Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 t Móöir okkar, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Lækjargötu 18, Akurayri, er látin. Stella Stefánsdóttir, Stefán Þorgeirsson, Einar Þorgeirsson, Pátur Þorgeirsson. t Eiginmaöur minn FREDRICK R. DALY varð bráökvaddur aö heimili sínu í Washington, laugardaginn 30. nóvember. Svala Benediktsson Daly. t Systir mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGVELOUR STEFÁNSDÓTTIR, Silfurgötu 15, Stykkishólmi, veröur jarösungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 7. des- ember kl. 14.00. Rútuferö veröur frá BSÍ um morguninn. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á St. Fransiskuspítalann i Stykkis- hólmi. Eyjólfur Stefánsson, Guðlaug Ágústsdóttir, Guómundur Kolb. Björnsson, Snorri Agústsson, Helga Steingrímsdóttir, Pétur Ágústsson, Svanborg Siggeirsdóttir, Eyþór Ágústsson, Valdímar Ágústsson, Stefán Ágústsson og barnabörn. t Hjartkaer eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ELÍN SIGRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR, frabakka 8, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. þ.m. kl. 15.00. Jarösett verður í Gufunesgrafreit. Guöbrandur Guömundsson, Guömundur Guöbrandsson, Sigriöur Guöbrandsdóttir, Konráó Konráósson, Björk Guöbrandsdóttir, Sveinn M. Sveinsson, Vigdfs Edda Guöbrandsdóttir, Aöalsteinn Hólm Guöbrandss., Þuríöur H. Guöbrandsdóttir og barnabörn. t Útför eiginmanns míns og fööur okkar, MAGNÚSAR PÁLMASONAR fyrrverandi bankarítara, Safamýri 54, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Guóbjörg Erlendsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi ÞORSTEINN HANNESSON, Laugateig 3, verður jarösunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Ásdís Þorsteinsdóttir, Wolfgang Stross, Hrefna Þorsteinsdóttir, John Milner, barnabörn og barnabarnabarn. t JÓNÍNA STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Ekru, Efstasundi 43, sem andaöist 26. nóvember veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 5. desember kl. 3 e.h. Guóbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Þorgeröur Jónsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐRÚNAR GUOMUNDSDÓTTUR, Bárugötu 31. Hafsteinn Jónsson, Áróra Pálsdóttir. Minning: Þórarínn Kristjáns- son, Patreksfirði Faeddur 4. október Dáinn 26. nóvember 1985 Er mér var tilkynnt að vinur minn og félagi væri dáinn, setti mig hljóðan. Hvers vegna hann, sem gneistaði af lífsfjöri og krafti eldhugans og átti svo margar framtíðaróskir enn óuppfylltar, að þar var lífsstarf og framtíðarsýn til margra ára óplægður akur? En vegir guðs eru órannsakan- legir og ekki okkar að dæma um hans vilja, þó nærri sé höggvið og fólk í blóma lífsins kvatt til starfa í guðs ríki. Sagt er, að „þeir deyi ungir, sem guðirnir elska". Tóti, eins og hann var kallaður af vinum og félögum, var öllum sem honum kynntist ógleymanleg- ur fyrst og fremst vegna þess iífs- fjörs, sem af honum lýsti, og þess áreiðanleiks og hreinskilni sem hann tamdi sér, og var honum vegvísir á lífsieiðinni. Stundum virtist hann hrjúfur og kaldur og umlokinn brynju, sem enginn sá gegnum. Það var aðeins þegar honum fannst ómaklega að sér eða sínum vegið og særðist þá gjarnan. Hann hafði viðkvæma lund. En fyrstur var hann ávallt til sátta, og sættist þá heilum sáttum. Hálf- velgja var honum ekki að skapi. Nú sakna margir vinar í stað og stórt skarð er höggvið í vinahóp- inn, sem ekki verður fyllt. En minningin um góðan dreng mun þar hjálpa til og verða huggun harmi gegn. Sérstaklega vil ég þakka vini mínum samfylgdina frá æsku til hinstu stundar, og þá ekki síst það samstarf, sem við áttum í félags- málabaráttunni í hálfan annan áratug og allan þann stuðning sem hann veitti mér í hita leiksins. Stuðningur hans var ómetanlegur, sem erfitt verður að þakka sem skyldi úr því sem komið er. Er ég nú minnist hans verður mér hugs- að til eftirfarandi kvæðis Magnús- ar frá Skógi. Þaö leynir sér ekki, aö vetur er Kenginn í Rarö, Kulnað og falliö er laufskrúðið - bjarkanna prýöi, á farfuglavængi sést blika við bláfjallaskarö, til blíðheima suðrænni hrekur þá vetrarins kvíði. Við gætum með fuglunum svifið í suðrænni lönd og sólar þar notið i vetrarins áhyggjuleysi, en íslendingseðlið við landið sitt bindur þau bönd, sem bresta ei sundur, þótt náttúruhamfarir geysi. Hver íslenskur þegn, sem því eðli er traustur ogtrúr, hann trúir á grómagnsins hækkandi farsæludaga, og veit það, að hretviörin breytast í blæþýða skúr svo bjarkimar skrýðastog lifnar um tún og haga. En í slandingseðlið á meiri og voldugri mátt, það meitlar úr gaddinum hjartanna blíðustu strengi, og tengir hið grimma og Ijúfasta saman í sátt, og sólina eygir, þó myrkrið að huganum þrengi.“ Börnum, tengdabörnum, ior- eldrum, systkinum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur og blessi. Minningin um góðan dreng mun verða ykkur huggun í harmi. Hjörleifur Guðmundsson Það var að kvöldi 26. þessa mán- aðar að mér barst sú harmafregn að Tóti frændi væri dáinn. Við svo skyndilegt og ótímabært andlát nákomins frænda og æskuleik- félaga er manni að vonum brugðið. Úr fylgsnum hugans streyma fram minningar frá æskuárunum. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur, bróöir og mágur, ÞÓR KRISTJÁNSSON, Lundarbrekku 10, veöur jarðsunginn frá Bústaöarkirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á liknarstofnanir. Elínborg Þórarinsdóttir og börn, Kristborg Benediktsdóttir, Kristján Oddsson, Benedikt Kristjánsson, Rósa Kristjánsdóttir, Sigríóur K. Kristjánsdóttir, Jökull Sigurósson, Már Kristjánsson, Halla Ásgeirsdóttir, Oddur Kristjánsson, Hafdis Siguröardóttir. t Þökkum innilega sýnda samúö og vinarhug viö lát og útför mannsins míns, fööur og afa, ÞÓRDAR JÓHANNS MAGNÚSSONAR frá Flateyri, Vallartröö 3, Kópavogi. Anna Trygg vadóttir, Tryggvi Magnús Þóróarson, Agnes Þöll Tryggvadóttir. t Þökkum auösýndan vinarhug viö andlát og jaröarför móður okkar, KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR frá Seyöisfirði. Jón örn Ingvarsson, Guðbjörg Guömundsdóttir, Ólafur Ingvason, Ásta Þórólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, GERDAR GUÐMUNDSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Akurgerði 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til lækna og starfsfólks gjörgæsludeitdar Borgarspítalans. Sigurgeir Jóhannesson, Sigurvin J. Sigurgeirsson, Ólafur Sigurgeírsson, Auöur Ingólfsdóttir, Ingigeröur Sigurgeirsdóttir, Björn Sæmundsson og barnabörn. Ég minnist þess hve gott var að koma með Tóta heim til Boggu frænku og Palla, það brást ekki að þar fengju svangir strákar eitt- hvert góðgæti til að seðja hungrið eftir leiki og ærsl úti. Mikil áföll hafa dunið á fjölskyldunni að Hlíðarvegi 2. Fyrst verða þau fyrir óbætanlegu tjóni er snjóflóð féll á byggðina, Palli hefur átt við erfið veikindi að stríða, og nú er Tóti allt í einu burt kallaður. Það er einlæg ósk mín Boggu og Palla til handa að þegar sárin taka að gróa, munibirta ennáný. Eitt af því fyrsta sem upp í huga mér kom, þegar ég fór að rifja upp minningar frá æskuárunum, var smáferð sem við fórum í frænd- urnir. Þetta var fyrsta útilega þess er þetta ritar, ferðafélagarnir voru Siffi og Tóti. Ekki þætti sú ferð tilkomumikil í dag, en í okkar augum var hún ævintýri. Mig minnir að við höfum verið 11-12 ára gamlir. Þetta var dæmigerð helgarútilega, einhver ók með okkur inn á Hlaðseyri, fyrir innan ána rétt þar hjá sem stóð þvotta- hús Magnúsar bónda var slegið upp tjaldi. Var nú unað við leik í fjöru og um holt og móa. Dagurinn leið fljótt og fyrr en varði var langt liðið á nóttu. Skemmst er frá því að segja, að þegar þreyttir strákar skriðu í sína svefnpoka var allt matarkyns uppurið. Við urðum að leita ásjár hjá Magnúsi og Guðnýju daginn eftir, þar sem okkur var heilsað með nýbökuðum pönnukökum og spenvolgri ný- mjólk. Þannig var hungurvofunni bægt frá það sinnið. Margs er að minnast, af nógu er að taka. Seinna meir, þegar kom til alvöru lífsins, fóru strákar eins og títt er í sjávarplássum, að vinna við fisk- verkun og það sem til féll. Tóti var atorkusamur ungur piltur, og mjög fljótlega var hann orðinn vakt- formaður við fiskimjölsverksmiðju H.P.P. á Patreksfirði. Þegar verk- smiðjustjóri, Kristinn heitinn Guðmundsson, féll frá, langt um aldur fram, var Tóta falið að sjá um stjórnun verksmiðjunnar. Tóti var þá kornungur maður, en þetta sýnir best að til hans var borið fullt traust, þó ungur væri að árum. Árið 1962 festi Tóti kaup á íbúð á Aðalstræti 43. Þar stofnaði hann heimili með unnustu sinni, Egilínu Guðmundsdóttur. Tóti og Lillý gengu í hjónaband þann 6. febrúar árið 1965. Börn þeirra urðu tvö, Óðinn, fæddur 22. febrúar 1963, hann stundar nú nám í verkfræði við Háskóla ts- lands. Óðinn er heitbundinn Dýr- leifi Guðjónsdóttur frá Patreks- firði. Seinna barn þeirra er Kristin Elínborg, fædd 24. desember 1964. Kristín býr með Sigurjóni Her- mannssyni. Tóti og Lillý slitu samvistum. Auk þeirra starfa sem áður voru talin gegndi Tóti trúnaðarstarfi fyrir Verkalýðsfélag Patreksfjarð- ar, hann var ritari þess um árabil og varaformaður frá síðastliðnu ári. Árið 1979 þegar verksmiðja sú, þar sem Tóti hefði starfað hart nær tuttugu ár, var lögð niður hóf hann störf hjá Patreksfjarðar- hreppi, þar sem hann starfaði síðast. Nú þegar frændi minn er lagður upp í sína hinstu för, á vit hins ókunna, bið ég þann sem stýr- ir stjarna her að sefa sorgir þeirra sem um sárt eiga að binda. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hans, foreldrum og systkinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Magni Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.