Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 ,, þab er oSöiéx Ksegt ob gera, pér tiL gz&>, er pöb ?\>u £>&&& ov~g um pab (x hvefjum degi ! heila Vtku ab ftircti k.lippÍD9U- Xi* grænu . . . áster.. .. .cins ojrpressuð rós TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all riflhts reserved O 1986 Los Angetes Times Syndicate HÖGNIHREKKVÍSI í Gangið betur frá sorpinu Guðmundur Guðmundsson skrifar. „Eg ætla að leyfa mér sem sorp- hreinsunarmaður í Kópavogi að Qalla lítið eitt um sorphreinsunina og _þá sem að henni standa. Eg á bágt með að skilja hvemig sumt fólk getur ætlast til þess að sorphreinsunarmenn séu að tína upp óþverra og þurfi sjálfír að ganga frá sorpinu í þær umbúðir sem fólkið ætti sjálft að nota. Ætlast er til að þeir tíni upp mjólkurílát og óinnpakkaðar ung- bamableyjur og bindi jafnvel rembihnút á innkaupapokana sem svo gjaman eru notaðir undir mat- arúrgang og annan óþverra. Mér er spurn, hvers konar sljóleiki hijá- ir það fólk sem byggir þessi glæsi- legu hús í okkar hreinlega og fallega bæ? Alltof mörg dæmi eru um það að ruslagrindur vanti alveg eða séu illa útleiknar vegna illviðra eða hreinlega ónýtar. Hugsið ykkur bara svartan rusla- poka sem hallast hálfsigin upp að húsvegg og stendur á útidyrapalli, svo úttroðinn að ruslið flaeðir upp að honum. Slíkur poki er algerlega óvarinn fyrir heimilisdýmm og villi- köttum sem geta aflað sér fæðis á auðveldan hátt með því að rífa gat á ruslapokana. Einnig hef ég heyrt að á sorp- haugunum í Gufunesi haldist heilt hrossastóð við og sé komið upp á lagið með að opna plastpokana með hófum og tönnum. Guðmundur segir mikið um það að ekki sé nægilega vel gengið frá sorpi. Siæmur frágangur á sorpi bendir til þess að hreinlæti hjá fólki sé ábótavant. Ef litið er á hve mannaskipti eru tíð í þessari vinnu getur hver og einn séð að tekjur þessara manna geta engan veginn verið samboðnar fjölskyldumönnum. Auðvelt ætti að vera fyrir fólk að ganga vel og tryggilega frá rusli, annars er hætta á að fjölga þurfi sorphreinsunarmönnum og það þýðir bara aukinn kostnað. Ég vil líka biðja fólk að gefa ekki heimilisdýrum upp við rusla- grindumar og að læsa ekki reið- hjólum upp við þær. Einnig væri mjög æskilegt að þar sem msla- rennur em í ijölbýlishúsum gættu allir þess vel að hafa mslapoka lok- aða. Það er yfirleitt venjan en það er mjög leiðilegt þegar einn af íbú- unum trassar að binda fyrir pokana. Þá sóðast rennan út og ógeðsleg lykt loðir við hana. Út af þessu hafa oft orðið deilur á milli íbúa og kann ég eitt dæmi um mann sem henti öllu msli beint niður rennuna. Enginn í húsinu vissi hver það var fyrr en húsvörðurinn setti miða á allar lúgumar á meðan hann hreinsaði undan rennunni og bað fólk um að henda engu niður. Sá eini sem skeytti því engu var þá að sjálfsögðu maðurinn sem aldrei gekk almennilega frá sínu rusli. Dembdi hann jrfir húsvörðinn rabar- baragraut beint úr skálinni. Einnig vil ég hvetja bændur til að ganga tryggilega frá aflífuðum skepnum því að komið hefur fyrir að illa dauðrotuð hænsni hafa tekið á rás upp úr pokum og valdið miklu ijaðrafoki. Á Norðurlöndunum em menn skyldaðir til að ganga þrifalega frá öllu msli. Ef það er ekki gert er ruslið hreinlega skilið eftir. Fólk getur ekki ætlast til þess af sorp- hreinsunarmönnum að þeir þrífi sóðaskap annarra. Islendingar, gefumst aldrei upp á hreinlætinu, núverandi ástand er landi og þjóð til skammar.“ Víkverji skrifar Afmælishátíð Reykjavíkur mun vafalaust endast fólki sem umræðuefni fram eftir vikunni. Al- menn ánægja virðist ríkjandi með það hvemig til tókst um hátíðar- höldin. En þótt margir hafi þar lagt hönd á plóginn og stuðlað á sinn hátt að því að allir dagskrárliðir smullu saman og gengu upp eins og í smurðri vél, þá er það þó eitt yfirvald sem átti hér stærri hlut að máli en nokkurt annað — þ.e. veður- guðirnir. Davíð Oddsson nýtur greinilega sjaldgæfrar velþóknunar þeirra dyntóttu afla sem ráða veðri og vindum í þessu vom ágæta landi. Borgarstjóri hafði lagt umtalsverða fjármuni undir til að skapa hátíðar- brag í höfuðborginni. Allar deildir borgarverkfræðings höfðu verið í bullandi vir.nu og næturvinnu síðustu dagana fyrir hátíðina til að færa borgina í hátíðarbúning og kallað var saman landslið íslenskra skemmtikrafta til að stytta fólkinu stundir á kvöldskemmtuninni á Arnarhóli. Allt hefði þetta umstang þó getað orðið að engxi og fokið út í veður og vind eða rignt niður, eins og svo oft hefur orðið raunin á íslenskum útihátíðum. Og þó að borgarstjóri sjálfur verði áreiðanlega síðastur manna til að ætla sér einum heiður- inn að þessum eftirminnilega afmælisdegi, þá mátti greinilega heyra það á vegfarendum í rökk- ui-stillunni í fyrrakvöld að borgar- stjórinn var vinsæll maður þennan dag — lukkunnar pamfíll með jafn- vel veðurguðina á sínu bandi. Einhver orðaði það svo að Davíð hefði þó fyrir verið kominn í þá óskastöðu að þegnar hans þökkuðu honum veðurblíðuna en hefðu kennt veðuifræðingunum um vonda veð- rið. XXX g af því afmælið ber á góma, þá var það í sjálfu sér ekki illa til fundið hjá sjónvarpinu að senda út afmælishátíð frelsisstytt- unnar bandarísku svona daginn fyrir afmælishátíð borgarinnar. Hátíðarhöldin í kringum frelsis- styttuna voni einhver mesta skrautsýning sem efnt hefur verið til þar vestan hafs. Á sama hátt var Reykjavíkurafmæli einhver viðamesta skrautsýning sem efnt hefur verið til hér á landi. Á margan hátt er auðvitað ólíku saman að jafna. Frelsisstyttuhátíðin var í sannkölluðum Hollywood-stíl með tilheyrandi ljósagangi, glóandi glimmeri, tilfinningasemi og tára- flóði. í slíku Ijósi kann Reykjavíkur- hátíðin að virka ósköp fáfengilega. Það hefði heldur aldrei hvarflað að skipuleggjendum Frelsisstyttuhá- tíðarinnar að bera á borð fyrir manngrúann hálftíma söguleik í líkingu við þátt Kjartans Ragnars- sonar um Skúla fógeta. En guði sé lof þá eigum við íslendingar okkar eigin hefð í hátíðarhöldum af þessu tagi, þar sem enn eimir eftir af ungmennafélagsanda sjálfstæðis- baráttunnar. Þar er sem betur fer ekkert rúm fyrir glimmer og vestur- heimska væmni, þó að ljósagangur- inn og dynjandi dægurflugur úr milljóna hátalarakerfum slagi hátt upp í hin amerísku tækniundur. Þetta kunna að þykja gamaldags viðhorf - en á sumum sviðum er gott að vera svolítið sveitó. XXX að er stormasamt í flugmálum heims um þessar mundir. Sú ákvörðum Bandaríkjastjórnar fyrir nokkrum árum að fella úr gildi all- ar reglur um allar hömlur og sérleyfi til handa flugfélögunum þar í landi, er smám saman að gjör- breyta allri skipan bandarísks farþegaflugs. Ný flugfélög á borð við People Express hafa sprottið upp og verið í ævintýralegum vexti með viðeigandi vaxtaverkjum með- an gömlu risarnir hafa ekki átt sjö dagana sæla í þessum ólgusjó sam- keppninnar. Í reynd hefur þetta ástand haft í för með sér að banda- rískir farþegar njóta hagstæðari fargjalda en flestir aðrir og hjá flug- félögunum hefur ríkt eins konar „úrval tegundanna" (The survival of the fittest), þar sem best reknu og framsæknustu fyrirtækin í þess- ari grein komast af. Það hefur tekið tímann sinn fyr- ir þessa fijálsræðisvinda í flug- málum að berast yfir til Evrópu, en nú má þó sjá ýmis teikn þess að nýir tímar séu líka í dögum í þessari álfu. Innan Evrópubanda- lagsins er greinilegur áhugi á því að auka samkeppnisandann í far- þegarfluginu, og ýmiss ríkisflug- félög aðildarlandanna virðast ætla að láta draga sig til slíks leiks nauð- ug, viljug. Enn virðast þessi nýju viðhorf að miklu leyti fara hjá garði aðal flugfélags okkar, Flugleiða. Ef marka má ummæli talsmanns fé- lagsins vegna hugsanlegs áætlun- arflugs British Midland hingað til lands, virðast menn þar á bæ við sama heygarðshornið. Talsmaður- inn lætur hafa það eftir sér í blaðaviðtali að erlendis verndi flest stjórnvöld flugfélög viðkomandi lands og gefur í skyn að þeir Flug- leiðamenn vilji einhveijar þær aðgerðir af hálfu stjórnvalda sem geri erlendum flugfélögum erfiðara með að keppa við íslensku flug- félögin. Þetta er hins vegar hugsunar- háttur sem er á hröðu undanhaldi, eins og áður er rakið. Því fyrr sem þeir Flugleiðamenn átta sig á því að í hönd fara breyttir tímar og aðlaga sig að nýjum viðhorfum, þeim mun meiri líkur eru á því að félagið geti staðið af sér utanað- komandi samkeppni og dafnað við nýjar aðstæður. íslendingar munu áreiðanlega ekki segja skilið við flugfélagið sitt svo fremí að það bjóði þeim áþekk fargjöld og áþekka þjónustu og hinn erlendi samkeppnisaðili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.