Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 plnrgtt Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Umskipti í orkumálum Frá því að olía tók að hækka í verði fyrir-rúmum tíu árum, eða á árabilinu 1974 til 1983, fjárfestu íslendingar mikið í raf- virkjunum og veitukerfum, eða sem svarar til 3,4% af þjóðar- framleiðslu að meðaltali á ári. Fjárfesting í hitaveitum er ekki talin með, en hún hefur einnig verið mikil á sama árabili. Við- brögð okkar við olíuverðshækk- uninni voru sem sé þau að treysta sem mest á innlenda orkugjafa. Orkufyrirtækin lögðu flest út í þessar framkvæmdir án þess að ráða yfir miklu eigin fé, sum voru raunar reist frá grunni á þessum umbrotaárum; fyrir láns- fé, sem einnig hækkaði jafnt og þétt í verði. Mörg þessara fyrir- tækja standa því illa, þegar olíu- verð tekur að lækka, en afleiðing þess er, að raunvextir á lánsfé lækka einnig. Landsvirkjun er langstærsta fyrirtæki landsins. í árslok nam eigið fé hennar tæpum 11 millj- örðum króna og heildareignir voru 31,5 milljarðar króna. Fyrir- tækið hefur ráðist í miklar orku- framkvæmdir á unfanfömum árum og átt í talsverðum erfíð- leikum, sem náðu hámarki á ár- inu 1982, þegar halli á rekstrin- um nam 28% af rekstrartekjum. Á þessum tíma fylgdi ríkisstjóm- in þeirri stefnu, að allar hækkanir á gjaldskrám opinberra fyrir- tækja skyldu fara um hendur umboðsmanna hennar og lúta forsjá ráðherra. Þessi misskilda forsjárhyggja reyndist Lands- virkjun illa, hún leiddi meðal annars til þess að fyrirtækið neyddist til að taka dýr lán í út- löndum, lán, sem neytendur greiða auðvitað að lokum. Frá því að verst áraði 1982 hefur hagur Landsvirkjunar hins vegar vænkast og á ársfundi hennar fyrir skömmu komst dr. Jóhannes Nordal m.a. svo að orði: „Að baki er áratugur orku- kreppunnar, efnahagslegar svipt- ingar hans og átök, en framund- an virðist í bili betra og stöðugra árferði með bættum skilyrðum til hagvaxtar og fyrir rekstur fyrirtækja, sem mjög eru háð kjörum á langtímafjármagni. Jafnframt hefur fjárhagsstaða Landsvirkjunar stórbatnað á undanfömum þremur árum, svo óhætt er að segja, að afkoma hennar og efnahorfur hafí ekki áður verið betri." Allir hljóta að samfagna stjómendum Landsvirkjunar, að fyrirtækið skuli standa svo vel að vígi, þegar orkukreppunni lýk- ur. Að baki er grundvallar-íj'ár- festing í flutningakerfum, á síð- asta ári keypti Landsvirkjun Kröfluvirkjun og landið er orðið að einu orkuveitusvæði. Við blas- ir, að ekki þarf aðra stórvirkjun fram að aldamótum en Blöndu- virkjun, sem á að taka í notkun 1991, til þess að anna sölu til almenningsveitna. Að mati Jó- hannesar Nordal er Landsvirkjun nú betur undir það búin en nokkm sinni fyrr að sjá fyrir aukinni orku til orkufreks iðnaðar á hagkvæman hátt. Sala á orku til kísilmálmverksmiðju og ál- bræðslu í Straumsvík eftir að hún hefði verið tvöfölduð yrði Lands- virkjun hagkvæm, jafnvel þótt orkuverð væri litlu hærra en greitt er samkvæmt gildandi orkusölusamningi við álbræðsl- una í Straumsvík. Eigendur Landsvirkjunar em ríkið, Reykjavíkurborg og Akur- eyrarbær. Vegna góðrar afkomu fyrirtækisins á síðasta ári nutu þeir arðs af eign sinni í því, í annað sinn í tuttugu ára sögu þess. Viðskiptavinir Landsvirkj- unar njóta þess að raunverð á raforku hefur lækkað jafnt og þétt síðan 1983. Erlendi skulda- bagginn minnkar og vextir lækka vegna þróunar í alheimsfjármál- um. Allt er þetta sem sé á einn og sama veg: Umskiptin í orkumál- um em okkur til góðs, þegar litið er til fjárhags Landsvirkjunar. Ástæðulaust er, að hér sé látið staðar numið. Aðeins brot af virkjanlegri orku landsins er nú nýtt. Lækkun olíuverðs leiðir til þess, að íslensk vatns- eða gufu- orka á undir högg að sækja í samkeppninni. Á tímum orku- kreppunnar var ekki nægilega markvisst unnið að því af hálfu stjómvalda að afla nýrra stór- kaupenda á orku. Við emm til dæmis enn að súpa seyðið af því, hve illa Alþýðubandalagið stjómaði iðnaðar- og orkumálum í ráðherratíð Hjörleifs Guttorms- sonar. Við höfum engan nýjan stórkaupanda að orku á hendinni. Nauðsynlegt er að markvisst sé unnið að því að gera samninga um orkufrekan iðnað við erlend fyrirtæki, sem vilja fjárfesta í landinu. Þegar litið er til mikilla fram- kvæmda Landsvirkjunar á und- anfömum ámm, má ekki gleyma þætti fyrirtækisins í því að skapa Islendingum atvinnu við verk, sem krefjast mikillar verkfræði- legrar þekkingar og þjálfaðs starfsfólks, er getur unnið að flókinni mannvirkjagerð við erfíð- ar aðstæður. Geti Landsvirkjun ekki jafnt og þétt staðið fyrir verðugum framkvæmdum, hrak- ar okkur í verkmenningu. Við hljótum að fagna umskipt- unum í orkumálunum. Lækkun raforkuverðs kemur einstakling- um og fyrirtækjum til góða. Landsvirkjun stendur traustum fótum. Það eina sem vantar em ný stórverkefni. að Það vantar ekki Shakespeare fari á kostum í ljóðaleik sín- um, Ríkarði 3., sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu undan- farið. Sumt í verkinu minnir mjög á ljóðræn tök höfundar í öðmm leikritum. Þannig virðist Ríkarður 3. vera harla skyldur Makbeð, enda munu þessi tvö leikrit vera þekktustu harmleikir skáldsins, auk Hamlets og Lés konungs. Vangaveltur persóna í Ríkarði 3. um samviskuna minna m.a. á ýmisiegt í Makbeð og em eintölin í þessum leikritum snillingsins sprottin af sömu rótum og skarast við eintölin í Hamlet með þeim hætti að enginn vafi leikur á höfundar- einkennum. Svo má raunar einnig segja um önnur verk Shakespeares, sem em fyrst og síðast ljóðræn samtöl í bundnu máli, með sögulegu ívafi og sálrænum átökum. Annað í verkum Shakespeares getur verkað einkennilega á nútímafólk, svo að ekki sé meira sagt. Þannig er grimmdin í Ríkarði 3. á mörkum hins óraunvemlega í okkar augum og með ólíkindum hve langt Shakespeare gengur þegar hann lýsir veikleika mannsins og dýrslegu eðli og sjálfur er hann með rýting hugans á Iofti þegar hann brytjar persónur sínar í spað, þannig að allt sem fallið getur liggur meira og minna í valnum þegar örlögin í gervi höfundar slíðra vopn sitt að lokum. Þannig verður blóðið í Makbeð að heilum útsæ sem enginn getur þvegið af sekum aðalpersónum, enginn nema þá dauðinn, og þær em ekki margar persónurnar sem uppi standa í lokaþætti Hamlets. Þannig flæðir blóðið einnig í Ríkarði 3. og bræðra- vígin svo óhugnanleg að engu tali tekur. Sjálfur stendur Ríkarður 3. andspænis drottningum og hertogaynjum og talar af fjálglegri lævísi um morð sín og manndráp og eiga þá engir aðrir í hlut en bræður hans og aðrir nánustu ættingjar, svo að ekki sé talað um þá sem ekki em konungi blóðtengdir. Bæði drottningar og aðrir vita að konungur er margfaldur morðingi sem vílar ekki fyrir sér að játa á sig bræðra- morð. En allt kemur fyrir ekki: hann fær sínu framgengt og fellur eins og hver önnur hetja á vígvelli fyrir andstæðingum sem að ríkinu sækja. Samskipti við útlönd Þegar nánar er að gætt ættu þessi böðulsbrögð ekki að koma neinum nútíma- manni á óvart. Saga samtímans er blóði drifín og þar skortir hvorki á böðulsverk né bræðravíg. Nú veit enginn hvemig maður Ríkarður 3. var í raun og vem. Sumir fræðimenn halda því fram að hann hafí verið hinn merkasti kóngur sem átt hafí lítið skylt við þann Ríkarð 3. sem Shakespeare bregð- ur upp á sviðinu, en það virðist aukaatriði. Skáldin fara sínu fram og geta verið óvæg- in, ekki síður en örlögin. Þeir kóngar sem er sárt um nafn sitt og orðstír mega þakka guði fyrir að hafa lifað eftir daga Shake- speares, en ekki á öidum áður. Þá er róm- verskum fyrirmönnum ekki heldur hlíft í verkum skáldsins og enginn vafi á því að t.a.m. Brútus og Antóníus hefðu kosið sér annan bautastein en þann sem Shake- speare reisti þeim í verkum sínum. En sjálf- ur hlóð Shakespeare sér það minnismerki sem standa mun og gnæfír yfír önnur slík merki meðan nokkur maður hefur áhuga á snilld og skáldskap. Við ættum hæglega að geta séð marg- víslega atburði okkar sögu í harmleik eins og Ríkarði 3. Saga okkar er blóðvöllur. Raunar eru engin orð til lengur til að lýsa hrollvekju okkar aldar. Þögnin færi okkur líka bezt að dómi Becketts. Einræðisherr- ar, fantar og illmenni hafa öðrum fremur leiftrað upp sviðið á þessari öld og við ættum að vera í stakk búin til að sjá í gegnum fingur við höfund þegar hann gengur á ystu nöf í mannlýsingum sínum. Grimmdaræðið í Ríkarði 3. er í raun og veru ekkert meira en við höfum haft spurnir af á þessari öld. Við minnumst þess t.a.m. ekki að Ríkarður 3. hafi borið ábyrgð á heimsstyijöldum þar sem milljón- ir manna hafa fallið, né heldur ber hann ábyrgð á dauða 6 milljóna gyðinga né tugmilljóna manna í gúlagi. Og forsjónin forðaði okkur frá því að þessi bijálæðingur hefði kjamorkuvopn í höndum. Þegar við sitjum í Þjóðleikhúsinu og undrumst eru hæg heimatökin að senda hugann inn á það blóðuga svið sem Stalín kom sér upp í valdabaráttu sinni og gleym- um þá ekki að hann naut aðdáunar og verk hans voru þóknanleg mörgu skít- menni í öllum áttum. Margur góður maður lét blekkjast eða hafði ekki þrek til að standast siðferðislegar kröfur samtímans. Stalín og samsærismenn hans báru ekki einungis ábyrgð á dauða ókunnugs fólks um allar jarðir, heldur unnu þeir þau víg á heimaslóðum sem minna á grimmdaræði Ríkarðs 3. Það var ekki einungis að vinir hans og óvinir urðu höfðinu styttri vegna návistar við hann, heldur urðu ættingjar einnig fyrir vopnum hans þegar æðið og berserksgangurinn voru hvað mest. Þeir voru ófáir ættingjar Stalíns og annarra leiðtoga kommúnismans sem gerðir voru að orma-bráð í nafni hugsjónar sem mis- notuð var. Ef svo bar undir var sorgin sveipuð orða-flaumi og þeim miskunnar- laust hegnt sem drógu dáðina í efa. Nú vitum við með Shakespeare, að það sem er gert, því getur enginn breytt. Þessi orð koma einnig fyrir með svipuðum hætti í Makbeð. Mikilvægasta áminningin til okkar eru þó þessi orð Skrifarans þegar hann les upp ákæruskjal á hendur Hastingi hertoga í Ríkarði 3.: 111 er hún veröld, ást og fegurð deyja, því allir horfa á níðingsverk og þegja. Ætli þetta séu nokkur tíðindi fyrir okkur sem nú lifum? Skyldum við ekki hafa fengið nasaþef af slíku ástandi? Og hver hefur sagt að þessu böli sé að linna? Við skulum líta okkur nær áður en við dæmum leikrit eins og Ríkarð 3. sem hverja aðra fáránlega dellu og tímaskekkju sem kemur okkur ekki við. Áuk þess minna þessi orð á sumt af því sem kom úr penna Davíðs Stefánssonar þegar hann var að lýsa samtímanum, en til Davíðs er nú minna vitnað en áður og er illt til þess að vita, svo frábært skáld sem hann var í beztu kvæðum sinum. Verk Shakespeares eru blóðug. Af þeim sökum er kannski engin ástæða til að halda þeim að ungu fólki, en ljóðræn fegurð þeirra er með eindæmum. Sálrænar ábendingar rista djúpt. Áminningin er mikilvæg. Þau eiga í raun og veru erindi við okkur öll. Líkingar og myndhvörf eru með þeim hætti að engu er líkt og þetta tungutak verkar á staðnaðan stöðupoll hugans eins og ferskur andvari. Við upplif- um umhverfí okkar með öðrum hætti þegar við kynnumst Shakespeare, hann breytir venju í ferska og nýja skynjun. Við höftim þörf fyrir þessa list, ekki sízt nú þegar fátt ristir djúpt. Verk hans eru mikilsverð tíð- indi. En fólk sækist því fniður ekki eftir mikilsverðum tíðindum þegar annað er í boði. Ljóðlist er kröfuhörð. Þess vegna m.a. er hún ekki vinsælasta skemmtiefni nú um stundir. Samt lifír hún góðu lífi vegna þess hún svalar þörfum leitandi fólks. Og þýðing Helga Hálfdanarsonar er með þeim hætti að ungu skólafólki ætti að vera skylt að kynnast þessari flæðandi og tignarlegu íslensku og tileinka sér hana. Þær kennslustundir væru meira framlag til varðveizlu íslenskrar tungu en flest annað. Auk þess er ástæða til að sjá Helga Skúlason og samleikara hans breyta þessum gamla tíma í sannfærandi veru- leika. Helgi er ísmeygilega fyndinn og djöfullegur í þessu hlutverki sínu sem er eftirminnilegt. Ríkharður 3 var Stalín allra tíma. En Stalín er bara ekkert fyndinn. Hann var einkum fyrir húmorslaust fólk. Erlend menning, skáldskapur og listir hafa ekki einungis mikil áhrif á líf okkar og samtíð, heldur er óhætt að fullyrða að erlendir markaðir skipti sköpum fyrir kjör okkar. Hagsæld okkar er undir því komin að við eigum góð viðskipti við erlendar þjóðir, hagstæð og hvetjandi. Sumir virðast halda að við íslendingar getum lifað hér norður á hjara veraldar eins og hvert annað einangrað fyrirbæri. En sú tíð er liðin hvort sem menn vilja eða ekki. Að vísu er efamál hvort við höfum nokkurn tíma getað lifað án tillits til erlendra markaða og tízkusveiflna í nágrannalöndum. Hvað sem því líður, þá getum við það ekki lengur og verðum að horfast í augu við þá stað- reynd án blekkingar og undansláttar. Atburðir síðustu ára hafa sýnt okkur að olíuverð á heimsmarkaði getur skipt sköp- um um hagsæld okkar og kjör, svo mikil- væg sem þessi vara er í þjóðarbúskap okkar. Um tíma fór þriðji hver fískur sem við drógum úr sjó í að greiða olíuvarning. Fullyrða má að olíukreppan hafí verið upphaf að minnkandi velgengni okkar, greiðsla fyrir afurðir okkar fór í æ ríkari mæli til kaupa á olíu, lítið var aflögu. Við vorum á góðri leið með að verða einhvers konar vinnudýr fyrir Rússa, sem græddu gegndarlaust á svartagullinu eins og kunnugt er. Um það hefur Morgunblaðið rætt svo oft að ástæðulaust er að fara enn út í þá sálma, nú þegar þróunin hefur hnigið í þá átt að lækka heimsmarkaðsverð á olíu og gerbreyta efnahagsmálum okkar eins og annarra. Við munum hafa meira til skiptanna þegar olíuverðslækkunin skilar sér og erlendar skuldir verða viðráð- anlegri. Færri fískar úr sjó fara til greiðslu á olíu. Þetta er okkur hagstæð þróun. En við höfum einnig mátt horfa upp á hvernig helztu markaðir útflutningsvarn- ings okkar breytast stöðugt og þannig hafa aðstæður í öðrum löndum einnig gíf- urleg áhrif á efnahag okkar. í einn tíma lifðum við að mestu á að selja ísaðan fisk til Bretlands og Þýzkalands, einnig saltfísk og skreið til annarra þjóða, síðar varð frysti fískurinn mikilvægasti þáttur út- flutnings okkar og er raunar enn. Enn hefur dregið til tíðinda. Gámafískur er orðinn skæður keppinautur frysta físksins, markaðshorfur eru að breytast, hráefnið veldur deilum, fiskurinn er átakaatriði eins og greint er frá í fréttaskýringu annars staðar í Morgunblaðinu í dag. Umræður eru hafnar um það hver eigi miðin. Auðvit- að eigum við öll miðin. Og við þurfum að nýta þau og rækta í þjóðarþágu. Kvótinn er umdeildur. Sjávarútvegsráð- herra vill hafa hann til frambúðar, aðrir eru svartsýnir og vilja breyta fískveiðipóli- tíkinni. Um það verður rætt á íslandi á næstu árum og má búast við einhveijum deilum. En hér verður ekki minnzt á þær hug- myndir sem fram hafa komið í þessum efnum, heldur bent að lokum á þá alvar- legu staðreynd að ekki er víst að jafnlágt olíuverð og nú er verði okkur til blessunar og framdráttar í framtíðinni. Vel getur verið að það eigi eftir að leiða til annarrar olíukreppu. Erlendir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að heppilegasta mark- miðið í olíumálum sé það, að olíuverð haldist nokkuð stöðugt, olíuskortur verði . ekki til að sprengja verðið upp úr öllu valdi, né heldur offramleiðsla til þess að færa verðið niður, því það gæti ekki síður leitt til kreppu. Það er mikið í húfí fyrir okkur að ný olíukreppa kippi ekki brauð- fótunum undan efnahagskerfi okkar. Það er ekki víst að við verðum í stakk búin til að mæta slíkri kreppu aftur án þess að bíða stórtjón. Enginn veit hversu hátt verðlag verður á afurðum okkar á erlend- um mörkuðum, þar ræður eftirspurn að sjálfsögðu og hún getur jafnvel ákvarðast af tízku. Nú er talað um að ullin sé ekki í tízku með sama hætti og áður, en allt bendir þó til að fískurinn haldi velli eins og önnur holl fæða. Ný kollsteypa ylli efnahagskreppu En hvað segir hið merka rannsóknarfyr- irtæki World Wateh Institute í Washington um ástandið í olíumáium og væntanlega þróun á þeim vettvangi? í nýjustu úttekt olíusérfræðings þess, Cristopher Flavin, segir svo — og kveður þar við nokkuð annan tón en í The Econom- ist sem við vitnuðum til í síðasta Reykjavík- urbréfí: „{ nýjustu fréttum af ástandinu í olíu- MQBqyN^LAÐIÐt,gUN^LiDAGUB^.jAPP;Ll^^/ H 34s i REVK.IAMKl RBRl l Laugardagur 26. apríl málum heimsins koma fram svipaðar rök- leysur og í sögunni af Lísu í Undralandi. Olíuverðið fellur niður í 10 dollara á tunnu, efnahagur Denver og Houston, sem áður stóð á traustum grunni, riðar til falls, og Bush varaforseti gerir sér ferð til Saudi- Arab íu til að vera við „hættunni" samfara lágu olíuverði. Sovétríkin kenna Bandaríkjunum um verðfallið á olíu, iðnfyrirtæki Bandaríkj- anna ásaka Saudi-Árabíu, og Saudi- Arabar skella skuldinni á Bretland. En sennilega er Bush örlítið utangátta þegar hann hvetur Saudi-Araba til að sýna „að- hald“ á sama tíma og hann lofsyngur kosti fijálsra olíuviðskipta. En í öllu þessu óða- goti er auðvelt að gleyma aðalatriðinu: Síðustu atburðir auka verulega á líkumar fyrir meiriháttar orkukreppu innan fímm til tíu ára. Komið og fáið ykkur sæti í OPEC-rússíbananum. Það getur verið þóknanlegt að ásaka Saudi-Arabíu fyrir verðfallið á olíu, en það er einnig heimskulegt. Snemma á níunda áratugnum leiddi hátt olíuverð til bættrar orkunýtingar og þróunar nýrra orkugjafa. Um leið og orkuspamaður og bætt orku- nýting vom tekin upp, minnkaði olíunotk- un í heiminum um 10% á árunum frá 1979 til 1985. En hátt olíuverð stuðlaði einnig að aukinni olíuvinnslu í Mexíkó og Bretlandi og seinkaði samdrætti í vinnslu á eldri olíulindum í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Olíumarkaðurinn í upphafí níunda ára- tugarins var langt frá þeirri samkeppnis- hugmynd sem hagfræðingar dá. Þegar olíunotkunin dróst saman dró Saudi- Arabía, sem átti nægar birgðir í lindum sínum og gat unnið olíu fyrir aðeins 2 dollara á tunnu, úr framleiðslu sinni til að halda verðinu uppi. En bandarísk og evrópsk olíufélög sem bjuggu við 15 doll- ara vinnslukostnað á tunnu, vörðu milljörð- um dollara til að hefja vinnslu í nýjum lindum og nutu óvænts gróða. Eitthvað hlaut að láta undan, og það gerðist seint á árinu 1985. Ráðamenn í Saudi-Arabíu gerðu sér ljóst að þeir höfðu ekki lengur ráð á því að standa einir að því að halda verði olíu í 28 dollumm á tunnu, meðan flest önnur OPEC-ríki og ríki utan OPEC drógu ekkert úr framleiðslunni. Þeir ákváðu því að auka framleiðsuna úr 2,5 milljónum tunna á dag upp í þann kvóta sem OPEC hafði sam- þykkt fyrir Saudi-Arabíu, eða 4,4 milljónir tunna á dag. Aukningin sýnist aðeins veruleg vegna þess að Saudi-Arabía hafði áður skorið niður framleiðsluna svo vera- lega til að reyna að halda verðlaginu uppi, sem ekki tókst. í stað þess að ásaka Saudi-Arab íu fyrir að valda verðhrani á olíu ætti að þakka Saudi Aröbum fyrir að hafa seinkað verðlækkuninni um tvö ár. Olíuverð heldur áfram að lækka, en þegar er farið að undirbúa komandi verð- hækkanir. Víða í Texas og Oklahoma hafa eigendur olíulinda lokað þeim með stein- steypu og skorið niður útgjöld til að leita að nýjum lindum. Hundrað olíufélaga og banka riða á barmi gjaldþrots. Félög sem unnið hafa að olíuvinnslu í Alaska, Afríku og Kína era að stöðva boranir við strend- umar. Stór hluti olíuiðnaðarins í heiminum getur hreinlega ekki skilað hagnaði þegar verðið fer niður fyrir 15 dollara á tunnu. Ef verðið helzt það lágt munu Bandaríkin innan fímm ára hafa minnkað olíuvinnslu sína um helming, en hún nemur nú tíu milljónum tunna á dag. Önnur olíuvinnslu- ríki sem búa við háan vinnslukostnað, eins og Venezuela og Bretland, munu einnig þurfa að draga saman seglin. Og þegar olíuverðið lækkar lækkar einnig verð á gasi og kolum. Ólíklegt er að vinnsla þessara orkugjafa haldi áfram að aukast. Ekki mun draga jafn ört úr bættri orkunýt- ingu, sem er aðalástæðan fyrir minni eftir- spum eftir olíu, og úr framleiðslunni. Orkunýtnir bílar, ísskápar og hundrað annarra tækja sem hönnuð hafa verið á fyrri hluta áratugarins halda áfram að streyma inn á markaðinn. En ef olíuverðið helzt lágt mun þörfin fyrir góða orkunýt- ingu smám saman hverfa, og ekki kemur til þess að nýjar leiðir sem lofa góðu um að unnt verði að endurnýja orkugjafa verði ekki famar. Líklegt er að olíunotkun fari vaxandi, sérstaklega í Þriðja heiminum. Þegar dregur úr framleiðslunni og notk- unin eykst á seinni hluta þessa áratugar verður sá samdráttur sem náðist í olíuinn- flutningi á áttunda áratugnum og byijun þess níunda ranninn út í sandinn ogolíueft- irspumin eykst á ný. Þá verður umheimur- inn kominn tíu áram nær eyðingu olíu- birgða sinna og um færri kosti verður að ræða til að auka olíuvinnsluna utan OPEC. OPEC-ríkin ráða nú yfír tveimur þriðju allra þekktra olíubirgða heims, og hlutur OPEC í olíuverzlunininni á sennilega eftir að verða enn meiri en þegar hann var mestur á áttunda áratugnum. OPEC- samtökin eiga einnig eftir að verða smærri og samstæðari ríkjasamtök og lúta forystu auðugu furstadæmanna við Persaflóa. 01- íuútflutningi ríkja á borð við Venezuela, Nigeríu og Bretland verður sennilega hætt fyrir fullt og allt. Næsta kollsteypa rússíbanans gæti leitt til enn alvarlegri efnahagskreppu í heimin- um en varð á áttunda áratugnum. En það er ekki of seint að fyrirbyggja næstu kreppu. Ríkisstjómir verða að taka þá erfiðu ákvörðun að setja á orkuskatt sem sýnir iðnrekendum og neytendum fram á hvað það kostar í raun að endurnýja orku- birgðimar. Ef orkuverðið fær að haldast jafnlágt og það er nú koma engin fagur- mæli eða reglugerðir í veg fyrir að neyt- endur fari á ný að nota óhóflega mikla olíu. Hóflega hátt og stöðugt orkuverð mun þegar til lengdar lætur valda minni skerð- ingu á lífskjöram almennings og afkomu heimsins en lágt verðlag um stundarsakir sem leiddi sfðar til óhóflega mikillar verð- hækkunar innan fímm ára. Eins og hungr- aðir ferðalangar sem rekizt hafa á óvæntar matarbirgðir erum við að gleypa í okkur það sem fyrir hendi er án þess að gera ráðstafanir varðandi þá löngu og ströngu ferð sem framundan er yfir eyðimörkina." Grimmdaræðið í Ríkarði 3. er í raun og veru ekkert meira en við höfum haft spurnir af á þess- ari öld. Við minn- umst þess t.a.m ekki að Ríkarður 3. hafi borið ábyrgð á heims- styrjöldum þar sem miUjónir manna hafa fall- ið, né heldur ber hann ábyrgð á dauða 6 milljóna gyðinga né tug- milljóna manna í giilagi. Ogfor- sjónin forðaði okkur frá þvi að þessi bijálæðing-- ur hefði kjarn- orkuvopn í hönd- um. i — fc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.