Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Nýja línan frá Yves Saint-Laurent Yves Saint-Laurent hefur boðað haust og vetrartískuna. Hér sést sýn- ingarstúlka spóka sig í glæsilegum kvöldkjól úr satíni alsettum eldtung- um með síðum ermum og sjómannahálsmáli á sýningu sem keisari tískunnar hélt fyrir viku. Bretland: íhalds f lokkurinn aldrei óvinsælli London, 15. ájpÍBt. AP. FYLGI almennings við stjórn Margrétar Thatcher og íhaldsflokkinn hefur aldrei verið minna á sl. fjórum árum, samkvæmt skoðana- könnun sem Lundúnablaðið Daily Telegraph birti í dag. Skoðanakönnunin var gerð af september 1981, þegar einungis Gallup-stofnuninni og sýndi hún að íhaldsflokkurinn stendur Iangt að baki Verkamannaflokksins og Bandalags jafnaðarmanna og frjálslyndra hvað varðar vinsæld- ir almennings. Verkamannaflokk- urinn hlaut stuðning 40% þeirra sem þátt tóku í könnuninni, Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra 34% og íhaldsflokk- urinnn 24%. Aðeins einu sinni áð- ur á sex ára stjórnarferli Margrét- ar Thatcher hefur fylgi íhalds- flokksins verið minna, en það var í 23% aðspurðra í skoðanakönnun sagðist fylgja stjórninni að máli. Norman St. John-Stevas, ráð- herra í stjórn Thatchers, sagði í samtali við fréttamenn að niður- stöður könnunarinnar væru aug- ljós skilaboð til forsætisráðherr- ans um að almenningur væri ekki ánægður með frammistöðu stjórn- arinnar. Hann sagðist hins vegar ekki telja að almenningur væri al- gerlega á móti stjórninni, heldur bara að endurskoða þyrfti stefnu hennar. Margaret Thatcher Danmörk: McDonnel Douglas sam- þykkir að greiða bætur vegna flugskeytisins sem olli tjóni í sumarbústaðahverfi í sept. 1982 Kuipnunnabofii. 15. á«Ú8(. AP. AÐ SÖGN danskra í dag, að tekist hefðu samningar varnarmálayflrvalda hefur banda- um, að McDonnel Douglas ríska fyrirtækið McDonnell Dougl- as samþykkt að greiða bætur vegna skaða, sem flugskeyti olli í sumarbústaðahverfi á Sjálandi í september 1982. Varnarmálaráðherrann, Hans Engell, greindi þingnefnd frá því greiddi um 290.000 dollara (um 11.600.000 ísl. kr.) í skaðabætur. Flugskeytinu, sem McDonnell Douglas framleiddi, var fyrir slysni skotið frá dönsku freigát- unni Peder Skram á flotaæfingu við norðvesturströnd Sjálands. Vestur-Þýskaland: Eiga sósíaldemókratar sigurmöguleika 1987? ÞAÐ hefur lengi verið mál manna í Vestur-Þýskalandi að litlar líkur séu á því að sósíaldemókratar (SPD) beri sigur úr býtum í næstu þingkosn- ingum, sem verða 1987. Eftir hinn mikla kosningasigur flokks Helmuts Kohls kanslara 1983 lét Herbert Wehner fyrrverandi þingflokksformaður sósíaldemókrata og einn helsti leiðtogi þeirra um langt skeið, meira að segja þau orð falla að SPD, sem haldið hafði um stjórnartaumana 13 ár, þyrfti að búa sig undir að verða í stjórnarandstöðu næstu 15 árin. En eins og málum er nú háttað eru margir farnir að efast um spádómsgáfu Wehners. Þótt stjórnarflokkarnir, kristilegir demókratar og frjáls- ir demókratar, eigi nú undir högg að sækja og sæti vaxandi gagnrýni, telja flestir stjórn- málaskýrendur að stjórnin muni sitja áfram eftir næstu kosning- ar. Hins vegar breytir það engu um þá staðreynd að fylgi sósíal- demókrata hefur aukist mjög síðustu mánuði. Bæði úrslit fylk- iskosninga á þessu ári og niður- stöður skoðanakannana bera þvi vitni. Afleiðingin hefur orðið sú að augu manna hafa beinst æ meir að sósíaldemókrötum og leiðtog- um þeirra. Eitt háir þó flokkn- um: Sósíaldemókratar þurfa helst að fá hreinan meirihluta atkvæða í næstu kosningum til að ná völdum. Og það hefur að- eins einu sinni áður gerst í stjórnmálsögu Sambandslýð- veldisins að einn flokkur hafi náð meirihluta: Þegar kristilegir demókratar undir forystu Konrads Adenauer náðu þeim árangri 1957. Að vísu kemur til greina að sósíaldemókratar taki upp stjórnarsamstarf við um- hverfisverndarflokk græningja, en litlar horfur eru þó taldar á því. Með öðrum orðum virðast möguleikar sósíaldemókrata á sigri í kosningunum 1987 ráðast af því hvort fylgi stjómarinnar minnkar enn frekar, en undan- farna mánuði hafa vinsældir kanslarans og flokks hans farið mjög þverrandi. Á hinn bóginn benda margir stjórnmálaskýr- endur á að algengt sé að ríkis- stjórnir séu í öldudal um miðbik kjörtímabils, og því sé sennilegt að fylgi stjórnarinnar í Bonn eigi eftir að aukast á ný. Johannes Rau, forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen, sem vann mikinn sigur í fylkis- kosningum í mai, virðist a.m.k. draga í efa sigurmöguleika sósí- aldemókrata í kosningunum 1987. Lagt hefur verið hart að Rau að hann taki við leiðtoga- hlutverkinu af Hans-Jochen Vogel, sem talinn hefur verið fremur litlaus, í næstu kosning- um, en hann hefur verið tregur til að samþykkja. Hann hefur t.d. lýst yfir því að hann kunni Táknræn mynd? Jóhannes Rau, sem helst er talinn koma til greina sem kanslaraefni vestur-þýskra sósíaldemókrata, sést hér með svipaöa „kratahúfu" og Helmut Schmidt fyrrverandi kanslari geröi fræga á sínum tíma. vel við starf sitt, og vilji gefa sér tíma til að sinna fjölskyldu sinni. Vera má að þetta sé aðeins yfirskin: Hann vilji ekki til- kynna ákvörðun sína strax. Hvað sem því líður, þá herma heimildir að Helmut Schmidt fyrrverandi kanslari hafi ráðið Rau frá því að taka við forystu- hlutverki flokksins í kosningun- um 1987, þar sem möguleikarnir á sigri séu meiri 1991. Athyglin hefur einnig beinst að Oskar Lafontaine, sem vann stórsigur í fylkiskosningum í Saar á þessu ári, en hann heyrir vinstra armi flokksins til. Samt er ólíklegt að hann verði fyrir valinu, enda hafa róttækar skoð- anir hans í varnar- og efna- hagsmálum ekki átt upp á pall- borðið hjá hófsamari öflum í flokknum. Niðurstöður skoðana- könnunar, sem gerð var í sumar, benda til þess að einungis 14% kjósenda telja þann kost vænst- an að Lafontaine verði kanslara- efni sósíaldemókrata. 17% töldu Vogel best hæfan, en 55% lýstu yfir stuðningi sínum við Rau. Um tíma var sá orðrómur á sveimi að Willy Brandt formað- ur flokksins og fyrrverandi kanslari hefði jafnvel hug á að verða kanslaraefni sósíaldemó- krata 1988. Vogel, sem nú er þingflokksformaður sósíaldemó- krata, var þó fljótur til að kveða orðróminn niður. Eitt er a.m.k. víst: Ef sósíal- demókratar ætla að eygja sigur- von í næstu kosningum verða þeir að koma sér saman um kanslaraefni flokksins sem fyrst, enda eru hinir flokkarnir þegar farnir að undirbúa kosningabar- áttuna. (Heimild: The Economist) Skeytið fór sjö sjómílna vega- lengd áður en það skreið upp á ströndina og sprakk í sumar- bústaðahverfinu. Sex sumarhús gereyðilögðust við sprenginguna og 12 stórskemmdust að auki. Engin slys urðu á fólki, þar sem bústaðirnir voru mannlaus- ir vegna rigninga- og kuldatíðar. Henning G. Olsen skipstjóri, sem skaut flugskeytinu, kvað ör- yggislæsingu hafa átt að koma í veg fyrir, að skeytið færi af stað. Danska stjórnin kvaðst upp- haflega ætla að fara fram á 1,3 millj. dollara skaðabætur, en fyrir rétti var talið að Olsen skipstjóra hefðu orðið á „tækni- leg mistök", er óhappið átti sér stað. Vegna þess samkomulags, sem tekist hefur við bandaríska fyrirtækið, telur varnarmála- ráðuneytið sig fá endurgreiddan útlagðan kostnað vegna skemmdanna í sumarhúsahverf- inu. Guatemala: Sprengt í sendiráði Mexíkó Cufttcmalaborf,. 14. á|(ÚHt. AP. ÖFLUG sprenging varö í sendiráði Mexíkó í Guatemala klukkan 8.30 á miðvikudagsmorgni, 14.30 aö ís- lenzkum tíma, meö þeim afleiðing- um aö tveir menn biðu bana, aö sögn embættismanna. Abraham Talavera, sendiherra, sagði að handsprengju hefði verið kastað inn á lóð sendiráðsins. Hins vegar er ekki vitað hverjir þar voru að verki, en pólitísk ofbeldisverk hafa verið viðloðandi í Guatemala i þrjá áratugi. Sprengingin varð það öflug að byggingar í nágrenni sendiráðsins hristust og skókust. Þykir það ganga kraftaverki næst að ekki skyldu fleiri bíða bana í sendi- ráðsbyggingunni. Mennirnir tveir, sem biðu bana, voru Guatemala- menn, sem störfuðu hjá sendiráð- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.