Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLABIÐ, MIÐVtKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 45 — VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Andrea er ekki ánægð með hvernig staðið er að sölu á kjúklingum í Vörumarkaðinum við Eiðistorg. Óréttlát þjónusta við böm í Vörumarkað- inum við Eiðistorg Andrea 11 ára skrifar. „Föstudaginn 1. ágúst síðastlið- inn beið ég eftir að grillaðir kjúkl- ingar yrðu tilbúnir í Vörumarkaðin- um en birgðir við afgreiðsluborðið voru þrotnar. Þegar nýgrillaðir kjúklingar komu ruddist fullorðið fólk fram- fyrir til að ná sér í kjúklinga og þrátt fyrir að kurteis maður fyrir aftan mig segði afgreiðslufólkinu að ég hefði beðið lengst, eins og rétt var, þá afgreiddi þetta sama fólk aðra sem ekki höfðu beðið á undan mér. Virtist hér um kunningsskap að ræða enda valdi afgreiðslufólkið stóra og feita kjúklinga. Loks, eftir að kurteisi maðurinn hafði margbent á að ég væri næst, enda hafði ég beðið lengst, þá tróð afgreiðslustúlka einum af minnstu kjúklingunum í poka og fleygði á borðið. Ég vil koma þessu á framfæri því að ég tel að við börn eigum að fá sömu þjónustu og fullorðnir í Vörumarkaðinum enda erum við að kaupa sömu þjónustu á sama verði og þeir fullorðnu. Það sama á að gilda um kunningja afgreiðslufólks. Okkur leiðist í biðröðum líka.“ Hefur einhver séð lítinn svartflekk- óttan kött? Kattareigandi skrifar. „Þann 1. ágúst sl. hvarf lítill, svartur og hvítur köttur með hvíta týru í rófunni frá heimili sínu í Sogamýri. Ef einhver rekst á hann einhvers staðar á flækingi er sá hinn sami beðinn að hafa samband við Svan- laugu Löve hjá Kattavinafélaginu. Eg er búin að eiga þennan kött í tæp 6 ár og er hann mér einkar kær og sú tilfinning að vita af hon- um einhvers staðar einum á rölti er ekki beint þægileg. Auðvitað má gera ráð fyrir því að búið sé að aka yfír hann og hræ- inu hafi verið hent til hliðar en ef einhver man eftir að hafa séð eitt- hvað slíkt væri gott að láta fyrr- nefnt félag vita. Það væri strax mun skárra að hafa vissu fyrir því að kötturinn sé ekki á lífi því að á meðan ekkert fréttist heldur maður dauðahaldi í vonina. Því bið ég ykkur, kæru Reykvík- ingar, að hafa augun opin. Ef þið sjáið lítinn svartflekkóttan kött með týru í rófunni hringið þá í Katta- vinafélagið. Það kostar ekki mikið en gæti fært eigandanum ómælda gleði.“ Þessir hringdu . . Hver saknar Kalkoff- reiðhjóls? Kona sem fann karlmannsreið- hjól af Kalkhoff-gerð í Blesugróf í síðustu viku hafði samband við Velvakanda. Eigandi hjólsins get- ur hringt í síma 84407 og fengið upplýsingar um hvemig hann get- ur nálgast það. Vinningsnúmerin eru birt í Lög- birtingablaðinu Kona hringdi og vildi benda þeim, sem kvartað hafa yfir því að geta hvergi fengið upplýsingar um á hvaða happadrættisnúmer vinningar hefðu komið, á að þessi númer verður að birta í Lögbirt- ingablaðinu. Hægt væri að gerast áskrifandi að Lögbirtingablaðinu og einnig hægt að nálgast það á Borgarbókasafninu. Einnig undraðist hún skrif Huldu í Velvakanda miðvikudag- inn 13. ágúst sl. þar sem Hulda vildi forvitnast um hve margir myndu Reykjavík sem þorp og var miðað við 70 ára og eldri í því sambandi. Konan hafði komið fyrst til Reykjavíkur 1914, þá fjögurra ára. Vildi hún alls ekki taka und- ir að Reylqavík hefði verið þorp á þeim tíra^. Hún sagði að til dæmis hefði Laugavegurinn verið að mörgu leyti áþekkur því sem hann er nú þótt auðvitað hefðu bílar og mal- bik ekki einkennt Reykjavík. Mörg steinhús og stórhýsi hefðu verið risin við Laugaveginn. Alþingishúsið hefði verið risið og íbúar Reykjavíkur alltof margir til að hún gæti talist þorp. Engir kútar í Laugardals- lauginni Guðný Jóhannsdóttir hringdi. „Fimmtudaginn 14. ágúst fór ég með fjögur böm í sund í Laug- ardalslaugina og þurftu þijú þeirra kút. Nú vildi svo illa til að einn kúturinn bilaði og ætlaði ég því að kaupa kút en þeir hafa vana- lega fengist á staðnum. Þá brá svo við að enginn virtist hafa fylgst með því hve mikið seldist af kútum því að þeir vom uppseldir. Ég hélt því að það yrði auðsótt mál að fá lánaðan kút því að mikið er til af þeim þama vegna skólasunds bama. Það reyndist hins vegar alveg ómögulegt hvemig sem ég reyndi. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi því að kútamir em jú öryggistæki, það getur verið stór- hættulegt að láta ósynt bam fara út í sundlaug án þess að vera með kút en þetta kútaleysi þeirra í Laugardalslauginni stuðlar beinlínis að því. Úr þessu verður að bæta.“ Á að slíta blóm- in af kart- öflugrösunum? Áhugamaður um kartöflu- rækt hringdi og vildi gjaman koma á framfæri eftirfarandi spumingu til fróðra manna um kartöflurækt: „Á að slíta blómin af kartöflu- grösunum ef þau blómstra?" I 7^eins lcötvts ARNARHÓLL "Z& Bladburöarfólk óskast! ÚTHVERFI Viðjugerði AUSTURBÆR Grettisgata 37-63 Grettisgata 64- KÓPAVOGUR Skólagerði Kársnesbraut 2-56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.