Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Contadora-ríkin: Bjartsýni um árangur af sáttaumleitunum ('artagena, Kólumbíu, 4. desember. AP. JORGE Abadia Arias, utanríkisráö- herra Panama, sagöi í gær, þriðju- dag, aö Contadora-ríkjunum heföi tekist aó brjótast út úr sjálfheld- unni, sem þau voru komin í meö friöarumleitanir sínar í Miö-Amer- íku. Arias sagði, að „pólitískur vilji“ til að leysa ágreiningsefni Mið- Ameríkuríkjanna væri nú til stað- ar. Hann útskýrði það ekki nánar. Allan Wagner, utanríkisráð- herra Perú, sagði, að Contadora- ríkin (Panama, Mexíkó, Kólumbía og Venezuela) mundu nú ganga einhuga til sáttastarfsins, sterkari en nokkru sinni. Fulltrúar ríkj- anna hittust fyrst í janúar 1983 á eyjunni Contadora við Panama í því skyni að koma á friðarsamn- ingi milli E1 Salvador, Guatemala, Costa Rica og Nicaragua. Perú, Argentína, Uruguay og Brazilía hafa stutt þessar umleit- anir frá upphafi. Contadora-ríkin lögðu fram nýj- ar friðartillögur í september síð- astliðnum, en sandinista-stjórnin í Nicaragua hafnaði þeim. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, sagði af því tilefni, að í tillögurnar hefði vantað bann við hernaðarumsvif- um Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Noregur: Þaö kostar að vera kærulaus AP/Sfmamynd Herfangid athugað Borgarastyrjöldin í Afganistan hefur nú bráöum staðið í sex ár og hafa skæruliðar verð ótrauöir í baráttu sinni viö her stjórnvalda og her Sovétríkjanna og eru ekki á því aö leggja niöur vopn fyrr en fullur sigur vinnst, þrátt fyrir aó þeir séu illa búnir vopnum og vistum og þurfi að þola mikið harðræói. Á myndinni má sjá sovéskan skriðdreka sem skæruliöar hafa tekið herfangi, þar sem vélvirki undirbýr hann fyrir átökin við sovéska herliðið. ()sló, 4. desember. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara MorgunblaÓHÍna. BJÖRN Romsás, 19 ára gamalt ungmenni frá Tretten við Lillehammer, er ekki með öllu lánlaus maður. Fyrir nokkrum dögum ók hann á bflnum sínum í veg fyrir járnbrautarlest á fullri ferð og komst lífs af, skráraaðist ekki einu sinni. Malta: Björn dregur enga dul á, að hann átti alla sök á árekstrinum. Hann var eitthvað annars hugar og ók út á brautarteinana við Tretten- stöðina þótt rauðu ljósin loguðu og bómurnar væru farnar að síga niður beggja vegna við teinana. Þegar hann áttaði sig var allt um seinan. Hann sá lestina koma á flúgandi ferð og kastaði sér yfir í aftursætið. Það varð honum til lífs því að lestin klippti bílinn snyrti- lega i sundur um miðu. Bíllinn hans Björns er að sjálf- sögðu búinn að vera og vegna þess, að hann var í algjörum órétti hafa norsku ríkisjárnbrautirnar afhent honum reikning upp á 737.000 ísl. kr. Er hann sundurliðaður þannig: 330.000 kr. fyrir viðgerð á raf- magnsbúnaði, 165.000 fyrir viðgerð á lestinni, 110.000 fyrir að flytja farþegana af árekstursstað, 27.000 fyrir afnot af annarri lest og 105.000 fyrir eftirvinnnu járn- brautarstarfsmanna. „Ég vona bara, að tryggingarnar komi mér til hjálpar," segir Björn, „ég á sjálfur ekki krónu upp í skuldina." Neila að framselja Egyptum ræningjann VallelU, Möllu, 4. desember. AP. YFIRVÖLD á Möltu telja að menn- irnir, sem rændu eypsku farþegaþot- unni 23. nóvember, séu Palestínu- menn og engar vísbengingar hafi fundist því til sönnunar að Líbýu- menn hafi komið nálægt flugráninu, að því er talsmaður Möltustjórnar, Paul Mifsud, sagði í dag. Mifsud kvað ennfremur flugræningjann, sem liföi af árás egypsku storm- sveitarinnar, ekki verða framseldan Egyptum. „Þetta var ákveðið á þeim for- sendum að Möltubúar og Egyptar hafa ekki gert samning sín á milli um að framselja glæpamenn og morðið (svo!) var framið á Möltu. Því sjáum við ekkert, sem mælir á móti því, að réttarhöld í málinu fari fram hér,“ sagði Mifsud. Mifsud sagði að rannsóknarlög- reglan hefði komist að því að flug- ræningjarnir væru Palestínumenn og allt benti til þess að þeir hefðu verið þrír. Þar af liggur einn á sjúkrahúsi heilags Lúkasar á Möltu, en farþegar báru kennsl á lík hinna tveggja og sögðu að þeir Holland: Sjómenn sætta sig ekki við þorskveiðibannið Wageningen, 4. desember. Frá Eggert H. Kjartam«yni, frétUriUra Morgunblaósinn. ÞAÐ ER erfitt fyrir hollenska sjómenn og útgerðarmenn að sætta sig við fiskveiðibannið sem tók gildi nú í lok nóvember. Aðferðir til þess að komast hjá því að gefa upp aflann eru margar og það er ekki hikað við að reyna þær. Ein aðferðin var sú, að sjó- menn stöfluðu fiskinum í kassa, ■sem voru merktir þýskum fyrir- -tækjum, og kassarnir síðan gefn- ir upp sem veiði þýskra sjó- manna. Þannig voru meira en 2000 tonn af botnfiski seld fyrir skömmu síðan. Þessi fiskur hafði verið veiddur af sjómönnum frá Urk, sem er mikilvægasti út- gerðarbær Hollands. Nú er það svo að allan veiddan fisk verður að skrá í sjávarútvegsmálaráðu- neytinu. Það eru fyrirmæli Efna- hagsbandalagsins svo hægt sé að fylgjast með því hvort aðildar- löndin fari eftir settum reglum. Hollenskum sjómönnum og út- gerðarmönnum finnst að þeim hafi verið úthlutað alltof litlum hlut og viðurkenna opinberlega að þeim sé akkur í því að gefa upp aflann í nafni annarra í von um að halda eigin kvóta opnum. Því svo lengi sem kvótinn hefur ekki verið fylltur er skipunum leyfilegt að sigla. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að banna allar veiðar á þorski frá og með 23. nóvember síðast- liðnum var að Hollendingum jafnt sem öðrum aðildarþjóðum var kunnugt um að meir hafði verið fiskað en leyfilegt var og gefið hafði verið upp. Starfs- menn hollenska sjávarútvegs- ráðuneytisins eru dreifðir um hafnir Hollands þar sem þeir fylgjast með því að þorskveiði- banninu verði íramfylgt. Það er þó erfitt að koma sjómönnum og útgerðarmönnum í skilning um að það sé betra að stoppa núna. Annan daginn eftir að bannið tók gildi voru tólf skip staðin að verki og aflinn gerður upptækur. í samtali við d’Langstraat, ritara sjávarútvegsráðuneytis- ins, kom fram að útgerðarmenn muni stefna hollenskum yfir- völdum vegna þess skaða sem þeir telja sig verða fyrir. For- svarsmenn þeirra fullyrða að ef yfirvöld hefðu ekki verið svona kærulaus síðustu árin við eftir- litið hefði ekki þurft að koma til algers fiskveiðibanns. Fram til þessa hafa samskipti ráðuneytis- ins og útgerðarmanna verið lík tveim skeljum hörpudisks sem eru tengdar einum og sama vöðv- anum. Ut á við opnuðust þær og lokuðust á sama tíma. Nú virðist aftur á móti sem að eitthvað bjáti á. Það er von því fyrir hollensk yfirvöld er mikilvægt að halda uppi góðum samskipt- um við önnur lönd EB og greini- legt að þau hafa kosið að spyrna ekki lengur gegn þrýstingi ann- arra aðildarríkja. Dæmi um þá hörku sem er að færast í leikinn er að fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Urk var settur í fangelsi þar til endanleg rannsókn hefur farið fram á hans hlut í því að falsa opinberar skýrslur. Einnig ákváðu útgerðarmenn og sjó- menn að þeir myndu sigla á miðin sama hvað hollensk yfir- völd segðu. Skipin frá Urk lögðu því af stað og ekki er ljóst hvað hollensk yfirvöld muni gera. Að mati sjómanna eru hollensk yfir- völd ekki sá aðili sem á að segja þeim fyrir verkum heldur „Drottinn". Lögbókin er biblían og í henni stendur ekkert um aflakvóta og fiskveiðibann. hefðu rænt vélinni. Mifsud kvað fyrri yfirlýsingu yfirvalda um að borin hefðu verið kennsl á lík þriggja ræningja rangar. Eins og málum væri nú komið virtist fram- burður farþega um að ræningjarn- ir hafi aðeins verið þrír vera rétt- ur. Haft er eftir vestrænum stjórn- arerindrekum að síðastnefndir hefðu báðir borið marokkönsk vegabréf og yfirvöld á Möltu segja að sá, sem lifði af, hafi verið með vegabréf frá Túnis í sínum fórum og þar hafi staðið að hann héti Omar Marzouki. Stjórnvöld í Túnis segja að vegabréf hafi aldrei verið gefið út á þetta nafn í landinu. Komið hefur fram að tveir hátt- settir, bandarískir herforingjar flugu með egypsku stormsveitun- um, sem gerðu áhlaup á egypsku farþegaþotuna, til Möltu. Banda- rísk yfirvöld vilja halda þessu leyndu af ókunnum orsökum. En haft er eftir heimildarmanni á Möltu að Bandaríkjamennirnir hafi veitt stormsveitarmönnunum tæknilega aðstoð. í Washington fékkst uppgefið að tveir embættis- menn úr bandaríska hernum hefðu verið með í förinni, en þeir hefðu hvorki veitt tæknilega aðstoð, né tekið þátt í björgunaraðgerðinni. Grikkir lýstu yfir því í dag að lítill samstarfsvilji Egypta og Möltubúa stæði rannsókn á flug- ráninu fyrir þrifum. Vélin var á leið frá Aþenu til Kaíró þegar henni var rænt. „Við sendum lögregluforingja til Möltu og átti hann að yfirheyra farþega. En yfirvöld á Möltu neit- uðu að aðstoða hann,“ sagði ráðu- neytisstjóri öryggismálaráðuneyt- isins, Costas Tsimas. „Egyptar hafa hefdur ekki veitt okkur þær upplýsingar, sem okkur vantar, og við verðum að þreifa okkur áfram í myrkri,“ bætti Tsimas við. Tsimas staðfesti að fjórir arabar hefðu verið handteknir á hóteli í Aþenu á sunnudag, en taldi ólík- legt að þeir væru flæktir í málið. „En svo virðist sem þeir séu með fölsuð vegabréf og því er mál þeirra í rannsókn," sagði Tsimas að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.