Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 35 Börn byg-gja hús úr sandi, kubbum og- spýtum. AFMÆLI OG HÚS á h ' __ .. , w4&mk ... .: Æ,s* ■;• ý>';f ; ,/.'> ' :.V . & ., v,* ^ , vt , v?v • ■ : > •&» / v « % X v.-.i&Liv v >r^*fvji í 2. 7- ^ " r1 ‘ ;' 2:- "\ú \ I/ í ; »í ' ; , Hanna Dóra 8 ára á Eskif irði teiknaði þetta hús. Ifeaij&p £0':Tl Á AFMÆLUM gleðjumst við og liöldum hátíð. Hún Reykjavík er 200 ára og við höfum haldið hátíð. Það voru nokkrir aðrir bæir sem fengu kaupstaðarrétt- indi á sama tíma og Reykjavik og þar er líka veislugleði. Árið 1800 voru um 300 íbúar í Reykjavik, en núna eru þeir yfir 80.000. — Fólkinu hefur sem sagt fjölgað mikið á þessum árum. Þar sem fólkinu fjölgar þarf líka að hafa húsnæði fyrir fólkið. Þannig hefur húsum fjölgað mik- ið í bænum. Tómas Guðmunds- son, skáld, segir i einu kvæða sinna: „Bærinn er skritinn/hann er fullur af húsum/hús meðfram öllum götum í röðum liggja.“ Það getur verið gaman að horfa á hús, þau hafa margbreytilegt lag og eru alla vega á lit. Fyrst hafa menn byggt sér torfhús í bænum. Seinna urðu það timburhús og svo steinhús, en snjóhús sjást bara í kuldum á vetrum og fáir vilja búa í þeim, hér á landi að minnsta kosti. Fyrst voru húsin fremur lítil en seinni árin hafa þau verið að stækka. Við getum séð einbýlishús, tví- og þríbýlishús, raðhús, parhús og ijölbýlishús að ógleymdum öllum verksmiðjuhúsunum, skrifstofuhús- unum og verslunarhúsunum. Svo eru það skólamir, þeir eru líka í húsum og þau köllum við skólahús og þeim tengd eru oft íþróttahús. Állt þetta með húsin kom í hug minn þegar ég fór í gegnum teikn- ingar sem síðunni hafa borist. Á þeim eru oftast hús. Böm búa gjama til hús. Hús úr sandi, hús úr kubbum og seinna alls konar kofa úr spýtum. Börnum finnst al- veg jafn gaman og sumum fullorðn- um að byggja hús. Oft em heilu stofumar og herbergin undirlögð í teppum, púðum, stólum og borða- húsum sem veita ómælda gleði þeim er þau byggja. Já, það finnst flest- um gaman að byggja. Tvö eins Á myndinni eru níu hús. Öll eru þau svipuð en tvö þeirra eru nærri því eins. Geturðu fundið hvaða tvö það eru? Myndagátan 10 Allir sem sendu svör við myndagátu 9 vissu að þar var greiða. Þegar dregið var úr svar- bréfunum kom ekki upp eitt nafn heldur tvö. Það eru systur sem ég sá að hafa oft sent bamasíðunni bréf. Þær heita Ólöf og María Steindórsdætur, Hellisgötu 15, Hafnarfírði. Ég þakka ykkur fyrir bréfin og uppskriftina ykkar birtum við seinna. Barnasíðunni líkar vel að heyra í ykkur krakkar. Skrifíð og segið okkur hvað ykkur finnst um síðuna. Hérna er svo enn ein myndgáta. Ef þið vit- ið rétta svarið sendið okkur þá svar. Heimilis- fangið er: Barnasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.