Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 2
2 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Morgunblaðid/Árni Sæberg Frá fundi ráðherra og bankastjóra í gær. Frá vinstri: Stefán Pálsson banka- stjóri Búnaðarbankans, Davíð Ólafsson seðlabankastjóri, Þorsteinn Pálsson fjármálaráöherra, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans og Lárus Jónsson bankastjóri Útvegsbankans. Fundur ráðherra og bankastjóra. Skuldbreyting ein- ungis hugsuð fyr- ir húsbyggjendur ÞORSTTEINN Pálsson fjármálaráðherra og Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra áttu í gær fund með bankastjórum ríkisbankanna, þar sem þeir kynntu tillögur sínar um afnám lánskjaravísitölu af lánum til þriggja ára eða skemmri tíma og skuldbreytingu skammtímalána til lengri tíma. Bankastjórarnir veittu engin svör um afstöðu sína, en sögðust ætla að kynna málið í bönkum sínum. Þorsteinn Pálsson er trúaður á að gott samstarf náist við bankana um framkvæmd þessa máls. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans telur að það þurfí að skoða þessi máli í sam- hengi, bæði vaxtamál og verðtryggingar. Selfossi, 4. deæmber. SJÖ TRÉSMIÐIK á Selfossi, sem allir sækja vinnu til Reykjavíkur, stofnuðu nýlega með sér félag um rekstur bifreiðar sem þeir aka í á vinnustað. Félagið heitir BIGG- - ÞEN eftir upphafsstöfum mann- anna. Trésmiðirnir stofnuðu félagið til þess að ná niður ferðakostnað- inum og keyptu í því skyni 9 manna bifreið. Þeir hafa allir unnið frá hálfu upp í heilt ár í Reykjavík. Þeir sögðu ferðirnar önugar ef Myndin var tekin af BIGG-ÞEN-félögum á Tryggvatorgi klukkan 6.45 þegar þeir lögðu upp í vinnuna. Númer eitt að færðin sé góð Segja 7 smiðir frá Selfossi sem aka daglega til vinnu í Reykjavík snjóar væru. Snjóruðningstæki úr Reykjavík væru lengi að moka heiðina og mættu þeir þeim gjarnan í Hveradalabrekkunni eftir að hafa farið yfir snjó- þyngstu blettina, t.d. Kambana. En fyrsta skilyrði þess að unnt sé að aka til vinnu í Reykjavík frá Selfossi er góð færð. Það hefur farið vaxandi að menn sæki vinnu til Reykjavíkur frá Selfossi. Einkum er um að ræða menn í byggingariðnaði og er ástæðan samdráttur í þeirri grein á Selfossi og uppmælingar- taxtar sem tíðkast í Reykjavík en ekki austan Heiðar. Auk þeirra sem hér eru nefndir fara margir til vinnu í Reykjavík á einkabílum og 40—50 manns fara daglega með sérleyfishöfum til náms og vinnu í Reykjavík. Þeir sjömenningarnir sögðust oft vera spurðir út í færðina þegar þeir koma til vinnu klukk- an hálf átta. „Hvernig var Heið- in?“ spyrja borgarbúar. Hjá Austanmönnum er svarið við siíkum spurningum „Þetta er ekkert mál, vanir menn.“ Sig. Jóns Fyrstu níu mánuöir ársins: Tap Árnarflugs nam 17 milljónum króna „Við komum til með að skoða þessar tillögur ríkisstjórnarinnar, en við gáfum engin svör á þessum fundi," sagði Stefán Pálsson. Hann sagðist telja að verðtryggingar- og vaxtamál þyrfti að skoða í sam- hengi, og sagðist hann ekki vera tilbúinn til þess að segja álit sitt á þessum tillögum ríkisstjórnar- innar. „Við gerðum bankastjórum rík- isbankanna grein fyrir þeim hug- myndum sem ríkisstjórnin hefur í þessum efnum. Við munum halda fund með bankastjórum hlutafé- lagabanka og sparisjóða á föstu- dag,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra. Hann sagðist telja óhætt að segja að bankastjórarnir skildu áform ríkisstjórnarinnar og kvaðst bjartsýnn á að áform ríkis- stjórnarinnar yrðu að veruleika. Fjármálaráðherra sagði að ekki væri framkvæmanlegt að afnám lánskjaravísitölunnar yrði aftur- virkt, þannig að það tæki einungis INNLENT til nýrra lána til þriggja ára eða skemmri tíma. Skuldbreytingin á skammtímalánum til lengri tíma yrði aftur á móti afturvirk, en ekkert hefði verið ákveðið hversu langt aftur hún næði. Þorsteinn sagði að skuldbreytingin væri fyrst og fremst hugsuð vegna hús- byggjenda og kvaðst hann ekki telja að erfitt yrði að hafa eftirlit með því að hún kæmi einungis húsbyggjendum til góða, enda hefði þetta verið gert áður. Um þetta efni yrði samstarf Hús- næðisstjórnar og bankanna. Kristján Karlsson Smásögur eftir Kristján Karlsson ÚT ER komið hjá Almenna bókafé- laginu smásagnasafn eftir Kristján Karlsson og nefnist það Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyj- um. Þetta er fyrsta smásagnabókin frá hans hendi, en nokkrar smá- sagnanna hafa birst í tímaritum. I fréttatilkynningu frá AB segir: „Sögurnar í bókinni eru sjö tals- ins og ritaðar á alllöngum tíma. Þeim er raðað hér í tímaröð og kemur vel í ljós þróunin í smá- sagnagerð höfundarins og breyt- ing sú sem orðið hefur á viðhorfi hans til sagnagerðar og mannlífs. Eldri sögurnar gerast í Banda- ríkjunum og þær yngri hér heima. En annars eru þær óháðar stað, og einnig tíma að öðru leyti en því að þær fjalla um nútímalíf — kafa undir yfirborð þess. Varla fer hjá því að útkoma þessara smásagna verði talin til viðburða í íslenskri smásagnagerð, svo sérstæðar eru sögurnar og nýstárlegar." Sögurnar heita: ÖIl þessi gæði, Bókmenntanám, Hertogaynjan af Malfí, Eindagar, Ævintýri af konu, húsi og smið, Fagurkerarnir og Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Bókin er 130 bls. Oddi prentaði. Kristján Davíðsson gerði bókar- kápu. Svo kann að fara að hlutafjáraukning verði ákveðin REKSTRARTAP upp á 17 milljónir króna varö hjá Arnarflugi fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt þeim nið- urstööum sem kynntar voru á stjórn- arfundi félagsins í gær, og haföi afkoman batnað um 50 milljónir króna frá sex mánaöa uppgjöri fé- lagsins. Rekstrarstaöa félagsins er erfið nú, aö sögn Hauks Björnsson- ar, stjórnarformanns og kann svo að fara að ákveðið verði að auka hlutafé félagsins. Haukur telur ekki að til stöðvunar flugrekstrar horfí hjá Arn- arflugi. „Ég hefði kosið að reksturinn hefði skilað meiri árangri á þesSum þrem- ur mánuðum í sumar,“ sagði Haukur í samtali við Morgunblaðið. Að- spurður hvort rekstrarstaðan væri ekki erfið nú í upphafi vetrar, að vera með 17 milljón króna tap eftir hátekjutímann, sumarmánuðina, sagði Haukur: „Reksturinn er þung- ur, og hefur verið það. Það er fyrst og fremst vegna þess taps sem varð á árunum 1983 og 1984, sem vissu- lega hefur sett sinn svip á greiðslu- stöðu fyrirtækisins, sem er þung nú. Auk þess hafa erlendu verkefnin sem við höfum verið í á þessu ári gengið mjög misjafnlega, en af veltutölunni fyrstu níu mánuðina sést að þau hafa verið gífurleg.“ Veltan fyrstu níu mánuðina er lið- lega milljarður króna, miðað við 309 milljónir á sama tíma í fyrra. Hauk- ur sagði að félagið ætti verulegar fjárhæðir inni hjá erlendum aðilum, sem það hefði unnið verkefni fyrir, en hann sagðist ekki vita hversu miklar þær væru. Skil fyrir píla- grímaflugið í sumar, sem er stærsta verkefni sem félagið hefur tekið að sér væru til dæmis ekki nógu góð. Þó sagði Haukur að pílagrímaflugið hefði gengið vel og skilað góðum hagnaði, en það væri ekki hægt að segja um sum önnur erlend verkefni félagsins. Skuldir félagsins nema um 590 milljónum króna og var vaxtakostn- aður félagsins fyrstu níu mánuðina um 37 milljónir króna. Haukur var spurður hvort ný hlutafjársöfnun Arnarflugs stæði fyrir dyrum: „Ég held að það sé ekki óhugsandi, en það hafa engar ákvarðanir þar að lútandi verið teknar. Slíkt er alltaf möguleiki ef fyrirtæki þarf á auknu eigin fé að halda," sagði Haukur. Haukur var spurður hvort stöðvun hjá félaginu væri yfirvofandi, ef ekki yrði búið að greiða um 450 þús- und dollara tryggingagjöld fyrir aðra helgi: „Ég get ekki svarað neinu um dagleg gjöld eða tekjur hjá félag- inu. Ég sé hins vegar ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að slík greiðsla væri innt af höndum fyrir einhvern tilskilinn tíma.“ Haukur sagðist ekki telja að til stöðvunar horfði. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans: „Ríkissjóður getur ekki vísað ríkisábyrgð á aðrau ForsætisráÖherra segir að ríkið geti hagrætt rekstri á eignum sínum „ÞAÐ VÆRI mjög einkennilegt, að ekki sé meira sagt, ef Búnaðarbankinn ætti að fara að bera ábyrgð á skuidbindingum Útvegsbankans. Ég held að ríkissjóður komist ekki undan því að það er ríkisábyrgð á ríkisbönkunum og það er ekki hægt að vísa þeirri ábyrgð yfír á aðra,“ sagði Stefán Pálsson bankastjóri Búnaöarbankans þegar hann var spurður álits á þeirri hugmynd Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra að Útvegsbankinn og Búnaðar- bankinn væru sameinaðir núna og ríkissjóður losnaði þar með við að greiða það tap sem Útvegsbankinn verður fyrir vegna Hafskips. þó að ég ætli að útiloka þann kost,“ Stefán sagði jafnframt að ef til skoðunar kæmi síðar, þegar Haf- skipsmál Útvegsbankans væru frá, þá gegndi þar allt öðru máli, en á þessu stigi hlyti ríkisábyrgðin að ná til þeirra skuldbindinga sem gerðar hefðu verið til þessa. „Málið núna er það að Seðlabank- inn aðstoði Útvegsbankann um stundarsakir, þannig að það verði engin röskun á hans starfsemi og viðskiptavinir hans geti haidið áfram viðskiptum við hann,“ sagði Þor- steinn Pálsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið um þetta mál. „Ég hygg að það séu ýmsir erfið- leikar á því núna að sameina Útvegs- bankann og Búnaðarbankann, án þess sagði Þorsteinn. „Vitanlega dettur engum annað í hug, en að uppgjör beggja bankanna verði að liggja fyrir, þegar og ef af sameiningu þeirra verður," sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að það væri algjörlega Ijóst að í okkar þjóðfélagi væru bank- arnir allt of litlar einingar til þess að geta þjónað atvinnufyrirtækjum á þann hátt sem þeim bæri. Auk þess lægi fyrir samkomulag stjórnarflokk- anna um fækkun ríkisbankanna. Það ætti að gera og þá lægi sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka beint fyrir. „Það getur vel verið að ríkis- sjóður verði að leggja fram eitthvert fjármagn við slíka sameiningu," sagði Steingrímur, „en ég tel mjög brýnt að af þessari sameiningu verði fyrr en síðar, því þetta hefur verið drepið aftur og aftur af skammsýnum mönn- um. Þetta sem nú hefur verið að gerast bara undirstrikar nauðsyn þess að fækka bönkunum." Forsætisráðherra var spurður hvort það væri réttlætanlegt að láta Búnaðarbankann taka á sig skell Útvegsbankans: „Hver á Búnaðar- bankann?" spurði Steingrímur. „Er það ekki ríkið? Ríkið bakkar Búnað- arbankann upp og hann er með ríkis- ábyrgð á ölium sínum skuldbinding- um. Þetta er nánast spurning um það hvort ríkið geti ekki hagrætt rekstri sinna fyrirtækja á skynsamlegan hátt. Þeir sem eru hjá Búnaðar- bankanum þyrftu ekki að tapa neinu á slíkri sameiningu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.