóðarframlciðsla (9. + I0.) 59 590 77 012 102 725 -5.7 2.5 1.5 13. Viöskiptakjaraáhrif1) 14. Vergar þjóðartekjur 1.5 0.1 -0.2 (12.+13.) -4.2 2.6 1.3 15. Viðskiptajöfnuður sem % af VLF -2.0 -5.1 -4.5 16. Viðskiptajófnuður scm % af VÞF -2.1 -5.4 -4.8 1) Magnbrcyiingar árin 1983—1984 cru midaðar vid fasi verdlag ársins 1980. en magnbreylingar í spá fyrir árið 1985 við verdlag ársins 1984. 2) Hlutfallsiölur um birgðabreytingar sýna breytingar milli ára sem hluifóll af þjóðarframleiðslu fyrra árs, reiknað á fóslu verdlagi. 3) Hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrra árs. reiknað á fösiu verðlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.