Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Bandaríkin: Fjárlagahallinn vanmetinn Washington, AP. HALLI á fjárlögum Bandaríkja- stjómar á árinu 1987 verður a.m.k. fjórum milljörðum dollara meiri en stjórnin hafði gert ráð fyrir, 167,3 milljarðar í stað 163,4. Er það álit bandarísku ríkisendur- skoðunarinnar. í skýrslu, sem endurskoðunarskrif- stofa ríkisins sendi f fyrradag einni nefnd fulltrúadeildarinnar, segir, að ríkisstjómin hafi vanmetið útgjöldin. í Gramm-Rudman-lögunum segir, að hallinn megi ekki vera meiri en 144 milljarðar dollara og því verði „líklega krafist meiri niðurskurðar eða tekju- aukningar". í fyrmefndum lögum er fjárlagahallanum settar skorður með það fyrir augum að jafnvægi náist á árinu 1991. Ef hallinn er meiri en 10 milljarðar umfram hámarkið kem- ur til lögbundins niðurskuiðar. ■ VERKSMHMII ■OlSAlA að norðan ODYR FATNA-ÐUR Á ALGJORU LÁGMARKSVERÐI H - húsið AUÐBREKKU - KOPAVOGI Opið: 10-19 virka daga/10-17á laugardögum 'd ai Heimsmet í stökki á mótorhjólum Heimsmeistarinn í stökki á mótorhjóli, Englendingurinn Chris Bromham, sést á myndinni setja nýtt heimsmet í greininni. Hann stökk yfir 20 stórar vörubifreiðir, rúmlega 80 metra, sem er 11 metrum lengra en fyrra heimsmetið sem hann átti sjálfur. AP/Simamynd. Ella Fitzgerald á batavegi Los Angeles, AP. ELLA Fitzgerald, jazzsöngkonan fræga, sem nýlega gekkst undir hjartaaðgerð í sjúkrahúsi í Los Angeles, er á góðum batavegi. Talsmaður sjúkrahússins sagði að aðgerðin hefði gengið vel og söngkonan yrði flutt af gjörgæslu- deild um helgina. Ella Fitzgerald veiktist í júlímánuði sl. er hún var á söngferðalagi og í ljós kom að hún var hjartveik. Hún var þá send heim af sjúkrahúsi eftir þijá daga og sagt að hvfla sig. Ollum tónleik- um er hún hafði ætlað að halda á þessu ári var aflýst. Síðar kom á daginn að hún þyrfti að gangast undir hjartaaðgerð. 15 ára gamalt hneykslismál í Noregi: Per Borten fær uppreisn æru Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. PER Borten, fyrrum forsætis- ráðherra Noregs, hefur fengið uppreisn æru. Arið 1971 neyddist hann til að segja af sér í kjölfar ásakana um að hann hefði komið efni leynilegrar skýrslu varðandi hugsanlega inngöngu Noregs í Evrópubandalagið á framfæri við fjölmiðla. Nú þykir sannað að hann var saklaus af þeirri ákæru. Það var grein í dagblaði sem orsakaði fall samsteypustjómar Bortens árið 1971. Greinin birtist skömmu áður en Norðmenn gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um inn- göngu í Evrópubandalagið. í greininni sagði að Borten hefði kynnt andstæðingum aðildarinnar innihald leynilegrar skýrslu, sem unnin hafði verið á vegum ríkis- stjómarinnar. Einn helsti leiðtogi þeirra sem andvígir voru aðild að EB var Ame Haugestad, verjandi njósnarans Ames Treholt. Greinin vakti geysilega athygli. Nokkmm dögum síðar sprakk sam- stejrpustjóm Kristilega þjóðar- flokksins, Miðflokksins og Hægri flokksins. Ame Haugestad tilkynnti opin- berlega að hann hefði ekki komið þessum upplýsingum til fjölmiðla. Hið sama gerði Per Borten en hon- um var einfaldlega ekki trúað. Það var alkunna að stjómarsamstarfið var stirt og sagt var að Borten hefði nýtt sér tækifærið til að binda enda á það í stað þess að neyðast til að standa í samningaviðræðum við EB-ríkin. Flokkur Bortens, Mið- flokkurinn, var fremur andvígur aðild að bandalaginu. Per Borten neyddist til að segja af sér árið 1971 eftir að hafa gegnt stöðu forsætisráðherra í rúm fimm ár. Nú hefur Ole Hoemsnes, sem var blaðafulltrúi Bortens árið 1971, gjört opinbert í bók sem hann hefur skrifað að hann hafi sagt fjölmiðlum frá EB-skýrslunni og valdið þar með falli ríkisstjómarinnar. Hoems- nes er nú dálkahöfundur hjá norska dagblaðinu Aftenposten og skrifar um atvinnumál. „Þetta er mikill léttir," sagði Per Borten. „Það hefur verið heldur óskemmtileg lífsreynsla að vera sakaður um trúnaðarbrot í öll þessi ár.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.