Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 H49 GÖMUL VÍSA ALDREI OF OFT KVEÐIN eftirSigurðl. Ólafsson Henry Siegman, framkvæmda- stjóri bandarísku gyðingasamtak- anna, kvað það einkennilega tilvilj- un, að forsetakosningamar í Aust- urríki skyldu vera á sama degi og gyðingar minnast milljóna gyðinga, sem urðu gereyðingaræði nasista að bráð. Líti helst út fyrir, að Austurríkismenn vilji bara gleyma þessum hryðjuverkum þýskumæl- andi manna á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Fjöldinn allur af Austurríkismönnum vill nú ólmur gera Kurt Waldheim, fyrrverandi forseta Sameinuðu þjóðanna, að forseta sínum. Gyðingar telja Wald- heim, eins og Austurríkismenn yfir- leitt, samábyrgan um glæpi Hitlers, fyrram leiðtoga þeirra. Telur Sieg- man allt benda til þess, að Wald- heim verði næsti forseti Austurrík- is, og telur það ekki meðmæli með löndum hans. Allir vepjulegir menn hljóta að skilja reiði gyðinga og áhuga þeirra á að láta ekki fymast yfir glæpi nasistanna. Samt kemur það mönnum áreiðanlega spánskt fyrir sjónir, að Kurt Waldheim skuli hafa komist alla leið upp í forseta- stól Sameinuðu þjóðanna, ef hann var bara ótíndur stríðsglæpamaður. Hér áður fyrr, áður en bílar komu til sögunnar, ku hafa borið mikið á farandsölum, sem seldu vinnulúnu bændaliði hér f landi bót allra meina, meðal annars .slöngutár (snake oil). Því ólíkari, sem þeir vora óþvegnum bændalýðnum, því meira seldu þeir. Kurt Waldheim ætti skilið heitið sölumaður ársins, ef gyðingar hafa rétt fyrir sér um fortíð hans, hvað sem öðra líður. Undirritaður var við nám í Austur- ríki á áranum 1956—1959. Hvergi er betra að vera fyrir útlending með næg íjárráð. Gleymska er ómetanleg bót við allskonar sálar- meinum og er líklegt, að Austurrík- ismenn, sem á annað borð grafluðu í fortíðinni, hafi óspart notað sér þann nægtabrann náttúrannar. Aldrei varð undirritaður var við neina sektartilfinningu hjá austur- rískum almúga, sem hann kynntist lítillega, enda má kannski segja, að fólk yfírleitt beri ekki sorgir sínar á torg. Virtust Austurríkismenn vera ákaflega hreyknir af fortíð sinni og fögnuðu óspart tilkomu nýja sambandshersins (Bundes- wehr), enda hermennska þeim í blóð borin, eins og bræðram þeirra í Þýskalandi. Aldrei heyrði undirrit- aður neinn minnast á gyðinga eða þær hörmungar, sem gyðingar þoldu af hendi nasista. Auk hins venjulega karlagrobbs á öldur- húsum um stríðshetjur virtust minningar stríðsáranna eingöngu tengdar Rússum og ránum og nauðgunum, sem þeir frömdu á austurrísku þjóðinni að sögn. Eink- um vora sagðar sögur af matar- græðgi rússnesku hermannanna og raddaskap. Vora þeir sagðir mjög veikir fyrir ijómaís og armbandsúr- um. Glöggt er gests augað, eins og þar segir. Útlendingar verða gjam- an varir við strauma eða sveiflur hjá þjóðum, sem þeir dvelja hjá um tíma. Myndi undirritaður óhikað herma, að Vínarstraumamir hafi hallað sálartetrinu á stjómborða. Aldrei heyrði undirritaður nasistun- um hallmælt og vart fannst sú bjór- vömb, sem ekki söng landa sfnum Hitler lof. Jaðraði hrifning margra Austurríkismanna við þjóðarhroka í ljósi allra staðreynda. Kannski má líka segja, að hundurinn bíti ekki höndina, sem fæðir hann. Mikið var um samkomur gamalla hermanna um alla Vínarborg á þessum áram, þar sem bjór var kneyfaður og stríðsárin rómuð. Var útlendingum, sem villtust inn á slík- ar samkundur, óðum hent öfugum út. Gömul kynni gleymast ei má kannski segja um dálæti Austurrík- ismanna á stríðsæði landa síns Hitlers. Gyðingar í Bandaríkjunum segja ennfremur, að sú staðreynd, að Waldheim var staðinn að lygi um þjónustu sína í heijum nasista og vitneskju um hryðjuverk og nauð- ungarflutninga á gyðingum, virðist hafa aukið fylgi hans meðal landa hans. Hið gamla viðkvæði hryðju- verkamanna, segja gyðingar hér, að þeir hafí aðeins hlýtt yfirboður- um sfnum og verið fómardýr kring- umstæðnanna virðist eiga djúpan hljómgrann meðal margra Austur- ríkismanna. Að sögn fróðra manna vora um 40% fleiri Austurríkismanna skráðir nasistar en Þjóðveijar. Sem sé kaþólskari en sjálfur páflnn. Gyð- ingar segja ennfremur, að Austur- ríkismenn hafi, hver sem vettlingi gat valdið, fagnað, grenjandi af hrifningu, heijum Hitlers, er þeir gengu inn yfir austurrísku landa- mærin á fjórða áratugnum. Margir virðast gleyma, að ef Þýskaland var vagga nasismans, má segja, að Austurríki hafi verið bamið. í tíð Adenauers, Brandts og Schmidts, segja gyðingar, hörmuðu Þjóðveijar tímabil nasistanna og KO&TúuALDH£fM-. * úJHo can fcmsaaBer. eusz* - TtHtíé FKOM THE iuAí^ffeRlOD ? „Gyðingar hér í Banda- ríkjunum eru óþreyt- andi í leit sinni að nas- istum og stríðsglæpa- mönnum, hverjum nöfnum sem þeir nefn- ast, og spara ekkert í þeim efnum. Gríðar- stórt minnismerki um fórnardýr nasismans er hér i miðri Baltimore og minningarathafnir haldnar þar árlega. Tönn tímans virðist aldrei lækna sum sár.“ reyndu á ýmsan hátt að bæta fyrir hryðjuverk framin af þýskumælandi mönnum. Austurríki, eins og Waldheim, stingur höfðinu f sandinn og neitar öllum skaðabótum til fómarlamba nasismans og neitar yfírleitt vitn- eskju um nokkur hryðjuverk. Mætti ætla, að nasistatímabilið hafi verið ein allsheijar ópera í augum Austurríkismanna, og þeir sjálfir verið dolfallnir áhorfendur. Segja. gyðingar hér í landi að spyrða megf' Kohl, kanslara Þýskalands, Wald- heim og Austurríkismenn, sem kusu hann, saman á trönum hræsni og lífslygi. Sé þessi þrenning að telja heiminum trú um þá fjarstæðu, að stormsveitarmenn Hitlers hafi f raun og vera verið vanmáttugir andstæðingar nasismans, sem nauðugir viljugir frömdu stríðs- glæpina. Weizsácker, forseti I- ’skalands finnur náð fyrir augum gyðinga. Segja þeir hann sannan arftaka Adenauers kanslara, en ekki Koht, sem sé falsspámaður. Hvatti Weiz- sácker landa sína til að horfast í augu við staðreyndimar og viður- kenna glæpi nasismans. Álíta gyð- ingar að með þannig hugarfari eigi þýska þjóðin enn von. Sama sé því miður ekki hægt að segja um Austurríki, sem enn geti ekki státað af mönnum á borð við Weizsácker. Gyðingar hér í Bandaríkjunum era óþreytandi f leit sinni að nasist- um og stríðsglæpamönnum, hveij- um nöfnum sem þeir nefnast, og spara ekkert í þeim efnum. Gríðar- stórt minnismerki um fómardýr nasismans er hér í miðri Baltimor^. og minningarathafnir haldnar þar árlega. Sum sár virðist tfminn aldrei lækna. Hvað sem réttlátri reiði gyðinga líður heldur lífið áfram sinn vana- gang og menn gleyma, eða fá fyrir- gefningu synda sinna. En gömul vísa er samt aldrei of oft kveðin. Höfundur er búsettur f Bandaríkj- uniun. 15% afsláttur Sjómannadagstilboð í tilefni sjómannadagsins veitum við 15% afslátt af öllum jakkafötum og stökum jökkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.