Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 Hvað segja þau um úrslit sveitarstjórnarkosninganna: Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Nýr meirihluti á Ólafsfirði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Ólafsfirði, sem náðu meirihlutanum af vinstri mönnum; frá vinstri: Birna Friðgeirsdóttir, Sigurður Björnsson, Óskar Þór Sigurbjörnsson og Þorsteinn Ás- geirsson. kosningar en líklega hefðu óvinsæl- ar aðgerðir ríkisstjómarinnar átt sinn þátt í að hafa áhrif á kjósendur að þessu sinni. Hann sagðist samt vilja forðast að reyna að gefa ein- hveijar skýringar á þessari útkomu D-listans, það hefði tapast einn fulltrúi frá því sem áður var og skýringar á því gætu verið margvís- legar. Aðspurður um hvort meirihluta- viðræður einhverra flokka væru þegar hafnar sagði hann að ekki hefði verið rætt við Sjálfstæðis- menn um þau mál að svo stöddu en kvað það bæði ábyrgt og eðlilegt að leitað væri til þeirra um meiri- hlutasamstarf. Palvík: Trausti Þorsteinsson, D-lista: „Attum ekki von á svo góðum árangri“ „VIÐ hljótum að vera ánægðir með það traust sem okkur hefur verið sýnt,“ sagði 'Trausti Þor- steinsson, efsti maður á D-listan- um á Dalvík. Sjálfstæðisflokkur- inn þar fékk þijá menn kjörna, en aðeins einn í síðustu kosning- um. „Kjósendum hlýtur að hafa fallið þau mál, sem við ræddum um, í geð. Mér finnst kosningabaráttan hafa verið lengri nú en hún hefur oft verið áður. Fjölmiðlar komu fyrr inn í baráttuna og kynningarstarf var allt vel af hendi unnið. Það hefur eflaust haft sín áhrif á nýaf- staðnar kosningar." Meirihlutinn á Dalvík féll í kosn- ingunum og eru þeir möguleikar nú fyrir hendi þar að D-listinn myndi meirihluta annaðhvort við B- eða G-lista, eða þá að B- og G-listi myndi meirihluta sín á milli. Trausti sagðist halda að yngri kjós- endur hefðu stutt D-listann vel og dyggilega að þessu sinni. „Við vorum líka með ungt fólk á listan- um. Við áttum alls ekki von á þessum góða árangri nú. Við reynd- ar bjuggumst við því að meirihlut- inn myndi faila, en ekki að við fengjum í staðinn allt það fylgi sem raun varð á.“ Guðlaug Björnsdóttir, B-lista: „Algjörlega sigruð“ „VIÐ ERUM svona frekar von- svikin með kosningaúrslitin, en miðað við þann áróður, sem rekinn var fyrir kosningar af mótsframbjóðendum um að mjög óæskilegt væri að hreinn meiri- hluti eins flokks réði rikjum, þá hljótum við að vera ánægð á meðan vilji fóiksins á staðnum nær fram að ganga,“ sagði Guðlaug Björnsdóttir, efsti mað- ur á B-Iistanum á Dalvík. „Ég reikna alls ekki með því að farið verði fram á við okkur að mynda meirihlutastjóm með D-list- anum þar sem við komum út úr kosningunum sem algjörlega sigr- uð. Við sjáum ekki fram á annað en að Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalagið fari saman í starfið. Óháðir á Dalvík, sem eru flestir alþýðuflokksmenn og buðu fram með Sjálfstæðisflokki á Dalvík, eru á þeirri skoðun að D-listinn hafi verið með óháð framboð vegna þess að bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins úr bæjarstjóminni skipaði fjórða sæti D-listans fyrir kosningamar og vilja óháðir halda því á loft að fylgi D-listans hafi notið góðs af bæjar- fulltrúa þeirra manna þar sem víð- ast hvar annars staðar hefði Al- þýðuflokkurinn bætt mikið fylgi sitt,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að mannlíf á Dalvík hefði verið gott og atvinna hefði blómstrað á sl. kjörtímabili svo það væri ekki annað að sjá en fólki hafi verið talin trú um fyrir þessar kosningar að meirihluta- stjóm eins flokks í bæjarstjóm væri nokkuð sem ekki ætti að eiga sér stað. „Við höfum hreinlega ekkert á samviskunni. Það er okkar álit að fólkið vilji hafa þetta svona þó svo að innansveitarmál, sem ég vil ekki fara að riija hér upp, bland- ist inn í dæmið," sagði Guðlaug. Siglufjörður: Kristján L. Möller, A-lista: Höfum ekki haft þrjá fulltrúa síðan 1950 Á SIGLUFIRÐI bætti Alþýðu- flokkurinn við sig tveimur mönn- um í bæjarstjóraarkosningunum og hefur þvi þijá menn næsta kjörtímabil. Kristján L. Möller skipaði efsta sæti A-listans og sagði hann að allt frá því að Alþýðuflokkurinn hélt opið próf- kjör, þar sem mönnum var gefinn kostur á að kjósa fjóra efstu menn listans, hefði kosningabar- áttan einkennst af bjartsýni og raunin hefði orðið sú að hún var ekki ástæðulaus. Kristján sagði að honum væri efst í huga þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem studdu listann í kosningunum og gerðu það að veruleika að þrír menn komust í bæjarstjómina, en Alþýðuflokkur- inn hefur ekki haft svo marga í bæjarstjóm síðan árið 1950. „Ég tel að aðferðir okkar í kosn- ingabaráttunni hafi skilað ótvíræð- um árangri," sagði Kristján. „Við efndum til skoðanakönnunar þar sem við báðum íbúa bæjarins að segja álit sitt á því hvað væri brýn- ast í bæjarmálunum og síðan mót- uðum við okkar baráttumál í ljósi þessa. Einnig virðist skýringa vera að finna einfaldlega í því hversu mikinn meðbyr flokkurinn hafði um allt land. Einnig höfðum við mjög skeleggan fulltrúa í bæjarstjóm síð- asta kjörtímabil og held ég að bæjarbúar hafi tekið eftir störfum hans og metið að verðleikum." Kristján sagði að síðustu að við- ræður flokkanna um nieirihluta- samstarf væru ekki hafnar og vildi hann ekki segja annað en það að Alþýðuflokkurinn kappkostaði að komast í meirihlutasamstarf til að vinna að framgangi þeirra mála sem þeir settu á oddinn í kosningabar- áttunni. Ólafsf|örður: Birna Friðgeirs- dóttir, D-lista: „Anægö meö meirihlutann eftir 12 ára vinstristjórn“ „VIÐ ERUM í sjöunda himni yfir þvi að vinna aftur meirihlutann eftir tólf ára vinstristjóra,“ sagði Birna Friðgeirsdóttir, efsti mað- ur á D-listanum á Ólafsfirði. „Sjálfstæðisflokkurinn var lengi vel áður með meirihluta í bæjar- stjóminni svo þetta var kærkomið tækifæri aftur. Við stóðum nú vel að vígi málefnalega séð. Það hefur verið samdráttur í framkvæmdum á vegum bæjarins og fólk orðið vantrúað á breytingar. Okkar fólk vann vel að kosningabaráttunni og vafalaust hefur það ráðið úrslitum að einhverju Ieyti. í fjögur efstu sætin komu tveir nýir menn inn á listann, en við hin tvö höfum verið í nokkum tíma," sagði Bima. „Við lögðum aðaláherslu í kosn- ingabaráttunni á atvinnu- og hafn- armál og einnig samgöngumál með höfuðáherslu á að áætlunum um göng í gegnum Ólafsíjarðarmúlann verði ekki breytt. Þá leggjum við mikla áherslu á uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsmála sem okkur finnst hafa verið deyfð yfir á undanfömum árurn." Fyrir tveimur árum var nýr bæjarstjóri kjörinn á Ólafsfírði og stóðu allir fulltrúar bæjarstjómar að því kjöri. Bima sagði að ræða þyrfti það mál innan nýrrar bæjar- stjómar og gæti hún því ekki tjáð sig um það nú. Ármann Þórðarson, H-lista: „Vissum að mjótt yrði á munumim“ „VIÐ misstum meirihlutann í hendur Sjálfstæðismanna nú eftir að hafa haldið honum sl. 12 ár,“ sagði Armann Þórðarson, efsti maður á H-listanum í Ólafs- firði, sem er listi vinstrimanna. „Sjálfstæðisflokkurinn lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni á að breyta til og þá fá þeir sam- kvæmt því að spreyta sig næst. Það munaði að vísu ekki miklu á at- kvæðunum — aðeins sjö atkvæðum. Við áttum alls ekki von á því að tapa en við vissum að það yrði mjótt á mununum þegar upp yrði staðið. Þeir sem tapa verða auðvitað fyrir vonbrigðum. Sjálfstæðismenn lögðu mikla áherslu á að ná meiri- hlutanum og börðust fyrir þvi,“ sagði Ármann. ________Húsavík:________ Kristján Ásgfeirsson, G-lista: „Fail meirihlutans uppstilling- unni að kenna“ „G-LISTA fólkið er mjög ánægt með kosningarnar,“ sagði Krist- ján Ásgeirsson, efsti maður á G-listanum á Húsavík, en G-list- inn bætti við sig einum manni frá því i síðustu kosningum. „Við voram síðast í meirihluta 1974- 78, þá einnig með þijá fulltrúa. Við vitum ekki ennþá hveijir koma til með að starfa með okkur — það era til allir mögu- leikar í þessu núna.“ Kristján sagðist álíta að framboð Víkveija hafi haft áhrif á alla hina flokkana sem buðu fram svo kosn- ingamar að þessu sinni hafi verið mjög tvísýnar frá byijun. „Það munaði litlu á þriðju mönnum B og G og á öðrum manni A. Baráttan var tvísýn þar sem menn vissu lítið um hversu mörgum atkvæðum Þ-listinn myndi sópa að sér eða hversu mikil áhrif hann hefði á kosningamar. Ég held að flestir hafi reiknað með að þeir fengju a.m.k. einn mann inn í bæjarstjóm. Kristján sagði að Alþýðubanda- lagið hefði búist við að það ætti ekkert síður von í þriðja manni heldur en Alþýðuflokkur að halda tveimur. „Maður taldi nú síður að Framsóknarflokkurinn væri í jafn mikilli hættu hér og raun varð á. Ég tel að fall Framsóknarflokksins hafí fyrst og fremst verið uppstill- ingu listans að kenna og e.t.v. má segja hið sama um uppröðun Sjálf- stæðisflokksins, en þar kom einnig til skjalanna hið nýja framboð Vík- veija, þar sem efsti maður á lista var fyTrverandi sjálfstæðismaður. Þá hafa menn sennilega ekki verið nógu ánægðir með stjóm mála í bænum eins og henni hefur að undanfömu verið háttað — kjósend- um hefur líklega fundist allt á botninn hvolft og lítil gróska," sagði Kristján. Katrín Eymundsdóttir, D-lista: „Víkveijar sundruðu frjáls- lyndu öflunum“ „ÞAÐ er ekki hægt að horfa fram hjá því að okkar listi og listi samstarfsflokksins, Fram- sóknarflokksins, í meirihluta- stjórn töpuðu báðir manni og var það reyndar fyrirfram vitað að þegar þessi nýi, þverpólitiski flokkur Víkveija ákvað að bjóða fram, myndi það höggva inn í raðir okkar Sjálfstæðismanna,“ sagði Katrin Eymundsdóttir, fyrsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins á Húsavík. Sjálfstæðis- flokkurinn á Húsavík tapaði einum manni í nýafstöðnum kosningum. „Efsti maður Víkveija var reynd- ar flokksbundinn sjálfstæðismaður áður og mín persónulega niðurstaða er sú að Víkveijum tókst að sundra fijálslyndu öflunum á Húsavík og leiða Álþýðubandalagið til öndvegis. Það kom aldrei fram nein óánægja eða sundrungur innan okkar raða áður en sérframboðið kom til svo við vitum ekki ennþá af hveiju þeir fóru þessa leið þar sem málaflutn- ingur Víkveija hefur verið á mjög líkum nótum og við höfum boðað okkar pólitík." Katrín sagði að undanfarið hefði átt sér stað samdráttur á Húsavík og trúlega væri bæjarstjóminni kennt um það að vissu leyti, en þó sagðist hún halda að framboð Vfk- veija hefði gert stærsta strikið í reikning þeirra sjálfstæðismanna í nýafstöðnum kosningum. Esklfjörður; Hrafnkell Jónsson, E-lista: „Viljikjós- enda skýr“ „ÉG GET að sjálfsögðu ekki verið annað en ánægður fyrir hönd okkar óháðra en jafnframt kom útkoman þægilega á óvart,“ sagði Hrafnkell Jónsson, efsti maður á E-Iistanum, lista óháðra kjósenda á Eskifirði. Hrafnkell átti að skipa efsta sæti Sjálfstæðisflokksins sam- kvæmt uppröðun fyrir kosningam- ar en vegna óánægju sinnar með þá tilhögun að ekki skyldi fara fram prófkjör, ákvað hann að slíta sig frá flokknum og bjóða fram sér. „Það var ákaflega ofarlega í mér að hvíla bæði mig og Eskfirðinga á bæjarstjómarsetu minni, en ég sat sl. kjörtímabil í bæjarstjóm fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Síðan fínnst mér ekki fara nægilega vel saman að vera formaður stéttarfé- lags og kjörinn fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Það verða oft á tíðum ákveðnir árekstrar sem erfitt er að leysa, ekki síst þegar flokkurinn er í ríkisstjóm nú og þarf að standa að óvinsælum aðgerðum m.a. í kjaramálum. Vegna dræmrar þátt- töku í prófkjöri var hætt við það á síðustu stundu. Ég gat illa sætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.