Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 28 AKUREYRI Starf smannafélagið Mótherji: Grillveisla í Kjamaskógí SKIPVERJAR á frystitogaranum Akureyrinni g-erðu sér giaðan dag sl. mánudag ásamt fjölskyldum sinum og efndu til mikillar grill- veislu í Kjamaskógi rétt við Akureyri. ^ Það var starfsmannafélagið Mót- heiji, sem formlega stóð fyrir veislu- höldum, en eins ogkunnugt er heitir útgerðafélag Akureyrinnar Samheiji. Grillveisla er raunar orðinn árlegur viðburður hjá þeim Mótheijum, en að þessu sinni þótti ástæða til veglegra veisluhalda þar sem togarinn kom úr einum af sínum alkunnu mettúrum aðfaranótt sunnudagsins. I starfs- mannafélaginu eru 36 manns, en á sjó í einu eru 25—26 manns. Grillveisl- an fór vel fram enda spilti veður síður en svo fyrir hátíðarhöldum. Akureyrin færði að landi 267 tonn af unnum fiski nú um síðustu helgi og svarar það til um 30 milljóna króna aflaverðmætis. í veislunni hafa verið milli 70 og 80 manns og óhætt er að 'segja að nóg hafi verið á borðum bæði í mat og drykk. Jón ívar Haildórsson, sem var skip- stjóri í mettúmum nú síðast, var mættur með eiginkonu og tvö böm. Hann sagðist í samtali við blaða- mann, að vonum vera hæstánægður með túrinn, sérstaklega vegna þess að túrinn hafi verið hans síðasti á Akureyrinni. „Ég er að taka við 300 tonna rækjubát, sem er í smíðum í Slippstöðinni, og er reiknað með að hann fari á veiðar í nóvember nk.“ Tveir kokkar voru um borð í túm- 13m, báðir kvenkyns, þær Hulda Ámadóttir og tengdadóttir hennar Sigríður Stefánsdóttir. Hulda sagði þetta ijórða túrinn sinn á árinu og annar mettúrinn sem hún lenti í. Hinn var farinn í júní í fyrra og þá var Jón Ivar einnig skipstjóri. Síðan sló Þor- steinn Vilhelmsson skipstjóri á togaranum það met síðla sumars og Jón síðan aftur nú. Hulda sagðist hafa unnið í skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli sem matráðskona 9 undanfarin ár, en hún sagðist hafa nefnt það við framkvæmdastjóra útgerðarinnar á einni árshátíðinni hvort hún mætti ekki prófa að fara einn túr sem kokk- ur. „Hann tók mig á orðinu og það kom að því að hann hringdi og ég byrjaði í maí í fyrra.“ ■ Hulda sagðist vera þriggja bama móðir, en það yngsta væri nú orðið 16 ára. „Öll fjölskyldan er úti á sjó nema sá yngsti, við hjónin á Akur- eyrinni og tveir eldri synimir á Ákureyrartogaranum Hrímbaki. Fyrstu vikuna mína á sjó var ég mik- ið sjóveik, en finn ekkert fyrir sjóveiki núna.“ Hulda sagðist vera fyrst að fá skatta núna svo um munaði frá því hún var matráðskona í skíðahótelinu, en þar vann hún aðeins Qóra mánuði á ári. „Ég er þó ekkert í vandræðum með að eyða tekjunum — við hjónin emm nýkomin frá Spáni og emm að fara með starfsmannafélaginu Mót- heija í vikuferð til London í lok september. Maður á a.m.k. fyrir gjald- eyrinum," sagði Hulda. „Ætlarðu að gleyma að segja blaðamanninum frá því hvemig þú plataðir niður í okkur mjólkinni,” sagði Einar Einarsson háseti, í þann mund er blaðamaður bjóst til brott- farar. „Já, það má ekki gleyma því, sagði Hulda og hló. „Þannig var að ég átti 40 lítra af mjólk sem skip- veijum fannst eitthvert óbragð af. Ég keypti hinsvegar 20 lítra af glæ- nýrri mjólk í Flatey og þegar nýja mjólkin var búin, hellti ég eldri mjólk- inni í nýju femumar og það heyrðist ekki hljóð úr homi og mjólkin rann út eins og heitar lummur. Strákunum hefur a.m.k. ekki enn orðið meint af,“ sagi Hulda kokkur á Akureyrinni. Hulda Ámadóttir var kokkur á Akureyrinni í mettúrnum. Fjallalömbin runnu glatt út í grillveislunni. Morgunblaðið/Johanna Ingvarsdóttir Jón ívar Halldórsson, skipstjóri, ásamt konu sinni Sólveigu Hjaltadóttur og sonunum Guðmundi 12 ára og Hjalta 6 ára. Ungu sjómannssynimir nutu veðurblíðunnar og grillveislunnar út i ystu æsar. Það var glatt á hjalla hjá áhöfn Akureyrinnar og fjölskyldum þeirra í Kjarnaskógi sl. mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.