Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 59 Isafjörður; Afkoma Orkubús Vest- fjarða góð í fyrra ísafirði. ORKUBÚ Vestfjarða hélt 9. aðalfund sinn á ísafirði á fimmtudag og föstudag. Afkoma félagsins er nú góð, þriðja árið í röð, með tekjuafgang að jafnaði hálft prósent af heildartekjum á ári þessi þijú ár. Tekjuafgangur fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld nam 162 milljónum króna, en með þeim gjöldum var tap sem nam rúmlega einni milljón króna. Helstu áföllin í rekstrinum á síð- astliðnu ári voru skemmdir á línu- kerfí í Austur-Barðastrandarsýslu í maí og skemmdir vegna vatnsflóða við Mjólkárvirkjun í október. Þá lækkaði verðjöftiunargjald á árinu um 3% og orsakaði það 14 milljóna króna tap fyrir Orkubúið. Helstu framkvæmdir á árinu voru við lagn- ingu fjarvarmaveitu á Flateyri, en fyrstu húsin voru tengd um síðustu áramót. Þá var tengd ný lína á milli Mjólkárvirkjunar og Tálkna- fjarðar. Á árinu jókst orkusala um 4,8% og nam 184 GWh en 61% af orkuöfluninni kom frá RARIK og Landsvirkjun, 35% frá eigin vatns- aflsvirkjunum og 4% frá díselstöðv- um og svartolíubrerinurum. Miklar umræður fóru fram á fundinum um verðjöfnun á orku og tilkynnti Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að samstaða væri um það í ríkisstjóminni að þeim orkuveitum sem verst verða úti vegna breytinganna verði bættur skaðinn með framlögum úr ríkis- sjóði. Þá kom það fram hjá for- manni OV, Ólafí Kristjánssyni Bol- ungarvík, að vegna dráttar á lagn- ingu Vesturlínu á sínum tíma sem um var samið þegar Orkubúið var stofnað, hefði aukakostnaður fyrir- tækisins numið 316 milijónum króna á núvirði. Sagði hann eðlilegt að ríkissjóður, sem bar ábyrgð á seinkuninni, greiddi þann kostnað. Orkubúið rekur nú fjarvarma- veitur á fjórum stöðum á Vestfjörð- um: ísafírði, Bolungarvík, Patreks- firði og Flateyri og sýnir reynslan að sá rekstur er mjög hagkvæmur, einkanlega vegna kaupa á ótryggðri orku frá Landsvirkjun. Næstu sjö ár er talið að afkoma Orkubúsins verði mjög slæm vegna þess að þá er komið að greiðslum þeirra lána sem tekin hafa verið á undanfömum árum til uppbygging- ar á raforkukerfi Qórðungsins. Verður greiðslubyrðin hæst árið 1990, 55% af nettóorkusölu. Það kom fram í skýrslu stjómar- formanns að óeðlilegt væri að greiða upp virkjanakostnað á 7 ámm og yrði leitað leiða til að Morgunblaðið/Úlfar Að loknum aðalfundi Orkubús Vestfjarða hélt nýkjörin stjóm sinn fyrsta fund. Þar var Ólafur Kristjánsson kjörinn formaður, Björgvin Sigurbjörnsson varaformaður og Kristján Jónasson ritari, en fulltrú- ar ríkisins Ólafur Helgi Kjartansson og Engilbert Ingvarsson með- stjómendur. Það mun vera í fyrsta sinn sem fuUtrúi ríkisins er ekki varaf ormaður. dreifa greiðslubyrðinni, svo ekki þyrfti að koma til hækkunar gjald- skráa af þeim sökum. Það vekur athygli þegar borin eru saman orkuverð hinna ýmsu orkusölufyrirtækja í landinu að hitaorka er 120% dýrari á Vest- fjörðum en í Reykjavík og 220% dýrari á Akureyri en í Reykjavík. Rafmagn til heimilisnotkunar er 3% ódýrara á Akureyri en í Reykjavík, en 30% dýrara á Vestfjörðum en í Reykjavík. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu orkubússtjóra, Kristjáns Haraldssonar. I stjóm Orkubúsins voru endur- kjömir af hálfu Vestfírðinga Ólafur Kristjánsson Bolungarvík, Björgvin Sigurbjömsson Tálknafírði og Kristján Jónasson ísafirði. Engil- bert Ingvarsson Tyrðilsmýri situr áfram tilnefndur af fjármálaráð- herra, en Ólafur Helgi Kjartansson ísafirði var tilneftidur af iðnaðar- ráðherra í stað Kristins J. Jónssonar ísafírði sem þar hefur setið undan- farin ár. Aðalfundurinn fór mjög vel fram. Þó virtist að einhveijir undirstraum- ar bærðust um breytingar á stjóm- armönnum umfram það sem gerðist hjá iðnaðarráðherra en eftir því sem fréttaritari Morgunblaðsins komst næst þá var eftirfarandi vísa Gests Kristinssonar alþýðubandalags- manns frá Suðureyri sú gára sem næst komst yfírborðinu: Engilbert mér kenndi króa,/kát er íhaldspólitík./Ab það vill ekki lóga/aðila úr Bolungarvfk. Einkenni em fum og fát,/flokkar tal’af krafti./Sýni nú allir eðla gát,/eða haldi kjafti. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Bjam- ardal var heiðursgestur aðalfundar- ins. Kastaði hann fram ýmsum vís- um um framgang mála og helstu dægurmálin. Hér á eftir fer umsögn hans um ferð Matthíasar Bjama- sonar samgönguráðherra og fyrsta þingmanns VestQarða í ferð með Amarflugi til Hamborgar nýlega: Nýsköpunarstjóm til starfa/ stofnuð úti í Hamborg var./Matt- hías studdi sterka og djarfa/stjóm- armjmdun Össurar. - Úlfar. Á myndinni má sjá líkan af tjöminni í Reykjavík sem sólskinsdeild bamaheimiiisins Garðaborgar hefur unnið að undanfarið. Frá vinstri á myndinni eru: Atli 4 ára, Linda Björg 6 ára, Sigríður Vala 6 ára og Gunnar 4 ára. Mánadeildin á Garðaborg bjó til líkan af hverfi einu í Þingholtunum sem börnin þekktu vel til og stjörnudeildin gerði líkan af Listasafni Einars Jónssonar. Sameiginlega gerðu deildirnar á Garðaborg síðan likan af Hlemmtorgi. Dagvistarheimili Reykjavíkurborgar; Halda kynningardaga 28. apríl til 2. maí Dagvistarheimili Reykjavíkurborgar bjóða borgarbúum að kynna sér starfsemi heimilanna vikuna 28. apríl til 2. maí í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavikurborgar. Heimilin verða opin á venjulegum starfstíma, kl. 8.00 til 17.00, en vegna matar- og hvíldartíma bam- anna verður ekki tekið á móti gest- um milli kl. 11.00 og 13.00. Kynningardagar þessir ganga undir nafninu „Borgin okkar“ og hafa bömin unnið að ýmsum verk- efnum að undanfömu. Farið var með þau í skoðunar- og kynnisferðir og verður afrakstur þeirra ferða kynntur gestum í máli og myndum. Þá hefur Fóstrufélag Islands lát- ið gefa út fems konar veggmyndir í tilefni kynningardaganna og em þær til sölu. Á myndimar em áletr- aðir textar úr uppeldisáætlun sem menntamálaráðuneytið gaf út sl. haust. Skrifstofa dagvistarheimila Reykjavíkurborgar hefur verið flutt í Haftiarhúsið við Tryggvagötu, 3. hæð, frá Njálsgötu 9 og Fomhaga 8. Morgunblaðió/Bjami Safna fyrir hljómflutningstækjum ÞESSIR hressu krakkar lögðu leið sína á ritstjórn Morgunblaðs- ins í vikunni, en þeir eru i 7. bekk í grunnskólanum í Þorláks- höfn. Krakkamir eru að safna fyrir hljómflutningstækjum sem kosta 150 þúsund, en i fyrra söfnuðu þau fyrir myndbands- tæki fyrir skólann og þar sem söfnunin gekk vel hjá þeim gaf Kiwanisfélagið þeim sjónvarps- tæki. Krakkamir vildu þakka þeim sem höfðu lagt þeim lið, en það eru Másbakari, Bóka- og Gjafabúðin, Meitillinn, Gletting- ur, Auðbjörg hf., Hafnarnes hf., Bjarg hf., Rafvör sf., verslunin Hildur, Kaupfélag Ámesinga, útibúið í Þorlákshöfn, verslunin Irdna, Ölfushreppur, Eimur sf.. Stoð sf, Skálinn, Útgerðarfélagið Elliði, Mát hf., Foreldrafélagið, Júlíus Á/R 111. Eyrún Á/R 66 og Óskasteinn Á/R. Þessi fyrir- tæki hafa öll liðsinnt þeim i söfn- uninni fyrir myndbandinu og hljómflutningstækjunum og For- eldrafélagið átti sérstakar þakk- ir skildar fyrir góðar undirtektir. Þórscafé: Omar Ragnars- son skemmtir í maí ÞÓRSCAFÉ á 40 ára afmæli um þessar mundir og er afmælisins minnst á margvíslegan hátt. Meðal annars hefur verið sett upp nýtt diskótek á fyrstu hæð- inni eins og áður er komið fram og standa fleiri breytingar fyrir dyrum í sumar. Þórscafé býður upp á skemmti- dagskrá allar helgar og mun Ómar Ragnarsson skemmta matargestum út maímánuð. Þá kemur Pálmi Gunnarsson aftur til starfa eftir að hafa tekið þátt í Evrópusöngva- keppninni, en hann hefur undan- farið skemmt gestum á nýju „mið- nætursviði" staðarins sem komið hefur verið upp á 2. hæð hússins. Líklegt er að tríóið Icy skemmti í Þórscafé eftir keppnina. Þeir Magnús og Jóhann munu skemmta þar á meðan Pálmi bregð- ur sér til Noregs. Danshljómsveit hússins er Pónik og Einar. Þórscafé er opið frá kl. 20.00 fyrir matar- gesti en auk þess er diskótekið opið á fímmtudagskvöldum. Pálmi Gunnarsson á miðnætursviði i nýju diskóteki Þórscafés. Þar er nú opið á fimmtudagskvöldum. Morgunbiaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.