Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 17 Áfengisvarnarnefndum er markað starfssvið með lögum — eftirPál V. Daníelsson Þeir, sem stuðla vilja að fjölgun vínsölustaða, hafa gerst háværir út af því að dómsmálaráðherra hefur gefið út yfirlýsingu um að hann muni taka fullt tillit til um- sagna áfengisvarnanefnda við af- greiðslu nýrra vínveitingaleyfa. Hafa ómakleg orð fallið í garð ráðherra í þessu sambandi. Svo einkennilega vill til, að þeir sem fram fyrir skjöldu ganga 1 þessu efni gera það eingöngu út frá þeirri hlið málsins að vínsölustað- ir séu sjálfsagðir en sleppa því sem að almenningi snýr í ríkum mæli en það er hið félagslega tjón í ýmsum myndum, heilsutjón og dauði fyrir aldur fram, sem neyt- endurnir verða að þola vegna áfengisneyslunnar. Er það bæði kaldrifjað og siðlaust að horfa fram hjá þeirri hlið þessa máls. Áfengisvarnanefndirnar Þá virðast menn vera tilbúnir í það að reyna að gera lítið úr áfengisvarnanefndum. Jafnvel sveitarstjórnarmenn, sem eiga að þekkja áfengislögin, telja áfeng- isvarnanefndir undirnefndir sveit- arstjórna. En það er mikill mis- skilningur. Rétt er að sveitarstjórnir kjósa í áfengisvarnanefndir samkvæmt áfengislögun nema formann, sem heilbrigðisráðherra skipar að fengnum tillögum Áfengisvarna- ráðs. Samkvæmt þessum lögum skal Áfengisvarnaráð „hafa um- sjón með áfengisvarnanefndum, samræma störf þeirra og vera þeim til aðstoðar og leiðbeiningar í hvívetna". Þá hefur heilbrigðis- ráðherra gefið út sérstaka reglu- gerð um verksvið áfengisvarna- nefnda. Þótt sveitarstjórnum sé falið með sérstökum lögum að kjósa fólk í nefndir eða stjórnir að hluta til eða öllu leyti er ekki þar með sagt að viðkomandi nefndir eða stjórnir séu undirnefndir sveitar- stjórnanna, enda starfssvið þeirra oft markað í viðkomandi lögum. Hlutverk áfengisvarna í áfengislögunum segir m.a.: „Áfengisvarnaráð fer með yfir- stjórn allra áfengisvarna í land- inu. Það skal stuðla að bindindis- semi, vinna gegn neyslu áfengra drykkja og reyna í samráði við ríkisstjórn, áfengisvarnanefndir og og bindindissamtök að afstýra skaðlegum áhrifum áfengis- neyslu.“ Það sem ráðherra hefur gert er ekki annað en það að lýsa því yfir að hann muni taka mark á þeim, sem eiga að vinna að áfengisvörn- um lögum samkvæmt. Og það var sannarlega tími kominn til þess að tillit væri tekið til ástandsins í áfengis- og öðrum fíkniefnamál- um. Undanfarna áratugi hefur nær eingöngu verið farið eftir þeim vilja vínsölumanna og vín- neyslufólks að slaka á hömlum með þeim afleiðingum að þeim fjölgar með ári hverju, sem áfeng- isneyslan veldur margvíslegu fé- lagslegu tjóni, sjúkdómum og dauða fyrir aldur fram. Það fólk sem að áfengisvörnum vinnur hef- ur veitt upplýsingar og bent á leið- ir til þess að draga úr slíku tjóni en rannsóknir og reynsla benda til þess að ýmsar takmarkanir og Páll V. Daníelsson „Það sem ráðherra hef- ur gert er ekki annaö en það að lýsa því yfir að hann muni taka mark á þeim, sem eiga að vinna að áfengisvörnum lög- um samkvæmt.“ hömlur á meðferð og aðgengi að áfengi séu líklegastar til góðs árangurs og allar slíkar leiðir eru í höndum stjórnvalda. Það eru því stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga sem bera fulla ábyrgð á því hvern- ig komið er í áfengismálum okkar, þótt enginn vilji halda á loft af- rekum í því að leiða þá ógæfu yfir fólk. Hótanir Gefið hefur verið í skyn, að ekki verði það fólk kosið aftur í áfeng- isvarnanefndir, sem standi gegn fjölgun vinveitingahúsa. Þetta getur verið gott og blessað. En taki hinir pólitisku flokkar upp slíka stefnu þá ættu þeir að marka hana fyrir kosningar svo að fólk vissi að hverju það gengi. Þá getur fólk metið það stefnumál með öðr- um á kjördegi og jafnvel fyrr ef það vill standa að framboði fólks með öðru hugarfari. Þegar á reyn- ir hika flestir við að fara upp í bifreið hjá ölvuðum bílstjóra og það sama getur gerst í sambandi við þjóðarskútuna að fólk vilji heldur kjósa aðra en þá, sem mestan áhuga hafa á bjór og brennivíni, til þess að halda um stjórnvölinn. Höfundur er formadur Áfengis- rarnanefndar Hafnarfjardar. Ó fr emdarástand í dagyistarmálum — eftir Sigríði Stefánsdóttur Algengt er að óskapast sé yfir fæð barnaheimila og leikskóla, fólk komi börnum sínum ekki að á slíkum stofnunum. Dagheimilin eru nær fullsetin af börnum svo- kallaðra forgangshópa, náms- manna og einstæðra foreldra. Bið eftir leikskólaplássi er eitt til tvö ár, börn komast ekki að þar fyrr en 3ja ára o.s.frv. Allt er þetta rétt og satt. En það er fleira sem hrjá- ir þennan rekstur, þ.e. skortur á starfsfólki, jafnt lærðum fóstrum sem ófaglærðu starfsfólki. Lengi hefur ástandið verið slæmt og erf- itt hefur verið að manna þessar stofnanir á undanförnum árum en aldrei eins og nú. Þarna er um að ræða ábyrgðarmikil störf og erfið en launin eru furðu lág. Það hefur gert það að verkum að manna- skipti eru stöðug, sérstaklega gild- ir það um ófaglært starfsfólk. Margir koma inn í þessi störf í stuttan tíma en hverfa úr þeim jafnskjótt og betra býðst annars staðar. Fjölmargir hefðu svo gjarnan viljað vera í þessum störf- um en geta ekki afsakað fyrir sjálfum sér né sínum að vera í slíkum láglaunastörfum þegar betri laun bjóðast annars staðar. Á barnaheimilið Hagaborg, þar sem ég þekki best til, vantar sex starfsmenn 1. september eða eftir sumarfrí, þar sem barnaheimilið er lokað nú í ágúst. Þrátt fyrir auglýsingar var lítið sóst eftir þessum störfum og því sjáanlegt að loka verður á 32 börn eða helm- ing allra barna á heimilinu þann 1. september. Þetta ástand er ekki einskorðað við Hagaborg, það ríkir meira og minna um alla borg, þó sum „Launin verða að vera það há að fólk fáist til að gegna þessum störf- um til langframa, ekki bara meðan það bíður eftir að annað og betra bjóðist.“ barnaheimili og leikskólar verði kannski heldur verr úti en aðrar stofnanir og nokkrar sleppa í þetta sinn. Það vantar starfsfólk í 86 stöðugildi á dagvistarstofnanir borgarinnar, 38 fóstrur og 48 ófaglærða starfsmenn og lítill áhugi á þeim. Foreldrar standa því frammi fyrir því að lokað verði á börn þeirra 1. september og verða þeir því að taka þau með sér í vinnu eða hringja í atvinnurekandann og segja, því miður kemst ég ekki til vinnu um ófyrirsjáanlega framtíð. Foreldrar verða þar með að svikja sínar skuldbindingar af því að þeir eru sviknir um þessa þjónustu sem þeim hefur verið veitt vilyrði fyrir og þeir treysta á. Þessi mál vérður því að leysa og á einhvern varanlegan hátt, ekki einungis með því að klóra í bakk- ann og reyna að ráða einhvern og einhvern til starfsins til að bjarga málum fyrir horn núna, sama staða gæti komið upp um áramót eða næsta vor. Þeir sem ábyrgð bera á dagvistarmálum borgar- innar verða að beita sér fyrir því að kjör þessara stétta verði bætt, á annan hátt leysist þetta ekki. Launin verða að vera það há að fólk fáist til að gegna þessum störfum til langframa, ekki bara meðan það bíður eftir að annað og betra bjóðist. Stöðug mannaskipti eru beinlínis skaðleg fyrir börnin, dagvistun er liður í uppeldi en ekki geymslustaður. Börnunum verður að líða vel og finnast þau vera örugg, en það getur verið erf- itt þegar stöðugt koma ný og ný andlit. Þau mynda þá ekki þau tengsl við starfsfólkið sem er und- irstaða þess að þeim líði vel og að starfsfólki líði vel. Það þarf meira til en að gæta barnanna eins og sauða, það þarf meira en að líta eftir þeim svo þau fari sér ekki að voða. Starfsfólk þarf að vera til- búið að sinna þeim hverju og einu, hugga þau, tala við þau, kenna þeim o.s.frv. Dagvistarstofnanir eru byggðar þannig upp að börnin þroskist þar og læri og þá verður að sjá til þess að starfsfólk fáist til að sinna þeim störfum og sé fært um að sinna þeim. Um slíkt er ekki að ræða eins og ástandið er nú, starfsmannaflótti vegna smánarlegra launa. Byrjunarlaun fóstra eru 21.700 kr. og ófaglærðs starfsfólks 16.500 kr. Um enga eft- irvinnu er að ræða, ekkert vakta- álag til að bæta kjörin. Hér er ekki um að ræða hags- muni starfsfólks og einhvers fá- menns foreldrahóps. Börn á dag- vistarstofnunum í Reykjavík eru yfir 3.000 og flest börn fara ein- hvern tímann á slíka stofnun, barnaheimili eða leikskóla, þó sum þeirra komist ekki að fyrr en um síðir. Ég held ég tali fyrir munn flestra foreldra þegar ég hvet yfir- völd til að bregðast skjótt við og reyna allar Ieiðir til að leysa þessi mál á varanlegan hátt með því að meta þessi störf til hærri launa. Það er betra fyrir alla aðila, börn, foreldra, starfsfólk dagvistar- stofnana og atvinnulífið í heild. Höfundur er kennari og foreldri barns i dagristarstofnun. u þú stigurgæfusporá neuga Hugmyndin að HEUGA gólfteppum í formi 50 x 50 cm flísa hefur marga kosti: ★ ENDINGIN MARGFÖLDUÐ, slitblettir óþarfir, flisarnar fluttar til innbyrðis. ★ Laghentir leggja þær sjálfir og færa húsgögnin til eftir hendinni. it Engar áhyggjur af blettum: flísin er tekin upp, færð til eða endurnýjuð. ★ Auðvelt að breyta og/eða bæta. ★ Fastlíming er óþörf. T.d. þessir völdu HEUGA: I.B.M., SKÝRR, Gjaldheimtan. Husgagnahöllin. HEUGA hentar þér, eins og milljónum annarra um vfða veröld. /fo nix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.