Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 2
2* M0RGUNBLA2JIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Yfirheyrslur í „kaffibaunamál- Sakadómi mu í ERLENDUR Einarsson, fyrrum forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, kvaðst ekkert hafa vitað um tilvist inneignarnótna (avisos-kerfis) eða verðfallsbóta, né heldur um tvöfalt kerfi á vöru- reikningum í kaffibaunaviðskiptum _SÍS við Brasilíumenn fyrr en farið var að rannsaka skattframtöl SÍS fyrir gjaldánn 1980 og 1981. í sama streng tók Hjalti Pálsson, fyrrum framkvæmdasljóri inn- flutningsdeildar SÍS, en báðir voru þeir yfirheyrðir í Sakadómi Reykjavíkur í gær vegna „Kaffibaunamálsins" svonefnda. Hvorki Erlendur né Hjalti sögð- ust hafa tekið ákvarðanir um að hafa tvöfalt kerfi vörureikninga við innflutning kaffibauna til Kaffi- brennslu Akureyrar. Þegar Erlend- ur var inntur eftir því hvort SÍS hefði verið umboðsaðili fyrir Kaffi- brennsluna í þessum viðskiptum sagðist hann ekki treysta sér til að svara því, þar eð afskipti hans af Kaffibrennslunni hefðu verið lítil og hann hefði ekki haft með inn- flutning að gera. Hjalti svaraði því neitandi að SÍS hefði verið umboðs- aðili. Mun réttara væri að kalla viðskipti þessi „samráðskaup". Þetta skýrði hann síðar svo, að þar sem um umboðssölu er að ræða sé umboðsaðilinn ekki ábyrgur fyrir greiðslum, en hann teldi að SIS hefði greitt kaffið ef til þess hefði komið að Kaffibrennslan gæti það ekki. Þegar Erlendur var spurður að því hvort honum hefði verið kunn- ugt efni samninga NAF (Nordisk Andelsforbund) við Brasilíumenn árið 1980 og 1981 um kaffivið- skipti, en á samningum þessum er avisos-kerfíð byggt, svaraði hann því neitandi. Hann sagðist heldur engan þátt hafa átt í því að koma samningum þessum á framfæri við stjóm SÍS, enda ekki kunnugt um efni þeirra, sem fyrr sagði. Sakadómari innti þá Erlend og Hjalta eftir því hver hefði tekið ákvörðun um að leyna Kaffi- brennslu Akureyrar afslætti Bras- ilíumanna af kaffiviðskiptunum og hver hafi síðar tekið ákvörðun um skiptingu svonefndra umboðslauna. Sagðist Erlendur ekki hafa tekið ákvörðun um neina leynd og fjög- urra manna nefnd starfsmanna SIS og endurskoðanda Kaffibrennsl- unnar hefðu tekið ákvörðun um skiptinguna. Hjalti Pálsson taldi meira gert úr leynd í þessu máli en efni stæðu til, vegna þess að upplýsingar um verð á kaffi séu tiltölulega auðfengnar. Þegar rætt var um tvöfalda vöru- reikninga sagði Erlendur að hann Vantar tíu kennaraí Reykjavík UM TÍU kennara vantar nú til starfa við grunnskóla I Reykjavík að sögn fræðslu- stjórans í Reykjavík, Áslaugar Brynjólfsdóttur. Áslaug tók fram að þótt vantaði kennara í um tfu bekkjardeildir kæmi til greina að sami kennarinn kenndi f fleiri en einni deild. Hún hafði samband við alla skólastjóra á Reykjavíkursvæð- inu eftir hádegið í gær og samkvæmt upplýsingum þeirra vantaði um tfu kennara, en f sum- um skólum er um hlutastöður að ræða. í Hólabrekkuskóla vantar kennara í þijár bekkjardeildir, f Breiðholtsskóla vantar kennara f eina bekkjardeild hjá sex ára bömum og einn kennara í ungl- ingadeild, f Hlfðaskóla vantar tónmenntakennara og kennara f eina bekkjardeild nfu ára bama. í Fellaskóla vantar kennara f nfu ára bekkjardeild, f Foldaskóla vantar almennan kennara, í Aust- urbæjarskóla vantar kennara í eina bekkjardeild hjá tfu ára böm- um og f Hvassaleitisskóla vantar enskukennara í eldri bekkjar- deildum. hafi alltaf staðið í þeirri trú að kerfi Brasilíumanna væri þannig að vöm- reikningar yrðu að vera með þessum hætti. Um viðhorf hans til þessara viðskipta núna sagðist hann vera ákærður maður og eftir á að hyggja hefði hann kosið að öðm vísi hefði verið að þessum viðskipt- um staðið. Það kom fram í yfirheyrslunum að kaffiviðskiptin bar aldrei á góma á fundum framkvæmdastjómar SÍS. Til upprifjunar skal þess getið að í ákæru, sem ríkissaksóknari gaf út hinn 23. janúar í ár var fimm starfsmönnum SÍS gefið að sök að hafa á árunum 1980 og 1981 náð undir SÍS með refsiverðum hætti samtals 4,8 milljónum dollara af innflutningsverði kaffíbauna, sem Kaffíbrennsla Akureyrar hf. flutti inn á fyrrgreindum árum með milli- göngu Sambandsins. Leiddi rann- sókn á vegum skattrannsóknar- stjóra í ljós að endurgreiðslur kaffisala í Brasilíu fyrir sölu á kaffi á árunum 1979,1980 og 1981 lentu í sjóðum Sambandsins en ekki Kaffibrennslunnar. SÍS framvisaði reikningum án afsláttar, sem sölu- fyrirtækið í Brasilíu veitti þegar fengnar voru gjaldeyrisyfírfærslur. Mikki mús er sakleysislegur að sjá, en útlit getur blekkt illilega. Fíknief nasmygl: Mikki reyndist úttroðinn af fíkniefnum við kom- una frá Amsterdam og sést á þessari mynd hvemig efnunum var komið fyrir í honilm. Mikki með undarlegu tróði Fíkniefnalögreglan hafði af- skipti af óvenjulegum smyglara í gær. Var það músin fræga, Mikki, sem var nýkomin frá Amsterdam og reyndist úttroð- in af fíkniefnum. Forsaga málsins er sú að kona, sem kom i póstútibúið í Breiðholti í gær til að ná í böggul, kannað- ist ekki við hann. Þegar böggull- inn var opnaður þar kom í ljós Mikka mús-brúða. Eitthvað virtist Mikki undarlega troðinn og reynd- ist tróð hans að mestu vera hass, eða 1 kíló, og 200 grömm af maríúana fundust þar einnig. Ffkniefnalögreglan handtók síðan konu, sem hafði sent böggulinn frá Amsterdam og hafði hún ætl- að að sækja hann til konunnar, sem sendinguna fékk, undir því yfirskyni að röng gjöf hefði lent í pakkanum. Kona þessi hefur komið við sögu fíkniefnalögregl- unnar áður. Amar Jensson, lögregluvarð- stjóri, sagði að konan, sem sendinguna fékk, hefði brugðist mjög skynsamlega við. Það væri mjög brýnt að fólk léti ekki nota nafn sitt til að smygla inn í landið fíkniefnum. Það yrði að vera vak- andi fyrir sendingum sem það kannaðist ekki við. Þá sagði Am- ar það færast í vöxt að fíkniefni séu send að utan og þeir sem það geri vakti síðan póstkassa þeirra sem sendinguna eigi að fá. Þegar fylgibréf böggulsins komi sé því stolið úr kassanum og sendingin leyst út. Viðskiptaviðræður Sovétmanna og íslendinga: Utflytiendur búast við að róðurmn verði erfiður ÁRLEGAR viðskiptaviðræður íslendinga og Sovétmanna fara fram hér í Reykjavík í næstu viku og hefjast þær á mánudag. Þessar við- ræður fara fram til þess að móta framkvæmd viðskiptasamnings ríkjanna ár hvert, innan ramma fimm ára viðskiptasamnings land- anna sem undirritaður var i Moskvu í fyrra. Sá sem leiða mun viðræðumar til þess að ganga frá síldarsölu- fyrir hönd Sovétmanna er yfírmað- ur Vesturlandadeildar sovéska viðskiptaráðuneytisins, Júrí Lend- entsov, og kemur hann nú í fyrsta sinn í slíkar viðræður. Þó að hann leiði þessar viðræður fyrir hönd Sovétmanna í fyrsta sinn, er ekki búist við að það hafí í för með sér breytingar á fyrirkomulagi við- ræðnanna, að sögn Þórhalls Ás- geirssonar, ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. Ifyrir íslands hönd munu menn frá viðskiptaráðuneytinu taka þátt í viðræðunum, svo og fulltrúar þeirra samtaka sem standa í við- skiptum við Sovétríkin, svo sem frá fisksölusamtökunum, Síldarútveg^s- nefnd, Sölustofnun lagmetis, Verzlunarráði íslands og Félagi íslenskra iðnrekenda. „Þetta em ekki samningaviðræð- ur heldur almennar viðræður um viðskipti landanna," sagði Þórhallur Ásgeirsson f samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hann sagði að ekki yrði samið um síldarsölu í þess- um viðræðum. Slíkir samningar færu fram beint á milli Síldarút- vegsnefíidar og sovéska fyrirtækis- ins Prodentorg. Hins vegar væri því ekki að leyna að vegna þess kerfis sem Sovétmenn notuðu, þá væri utanríkisviðskiptaráðuneytið mjög áhrifamikið, og þeir aðilar sem kæmu hingað til viðræðnanna gætu því ráðið miklu um það hvað keypt yrði, þó að þeir réðu ekki verðinu. „Þess vegna er það ákaflega þýð- ingarmikið," sagði Þórhallur, „að við fáum stuðning þessara manna samnmgi sem allra fyrst. Það verður enda eitt aðalumræðuefnið. Jafnframt komum við til með að leggja áherslu á það að Rússar kaupi meira af ullarvörum en þeir hafa gert í ár. Kaup þeirra hafa dregist verulega saman miðað við það sem var í fyrra." Þórhallur sagðist búast við að olíumál yrðu einnig rædd á þessum fundi, enda væru olíukaup okkar af Rússum meira en 90% af and- virði þess sem við kaupum frá Sovétríkjunum. Sama máli gegndi um olíuna og sfldina, ekki yrði sam- ið um magn eða verð. Samið væri til eins árs í senn um magn, en verðið breyttist samkvæmt heims- markaðsverði. „Rússar kaupa miklu minna af ullarvörum en rammasamningurinn kveður á um“ Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Álafoss, er annar fulltrúi ullariðnað- arins sem tekur þátt f viðræðunum við Sovétmenn. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að sér sýndist sem ullarframleiðendur gætu gert sér litlar hugmyndir um hvað kæmi út úr þessum viðræðum. „Við vonum að það fáist niðurstaða í þessum viðræðum um það hvenær við megum fara til Moskvu til þess að ræða sölu á ullarvörum, og auð- vitað vonum við að það verði sem fyrst," sagði Ingjaldur. Sovétmenn keyptu á sl. ári ullar- vörur af Álafossi fyrir 4,5 milljónir dollara og voru Álafossmenn ánægðir með þau viðskipti. í ár hefur salan hins vegar verið mun minni, þar sem Sovétmenn hafa ekki keypt fyrir nema tæplega eina milljón dollara. „Þeir eru langt fyr- ir neðan þær tölur sem kveðið er á um í rammasamningnum," sagði Ingjaldur, „því þar er kveðið á um lágmark 5 milljónir dollara og há- mark 6,5 milljónir dollara." Ingjaldur sagði að Rússar gæfu þá skýringu á því að þeir stæðu ekki við rammasamninginn í ár, hvað varðar kaup á ullarvörum, að engar pantanir bærust og markað- urinn væri mettaður. „Það trúir því náttúrlega ekki nokkur maður, því mér skilst að það séu biðraðir eftir treflunum okkar í Moskvu," sagði Ingjaldur. Ingjaldur sagðist telja að senni- leg skýring á þessu væri sú, að olíuverðið hefur lækkað og þar af leiðandi væri meiri jöfnuður á við- skiptum milli landanna en áður, og Sovétmenn skorti því einfaldlega gjaldeyri til þess að verzla fyrir. Ingjaldur sagði að það kæmi ull- ariðnaðinum mjög vel núna, ef Sovétmenn fengjust til þess að auka kaup sín á þessum vörum á nýjan leik, þar sem samdráttur væri í sölunni á vestrænum mörkuðum. Vilja fá verðuppbót ásvartolíu breytt Jón Reynir Magnússon, forstjóri Sfldarverksmiðja ríkisins, er einn þeirra sem lýst hefur sig ósáttan við verðlagningu Sovétmanna á svartolíu þeirri sem seld er hingað til íslands. Óánægja þeirra sem eru helstu kaupendur svartolíunnar er til komin vegna þess að Sovétmenn fá 25 dollara sem verðuppbót eða premíu ofan á hvert tonn, en olían sjálf er verðlögð samkvæmt heims- markaðsverði. Ifyrir skömmu var verðið á tonninu á svartolíu í Rott- erdam um 50 dollarar, en með premíunni greiða íslendingar Sovét- mönnum þá sem svarar 75 dollur- um. Þetta eru rekendur sfldar- og loðnubræðslna í landinu að vonum mjög ósáttir við. Jón Reynir sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær: „Það er hárrétt að við erum óánægðir með verðið á svartolíunni og höfum verið það alllengi. Málið er að það hefur verið greidd svoköll- uð premía á olfuna frá Rússum, m.a. vegna þess að þeir geta ekki afgreitt frá Eystrasaltinu nema þynnta svartolíu, m.a. vegna þess að þeir þurfa að dæla henni um langan veg. Þessi þynnri olía er seld aðeins dýrar á mörkuðum í Rotterdam, en það réttlætir ekki að greidd sé 25 dollara premfa á hvert tonn, þegar verðið á tonninu er nálægt 50 dollurum. Það er nátt- úrlega út í hött að premían sé sú sama á hvert tonn, hvort sem tonn- ið kostar 200 dollara eða 50 doll- ara.“ Jón Reynir sagði að verksmiðj- umar gætu notað þykkari svartolí- una, en hún væri ekki á boðstólum hér á landi, þar sem olíufélögin treystu sér ekki til þess að vera með margar tegundir svartolfu. Því væru þeir vitanlega óánægðir að þurfa að greiða svona hátt verð fyrir olíuna, þegar vitað væri að þeir gætu keyrt vélamar á mun ódýrari olfu. Jón Reynir kvaðst ekki ýlga bjartsýnn á að Sovétmenn fengjust til þess að lækka premíuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.