Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 27 anna og óendanlegar þulur og þjóðkvæði, sumt af því var runnið frá Guðrúnu gömlu á Flókastöð- um, sem var eins og sprottin beint út úr kviku þjóðtrúar og þjóðhátta um aldir. Eg hef stundum gert mér í hugarlund að hjá henni hafi þær lært forneskju og galdur. Síð- ar á lífsleiðinni málaði Ásta lítið olíumálverk, sem sýnir þær stall- systurnar í hlóðaeldhúsinu hjá Guðrúnu á Flókastöðum. Myndin verður að lifandi listaverki í inn- sýn þess sem var. Síðar eignuðust pær þriðju fóst- ursysturina, frænku sína Guðrúnu Einarsdóttur, sem síðar giftist Gísla Sveinssyni sýslumanni, en hún dvaldist hjá þeim á Breiða- bólsstað að ég held í fimm ár. Og enn bættist við frændi þeirra Páll Eggert Ólason, síðar mikilvirkur fræðimaður, sem kom austur í sveitaloftið og nýmjólkina til að sigrast á berklum. í nánum tengslum var svo skyldfólkið á Núpi, vinafólk á Sámsstöðum og Árnagerði. Af frásögnum virðist mér að unga fólkið í öllu þessu fjölmenna hverfi hafi myndað glaðan og vonbjartan hóp, sem lifði í leik og ljóðum. Fjær í hlíð- inni bjó svo frændfólkið á Kirkju- læk og nánir vinir á Eyvindar- múla. En svo var haldið til borgarinn- ar, „suður“ eins og það var kallað. Saman stunduðu þær nám i Kvennaskólanum í Reykjavík í kringum 1912 og komust þar í kynni við all stóran hóp bekkjar- systra og mynduöu ævilöng vin- áttutengsl við þær. Af þeim lifa enn í hárri elli Anna Þorgríms- dóttir úr Keflavík og Elín Vigfús- dóttir á Laxamýri. Asta bætti síð- ar við sig ári í hússtjórnardeild og fyrir bragðið varð hún leiknari og lærðari matmóðir og á ég sem sælkeri og mathákur ófáar minn- ingar um krásirnar hjá henni. Nú má ekki skilja þetta svo að ég hafi talið hana fremri móður minni á öllum sviðum. Móðir mín átti líka sína góöu parta, þó ég fari ekki að tíunda það í grein um Ástu. Árið 1916 giftist Ásta Skúla Thorarensen á Móeiðarhvoli. Þau ætluðu fyrst að setja upp bú á Ragnheiðarstöðum í Flóa, en áður en til þess kæmi, andaðist faðir hans, Þorsteinn á Móeiðarhvoli, og var þá ekki annað til ráða en að þau stofnuðu heimili sitt á höfuð- bólinu og tækju við búskapnum. Nokkrum árum síðar giftist móðir mín Óskari bróður Skúla -og má sjá, hve tvær fjölskyldur okkar voru nátengdar, að segja mátti að þær væru systur, sem giftust bræðrum. Slík systkinabrúðkaup eru að því leytinu dásamleg, að þau leiða til ótrúlega náinna tengsla, þar sem segja má að þitt er mitt og mitt er þitt, en á hinn bóginn verða þau e.t.v. til að ein- angra og takmarka eðlilegri mægðatengsl út á við. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta, en þannig æxluðust mál, að faðir minn fluttist til Reykja- víkur með fjölskyldu sína 1928 og hugðist hafa ofan af fyrir sér sem trésmiður og húsasmiður. En þeg- ar hann var að smíða hús Tómasar Tómassonar ölgerðarmanns í Bjarkargötunni, varð hann fyrir slysi og tók að sér afgreiðslu á Bifreiðastöð Reykjavíkur. Á Móeiðarhvoli bjuggu hinsvegar Skúli og Ásta á hálfri jörðinni, en þriðji bróðirinn, Haraldur, og Al- dís kona hans á hinum helmingn- um. Þannig var sviðið sett fyrir það æviskeið Ástu, sem varð blóma- tími hennar, húsfreyjan á Móeið- arhvoli, og þar naut ég og systkini mín hennar mest. Á stundum gát- um við ekki gert mun á henni og móður okkar. Hún og Skúli eign- uðust aðeins einn son, Þorstein, og svo var ég skírður sama nafni, sem oft hefur valdið kátbroslegum misskilningi. Pabbi og mamma áttu hinsvegar fjölda barna, við urðum sjö sem komumst upp. Þá voru kreppuárin í algleym- ingi. Án þess að við skildurn það börnin, átti allt fullorðna fólkið i fjárhagsbasli. Við krakkarnir sáum aldrei pening, en kipptum okkur ekki upp við það, því að þá var það eðlilegt ástand. Við gerð- um okkur ekki grein fyrir því, hvernig kreppan lagðist eins og farg á foreldra okkar, svipti fólk framtaki og vonum. Löngu síðar hef ég gert mér þetta ljóst og fæ varla skilið, hvernig við skrimtum af. Ein helsta björg okkar var að við vorum send austur á Móeið- arhvol, stundum allt að helming árs og fyrir kom að maður dveldist þar og að vetrarlagi. Móeiðar- hvolsdvölin var í okkar augum sjálfsagður hluti af tilverunni, og við hugsuðum ekki hót út í það, að vísast fylgdi enginn uppihalds- kostnaður með. Þó við færum að gera gagn, þegar við stækkuðum, er víst að við áttum þar ekkert inni. Þetta sýnir enn betur, hvern- ig við fléttuðumst saman eins og ein fjölskylda væri, þar sem bæði feður okkar og mæður voru ein- staklega samrýmd og elskuleg systkini. Þorsteinn nafni minn, sonur Ástu og Skúla, var elstur í öllum hópnum og varð sjálfkrafa leiðtogi sem við litum mjög upp til. Ógerlegt er í grein af þessu tagi að gefa heildarlýsingu á tímabil- inu sem spannar árin 1930—45. Þetta var krepputími sem Skúli frændi fór ekki varhluta af, frem- ur en aðrir bændur. Þetta var tími harkalegra stjórnmáladeilna, sem frændi tók mikinn þátt í, upp- hafstimi mjólkursendinga til Flóabúsins og hlutverk mitt í mörg ár að vera mjólkurkúskur, aka brúsunum á hestvagni um 5 km leið upp á þjóðveg. Þetta var upphafstími ríkisútvarpsins, þeg- ar vinnutími var jafnvel styttur til þess að allir gætu hlustað á fréttir og kvölddagskrá. Ég man eftir því að þá var sveitasími loksins lagð- ur. Þá var líka verið að slétta stór- ar skákir af túnum. Langt í fjarska sáum við bíla aka eftir Rangársöndum og Ijósker þeirra glömpuðu í hauströkkrinu. Þetta var tímabil MA-kvartettsins og það var „kátt um kvöld“ á héraðs- skemmtun á Strönd. Síðar varð þetta ógnþrungið tímabil styrj- alda og hernáms, breskar herbúðir með bröggum voru reistar skammt frá í Djúpadal. Alltaf var eitthvað að gerast, eitthvað sem greip hugann og hélt áhuganum vakandi. Ég verð að stytta mál mitt með samlíkingu. Sagt er í gamni að langslag yrði heldur leitt, ef það héti ekki neitt. En í æskudvöl minni á Móeiðarhvoli kynntist ég því að örnefni hafa miklu dýpri merkingu en að vísa túristum leið um ókunna stigu. Á gömlu höfuð- bóli eins og Móeiðarhvoli, sem átti sér langa sögu hefðar- og heldri- manna, mátti segja að hvert fót- mál væri varðað örnefnum. Ég á ekki við heitin í fjarska eins og Heklu, Þríhyrning og Eyjafjalla- jökul, sem lyftu þjóðernisvitund- inni allt upp til guðanna, heldur öll kennileitin í heimalandinu, hvort sem var í haga eða túnum, en einkum heimahúsin og á hlöð- unum. f hólnum hafði verið djúpur hellir, notaður sem hlaða, en við gátum ímyndað okkur að þar hefði verið Papabyggð með kroti og krossum í mósteininn. Og í gömlu skemmunni voru miklar kistur, sagðar hafa verið fangakistur aft- an úr miskunnarlausum miðöld- um. Enn áratugum síðar get ég með hjálp heita og örnefna rifjað upp og staðsett mig, hvar sem er á bæjarlandinu, orðin minna mig á, hvar balar og brekkur, girðingar og kálgarðaskampar, breiður af kúmeni og kamillutesjurt uxu á bölunum, hvar við púluðum við handdælu í dælukofanurn og kynntumst fallegu maríuhænun- um, litlu hamingjubjöllunum. Þar var stóri rifsberjalundurinn undir háum eikum, þar sem hægt var að fara í frumskógaleiðangra þvert yfir Afríku eða indíánaleiki eða fela sig til að reykja fyrstu píp- una, gallinn var bara að reykj- arstrókurinn sást upp af skógin- um. Þar við bættust svo nöfnin á öllum húsdýrunum, jafnvel hænsnin höfðu hvert sitt heiti, því að öll voru þau nánir vinir okkar. Síðar finn ég að öll þessi smá- munaheiti á öllu nábýli okkar verka öðruvísi á mann, en hin fjarlægari og háleitari örnefni. Þau voru beinlínis aðferð fólksins til að nálgast og samlifa sig um- hverfinu, renna saman við það í undursamlegri pastóral-sinfóníu, þar sem maðurinn verður eitt með dýrunum, gróðrinum, landinu og moldinni, með vindinum og rign- ingunni. Þessi ár voru blómatími Ástu, hvort sem hún stóð í eldhúsinu eða úti í sólskininu i garðinum með gyllta hnakkahnútinn sinn, allt umfaðmandi í elsku sinni. Mikil- vægast fyrir okkur var, hvað hún var alltaf opin og reiðubúin að tala við okkur, vekja og næra áhugann. Kannski naut ég þess mest okkar systkinanna, af því að ég var líklega opnastur á móti. Ég fæ varla skilið, þegar ég rifja það upp, hve óendanlegar sögur og ævintýri hún sagði mér, hvernig hún hafði tíma til þess frá allri búsýslunni. Ég hef löngum ímynd- að mér, að ég hefði orðið allur annar maður, án þessarar með- ferðar. Eitthvað afl, kannski aftan frá Guðrúnu gömlu á Flókastöð- um, aftan úr ævagömlu rangæsku tungutaki og þjóðsögum alþýðu- fólksins, náði valdi á mér, að vísu meira og minna ómeðvitað, en markvisst fann ég það brjótast út, þegar ég fyrir nokkrum árum þýddi og gaf út úrval af ævintýr- um Grimmsbræðra. ( þessu samfélagi á bændabýl- inu fyrir stríð þekktist enn engin aflvél og ekkert rafmagn, nema á rafgeymum til að hlusta á útvarp, sem sendir voru til endurhleðslu við Seljalandsfoss. Hér var allt knúið áfram af mannafli og hesta. Með stækkandi sléttum þótti sláttuvél með tveim hestum fyrir stórtæk og þá ekki síður rakstr- arvélin, sem undirritaður var kafteinn á í nokkur sumur. Þegar ég renni huganum aftur til þessa tíma, steypist yfir mig hafsjór minninga. Mér finnst allt hafa verið á ferð og flugi. Móeiðarhvoll stendur að vísu dálítið fjarri og einangraður frá öðrum bæjum sveitarinnar, en Skúli frændi var mikill þátttakandi og athafna- maður í sýslunefnd, sveitarfélagi og sókn, vel látinn og átti vini alls- staðar. Mikill gestagangur var og við kynntumst bændum af flestum bæjum nágrennisins. Þá var líka farið í útreiðartúra og erindi á aðra bæi. Á sunnudögum var farið ríðandi í kirkju í Odda hjá séra Erlendi, sem ásamt Önnu konu sinni varð náinn heimilisvinur. Oft voru tíu saman á hestbaki í kirkjuferðinni og farið á Fögru- brekkuvaði yfir Rangá. Þar við bættust svo hópar ríðandi Bakkbæinga á glæstum fákum eins og Sveinn á Uxahrygg, Val- mundur í Bakkakoti, Páll í Fróð- holti. Þeir þurftu fyrst að ríða yfir Þverá, sem á þeim tíma var venju- lega mjög vatnsmikil, síðan um hlaðið á Móeiðarhvoli og þegar þeir bættust í hópinn skiptu reið- fylkingar manna mörgum tugum. Fjöldi fólks kom við sögu í þessu litskrúðuga samfélagi í tvíbýli þeirra bræðranna Skúla og Har- alds og má þá ekki gleyma vinnu- fólkinu eða kaupakonunum, sem urðu hluttakendur með okkur og sálufélagar, hvort sem var í steikj- andi sumarsól eða landsynnings- slagviðri. Allt stendur það mér lif- andi fyrir hugskotsjónum, Ari og Veiga, Júlla og Sella, eða t.d. úr Austurbænum Runki og Lindi eða Svenni svo aðeins nokkrir af þess- um vinum séu nefndir. En allt hefur sinn endi og þessu tímaskeiði lauk nálægt stríðslok- um. Skúli var kominn yfir miðjan aldur og brá búi. Margt fór saman, heilsan að bila, ekki tilbúinn kom- inn á þennan aldur að takast á við óhjákvæmilega vélvæðingu, son- urinn Þorsteinn kominn í embætti í Reykjavík, þar sem hann hefur síðar verið borgarfógeti. Þau fluttust suður til Reykja- víkur, Skúli fékk stöðu á Skatt- stofunni, en eins og margir sem ganga í gegnum snöggar breyt- ingar á lífsháttum, entist hann skammt. Hann veiktist og lá rúmfastur í þrjú ár og það varð lýjandi hlutverk Ástu að hjúkra honum þennan langa tíma, uns hann andaðist fyrir aldur fram. Fráfall eiginmannsins varð henni svo mikill hnekkir, að kannski náði hún sér aldrei eftir það. Samt hélt hún reisn sinni og ljómandi gáfum. Hún bjó þá um skeið með systur sinni Ingunni Kjartans- dóttur og fallegt heimili þeirra varð gestagarður með vinum og sveitungum. Eftir flutninginn suð- ur tókust að nýju hin nánu tengsl við móður mína, þær bjuggu í sama hverfi og leið ekkf sá dagur, að þær ekki heimsæktu hver aðra og eftir að báðar voru orðnar sein- færar og lítið eitt ellimóðar, varð * síminn daglegur tengiliður þeirra. Fram að þessu hef ég mest lýst tengslum Ástu við okkar fjöl- skyldu og lái mér enginn, því að þetta er fyrst og fremst mín per- sónulega grein um hana. En kringum fráfall eiginmanns henn- ar hófst nýr kafli í lífi hennar. Þorsteinn sonur hennar giftist 1949 Unu Petersen og eignuðust þau tvö börn, Ástríði (nú gift Dav- íð Oddssyni borgarstjóra) og Skúla (giftur Sigríði Þórarinsdótt- ur). Þessi barnabörn og síðar þeirra börn urðu Ástu ný lífsfyll- ing. Hún fékk tækifæri til að breiða sig út yfir þau og innleiða þau í sömu furðuskóga skáldskap- * ar og fegurðar og ég hafði áður kynnst. Ég nefndi það i upphafi, að Ásta var svo gæfusöm að sleppa að miklu leyti við það sem mörgum finnst niðurlæging ellinnar. Hjá henni gætti varla nokkurrar hnignunar huga og anda, sem kom fram í því að hún gat hartnær ní- ræð haldið sitt eigið heimili. óvíst er þó að henni hefði auðnast þetta eða farið svo vel úr hendi, ef hún hefði ekki notið sérstakrar að- hlynningar og elsku Unu tengda- dóttur sinnar, sem bjó skammt frá henni og leit inn til hennar á hverjum degi til að standa henni bí. Þegar við kveðjum þessa góðu konu fer ekki hjá því að við bein- um huganum að því, hvert förinni sé nú heitið. Hvort hægt sé að fara fram á stekkjarbakkann og hrópa á ferjumanninn. Ásta var aldrei í neinum vafa um það, að nýtt land lá handan hinnar eilífu Rangár, sem hún nú stendur frammi fyrir. En líklega myndi hún fremur kjósa að fara ríðandi yfir fljótið á Brandi sínum og velja sér Fögru- brekkuvaðið. Þorsteinn Ó. Thorarensen t Kær systir okkar, ÓLÖF (ANNIE KERSBERGEN), andaöist í Drachten í Hollandi aö kvöldi 13. ágústs sl. Karmelsystur Drachten (áöur {Karmelklaustrinu, Hafnarfiröi). t Móöir okkar ÞORBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Króki, Garöahverfi, lést miövikudaginn 14. þ.m. í St. Jósepsspítala í Hafnarfiröi. Ragnheiöur Vilmundardóttir Gísli Vilmundarson, Elín Vilmundardóttir, Vílborg Vilmundardóttir. t Eiginmaöur minn, ÞÓRÐUR HJÁLMSSON, framkvaamdastjóri, Skólabraut 22, Akranesi lést 14. ógúst. Jaröarförln auglýst síöar. Jónína Guövaröardóttir. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, ÞÓRUNNAR BJARNADÓTTUR frá Höfn, Hornafirói, er lóst 12. ágúst, fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlega láti sjúkrasjóö Hrafnistu Hafnarfiröi njóta þess. Ester Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Jónsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, ÁSLAUGAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Brunnstíg 1, Hafnarfiröi. Magnea Símonardóttir, Kristján Símonarson, Þórarinn Símonarson. t Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur minnar, GUDNÝJAR J. GILSDÓTTUR frá Arnarnesi i Dýrafirói. Fyrir hönd asttingja. Guómundur Gilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.