Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 39 fClK í fréttum Félagarnir Daniel og Miyagi horfa hugsandi á haf út í einu hugljúfu atriði úr Karate Kid II. ina um þá félaga, mun ég vissulega líta á handritið, en mig langar til að reyna annars konar hlutverk. Ég vil ekki verða Sylvester Stallone KarateKid myndanna," sagði hann. Macehio býr enn í foreldrahúsum í Huntington, Long Island, í New York-ríki og segist hann aldrei hafa verið hrifinn af því að setjast að í Hollywood, höfuðborg bandaríska kvikmyndaheimsins. Hann varð þvi feginn að fá að spreyta sig á svið- inu á Broadway. „Lifsmátinn í Hollywood getur gert mann bijálaðan," segir Macc- hio. „Auglýsingaflóðið sem fylgir því að leika í kvikmynd er ótrúlegt - dúkkur, stuttermabolir, plaggöt og þess háttar. Svo verður mynd- band með lögum úr kvikmjmdinni að vera klárt mánuði áður en frum- sýningin fer fram. Kvikmyndimar sjálfar falla í skuggann af öllu þessu auglýsingabralli. Eg vildi komast í burtu frá öllu þessu og reyna al- vöruleiklist." Macchio segist ekki hafa í hyggju að flytja frá foreldrum sínum. „Til hvers ætti ég að flytja?" spyr hann. „Fjölskylda mín er mjög samrýnd og ég hugsa að ég búi hér þar til ég gifti mig. Það er alveg nógur tími til að fjárfesta í eigin húsnæði - mér finnst líka gott að vera heima; þá virðist allt svo eðlilegt." Macchio hefúr alla tíð verið mjög hrifinn af dansi og byijaði að læra stepp þegar hann var þriggja ára. Hann horfði á gamlar Gene Kelly- kvikmyndir og dáðist mikið að hon- um og Fred Astaire. „Ég var eini strákurinn í bekkn- um og þegar krakkamir vom orðnir nógu gamlir til að hafa vit á að stríða mér, var ég orðinn svo góður að þau höfðu ekkert út á mig að setja,“ segir hann. Macchio er ennþá mjög stráks- legur í eðli sínu og er ekki hrifinn af öllu glæsilífinu sem fylgir því að vera þekktur kvikmyndaleikari. „Ég er ennþá ekki vanur því að vera eltur á röndum af krökkum hvert sem ég fer. En þetta er vist það sem kvikmyndaheimurinn gengur út á og ef þetta selur að- göngumiða, þá verð ég að sætta mig við það.“ Hann segist aldrei hafa ætlað sér að verða leikari og það þurfti að tala hann mikið til áður en hann fékkst til að taka að sér hlutverk í sjónvarpsþáttunum Eight is a crowd. Auglýst var eftir hæfileika- ríkum unglingi í þættina og var umboðsmanni þáttanna sagt frá hinum 16 ára gamla Macchio, sem þá leit út eins og 13 ára. Hann fékkst til að koma í viðtal ásamt móður sinni, en þau virtust bæði mjög tortryggin. Þau höfðu heyrt margar ófagrar sögur um böm sem vom misnotuð í heimi kvikmynd- anna. A endanum tókst að fá Macchio í þáttinn og voru sumar senumar endurskrifaðar til að þær hentuðu honum betur. „Þrátt fyrir að hann liti út fyrir að vera bam, hugsaði hann eins og fertugur maður," segir fyrmm umboðsmaður þáttanna. Þegar Macchio fékk hlutverkið í The Outsiders varð hann yfir sig glaður, þar sem hann dýrkaði Francis Ford Coppola og hlutverkið passaði einnig vel við ítalskt útlit hans. Fleiri unglingar fóm með hlutverk í þessari mynd og hafa margir þeirra hlotið frægð og frama síðan, s.s. Tom Cruise, Rob Lowe, C. Thomas Howell, Matt Dillon, Emilio Estevez og Diane Lane. Hópurinn fékk viðumefnið „Eftir- lætisbömin", en Macchio virðist alveg ósnortinn af tilstandinu í kringum hann. Hann hélt sig yfir- leitt utan við hópinn og eyddi flestum frístundum í búningsher- berginu, lesandi handritið spjald- anna á milli. Meðleikarar hans hótuðu því einu sinni í gríni að kaupa handa honum stuttermabol með árituninni: Truflið ekki! Leikstjóri Karate Kid-myndanna, John D. Avildsen, er mjög hrifinn af vinnubrögðum Macchios og segir hann atvinnumann af bestu gerð. „Hann kann alltaf hlutverk sitt upp á tíu og er mjög stoltur af vinnu sinni,“ segir Avildsen. Það leikur enginn vafi á því að verði gerð þriðja myndin um kar- ate-drenginn, verður Macchio boðið hlutverk Davids á ný. Ekki er eins víst að hann taki boðinu, en hann er ömgglega númer eitt á lista framleiðandans og leikstjórans. Einbeitnin skin úr andliti karate- drengsins, er hann reynir að vinna veðmál með karate-bragði. Spekingurinn Miyagi er lengst tilhægriá myndinni, en til vinstri sést í ástina hans Daniels, Kumiko, sem leikin er af Tamlyn Tomita og Yukia, gamla kærastu Miyagis, sem leikin er af Nobu McCarthy. GARRY SHANDLING Skemmtikraftur á hraðri uppleið Einn góðan veðurdag í maí fékk Garry Shandling undarlega upphringingu frá skemmtikraftin- um Joan Rivers. „Garry,“ sagði Joan dularfullri röddu, „þú skilur væntanlega ekkert hvað ég er að fara, en þú skuldar mér stóran greiða." Joan hafði rétt fyrir sér, Shandling skildi ekki upp né niður í þessu flasi skemmtikraftsins, en fékk skýringu áður en dagurinn var á enda. Joan Rivers hafði nefnilega sagt upp störfum sem aðstoðarmað- ur Johnnys Carson, eins vinsælasta skemmtikrafts Bandaríkjamanna, í þættinum „The Tonight Show,“ sem sýndur er á hveiju kvöldi í sjón- varpinu þar vestra. Og það sem meira var; Johnny Carson hafði ráðið Garry Shandling til að taka við starfi Joan Rivers. Joan og Johnny höfðu verið vinir í mörg ár og kom það mjög flatt upp á Johnny þegar Joan tilkynnti honum símleiðis að hún hefði tekið boði um að heQa sinn eigin þátt fyrir aðra sjónvarpsstöð. Vinaslit sigldu í kjölfar og hefur Johnny neitað að tala við Joan síðan þetta gerðist. Shandling hafði alltaf öðru hvoru verið boðið að koma fram í þætti Johnnys og kunnu áhorfendur vel að meta kímnigáfu hans. Hann er þó í erfíðri aðstöðu þar sem hann er mikill vinur bæði Joan og Johnn- Brandarabækistöðvar Shandlings eru upp á lofti í einbýlishúsi hans í Hollywood Hills. Varla sést i skrifborðið fyrir pappírsflóði, en Shandling segist leggja mjög hart að sér við að semja brandara. ys og hann forðast að ræða um ósamkomulag þeirra tveggja. Ber hann sífellt fyrir sig að hann þekki ekki nógu vel atvik þau er leiddu til vinslitanna. Shandling vinnur nú myrkranna á milli við að finna sniðuga brand- ara til að segja bæði í þættinum sem hann stjómar fyrir kapalsjón- varpsstöðina Showtime og fyrir „The Tonight Show“. Jafnvel þegar hann fer út að borða æfir hann sig í framsögn og reitir af sér brandara við matarborðið til að sjá hver við- brögð borðfélaganna eru. Shandling er þekktur fyrir enda- lausa brandara um ástarsambönd sín, sem ávallt virðast enda illa. Hann er mjög óöruggur með sig, að sögn þeirra sem hann þekkja og em fæstar sögumar um misheppn- uð ástarævinrýri lognar. „Ég á nokkur mjög vel heppnuð sambönd að baki,“ segir Shandling, „en ég geri bara grín að þeim sem fóm illa, því það em fyndnustu sögumar. Bestu brandaramir em yfirleitt um sársaukafyllstu augna- blikin," segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.