Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Kvöldskemmtun- in við Arnarhól var leikin af bandi Stærsta höggmynd Einars Jónssonar gefin borginni í TILEFNI af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar hafa 58 fyrir- tæki og stofnanir í Reykjavík sameinast um að gefa höfuðborginni eirafsteypu af stærstu höggmynd Einars Jónssonar, Úr álögum, en Einar gerði þá mynd á árunum 1916—1927 og er hún aðeins til í gifsi. Úr álögum er 3 m á hæð og um 2,5 m á hveija hlið. Davíð Oddsyni borgarstjóra var tilkynnt um gjöfina í móttöku í Höfða, en stefnt er að því að setja höggmyndina upp við Tjörnina og verður höggmyndin tilbúin til uppsetningar næsta vor. Vinna við gerð myndarinnar hófst í sumar, en verkið verður steypt í eir í Bretlandi. Gefendur eru: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Flugleiðir, Landsbanki íslands, íslenska álfé- lagið, Olíufélagið hf., Sölusamtök ísl. fískframleiðenda, Olíufélagið Skeljungur, Eimskipafélag Is- lands, Olíuverslun íslands hf., Sláturfélag Suðurlands, Búnaðar- banki íslands, Mjólkursamsalan, Útvegsbanki íslands, Hagkaup, íslenskir aðalverktakar, Hekla hf., Mikligarður sf., Húsasmiðjan, Iðnaðarbankinn hf., Samvinnu- tryggingar, Bílaborg hf., Fiska- furðir hf., Bemh. Petersen, Ingvar Helgason hf., Samvinnubankinn, íslensk endurtrygging hf., Smjörlíki hf., BM-Vallá hf., Tryggingamiðstöðin hf., Endur- trygging hf., Brunabótafélag íslands, Sveinn Egilsson hf., IMB World Trade Corporation, Veltir hf., Sjóvátryggingafélag íslands hf., Kristján O. Skagfjörð hf., ís- tak hf., Andri hf., Kassagerð Reykjavíkur hf., Verzlunarbanki íslands, Almennar tryggingar hf., Héðinn hf., íslenska útflutning- smiðstöðin hf., G. Albertsson, Hampiðjan hf., Ólafiir Gíslason & Co hf., Fijáls fjölmiðlun hf., Prentsmiðjan Oddi hf., Trygging hf., Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Nói og Síríus hf., Skrifstofuvélar hf., Sindrastál hf., Útsýn, Samábyrgð íslands á físki- skipum, Landssamband ísl. útvegsmanna, Seðlabanki íslands, Hljómbær og Hótel Holt. Forgöngu um söfnun fyrir gjöf- inni hafði Ámi Johnsen alþingis- maður, en hann ásamt Ólafí Kvaran forstöðumanni Listasafns Einars Jónssonar sjá um fram- kvæmd málsins. Sjá lista yfir gjafir til borgar- innar á bls. 32. Höggmyndin Úr álögum eftir Einar Jónsson, en listamaðurinn situr þarna við myndina sem er 3 metrar á hæð og var gerð á árunum 1916-1927. leikurum að hreyfa sig um sviðið óháð hljóðnemum og einnig gátum við staðsett skemmtikraftana upp á húsþökum eða hvar sem var. Þetta var einna erfíðast með leikrit- ið en leikaramir voru tilbúnir að reyna þetta og gekk það framar vonum. Hátíðardagskrá við Arnarhól á afmælisdag Reykjavíkur mánudaginn 18. ágúst, var öll leikin af bandi að undanskildum kynningum og ávörpum. Fannst mörgum þetta furðu sæta og innti Morgunblaðið því stjórnanda kvölddagskrárinnar, Kjartan Ragnarsson, eftir því hversvegna þessi leið var valin. „Með þessu fyrirkomulagi gátum við komið hljóðinu jafn vel til skila til allra sem á skemmtunina komu, hvort sem þeir stóðu nær eða fjær, og fannst okkur það lykilatriði. Um leið losnuðum við að vera með gjall- arhom eða suð í hljóðnemum," sagði Kjartan. „Nú, hljóðnemar binda allt niður en með því að hafa þetta á bandi opnuðust allir mögu- leikar. Með þessu móti gátum við sýnt leikrit af þessari lengd og leyft Forsætisráðherra og stjórnarfor- menn Grænlands og Færeyja funda á Þingvöllum Forsætisráðherra Islands, Steingrímur Hermannson, og stjómarformenn Færeyja og Grænlands, þeir Atli Dam og Jónatan Mozfeldt halda fund á Þingvöllum í dag, miðvikudag, þar sem rædd verða sameiginleg hagsmunamál þjóðanna þriggja. „Þessir fundir verða með svipuðu sniði og árlegir fundir forsætisráð- herra Norðurlanda," sagði Stein- grímur Hermannson forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. „Það verður engin ákveðin dagskrá gefín út fyrirfram en þó má ætla að fisk- og hvalveiðimál verði ofar- lega á baugi. Það hefur verið rætt um það í nokkur ár að koma á svona fund- um. Þessar þjóðir hefur skort sameiginlegan umræðugrundvöll og höfum við viljað bæta úr því. Nú stóð svo vel á því að hægt var að samræma þetta við aðra fundi sem þessir menn þurftu að sækja. Vonir standa svo til að fundir sem þessi verði haldnir reglulega í framtíðinni." Ástæðan fyrir því að við höfðum Sinfóníuhljómsveit íslands á bandi var sú í fyrsta lagi að við hefðum þurft að hafa 60 hljóðnema á svið- inu til að skila hljóðinu fyllilega og í öðru lagi er hljómsveitin með svo viðkvæm hljóðfæri að hún hefði ekki getað spilað ef eitthvað hefði verið að veðri og ekki hægt að út- vega henni önnur hljóðfæri, í því tilfelli var þetta því öryggisatriði á allan hátt. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar ákváðum við að hafa á bandi til að geta gefíð tónlistina jafnframt út á plötu og minnkað þannig kostnað. Þúsund hlutir voru þannig teknir til athugunnar og kom það í ljós að þessi leið var sú besta." TALIÐ er að 12 þúsund ungling- ar hafi fylgst með afmælisrokk- tónleikum á Arnarhóli í gærkvöldi. Þar komu fram fjöl- margar þekktar hljómsveitir. Fremur kalt var í veðri en stillt og heyrðist í hljómsveitunum alla leið upp í Mosfellssveit. Talsvert bar á ölvun meðal ungl- ingana. Þetta er fjölmennustu rokktónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. í veitingahúsinu Broadway tóku borgarstjórahjónin Ástríður Thor- arensen og Davíð Oddsson á móti gestum borgarinnar í kvöldverðar- boði á hennar vegum. Á myndinni að neðan eru borgarstjórahjónin að taka á móti höfundi Reykjavík- urlagsins, Bjarna Hafþóri Helga- syni frá Húsavík. Blómlegt líf þrátt fyrir dýpt vatnsins og kulda — samkvæmt niðurstöðum Þingvallavatnsrannsokna 1974-1986 Á ÞESSU ári eru 12 ár liðin frá því að Eysteinn Jónsson, þáver- andi formaður Þingvallanefnd- ar, kom á könnun á Þingvalla- vatni. Niðurstöður þessara rannsókna verða lagðar fram á ráðstefnu um Þingvallavatn í Norræna húsinu dagana 27. ágúst til 1. september. Einnig er ætlunin að gefa út bók um allt vistkerfið. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 25 sérfræðingum frá öllum Norð- urlöndunum og var tekið til rann- sóknar jarðfræði, gróður, botnset, vatnsbúskapur, efnabúskapur, jurtasvif, dýrasvif, botngróður, botndýr og fískur á Þingvallavatns- svæðinu. Rannsóknin hafði frá upphafi aðalbækistöðvar við Há- skóla íslands og Hafnarháskóla. Á Þingvöllum ganga menn á tindum Atlantshafshryggjarins, þar sem meginlöndin klofna. Slík vötn hafa aldrei verið könnuð fyrr, að undanteknu Mývatni. Fara þarf alla leið á suð-austurhorn Afríku til Djibouti, Eþíópíu og Rift Valley til þess að fínna sprungur af þessu tagi, sem eru þó hvergi nærri eins áberandi og á íslandi. Vatnið sígur víða að Þingvalla- vatni og gefur mjög stöðugt vist- kerfí. Hin síðari ár hefur könnunin einkum beinst að því að kanna hin ýmsu vistkerfisins. Það hefur komið í ljós að gróður er mikill í vatninu og er þriðjungur vatnsins gróðri þakinn. Þó að vatn- ið sé kalt er lfþyngd þörunga mikil. Lággróður er nokkuð mikill út á 10 metra dýpi en kransþörungar verða mjög háir á 10-25 metra dýpi og mynda stór gróðurbelti í vatninu, sem hafa mikla þýðingu fyrir allt dýralíf og ekki síst fisk. Þingvallatn er mjög gott veiði- vatn á alþjóðlegum mælikvarða og er afraksturinn um 10 kíló á ári af físki á hektara. Eins og tölur standa nú framleiðir gróðurinn um 15-20.000 tonn af þurrefni á ári og afraksturinn af físki er um 80 tonn þegar murta er veidd. Þingvallavatn er eina vatnið sem vitað er um að hafi 4 afbrigði af bleikju: Murtu sem lifir á sviði, botn- eða sniglableikju sem lifír á botndýrum, gjábröndu, sem er örlít- 11 dvergbleikja sem lifír á botndýr- um, er mjög algeng, en oft blind og ránbleikju sem lifír aðallega á murtu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.