Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 15
M'ORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 15 SVIPMYNDIR UR BORGINNI / Ólafur Ormsson „Hagavagninn fór um Ægissíðuna til að minna á sig Himinsins blíða er í borginni fyrstu daga ágústmánaðar, hiti frá tíu og allt upp í átján stig, sólskin meira eða minna, skýjað einstöku sinnum og úrkoma varla teljandi. í þannig tíð er haldið uppá dagana með ýmsu móti, t.d. farið í skoðunarferðir í hverfi í borginni þar sem ekki er komið svo mánuðum skiptir eða jafnvel árum. Vesturbærinn varð fyrir val- inu hjá greinarhöfundi sunnu- daginn 11. ágúst síðastliðinn uppúr klukkan tvö eftir hádegi þegar íþróttamennirnir i Evr- ópubikarkeppninni i frjálsum íþróttum voru að búa sig undir að slá hvert vallarmetið af öðru inni í Laugardal. Það var mistur í lofti, sólarlaust en einstök hlý- indi í borginni, veðurstofan gaf upp 13 stiga hita á hádegi og víðast hvar þar sem gangandi fólk var á ferli var það í léttum sumarfötum og samferðamaður í skoðunarferðinni um vestur- bæinn hafði orð á því hvað er- lendir ferðamenn væru margir í borginni þessa dagana og hafði ekki fyrr sleppt orðinu að fyrir framan Þjóðminjasafnið við Suðurgötu stoppaði stór lang- ferðabíll og út kom hópur fólks. Þarna voru Asíumenn, fólk af hvíta kynstofninum, blökku- menn og fólk sem okkur þótti líklegt að væri frá austurlöndum fjær og einn farþeganna var af indjánakyni; hann var með dökkt og mikið hár aftur á axlir og hvíta fjöður í barmi. Við stoppuðum um stund við gatna- mót Suðurgötu og Hringbrautar og skoðuðum nýtt umhverfi sem blasti við okkur. Gamli íþrótta- leikvangurinn við Suðurgötu er horfinn, búið er að rífa niður grindverkið er áður stóð um- hverfis leikvanginn, stúkan er einnig horfin og miðasöluhúsin gegnt Hringbrautinni þar sem mynduðust oft langar biðraðir hér í gamla daga og í hugann komu minningar tengdar íþróttaleikvanginum þar sem snillingar eins og Ríkharður, Þórður Þórðarson, Donni, Sveinn Teitsson og Þórólfur Beck fóru á kostum snemma á sjötta áratugnum og raunar allt fram á sjöunda áratuginn og ungir knattspyrnuáhugamenn voru svo yfir sig hrifnir að þeir gleymdu oft á tíðum að kaupa sælgæti og gos og störðu í lotn- ingu á hetjur sínar þegar þær gátu látið boltann gera næstum allt nema tala. Ekki langt frá þar sem stúkan var áður á gamla íþróttaleik- vanginum við Suðurgötu rís nú viðbygging við Hótel Sögu, hin myndarlegasta bygging, og mið- ar allvel áfram. Sama verður ekki sagt um aðra byggingu og fyrirferðarmikla skammt frá gatnamótum Birkimels og Hringbrautar, Þjóðarbókhlöð- una. I því húsi er margt ógert og þörfin fyrir þá byggingu ekki síðri en viðbyggingu hótelsins. Litla Brekka, gamli torfbær- inn þar sem Eðvarð Sigurðsson, hinn farsæli verkalýðsleiðtogi, bjó árum saman og allt fram i byrjun áttunda áratugarins er nú horfinn fyrir allnokkru. Bær- inn stóð sunnan við hjónagarða háskólans þar sem nýlega komu upp illvígar deilur um húsaleigu- greiðslur. Litla Brekka var lík- lega síðasti torfbærinn í Reykja- vík og setti vissulega svip á um- hverfið þar sem hann stóð ekki fjarri Lynghaganum. Þegar við fórum um þá götu, greinarhöf- undur og samferðamaður í skoð- unarferðinni um vesturbæinn leist okkur þannig á umhverfið, hús, garða og allan frágang á lóðum, gangstéttum og götu að við stefnum að því báðir í ellinni að koma okkur upp þar þaki yfir höfuðið, það er að segja ef guð lofar. Við hús númer fimm stóð bíll borgarstjóra, dökkblár eins og vera ber, og börn voru að spegla sig í lakkinu. Neðan við Ægissíð- una, þegar komið er frá Lyng- haga, eru grásleppukarlar og aðrir smábátaeigendur með að- setur og þar voru nokkrar trillur uppi í fjöru og verið að dytta að þeim. Þar eru einnig nokkrir skúrar og á einn þeirra hafði verið skrifað með stórum stöfum KR, sem líklega mun eiga að tákna Knattspyrnufélag Reykja- víkur. Þekktur knattspyrnu- áhugamaður telur að yfirráða- svæði þessa rótgróna vesturbæj- arfélags sem mig minnir að sé komið á níræðisaldurinn náði tæplega ekki þetta langt frá Kaplaskjólsveginum þar sem höfuðstöðvarnar eru og áhrifin svo mikil að þar um slóðir hefur aldrei þrifist nokkur knatt- spyrnumaður seni ekki hefur verið í búningi félagsins, en það er önnur saga. Við Ægissíðuna og Faxaskjól- ið, götuna neðst niður við sjóinn í vesturbænum, ríkti þennan sunnudagseftirmiðdag einskon- ar himneskur friður. Bílaumferð var næstum engin. Hagavagninn fór um Ægissíðuna til að minna á sig og á gangstétt mættum við barnshafandi konu með barna- vagn á undan sér, í einstaka húsagarði var verið að vökva blóm og lítill hvítur hundur meig upp við ljósastaur og horfði upp í himininn. Á horni Fálka- götu og Dunhaga er í byggingu myndarlegt fjölbýlishús og búið að loka fyrir innganginn að Arn- argötunni þar sem Erlingur Hansson bjó eitt sinn og hélt uppi gleði í gömlu steinhúsi fyrir um það bil tiu til fimmtán árum. Alltaf hefur mér þótt einhver sjarmi yfir þessu borgarhverfi þarna í grenndinni við Dunhaga, Fálkagötu og Tómasarhaga og þar er að finna ýmislegt sem minnir á forna tíð í byggingar- list og þá sérstaklega við Fálka- götu. Þegar við gengum um Tómasarhaga þá varð skyndi- lega á vegi okkar svartur rófu- laus köttur, vingjarnlegur á svipinn og hann horfði þannig á okkur að það var líkast því að hann áttaði sig á að þarna voru á ferð aðkomumenn og hann vildi greinilega bjóða okkur sérstak- lega velkomna í hverfi þar sem lífsgæðakapphlaupið er óþekkt fyrirbæri. Klukkan var langt gengin í fjögur þennan sunnudagseftir- miðdag, 11. ágúst síðastliðinn, þegar við gengum um Nesveg og yfir á Hofsvallagötu. Þar um slóðir eða neðan til við sundlaug vesturbæjar hefur risið á síðari árum glæsilegt hverfi einbýlis- húsa og ekki langt frá Hagamel 45 þar sem vinafólk býr er kom- inn pylsuvagn og minigolf til hliðar við sundlaug vesturbæjar, sem sagt allt til alls og svo er þar Haukur í horni, vinsælt veit- ingahús í næsta nágrenni þar sem „Háloftafræðingurinn" og „Hakinn" eru tíðir gestir meðal annarra og skiptast á skoðunum um hagsmunamál íbúa í vestur- bænum yfir mat og drykk. Það er sjarmi yfir vesturbænum þessa ágústdaga árið 1985 sem hafa verið einstaklega mildir. Það er gróðursælt þarna víðast hvar og snyrtilegt og þar býr víða fólk sem búið hefur þarna í áratugi og getur ekki hugsað sér að búa annars staðar. Kanadísk þingmannanefnd í heimsókn: Vilja samvinnu á banda ríska fiskmarkaðinum KANADÍSK þingmannanefnd, sem nú er stödd hér á landi í bodi Alþingis, ræddi m.a. við sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, um að íslendingar fengju hugsanlega fiskveiði- heimildir í kanadískri lögsögu. Engin niðurstaða fékkst þó á þessum fundi, enda eiga kanadísk stjórnvöld eftir að taka afstöðu til málsins. Fjórir þingmenn stjórnar- flokksins i Kanada, íhaldsflokkn- um, og einn úr flokki frjálslyndra skipa sendinefndina, sem hér er til að endurgjalda heimsókn is- lenskra þingmanna til Kanada árið 1976. Hafa kanadísku þing- mennirnir átt viðræður við ís-‘ lensk stjórnvöld um ýmis mál er varða tengsl landanna, en hér er þó fyrst og fremst um kurteisis- og kynnisför að ræða. Á fréttamannafundi, sem efnt var til vegna dvalar þingmann- anna hér, kom m.a. fram að Kanadamenn hafa áhuga á að auka samstarfið við íslendinga, einkum á sviði fjarskiptamála og orkunýtingar, en einnig í sjávar- útvegsmálum. Állir þingmannanna eru frá austurströnd Kanada, þar á með- al er einn frá Nýfundnalandi, Morrisey Johnsen, og annar frá Nova Scotia, Gerald Joseph Comea. Forsvarsmaður sendi- nefndarinnar er Jean J. Charet. Hann sagði það ljóst að dregið hefði úr vlðskiptatengslum ís- lendinga og Kanadamanna frá því 1980, ekki síst sökum aukinn- ar samkeppni þjóðanna á fisk- mörkuðum í Bandaríkjunum. Þó vildu Kanadamenn bæta sam- skiptin, enda ættu þjóðirnar margt sameiginlegt. Charet sagði að samningur Slippstöðvarinnar á Akureyri við kanadískt útgerðarfyrirtæki um breytingar á tveimur togurum væri vissulega spor í rétta átt, og gætu íslendingar deilt hinni miklu tækniþekkingu sinni í sjáv- arútvegi með Kanadamönnum. þótt aðeins um 1% þjóðar- framleiðslu Kanadamanna eigi rætur að rekja til fiskveiða eru þær helsta atvinnugreinin á ákveðnum svæðum, eins og t.d. á Nýfundnalandi og Nova Scotia. Sagði Morrisey Johnsen að i sinu kjördæmi byggju um 79 þúsund manns, og þar af störfuðu rúm- lega 11 þúsund við sjávarútveg. Atvinnuleysi væri nú um 23% á Nýfundnalandi, og þvi skipti mikUf máli að auðlindir hafsins væru nýttar til fulls. Af þeim sökum m.a. hefðu kanadísk stjórnvöld leyft Japönum og Portúgölum og fleiri þjóðum að veiða í kanadískri lögsögu, enda væri hluta aflans landað í Kan- ada. Sagði Johnsen að í viðræðum við sjávarútvegsráðherra hefði m.a. verið rætt um möguleikann á að íslendingar fengju fiskveiði- heimildir innan landhelgi Kan- ada, en ríkisstjórn lands síns ætti þó eftir að ákveða hvað gert yrði í málinu. I JÚLÍMÁNUÐI sl. seldi Iceland Seafood Corporation, dótturfyr- irtæki Sambandsins, frystar sjávarafurðir fyrir 12,3 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 500 milljónir króna í Bandaríkjun- um. Þetta er 32% meira í er- lendri mynt en í sama mánuði í fyrra og var þetta raunar sölu- hæsti júlímánuður í sögu fyrir- Hann sagði að mikið væri veitt af þorski og grálúðu við Ný- fundnaland, en meðal annarra fisktegunda væri lax. Er Johnsen var spurður nánar um laxveið- arnar kvað hann Kanadamenn hafa miklar áhyggjur af laxveið- um Færeyinga og annarra þjóða í sjó við Grænland, þar sem laxinn hefði skilað sér illa undanfarið. Aðspurður kvaðst Johnsen styðja sjónarmið íslendinga í hvalveiði- málum, og einnig vera hlynntur selaveiðum, enda væri hringorm- ur í fiski mikið vandamál. Gerald Joseph Comeau sagði að í viðræðum við sjávarútvegsráð- herra hefði ríkisstyrki Kanada- manna til sjávarútvegs borið á góma. Og þótt hann kysi fremur að ræða um „endurfjármögnun" í þessu sambandi væri þessi ráð- stöfun ekki til frambúðar. Stefna tækisins. Fyrstu sjö mánuði ársins seldi Iceland Seafood Corporation frystar sjávarafurðir fyrir 74,5 milljónir dollara eða um 3.090 milljónir króna miðað við meðal- gengi Bandaríkjadals á þessu tímabili. Þetta var 11 af hundr- aði meiri sala í erlendri mynt en á sama tímabili fy*ra árs. stjórnarinnar væri að draga úr ríkisafskiptum af atvinnulífi, og því vonaðist hann til að unnt yrði að draga úr beinum stuðningi ríkisvaldsins við sjávarútveg fyrr en síðar. Hins vegar mætti ekki gleyma því að ríkisstuðningurinn væri til kominn vegna mikils at- vinnuleysis í landinu, en nú væru um 11,5% vinnufærra manna at- vinnulausir í Kanada. Áðspurður kvað hann sam- keppni íslendinga og Kanada- manna á bandarískum fiskmörk- uðum vissulega hafa haft áhrif á samskipti þjóðanna. Á hinn bóg- inn væri áhugi á að koma á auknu samstarfi milli þeirra. Það væri einkum unnt með því að vinna sameiginlega að kynningu fiskaf- urða í Bandaríkjunum til að freista þess að breyta matarvenj- um Bandaríkjamanna. Ljóst væri að mikið og erfitt starf væri framundan, þar sem neysla á fiski hefði staðið í stað í Banda- ríkjunum undanfarin ár. En það væri þeim mun meiri ástæða til að íslendingar og Kanadamenn tækju höndum saman og færu að vinna að sameiginlegum hags- munum sínum. Að lokum sögðust kanadisku þingmennirnir hafa orðið margs vísari hér á landi, og væri greini- legt að þjóðirnar gætu lært mikið af hvorri annarri. I Kanada væri til dæmis mikið rætt um samn- ingagerð við Bandaríkjamenn um frjáls viðskipti milli ríkjanna. Hefði þingmannanefndin leitað álits á þessu máli í viðræðum sin- um við íslenska ráðamenn hér, þar sem þeir réðu yfir þekkingu á svipuðum málum vegna aðildar íslands að Fríverslunarbandalagi Evrópu. Iceland Seafood Corporation: Seldi fyrir ríflega 500 milljónir króna í júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.