Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Larry Speakes um hugsanlegar þvinganir gegn Chile: Yfirvöldum í Chile kunn okkar afstaða Santa Barbara, AP. LARRY Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, neitaði að staðfesta fregn New York Times, sem sagði á mánudag, að stjórn Ronalds Reagan, forseta, íhugaði að leggjast gegn alþjóðlegum lánveitingum til Chile vegna ástandsins þar í landi. Speakes sagði hins vegar að yfir- völdum í Chile væri fullkunnugt um afstöðu Bandaríkjstjómar til ástandsins í Chile. Hún hefur barizt fyrir því m.a. að stjómmálaflokkum verði leyft að starfa í Chile, að af- numin verði ritskoðun og ýmsar úrbætur gerðar í mannréttindamál- um. Krefst Bandaríkjastjóm þess jafnframt að staðið verði við fyrir- heit um kosningar 1989. New York Times sagði að stjórn Reagans íhugaði að beita sér gegn því að Chile fengi erlend tán vegna ástands mannréttindamála þar í landi og vegna þess að Augusto Pinochet, leiðtogi herforingjastjóm- arinnar, hefði vísað á bug nýjustu tillögum Bandaríkjamanna um úr- bætur í mannréttindamálum og endurreisn lýðræðis. Speakes vildi einungis staðfesta að John R. Galvin, hershöfðingi, hefði átt fund með Pinochet og öðrum háttsettum mönnum í Chile. Tafir á geimvopna- áætlun Sovétmanna Gcnf, AP. VIRT tímarit um vamarmál birti skýrslu á þriðjudag þar sem því er haldið fram að miklar tafir hafi orðið á geimvopnaþróun Sovét- manna. Segir í tímaritinu að leysivopn og sérútbúin flugvél, sem hafa átti vopnið innanborðs, hafi eyðilagst í eldi á síðasta vori. Frétt þessi er höfð eftir ónafn- greindum embættismönnum í Washington. Tímaritið segir að Sovétmenn hafi hafíð þróun geimvopna fyrir nokkrum árum og að flugvél af gerðinni Ilyushin IL-76 hafi verið breytt og hún búin sérstökum út- búnaði fyrir leysivopn. Flugvélin mun hafa eyðilagst í eldi á jörðu niðri en ekki er vitað um orsakir brunans. Ónafngreindir bandarískir sér- fræðingar telja þetta mikið áfall Grænland: Laxveið- in miklu meiri en fyrir Sovétmenn og segja að þessi atburður muni tefja fyrir þróun og smíði geimvopna í Sovétríkjunum. I skýrslu tímaritsins sem nefnist International Defense Review og gefið er út í Genf, segir að Ilyushin- flugvélin hafi verið valin til þess að bera geimvopn sökum þess hve burðargeta hennar er mikil. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur sagt að Sovétmenn muni geta komið fyrir geimvopnum snemma á næsta áratug. Þá hafa embættismenn ráðuneytisins sagt að geimvopnaáætlun Sovétmanna sé mun viðameiri en sú sem Banda- ríkjastjóm hefur í hyggju. í nýjustu ársskýrslu bandaríska vamarmálaráðuneytisins segir að Sovétmenn ráði nú þegar yfir leysi- vopnum á jörðu niðri. Segir að þrátt fyrir ýmsa annmarka á þeim vopna- búnaði geti Sovétmenn beint leysi- vopnum sínum gegn bandarískum gervitunglum. Ennfremur segir í skýrslunni að Sovétmenn geti hugs- anlega komið upp leysivopnum gegn eldflaugum síðar á þessum áratug. Níræð í fjallgöngu Hulda Crooks, sem er níræð að aldri, hefur klifið Whitney-fjall í Californíu 22 sinnum. Fjallið er tæpir 5.000 metrar á hæð. Hér sést hún hefja gönguna í 23. skiptið en nú brá svo við að henni tókst ekki að klífa hæsta tindinn. Svíþjóð: Vaxandi flótta- manna- straumur Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. STÖÐUGT fjölgar flóttamönn- unum í Svíþjóð þótt heita megi, að engir komi nú með austur- þýsku ferjunum til Trelleborg- ar. Til Arlanda-flugvallar hafa nú komið helmingi fleiri flótta- menn en á sama tíma í fyrra. Aðeins í júlímánuði kom 771 maður, sem sótti um pólitískt hæli í Svíþjóð, og um síðustu helgi nærri 200 manns. Ljóst þykir nú, að flóttamennimir verða ekki færri á þessu ári en í fyrra þótt engir komi með a-þýsku feijunum. I fjárlögun- um sænsku hafði verið gert ráð fyrir að 9.000 flóttamenn kæmu til landsins en með sama framhaldi verða þeir 14.500. í Danmörku og Vestur-Þýska- landi er einnig gert ráð fyrir, að flóttamönnum fjölgi mjög og ætlar sænska stjómin að hafa samráð við stjómimar þar um þetta vandamál. Stjóm borgaraflokkanna í Dan- mörku hefur í hyggju að gera flóttamönnum erfiðara með að komast inn í landið og nýtur í því efni stuðnings jafnaðarmanna. Það sama er uppi á teningnum í Vestur- Þýskalandi. Ber ekki saman um árangur viðræðnanna Uolcinb; A P Heisinki, AP. SHIMON PERES, forsætisrádherra ísrael sagði í gær að viðræð- urnar við Sovétmenn væru vissulega skref í rétta átt, en sagði Sovétmenn vera hikandi, vegna þrýstings frá arabalöndunum. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, var mun myrkari í tali og taldi litlar líkur á nokkru samkomu- lagi ríkjanna. Peres sagði að hinar 90 mínútna löngu viðræður samninganefnda ríkjanna sýndu tvennt. I fyrsta lagi þá fyndist Sovétmönnum nauðsynlegt að skipta um stefnu í málefnum Miðausturlanda, en í öðru lagi þá miðuðust allar tillögur þeirra að því að styggja araba ekki. Þetta var fyrsta yfirlýsing Peresar um viðræðurnar, sem var slitið eftir aðeins einn fund, en fyrirhugað var að þær stæðu í tvo daga. Gerasimov sagði í Moskvu að ekkert hefði unnist með viðræðun- um. Hann gagnrýndi einnig kröfu ísraelsmanna um að 400.000 gyð- ingum í Sovétríkjunum yrði leyft að flytjast úr landi og sagði það „hrokafull afskipti af innanríkis- málum Sovétríkjanna". Nokkrir ísraelskir fréttaskýr- endur hafa talið að Sovétmenn sækist ekki svo mjög eftir stjóm- málasambandi við Israel, heldur vilji þeir eiga einhvem þátt í friðar- viðræðum fyrir botni Miðjarðar- hafs, ef af þeim verður. Gerasimov tók af öll tvímæli um vilja Sovétmanna þegar hann sagði á frétta mannafundi: „Við emm ekki að ræða um það að skiptast á ræðismönnum, það er kominn tími til þess að sú spurning verði tekin af dagskrá í eitt skipti fyrir öll.“ ísraelskir embættismenn sögðust furða sig á þeim ummæl- um, þar sem þeir teldu að nokkur árangur hefðu náðst. „Einhveijar viðræður við Sovétmenn em betri en engar.“ ífyrra Kaupmannahöf n, Niis Jörgen Bruun, Græniandsfréttaritarí Morgunblaðsins. Laxveiðamar við Græn- land fara vel af stað. Á fyrstu þremur dögunum, frá föstu- degi til sunnudags, var aflinn 170 tonn en 96 tonn á sama tíma í fyrra. Er aflinn mestur við Suðvestur-Grænland, úti af Frederiksháb og Juliane- háb. Þessi mikli afli er einskær bless- un fyrir landsstjómina. I græn- lenska útvarpinu sagði, að fyrir það fyrsta hefði hún skuldbundið sig til að kaupa allan fiskinn af sjómönnum og greiða fyrir hvert kíló 72 kr. danskar en heimsmark- aðsverðið væri nú komið niður í 50 kr. Annað er svo það, að í fæst- um grænlenskum bæjum er hægt að taka við aflanum vegna frysti- húsaskorts. Landsstjómarmennimir græn- lensku lifa nú í voninni um að unnt verði að fá meira fyrir laxinn en heimsmarkaðsverðið segir til um. Ætla þeir að reka mikinn áróð- ur fyrir því að lax veiddur í sjó sé miklu betri en eldislaxinn og reyna að vinna vöruna betur, bjóða til dæmis upp á svokallaðar „laxa- steikur". Norsk skýrsla: Hótanir Greenpeace bera engan árangur VÍSINDAMADUR við Friþjóf Nansen-stofnunina i Noregi hefur komist að þeirri niðurstöðu, að aðgerðir Greenpeace-manna í Banda- ríkjunum gegn innflutningi á norskum sjávarafurðum vegna hval- veiða hafi ekki haft nein áhrif. Alf Hákon Hoel segir í samtali við norska blaðið Fiskaren, að þrátt fyrir hótanir nátturuverndarmanna um viðskiptabann hafi útflutningur Norðmanna á fiski til Banda- rikjanna aukist um 246% á árunum 1980 til 1985. Bandríkjamenn einnig lent í miklum Hoel hefur nýlokið að semja skýrslu um hugsanlegar afleiðingar þess, að sett yrði bann við innflutn- ingi á norskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna vegna hrefnuveiða. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ólíklegt sé, að Bandaríkjamenn hefðu gripið til viðskiptaþvingana vegna hrefnuveiða Norðmanna. Hefðu þeir ákveðið að gera það, væri líklegt, að árangurinn hefði ekki orðið í samræmi við erfiðið, vegna þess að ekki sé unnt að fram- fylgja slíkum höftum. Þá hefðu pólitískum vandræðum gagnvart vinaþjóð. Pólitískt mat Skýrsla hins norska vísinda- manna skiptist í tvo hluta. Annars vegar ræðir hann um pólitíska hlið málsins og það, sem lýtur að ákvörðunum Álþjóða hvalveiðiráðs- ins. Hins vegar kannar hann hvaða áhrif viðskiptahömlur hafi á norsk- an fiskiðnað og þar telur hann sig geta sannað, að ólíklegt sé, að Bandaríkjamenn grípi til þessa vopns gegn Norðmönnum. Hoel bendir á, að reynslan sýni, að aðeins í tveimur tilvikum af tíu, þar sem Bandaríkjamenn hafa áður hótað með bönnum, hafi þeir gripið til þeirra. I fyrra tilvikinu hafi þeir sett hömlur á innflutning á túnfiski frá Kanada í lok áttunda áratugar- ins. Bannið var talið stangast á við GATT-samkomulagið og varð að afnema það eftir skamman gildis- tíma. Hitt tilvikið snerti hvalveiðar Sovétmanna og er frá árinu 1985. Telur Hoel, að með því hafí fremur verið ætlunin að ergja Sovétmenn en hindra viðskipti. Hoel segir, að póltitískt mat vegi þyngst, þegar teknar séu ákvarðanir um við- skiptaþvinganir. Nú standi þing- kosningar fyrir dyrum í Banda- ríkjunum og það sé mikilvægt fyrir öldungadeildarþingmenn að „finna" mál, sem veki á þeim athygli. Reynslan sýni á hinn bóginn, að við pólitískar ákvarðanir á æðstu stöð- um séu bönn ekki sá kostur, sem valinn sé. Skaðlegt fyrir Bandaríkin Norski vísindamaðurinn bendir á, að í umræðum um bann við hrefnuveiðum í Noregi hafi menn einblínt á áhrif viðskiptabanns í Bandaríkjunum og rætt um málið á þann veg, eins og unnt sé að setja það fyrirvaralaust. Þetta sé mikil einföldun. Kaupendur í Bandaríkjunum eigi jafn mikið í húfi að fá norskan fisk og seljendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.