Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 17 Islenzk spendýr 1786: Hvalir og selir Tegundir: Staða við ísland: landselur kæpir, íslenskur stofn útselur kæpir, íslenskur stofn vöðuselur árlegur gestur, en kæpir ekki hringanóri árlegur gestur, en kæpir ekki blöðmselur árlegur gestur, en kæpir ekki kampselur flækingur og kæpir ekki rostungur sjaldgæfur flækingur og kæpir ekki Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss efnir á morg- un, sunnudag, til ferðar um Suðurnes til að fræðast um hvali og seli, m.a. verður fjallað um hvali og seli hér við land 1786. Sjávarlíffræðingamir Jóhann Siguijónsson og Erlingur Hauks- son hafa tekið saman þann fróðleik sem hér fer á eftir. Jó- hann um hvali, en Erlingur um seli. Hvalir Hvalir eru blóðheit spendýr sem hafa þróast og aðlagast lífinu í sjón- um á sl. tugmilljónum ára. Núlif- andi hvölum er skipt eftir líffræði- legum einkennum þeirra í 2 ættbálka, tannhvali og skíðishvali. Árið 1786 voru líklega 13 tegundir tannhvala hér við land og með vissu 7 tegundir skíðishvala. Hvalir fyrr og nú Þótt ekki sé margt áreiðanlegra upplýsinga um hvali hér við land árið 1786, er sennilegt að enn í dag séu sömu tegundimir á íslenska hafsvæðinu og þá voru. Engu að síður hafa hvalveiðar okkar á sl. 200 árum haft nokkur áhrif á mergð hvala hér við land, einkum þó sl. 100 ár frá því að nútímahval- veiðar hófust. Líklegt má telja, að veiðar frá landstöðvum hér við land hafi hoggið verulega í stofna steypi- reyðar og hnúfubaks strax um aldamótin, og haft nokkur áhrif á viðgang langreyðarstofnsins. Tvær fyrmefndu tegundimar, sem greini- lega urðu hart úti, hafa þó núna rétt verulega úr kútnum eftir ára- langa friðun og teljast ekki lengur í útrýmingarhættu frekar en aðrar hvalategundir, sem veiddar hafa verið á undanfömum áratugum. Það voru hins vegar veiðar útlend- inga hér við land, einkum fyrir árið 1786, sem gengu svo nærri stofni íslands sléttbaks, að tegundin var orðin sjaldgæf við landið á átjándu öld og hefur varla sést sl. 70 ár. Sömu sögu er að segja um norð- hvalsstofninn eða Grænlands slétt- bakinn í Norðurhöfum, en það er dæmigerð íshafstegund, sem senni- lega hefur aðallega flækst að ströndum landsins í köldu árferði. Hreifadýr við ís- landárið 1786 Eins og hvalimir em selir (hreifa- dýr) blóðheit spendýr, sem eiga ættir að rekja til landdýra, er hafa aðlagast lífi í sjó. Hreifadýrin hafa ekki gengið eins langt og hvalirnir í þessari aðlögun, því þau eiga af- kvæmi sín á landi — kæpa í fjörunni á eyjum og sketjum. Hreifadýrun- um er skipt í þijár ættir; eiginlega seli (sem öll hreifadýr við ísland tilheyra, nema rostungur), rostunga og sæljón. Sæljón hafa aldrei fund- ist við ísland, utan þau sem voru í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Árið 1786 hafa lfklega verið hér við land sömu tegundir og nú: Hreifadýr (selir) fyrr og nú Útselir og landselir kæpa einar selategunda hér við land. Svo hefur væntanlega einnig verið 1786. Aðr- ar selategundir og rostungur koma hingað að ströndinni, sem flæking- ar. Sérstaklega á vorin ef hafis er ■ fyrir Norðurlandi. Algengastir þeirra eru vöðuselir og blöðruselir. Hringanórar og kampselir koma einnig, og endmm og eins rost- ungar. Það muna víst flestir eftir sögunni um Valla víðförla. Landselir em algengir allt í kringum landið. Talningar benda til þess að stofnstærð hans sé a.m.k. 30 þúsund dýr. Útselir em algengastir við vesturströndina, Vestfirði og Suðausturland. Stofn- stærð þeirra samkvæmt talningum er um 10 þúsund dýr. Áður fyrr vom stundaðar talsverðar veiðar á vorkópum (landselskópum), vegna skinnanna, en þau vom verðmæt verslunarvara. Svo mun einnig hafa verið 1786. Þá tíðkaðist einnig að veiða seli til matar og þóttu af hon- um mikil búdiýgindi. Var vorkópur- inn nýttur á vorin og sumrin, útselskópurinn á haustin (haustkóp- ur), og síðla vetrar og snemma vors var farið til ískópaveiða fyrir Norðurlandi, en það kölluðust þær veiðar sem stundaðar vom á rekís þar um slóðir. Var þá veiddur vöðu- selur, blöðmselur og hringanóri. Eftir því sem komist verður næst, þá mun 1786 hafa verið svipaður fjöldi landsela við ísland og nú. Útselir hafa verið talsvert færri, en vöðuselir, blöðmselir og hringanór- ar heimsótt ströndina í meira magni en nú. Hvalategundir við ísland árið 1786 SkíðishvaJir Tannhvalir íslands sléttbakur Búrhvalur Hnýðingur Norðurhvalur Andamefja Leiftur Hnúfubakur Háhymingur Höfrungur Steypireyður Svínhvalur Stökkull Langreyður Mjaldur Hnísa Sandreyður Náhvalur Hrefna Marsvín (grindhvalur) Háhyrningur með kálf. Bandselir: Brimill, urta og kópur. Hólmfríður sýnir í Kanada og Ungverjalandi HÓLMFRÍÐUR Arnadóttir sýnir pappírsverk á tveimur alþjóðleg- um samsýningum nú í sumar. Önnur þeirra, Convergence ’86, er alþjóðleg samsýning í Toronto, Canada. Hin er The 6th Intemation- al Biennial of Miniature Textiles, Szombathely, Ungveijalandi. Einn- ig hefur Hólmfríður átt verk á Den Nordiska Textiltrienallen sem nú er að ljúka göngu sinni um Norður- lönd. 1983 og 1985 hélt Hólmfríður Ámadóttir einkasýningar á pappírs- verkum, þá fyrri í Listmunahúsinu, sem var fyrsta einkasýning hérlend- is á pappírsverkum, og hina síðari í Gallerí Borg í okt. sl. vetur. Hólmfríður Árnadóttir EINANGRUÐ HITAVEITURÖR KAPPKOSTUM AÐ EIGA ÁVALLT Á LAGER ALLT EFNI í HITAVEITU- LAGNIR - MARGRA ÁRA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN - SENDUM UM ALLT LAND. SET HF. EYRAVEGI 43-45 P.O. BOX 83 800 SELFOSS SÍMI 99-2099,-1399 NÝJA HLJÓMPLAIAN (X; SNÆLDAN FRÁ SAMHJÁLP peria í ptötusafn heimilisins I Gunnbjörg Öladóttir syngur 10 gullfalleg lög sem enduróma í huga þér Allur ágóði rennur til hjálparstarfsins okkar famhjctlp Hverfisgötu 42 Sími 11000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.