Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JtJNl 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Brúin á er kosningahríðinni lokið og búið að slökkva á 20 milljón króna Hewlett Packard-tölvunni uppí sjónvarpi, en sá gripur birti okkur sjónvarpsáhorfendum kosn- ingaspár og úrslit á einstaklega myndrænan og lifandi hátt. Þótti mér raunar harla merkilegt hve tölva þessi var nösk á að nusa uppi úrslit löngu áður en lokatölur lágu fyrir. Þó brást henni bogalistin er komið var heim til Norðfjarðar en þar rugluðu utankjörstaðaatkvæðin skotheld forrit tölvuspámannanna. Enn er von í heimi hér á meðan finnast mannverur er kunna að rugla pottþétt tölvuforrit. En vafalaust stendur sú dýrð ekki lengi, allt stefnir þetta í sömu átt, að sífellt fullkomnari forritum er við óafvit- andi sníðum eftir líf okkar og lífs- háttu. Listahátíð Listahátíð hófst að þessu sinni í kalsaveðri fyrir utan Kjarvalsstaði. Hrafn setti hátíðina íklæddur kjól- fötum en að öðru leyti eins og blóma- böm síns tíma. Á bekk nálægt Hrafni sat forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, við hlið ekkju Pic- assó og skáldkonunnar Doris Less- ing. Martin Bekovski lék á píanó í hliðarsal. Hámenningin skein af stéttum og strætum og ekki má gleyma verðlaunahöfunum í smá- sagnakeppninni, þeim Sveinbimi I. Baldvinssyni, Guðmundi Andra Thorssyni og Úlfi Hjörvar. Til ham- ingju. Dómnefndin átti ekki sjö dagana sæla en ég tel að fjöldi sagnanna hafi tiyggt að valið varð fremur tilfinningalegs eðlis en að dómnefndin hafi náð að koma auga á hina rökrænu, ósýnilegu byggingu er sumar sögumar hafa vafalaust hvílt á. En slíkur skáldskapur á máski ekki lengur lífsvon. Til frekari skýringar á þessum ummælum Iang- ar mig að birta hér örstutta sögu eftir Kafka: Brúná, í þýðingu Ást- ráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Ég var stjarfur og kaldur, ég var brú, yfir hyldýpi lá ég. Héma megin var tánum en hinum megin höndunum borað niður, í gljúpan leirinn beit ég mig fastan. Frakkalöf mín blöktu til beggja hliða. í djúpinu ólgaði ískaldur sil- ungalækurinn. Enginn ferðalangur villtist upp á þetta ógreiðfæra há- lendi, brúin hafði enn ekki verið merkt inn á landakortin. Þannig lá ég og beið; ég varð að bíða. Brú, sem á annað borð hefur verið byggð, getur ekki hætt að vera brú án þess að hrynja. Það var eitt sinn undir kvöld — var það hið fýrsta, var það hið þúsundasta, ég veit það ekki, — hugsanir mínar voru alltaf á ringul- reið og fóru alltaf í hring. Undir kvöld að sumarlagi, myrkar niðaði lækurinn, þá heyrði ég fótatak manns! Til mín, til mín. — Teygðu úr þér, brú, settu þig í stellingar, handriðslausi bjálki, ber þann sem þér er trúað fyrir. Láttu hikið í fóta- taki hans hverfa án þess á því beri, en ef hann riðar, gefðu þig þá fram og slöngvaðu honum á land og fjalla- guð./Hann kom, með jámbroddinum á staf sínum bankaði hann á mig, síðan lyfti hann frakkalöfum mínum með honum og hagræddi þeim á mér. í hrokkið hár mitt brá hann broddinum og lét hann, sennilega skimandi villtu augnaráði í kring, dvelja þar lengi. En þá — ég var einmitt farinn að fylgja honum eftir í draumi yfir fjöll og dali — stökk hann og lenti með báða fætur á miðjum líkama mínum. Ég varð gagntekinn hrolli í hræðilegum sárs- auka, algerlega skilningsvana. Hver var það? Bam? Draumur? Stigamað- ur? Freistari? Tortímari? Og ég snéri mér við til að sjá hann. — Brú snýr sér við! Ég var ekki búinn að snúa mér við, þá hmndi ég þegar, ég hmndi og óðara var ég mulinn og sundurtættur af oddhvössum stein- unum sem alltaf höfðu mænt til mín svo friðsamlega úr beljandi vatninu. Olafur M. Jóhannesson. Daginn sem veröldin breyttist ■■■■ Daginn sem 0"| 10 veröldin breytt- ist, fimmti þátt- ur, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. í þessum þætti fjallar James Burke um stjömuathuganir og eðlis- fræðirannsóknir manna og sýnir fram á hvemig þær breyttu heimsmynd mann- kyns í tímanna rás. Burke hefur verið einn af fremstu þáttagerðarmönnum breska sjónvarpsins, BBC, í um tvo áratugi. í þessum þáttum sínum leggur Burke mesta áherslu á hvemig þekking mannsins hefur skapað heimsmynd hans á hveijum tíma — ef þekkingin breytist þá breytist heimsmyndin líka. Fjallað verður um stjömuathuganir í heimildamynda- flokknum Daginn sem veröldin breyttist, sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Fjallað verður um hollustu sundiðkunar í þættinum f dagsins önn, sem er dagskrá rásar eitt eftir hádegi í dag. í dagsins önn: Um heilsuvemd ■■ Þátturínn í 1 Q00 dagsins önn, lð— sem að þessu sinni fjallar um heilsu- vemd, er á dagskrá rásar eitt eftir hádegi í dag. Jón- ína Benediktsdóttir hefur verið umsjónarmaður þátt- arins um skeið en nú hefur Jón Gunnar Grétarsson tekið við af henni. I þætti sínum í dag ætlar Jón Gunnar að íjalla um sund- iðkun landsmanna og það heilbrigði sem fæst af því að synda reglulega. Þjóðin hefur iðkað sund í 1100 ár, en almenn sundkennsla hófst þó ekki fyrr en árið 1930. Um þessi mál ræðir Jón Gunnar við þá Guð- mund Bjömsson lækni og Hörð Oskarsson íþrótta- kennara, sem er formaður fræðslunefndar Ung- mennafélags íslands. Daglegt mál ^■^H Daglegt mál er -| Q 45 að venju á dag- A i/ skrá rásar eitt í kvöld og stjómar Guð- mundur Sæmundsson þá sínum fyrsta þætti. Guð- mundur tekur við af Sig- urði Tómassyni sem séð hefur um þáttinn um nokk- urt skeið. Kolkrabbinn — nýr flokkur ^■■H Kolkrabbinn (La íyt 45 Piovra II), fyrsti LáY. — þáttur af sex, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Flokkurinn er sjálf- stætt framhald samnefnds sakamálamyndaflokks sem sýndur var í sjónvarpinu í vetur. Leikstjóri er Dam- iano Damiani. í lok fyrsta hluta hafði Cattani lög- regluvarðstjóri verið hrak- inn úr landi til Sviss ásamt Ijölskyldu sinni eftir að hann gerði tilraun til að fletta ofanaf starfsemi Mafíunnar á Sikiley. Þýð- andi er Steinar V. Ámason. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 3. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.16 Veöurfregnir. 8.30 Fréttirá ensku. 9.00 Fréttir. 9.06 Morgunstund barn- anna: „i afahúsi" eftir Guð- rúnu Helgadóttur. Steinunn Jóhannesdóttir les (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulúr velur og kynnir. 9.46 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.06 Daglegt mál. Endurtek- in þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 „Égmanþátíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Tónlist eftir Jón Nordal, Flamenco tónlist og rætt við gest þátt- arins. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miödegissagan: „Fölna stjörnur” eftir Karl Bjarnhof. Kristmann Guðmundsson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir les (7). 14.30 Tónlistarmaöur vikunn- Paul Simon. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Að vestan. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar: Kammertónlist a. Strengjakvartett nr. 2 í C-dúr eftir Franz Schubert. Melos kvartettinn í Stuttgart leikur. b. Strengjakvartett nr. 21 í D-dúr K. 157 eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. (talski kvartettinn leikur. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 (loftinu. Blandaður þátt- ur úr neysluþjóðfélaginu. Umsjón: Hallgrímur Thor- steinsson og Sigrún Hall- dórsdóttir. Tónleikar. Til- kynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þátt- inn. 19.60 Fjölmiðlarabb. Guð- mundur Heiðar Frímanns- son talar. (Frá Akureyri). 20.00 Ekkertmál. Ása Helga Ragnarsdóttir stjórnar þætti fyrir ungt fólk. 20.40 Grúsk. Fjallað um hljóð- gerfi og notkun þeirra. Umsjón: Lárus Jón Guð- mundsson. (Frá Akureyri). 21.10 Perlur. Kiri te Kanawa og Placido Domingo syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Njáls saga“. Einar Olafur Sveins- son les (6). (Hljóðritun frá 1972.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Frá Listahátíö í Reykja- vík 1986. Tónleikar í Nor- ræna húsinu fyrr um kvöld- ið. Kennarar við Tónlistar- skólann í Reykjavík og Hamrahlíðarkórinn flytja verk eftir Jón Nordal. Kynnir: Sigurður Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.00 Áframabraut (Fame 11 — 14) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi Ragna Ragnars. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirog veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Listahátíö í Reykjavík 1986 20.50 Reykjavlkurlag — Með þínu lagi. í þessum þætti verða öll keppnislögin end- udlutt. 21.10 Daginn breyttist (The Day Changed) sem veröldin the Universe ÞRIÐJUDAGUR 3. júní Fimmti þáttur Breskur heimildamynda- flokkur I tiu þáttum. Umsjón- armaöur James Burke. (þessum þætti er fjallað um stjörnuathuganir og eölis- fræðilegar rannsóknir manna en þær breyttu heimsmynd mannkyns. Þýðandi Jón O. Edwald. Þulur Sigurður Jónsson. 21.45 Kolkrabbinn (La Piovra II) Fyrsti þáttur ftalskur sakamálamynda- flokkur í sex þáttum. Flokk- urinn er sjálfstætt framhald samnefnds flokks sem var sýndur á liðnum vetri. Catt- ani lögregluvarðstjóri hrakt- ist bud frá Sikiley til Sviss ásamt eiginkonu og dóttur eftir að hann reyndi að fletta ofan af ítökum mafíunnar á eyjunni. Leikstjóri: Damiano Dam- iani. Aðalhlutverk: Michele Placido, Florinda Bolkan, Nicole Jamet, Cariddi Nard- ulli og Francois Périer. Þýðandi Steinar V. Árnason. 22.55 England — Podúgal Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu. 00.35 Fréttir í dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 3. júní 09.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son, Gunnlaugur Helgason og Páll Þorsteinsson. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimm- tán mínútna barnaefni kl. 10.05 sem Guðríður Hall- dórsdóttirannast. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staönum Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 16.00 Hringiöan. Þáttur í um sjá Ingibjargar Ingadóttur. 17.00 (gegnumtíðina Jón Ólafsson stjórnar þætti um islenska dægudónlist 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar i þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.16 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenm — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.