Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 67

Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 67 Gerir þaÖ vel, sem hún fæst við Hljómplötur Sig. Sverrisson Madonna Like a Virgin Sire/Steinar Lengi vel hélt ég því fram að Madonna væri ekkert annað en ljóslifandi dæmi um poppstjörnu sem sköpuð væri nánast úr engu. Stelpa með sæmilega rödd, „dressuð upp“, auglýst í bak og fyrir og síðan skellt á breiðskífu með tilheyrandi auglýsinga- skrumi, sem hefði rétt eina ferð- ina hitt í mark. Sumsé: Madonna væri ekkert annað en afkvæmi markaðsaflanna sem svo miklu ráða í poppinu. Fyrst þegar ég hlustaði á plöt- una Like a Virgin var ég enn sama sinnis en síðan vék þessi skoðun smám saman fyrir stað- reyndunum. Madonna er reyndar ekki nema miðlungi góð söng- kona að mínu mati, hefur hvorki breitt raddsvið né tiltakanlega sterka rödd. En hún gerir það vel, sem hún fæst við, það verður ekki af henni skafið. Hún semur líka ágætis lög, þótt ekki eigi hún hlutdeild í Like a Virgin og Material Girl. Reyndar er ég ekki frá því að hennar lög, sem hún semur í samvinnu við Steve Bray, séu í það heila tekið betri en önnur lög plötunnar. Upptökustjórn á þessari plötu er í höndum hins velþekkta Nile Rodgers en ekki get ég sagt að mér finnist hún neitt sérlega aðlaðandi, stundum allt að því flatneskjuleg. Þá finnst mér undirleikur á plötunni stundum með allra „simplasta" móti, nán- ast vélrænn. Þegar hafa þrjú lög af Like a Virgin, fyrstu breiðskífu Ma- donnu, komist inn á topp-10 í Ameríku ef mér skjátlast ekki. Þrír aðilar hafa orðið svo frægir að koma 4 lögum af sömu breið- skífunni inná topp-10 vestra; Michael Jackson, Lionel Richie og Huey Lewis and the News. Hver veit nema Madonna afreki slíkt hið sama? Við hlið hinna þriggja fyndist mér hún samt ansi fölleit. TÓNLEIKAR PASS í kvöld 1 V^terkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiöill! * * + 5 ^ STJÖRNUKVÖLD ír í ÞÓRSCAFE * ★ Anna Vilhjálms. Einar Júlíusson Jóhann Helgason Magnús Þór Sigmundsson Jóhann G. Jóhannsson Núferhverað veröasíðasturað fimP,'fahiðfrá h®ra f,mmstJörnukvöW. Pónik og Einar leika fyrir dansi Óli og Júlli sjá um diskótekið Húsið opnað kl. 19,00 Pantið borð í síma 233 33 Baldur Brjánsson sýnafötfrá versluninni Tangó Jólaglögg, jólapakkar Jólagott - I-Gott - I-Gott (eðabaranammi) HOUJWððD Það er alltaf eitthvað að ske í Hollywood Opið öll kvöld v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.