Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 16
16 MGRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 3. JÚNÍ1986 Grunnskólínn og framtí ðin eftir Margréti Þorvaldsdóttur Menntun bama og unglinga hefur fengið vaxandi umræðu hér á landi sem og í öðrum vestrænum löndum, en umræðan þarf að verða meiri. Flestum er ljóst að mikilvæg- asti auður sérhverrar þjóðar er falinn í menntun og þekkingu þegn- anna, þar sem hún er undirstaða framfara á þessu mikilvæga tíma- bili þriðju iðnbyltingarinnar. Þjóðum hefur verið tíðlitið til Japana á seinni ámm, þegar ljóst var orðið að þeir vom komnir í fomstu í tæknivæðingunni. Japanir hafa heldur ekki dregið dul á þá staðreynd, að velgengni þeirra er byggð á góðri almennri menntun. Þar í landi er hún ekki aðeins í skólum landsins heldur einnig hjá fyrirtækjum. Á ferð í Japan fyrir nokkmm ámm hitti ég kennara ættaðan frá Austurríki. Hún var gift Japana og hafði búið í Japan í 15 ár. Starf hennar var m.a. að kenna ungum starfsstúlkum Sony-fyrirtækisins ensku. Flestar þeirra komu úr sveit- unum og bjuggu á vegum fyrirtæk- isins í einskonar heimavist. Þær unnu 3A vinnutímans í verksmiðju og vom síðan 'A tímans í skóla á kostnað fyrirtækisins. Námsefnið völdu þær sjálfar. Japanir trúa því að fólk sem leitar menntunar hvers eðlis sem hún er eigi auðveldara með að tileinka sér nýjungar í starfí, sagði þessi kennari. I Tókýó em, auk almennra skóla, fjölmargir einkaskólar og em sumir þeirra álitnir betri en aðrir. Foreldr- ar leggja hart að sér, bæði með tíma og íjármuni til að koma bömum sínum í sem bestan skóla. Þannig vilja þeir auka möguleika þeirra til háskólanáms síðar. T1 þess að þetta megi takast em mæður á þeytingi með börn sín eftir skóla í einn aukatíma eftir annan. Okkur var sagt að ekki væri óalgengt að sjá börn undir 12 ára aldri, sofandi í lestum jafnvel eftir miðnætti, á heimleið úr síðasta aukatímanum. Þá var stundum eftir að gera heima- vinnuna fyrir næsta dag. Það sem gerir þessi fyrstu náms- ár svo erfíð fyrir japönsk böm er japanska ritmálið. Stafróf Vestur- landabúa er hreinn leikur miðað við þann fjölda tákna sem böm hér verða að læra utan að, til að ná valdi á námsefninu, sagði einn leið- sögumaðurinn. Þess vegna verðum við að láta þau hefja nám sem yngst. Það hefur verið margkannað hér, að þeim mun fyrr sem böm byrja í skóla þeim mun auðveldara verður þeim námið. Undir þá yfir- lýsingu tóku fleiri. Málið var honum hugleikið þar sem sonur hans aðeins 3 ára að aldri, hafði þá nýlega staðist próf inn í góðan einkaskóla eftir 1 árs undirbúning í öðmm skóla. Við hinar vestrænu sem vanar vomm kenningum um þroskaleys bama til skipulegs náms á fyrstu æviámm þeirra lýstum efasemdum og bámm fram kenningar sálfræð- inga. Þá kom fram að kenningum okkar sálfræðinga bar ekki saman við kenningar þeirra sérfræðinga, enda var í þessu tilfelli móðirin sjálf sérfræðingur og faðirinn hagfræð- ingur. Svona til að gefa einhveija hug- mynd um nám japanskra bama áður en þau hefja skólagöngu, sagði kennarinn, sem var þjálfaður tungumálakennari, að hún væri búin að vera 15 ár í námi í jap- önsku. Á þessum tíma hefði hún náð góðu valdi á talmálinu en rit- málið væri enn ekki fulllært. Þear við lítum á kröfur sem em gerðar til japanskra bama og bemm þær saman við kröfur sem gerðar em til okkar bama, þá er rétt að hafa í huga gmndvallarviðhorf As- íubúa til vinnu yfirleitt. Við hér á Vesturlöndum höfum verið alin upp við þá hugsun síðustu áratugina, að vinna sé ill nauðsyn, áþján, og að frítíminn er takmarkið í lífinu. Asíumenn em aftur á móti aldir upp við þau lífssannindi, að vinna veiti lífsfyllingu og þeir fara ekki dult með það, að þeir njóta þess að vinna. Nú er ljóst að ekki nema hluti japanskra nemenda nær að öðlast háskólamenntun. En öguð menntun þeirra og viðhorf til vinnu gerir það að verkum að út á vinnumarkaðinn koma mjög vel agaðir einstaklingar, sem auðveldara eiga með að aðlag- ast nýjungum í starfi en Vestur- landabúar sem oft hafa ekki notið jafn góðrar eða agaðrar menntunar. Næring skólabama var á þessum tíma undir opinbem eftirliti þar „eystra". Skólaböm vom spurð daglega hvað þau hefðu fengið í morgunverð og var það skráð af kennaranum. Síðan fengu þau fyrir- lestur um hvað þau ættu að borða til að fá orku og viðhalda góðri heilsu. Að sjálfsögðu vom í skólun- um heitir málsverðir, þar sem uppi- staðan var ódýrt hvalkjöt (íslenskt var mér sagt). Menntunarviðhorf japanskra for- eldra hafa verið gagnrýnd af mörg- um Vesturlandabúum. Menn telja hefðir þar „eystra" aðrar en á Vesturlöndum og að ekki muni þýða að bjóða bömum hér„vestra“ uppá japanska kerfið. En á sama tíma hafa víða á Vesturlöndum verið teknir upp japanskir kennsluhættir í tónlist og hefur árangurinn verið undraverður. Hér er átt við hina árangursríku Suzuki-kennsluaðferð til að kenna ungum bömum frá 2 Margrét Þorvaldsdóttir „Námsefnið hér gerir varla ráð fyrir því að nemandinn sé sjálfstætt hugsandi einstaklingur, hvað þá að námsefnið örvi hann og styðji til þess þroska. Það býður ekki upp á að nemand- inn finni hvar hæfileik- ar hans liggja, það fremur rænir hann hinni örvandi tilf inn- ingu persónulegra sigra, sem fylgir góðum árangri í starfi.“ ára aldri að leika á fiðlu. Nú í apríl var víða haldið upp á 86 ára afmæli Shinichi Suzuki. Hann sýndi fram á það á áhrifamik- inn hátt, hve góðan árangur ung börn geta náð í námi í gegnum leik. Sem þátttakandi í slíkri kennslu vestan hafs fyrir um 17 ámm fékkst nokkur reynsla af því hve ótrúlega fljót bömin voru að ná tökum á fíðlunni. Námskeið þessi vom fyrir böm á aldrinum 2—6 ára. Árangur var sagður langbestur hjá bömum 4—5 ára. Böm eldri en 7 ára fengu ekki inngöngu á byrjendanámskeiðið. Sagt var að reynslan hefði sýnt, að á þeim aldri hefðu þau tapað næmleikanum til að hefja nám í fiðluleik með þessari kennsluaðferð. Það var gert að skilyrði að bömin kæmu til kennslu með foreldri og hefðu meðferðis hæfilega stóra fiðlu. Það fyrsta sem börnunum var kennt var að valda hljóðfærinu og beita boganum rétt og síðan að leika einfold lög með því að hlusta á lagið leikið af plötu og fylgja nótum á blaði. Foreldri var kennt jafnhliða, þar sem því var ætlað að sjá um æfingar heima. Það var aðdáunarvert að sjá hve fljótt þessi ungu böm lærðu að meðhöndla hljóðfærið og um leið að nema og skilja nótnatáknin eftir þessari kennsluaðferð. Þau lærðu þama á örfáum vikum meira um nótur og gildi þeirra, en bömum er boðið upp á að læra hér fyrstu tvö árin í tónmenntaskólanum. Suzuki-aðferðin byggir á því að nemandinn nái fljótt tökum á hljóð- færinu, en það er einmitt þessi skjóti árangur sem er svo örvandi og gerir börnum námið svo auðvelt og skemmtilegt. Viðhorf okkar til námsgetu og þroska bama og unglinga til að læra er talsvert ólíkt því sem er í Japan. Hér virðist gengið út frá þeirri forsendu, að böm og jafnvel unglingar séu lítt þroskuð til að nema og skilja, ef tekið er mið af því námsefni sem boðið er upp á í íslenska grunnskólanum. Námsefn- ið er lítið, yfírborðskennt og ekki áhugavekjandi, það nægir varla til að halda eðlilegum námsáhuga nemenda vakandi. Því er það ekkert undarlegt þó að mörgum þeirra fínnist skólinn bæði leiðinlegur og tilgangslítill. Okkar skólar standast ekki samanburð við góða gmnnskóla erlendis, hvað námsefnið og námskröfur snertir, jafnvel þó um sé að ræða skóla hjá þjóðum sem hafa mun meiri áhyggjur af þróun í eigin skólamálum en við höfum af okkar. Námsefnið hér gerir varla ráð fyrir því að nemandinn sé sjálfstætt hugsandi einstaklingur, hvað þá að námsefnið örvi hann og styðji til þess þroska. Það býður ekki upp á að nemandinn fínni hvar hæfileikar hans liggja, það fremur rænir hann hinni örvandi tilfínningu persónu- legra sigra, sem fylgir árangri í starfi. Þegar um líf og dauða er að tefla eftir Guðmund Björns- son og Oskar Einarsson Á síðustu tveimur áratugum hafa miklar framfarir orðið í fyrstu meðferð slasaðra og skyndiveikra. Af biturri reynslu heimsstyijaldar- innar síðari varð markverð breyting þannig í stað þess að ferðast með særða um óravegu til læknismeð- ferðar voru spítalar fluttir nær víg- vellinum. Á sma tíma þróaðist hin einstæða aðferð við brottflutning særðra að beita þyrlum til þess. Þannig tókst að bjarga fleirum og minnka verulega varanleg örkuml. Aðferð þessi var fyrst þróuð í Kór- eustyijöldinni og síðar beitt með góðum árangri í Víetnamátökunum. Nú er svo komið að neyðarbílar og þyrlur sérútbúnar tækjum og lyfjum þykja ómissandi þáttur í heilbrigðis- þjónustu víða um heim. í Noregi hefur strandgæslan sinnt sjúkra- flugi með þyrlum og í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi og Banda- ríkjum Norður-Ameríku eru þyrlur staðsettar við sjúkrahús svo nokkur dæmi séu nefnd. Á íslandi hefur skort heildarskipulag þessara mála og fáir gefíð þeim gaum. Um hvítasunnuhelgina slasaðist maður lífshættulega inni á hálendi landsins. í slíkum tilvikum skiptir miklu að sjúklingur komist undir læknishenddur á sem skemmstum tíma. Óeðlilegur dráttur varð á því þessa helgi. Fyrir hið fyrsta leið of langur tími þangað til að björgunar- aðgerðir hófust. Dýrmætur tími fór í að láta milliliði ákveða alvarleika málsins þar til samband var haft við flugstjóra og lækni á bakvakt. í annan stað kom í ljós að útkalls- tími þyrlu Landhelgisgæslunnar lengdist verulega. Venjulega ætti slík þyrla að vera komin í loftið með áhöfn og lækni vel innan klukkustundar og í flestum tilvikum innan hálfrar klukkustundar. Þegar til átti að taka reyndist ekki unnt að ná skjótt í alla áhafnarmeðlimi þar sem mannfæð gerir það að verkum að starfsmenn flugdeildar- innar geta ekki mannað bakvakt allan sólarhringinn. Giftusamlega tókst þó til að lokum en við slíkar tafír verður ekki unað öllu lengur. Af framangreindu er ljóst að þessi mál eru í alvarlegum ólestri hér á landi. Miklum íjármunum og vinnu hefur varið varið til upp- byggingar hinna ýmsu björgunar- sveita víða um Iand. Þessu fjár- og vinnuframlagi er illa varið ef ekki verður tryggt að sjúkir og særðir komist á sem skemmstum tíma undir læknishendur. Eins og málum er nú háttað ræður tilviljun ein eftir hvaða boðleiðum alvarleg slys elleg- ar veikindi eru tilkynnt. Oft er álits læknis seint leitað ellegar hann ekki hafður með í ráðum þótt ljóst sé að hans er ávallt þörf. Eftir klukkan átta á kvöldin ræður tilvilj- un því hvemig til tekst með mönnun þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikil- væg björgunartæki, sem þegar hefur verið ijárfest í fyrir hundruð milljóna króna, koma þá ekki að neinu gagni, þar sem valdhafar fjár- „Það hlýtur að vera skýlaus krafa alls al- menning-s í landinu að þessum málum verði strax komið í viðunandi horf. Slíkt öryggi yrði lágu verði keypt þeg-ar um líf eða dauða væri að tefla.“ veitinga hafa valið að spara eyrinn en kasta krónunni. Þeirri spumingu hefur verið varpað fram hvort vamarliðið á Keflavíkurflugvelli ætti ekki alfarið að sjá um þennan þátt björgunar- mála hér á landi. Þeir hafa um ára- tugaskeið haft þyrlur staðsettar á Keflavíkurflugvelli sem hluta af öryggiskerfí Norður-Atlantshafs- bandalagsins. íslendingar hafa notið góðs af þessari starfsemi og vamarliðsmenn sinnt sjúkraflugi eftir fremsta megni. Hafa þeir í gegnum árin komið fjölmörgum ís- lendingum til bjargar. Nokkur atriði eru þess valdandi að íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.