Morgunblaðið - 05.12.1985, Side 46

Morgunblaðið - 05.12.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Kvosin. — Líkan af nýju tillögunum. „200 ára saga þurrkuð út“ - eftir Þorvald S. Þorvaldsson Vegna greina eftir Sigurð Harð- arson og Álfheiði Ingadóttur i Þjóðviljanum með ofanrituðum fyrirsögnum 28. nóvember sl. um Kvosarskipulag það sem nú er í kynningu, er rétt að upplýsa eftir- farandi: Deiliskipulag reits þess sem aðallega er fjallað um milli Póst- hússtrætis — Austurstrætis — Lækjargötu og Skólabarúar, var samþykkt í skipulagsnefnd Reykjavíkur 2. júní 1980 og í borg- arráði daginn eftir, 3. júní. I útskrift úr gerðarbók skipu- lagsnefndar 2. júní 1980 má finna eftirfarandi: 169.80 Pósthússtrætisreitur 1.140.5, deiliskipulag. Skipulags- nefnd samþykkir að óska eftir því við borgarráð að leitað verði leyfis skipulagsstjórnar til að auglýsa deiliskipulagstillögu Borgarskipu- lags að staðgreinireit 1.140.5, dags. 01.06. 1980 með staðfestingu fyrir augum. Beðið er um staðfestingu á eftirfarandi þáttum: Síðan er tíunduð landnotkun, nýtingarhlutfall einstakra lóða, en meðalnýtingarhlutfall reitsins sett 2.5. Einnig er getið byggingar- réttar einstakra lóða og húshæða sem eru frá 2,5 hæðum upp í 5 hæðir. Samkvæmt þessari samþykkt, staöfestum uppdráttum og grein- argerð Borgarskipulags er heimil- uð uppbygging á öllum sömu lóðum reitsins og gert er í núverandi til- lögu. Tillagan var unnin á Borgar- skipulagi undir stjórn þáverandi forstöðumanns, Guðrúnar Jóns- dóttur, arkitekts, en hún var for- maður í Torfusamtökunum frá 1972—1980. Formaður skipulags- nefndar á þessum tíma var Sigurð- ur Harðarson arkitekt en formað- ur umhverfismálaráðs Álfheiður Ingadóttir. Skipulagstillagan var síðan staðfest og undirrituð af þáverandi félagsmálaráðherra, Svavari Gestssyni, þann 10. mars 1981. Engar athugasemdir er að finna um að með samþykktinni sé verið að þurrka út nær 200 ára sögu, eða hefja „stórfellt niðurrifstímabil". Höfundur er forstöðumaður Borg- arskipulags. Nafn misritaðist NAFN Guðlaugs R. Guðmundsson- ar misritaðist í Morgunblaðinu 4. desember sl. og er beðist velvirðing- ar á því, en hann hefur verið um- sjónarmaður skólasöguþátta, sem verið hafa á dagskrá rásar 1 6. og 20. nóvember og 4. desember. Næsti þáttur Guðlaugs verður á rás 1 miðvikudaginn 18. desember og fjallar hann þá um upphaf leik- sýninga á Islandi. Skólapiltar í Skálholti voru með sýningar á úti- sviðinu í Skálholti og léku þar leikrit á latínu eftir þekkta róm- verska höfunda. A BERGIN LOFTÞJÖPPUR Eftirtaldar stærðir fyrirliggjandi á lager með loftkút og þrýstijafnara 130 l/mín. 200 300 -“- 500 -”- MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Vesturþýsk gæöavara á hagstæðu verði ! Q? LANDSSMIÐJAN HF. "^^SOiVHOlSGOTU 13 - 101 REYKJAVIK f SIMI (911 ?0M0 - TEIEX 2207 GWORKS Úr kvikmyndinni Louisiana. Louísana sýnd í Regnboganum REGNBOGINN hefur nú tekið til sýninga bandarísku kvikmyndina Louisiana. Myndin fjallar um Virginiu Tregan, sem kemur til Louisiana í Bandaríkjunum eftir margra ára dvöl í Frakklandi. Faðir Virginiu er nýlega látinn og er henni sagt að hann hafi verið svo skuldum vafinn að hún sé eignalaus. Virgin- ia deyr þó ekki ráðalaus — nælir í guðföður sinn, sem reyndar verð- ur ekki langlífur og því næst kynn- ist hún frönskum manni sem vel er efnum búinn. En margt fer öðruvísi en ætlað er — sá franski lætur plata sig í viðskiptum og stendur uppi eigna- laus. Þrælastríðið skellur á og mikil ólga er I Bandaríkjunum. Virginia verður fyrir þeirri sorg að dóttir hennar er myrt. En að lokum nær hún að hefna, bæði fyrir dótturina og svikin í viðskipt- unum áður. Framleiðendur mynd- arinnar eru Denis Heroux og John Kennedy. Leikstjóri er Philippe de Broca. Margot Kidder leikur aðal- hlutverkið, Virginiu. AF ERLEN0UM VETTVANGI eftir JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON Bandaríkin: Hækkun á ríkisskuldum heimiluð til 11. desember Greiðsluþrot hefur blasað við bandaríska ríkinu á undanfórnum vikum vegna tafa, sem orðið hafa á Bandaríkjaþingi á afgreiðslu frumvarps um ríkisskuldir. Sívaxandi skuldabyrði ríkisins á rætur að rekja til þráláts halla á bandarískum fjárlögum. Margir þingmenn eru tregir að samþykkja auknar skuldir án þess að hrófla við hallarekstrin- um. Um árabil hefur verið halli á bandarískum fjárlögum. Þessi hallarekstur ríkiskassans er fjármagnaður með lántökum, svo að skuldabyrði ríkisins stækkar sífellt. Skuldir ríkisins eru núna rúmlega 1900 milljarðar dollara, en haliinn á því fjárhagsári sem lauk 30. september var 211 millj- arðar dollara og hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórn Ronalds Reagan leggur frumvörp af fjárlögum fyrir Bandaríkjaþing, sem af- greiðir þau með þeim breyting- um sem þurfa þykir. Repúblik- anaflokkur Reagans hefur meiri- hluta í öldungadeildinni og en í fulltrúadeildinni hefur Demó- krataflokkurinn tögl og hagldir. Á undanförnum árum hefur þingið afgreitt sérstök lög vegna ríkisskuldanna og sætir aukning þeirra skulda sífellt meiri gagn- rýni. Bandaríkjaþing hefur samt sem áöur ætíð fallist á að auka skuldabyrðina og telja kunnugir að svo'fari einnig núna. Aukning- in er gerð af illri nauðsyn, til að standa við skuldbindingar, sem ríkið hefur tekið á sig og á eftir að greiða. En skuldasöfnun ríkis- ins er ekki vel fallin til að afla pólitískra vinsælda, um það eru flestir þingmenn demókrata og repúblikana sammála. Áform um að binda endi á hallareksturinn, sem veldur þessari skuldasöfnun falla því í góðan jarðveg í þing- inu. Það vekur því furðu að það eru einmitt áform um að uppræta hallarekstur ríkissjóðs, sem tafið hafa afgreiðslu skuldafrum- varpsins. Þrír þingmenn öld- ungadeildar, Gramm, Rudman og Hollings, gerðu breytingartil- lögu við frumvarpið og skulda- aukninguna, þess efnis að ráðist verði gegn hallarekstrinum og hann afnuminn i áföngum. Breytingartillöguna verður að afgreiða áður en frumvarpið kemur til atkvæða og hún hefur vafist fyrir þingmönnum. Þre- menningarnir gera ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs Banda- ríkjanna verði úr sögunni árið 1991. Hallinn var eins og áður segir rúmlega 211 milljarðar dollara á nýliðnu fjárlagaári, en samkvæmt tillögu öldungadeild- arþingmannanna yrði hann í mesta lagi 180 milljarðar á fjár- lagaárinu 1986, sem hófst 1. október síðastliðinn. Bandaríkjaforseti og þingið yrðu við afgreiðslu fjárlaga að halda hallanum innan þessara marka, en ef það tekst ekki, skal forsetinn skera niður útgjöld í öllum málaflokkum samkvæmt nákvæmum fyrirmælum í téðri breytirtgartillögu. Næsta ár væri haldið áfram á sömu braut, fjár- lagahallinn mundi lækka um 36 milljarða og þannig koll af kolli, þar til jöfnuður næst á fjárlögum árið 1991. Ronald Reagan forseti hefur hvatt þingið til að samþykkja bæði frumvarpið um heimild til aukinnar lántöku ríkisins og jafnframt breytingartillöguna um afnám fjárlagahallans. Repúblikanaflokkur Reagans hyggst leggja á það áherslu í þingkosningum í nóvember á næsta ári, að jöfnuði verði náð í rekstri ríkissjóðs. Demókratar ætla á hinn bóginn gera halla- reksturnn að gagnrýnisefni á framboðsfundum. Rambað á barminum? f októbermánuði náðu lántök- ur ríkisins leyfilegu hámarki og við stjórnvöldum blasti greiðslu- þrot, þar eð þingið hafði ekki enn samþykkt frumvarpið um aukn- ar ríkisskuldir, einkum vegna fyrirstöðu hjá demókrötum. Þessum vanda var afstýrt 9. október síðastliðinn þegar Bandaríkjastjórn notfærði sér krókaleið framhjá lánaþakinu. Ríkisstjórnin lét lánasjóð ríkis- ins (Federal Financing Bank), sem heyrir ekki undir lögin um hámark skulda, taka 5 milljarða dollara lán til að geta staðið við skuldbindingar. Að öðrum kosti hefðu til dæmis bótaþegar og lífeyrisþegar ekki getað innleyst ávísanir sem bandarísku al- mannatryggingarnar gáfu út 1. október. Tregða demókrata í fulltrúa- deildinni á rætur að rekja til ákvæðis í breytingartillögu þre- menninganna, um einskonar sjálfvirkan niðurskurð fjárlaga. Samkvæmt því skulu gjaldaliðir skornir niður sjálfvirkt ef fjár- lagahallinn fer fram úr settu marki í meðförum þingsins. Tals- menn demókrata óttast að fjár- magn verði tekið frá málaflokk- um, sem mega að þeirra mati alls ekki við niðurskurði, sem dæmi nefna þeir félagslega að- stoð við illa stætt fólk. Enn- fremur hafa talsmenn Wein- bergers varnarmálaráðherra andmælt þessum áformum, þar eð ráðuneytið stefni að því að framlög til varnarmála aukist um 3 prósent ár hvert. Demókratar héldu um skeið uppi málþófi í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir afgreiðslu breytingartillögunnar, sem gerðu repúblikönum jafnframt tilboð um bráðabirgðaheimild til að auka ríkisskuldir, svo að ríkis- stjórnin gæti staðið við skuld- bindingar. Þetta var samþykkt í þinginu 14. nóvember, báðar deildir féllust á þessa afgreiðslu. Gefin var heimild til að auka ríkisskuldir um 80 milljarða dollara í einn mánuð, þannig að bandaríska ríkið má skulda 1900 milljarða dollara til 11. desem- ber. Að þeim tíma liðnum verður hámarksupphæð skulda aftur 1820 milljarðar dollara, nema þingið ákveði annað í millitíð- inni. Það var ekki seinna vænna að samþykkja þessa skuldaaukn- ingu því Larry Speakes, talsmað- ur Hvíta hússins, hafði þrem vikum áður skýrt frá því að 15. nóvember yrði ekki um annað að ræða en að selja hluta af gull- forða Bandaríkjanna til að mæta skuldbindingum. Ennfremur töldu margir þingmenn óviður- kvæmilegt að Bandaríkin kæm- ust í greiðsluþrot í þann mund er forsetinn færi til fundar við Sovétleiðtogann Gorbatsjof I Genf. Bandaríkjaþing skipaði í októ- ber allsherjarnefnd til að miðla málum um skuldafrumvarpið og títtnefnda breytingartillögu. Nefndina skipa 57 þingmenn úr báðum deildum og báðum stjórn- málaflokkum. Starfi hennar var ekki lokið þegar þingið sam- þykkti skuldaaukningu til bráða- birgða en vonir taldar um að samkomulag náist fyrir 12. des- ember. Fréttaskýrendur hyggja að einhvers konar samkomulag hljóti að nást um áætlun til að binda enda á hallarekstur ríkis- sjóðs, en enginn vill spá um það hversu afgerandi sú áætlun verð- ur. Bandaríska þinghúsið í Washington.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.