Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 23
Sigutdó'J síotan l Búöatda' Bnat s'Eg^aö\r r' v íörovjnösson Vers\. Sveinn ^u°Garöabcer GoWE;»«S u°SHe«sa«M HúsaviW. pá\masoi Hvammstang' «• Skemma Hvo>svo"ot. Hötn ■. KA£ tot ^ss wássfe^'j ^sssssí MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Indland: Sprenging í lest er flutti hermenn Njju I)elhl, IS á(Ast AP. SEX mann.s biðu bana og 34 SKrðust þegar sprenging og eldsvoði varð um borð í járnbrautarlest sem var að flytja hermenn í grennd við Punjab- fylki á Indlandi aðfaranótt miðviku- dags. Allir sem létust voru hermenn eða úr fjölskyldum hermanna. Sprengingin varð þegar lestin var í grennd við Gagwal í Kashmir-fylki, sem er í um 420 km fjarlægð frá Nýju Delhi. Gagwal er skammt frá fylkismörkum Punjabs, en fyrirhugað var að lestinni yrði ekið um fylkið á leið- inni til Kalkútta, en þangað var förinni heitið. Ekkert er enn vitað um tildrög sprengingarinnar, en rannsókn er hafin. Rainbow Warrior: 100 vitni kvödd til Saksóknarinn, Michael Parker, sagði, að langan tíma tæki að und- irbúa málið vegna hins mikla fjölda vitna frá mörgum löndum. Þrír nýsjálenskir lögreglufor- ingjar, sem rannsaka Rainbow Warrior-málið, eru komnir til Parísar, að sögn lögreglunnar þar. Þá leita nýsjálenska og franska lögreglan snekkjunnar Ouveu, sem er á siglingu á Kyrrahafi einhvers staðar í grennd við Nýju Kale- dóníu, en áhöfnin er grunuð um að vera viðriðin skemmdarverkið á Rainbow Warrior. vegna málaferlanna AackUad, Njja SjáUndi. o* ParU, 15. igúaL AP. MÁLAREKSTURINN gegn Frökk unum tveimur, sem ákærðir eru fyrir morð, íkveikju og samsæri um að sökkva skipi Grænfriðunga, Rain- bow Warrior, í Auckland-höfn 10. júlí sl., mun standa í meira en mán- uð. Um 100 vitni verða kvödd til í málinu og sönnunargögn verða 1000 talsins, að því er fram kom fyrir rétti í Aurkland í gær, miðvikudag. í gærkvöldi átti franski varn- armálaráðherrann, Charles Hernu, fund með Bernard Tricot, en franska ríkisstjórnin hefur fal- ið honum rannsókn þess, hvort fullyrðingar um að leyniþjónusta landsins sé viðriðin sprengitilræð- ið, eigi við rök að styðjast. Varnarmálaráðuneytið vildi ekkert um fundinn segja. Rainbow Warrior, skip Grænfrið- unga sem sprengt var í loft upp f höfninni í Auckland á Nýja Sjálandi, 10. júlí sL mmmm i '* 6 IV <Wl ! PMPIRi Mistókst að setja hraðamet AP/Simamynd BRESKI hraðbáturinn Virgin Atlantic Challenger sökk fyrir utan strönd Englands síðdegis i gær. Skipverjar, sem eru 9, komust um borð í björgunarbáta og eru nú heilir á húfi í landi. Þeir höfðu reynt að setja hraðamet á leiðinni yfir Atlantshafið, en þegar þeir áttu eftir fjögurra stunda siglingu sendu þeir frá sér neyðarkall. Myndin var tekin í fyrradag er báturinn sigldi hraðbyri í átt til Englands. Árni ason. iman kask nur Þ.t- atbúö JS Þór jókut ■ öinga Hvertisgotu 29 látast í námuslysi Secunda, SuAur-Afríku. AP. NÚ ER Ijóst, að 29 námumenn létu lífið í kjölfar gassprengingar í Middelbult-kolanámunni i borg- inni Secunda í Suður-Afríku á mánudag. 29 aðrir slösuðust í sprengingunni. Á miðvikudag þegar lík 21 námumanns hafði fundist sögðu formælendur Suður- afríska kola-, olíu- og gasfé- lagsins (SASOL), sem rekur námuna, að enn væri leitað 7 manna i rústunum. Siðdegis sama dag fundust þó 8 lík og segjast eigendur nú sannfærðir um að fieiri séu ekki í námunni og hefur leit verið hætt. Leitað að Örkinni hans Nóa Aakara, 15. áfúst AP. BANDARÍSKI tunglfarinn James Irwin hefur fengið leyfi stjórn- valda í Tyrklandi til að fara á Ararat-fjall og leita Arkarinnar hans Nóa, sem frá er greint f Heilagri ritningu og ýmsum þjóð- sögum. Ferðalög um Ararat-fjall hafa verið takmörkuð vegna þess að skæruliðasveitir Kúrda hafa haldið uppi hernaði þar að undan- förnu. Irwin hefur verið sagt, að bíða í þorpinu Dogubeyazid, sem er við rætur Ararats, þar til tyrkneski herinn hefur stöðvað uppivöðslu Kúrda á fjallinu. „Eg vona, að ég geti fijótlega lagt upp,“ sagði Irwin á blaðamannafundi í Ankara á miðvikudag, „því ég hef tak- markaðan tíma til að sinna leit- inni.“ Assad heitir að- stoð í gíslamálinu Damaskus, 15. ágúst AP. HAFEZ Assad, forseti Sýrlands, hcfur heitið því, að halda áfram að beita sér fyrir því að sjö Bandaríkjamenn, sem eru í haldi öfgamanna í Líbanon, verði látnir lausir. Þetta er haft eftir George O’Brien, sem situr i fulltrúa- deild Bandaríkjaþings, en hann átti viðræður við Sýrlandsfor- seta í Damaskus á þriðjudag. O’Brien sagði, að Assad hefði lagt á það áherslu að hann bæri enga ábyrgð á mannránunum og hefði ekki hugmynd um hverjir stæðu á bak við þau. Assad átti þátt í því, að 39 Bandaríkjamenn, sem herskáir shítar tóku f gíslingu og héldu um borð í bandarískri fiugvél á Beirút-flugvelli fyrr í sumar, voru látnir lausir. Spá verðlækkun á olíu WuhinKton. 15. ágúnL AP. SÉRFR/EÐINGAR Bandaríkja stjórnar eiga von á því, aö hráolía haldi áfram að lækka f verði og tunnan verði seld á 26 dollara á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri „skammtímaspá“, sem bandari.sk stjórnvöld hafa sent frá sér. Frá árinu 1981 hefur tunnan af hráolíu lækkað úr 39 dollur- um i 27. Fögnuðu ekki páfa Peking, 15. ágúsL AP. FORMÆLANDI utanríkisráðu- neytisins í Peking sagði í gær, að enginn kínverskur stjórnarerin- dreki hefði tekið á móti Jóhann- esi Páli páfa er hann kom f heim- sókn til Afrikuríkisins Togo í fyrri viku. Áður hafði Joaquin Navarro, talsmaður Vatikansins, sagt, að meðal þeirra erlendu sendi- manna í Togo, sem tekið hefðu á móti páfa, hefðu verið sendi- rðunautur Kína og sendiherra Norður-Kóreu. Hefðu þeir m.a. tekið í hönd páfa við móttöku- athöfn. Kínverjar hafa ekkert sam- band við Vatikanið og gagnrýna það fyrir að halda uppi tengsl- um við Taiwan og skipta sér af kínverskum innanrikismálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.